Morgunblaðið - 09.03.1956, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 9. marz 1956
SYSTURNAR ÞRJÁR
EFTIR IRA LE'/IN - Annar hluti: ELLEN
I
Framh'aldssagan 39
við töskuna og frakkann, sem hún
bar á handleggnum .. Hún þaut,
eins og pílu væri skotið, til hægri
hljóp í kringum borðið, út um
dyrnar og hentist í gegnum for-
stofuna, en heyrði að baki sér
hrópin í frú Arquette: — „Hún
strýkur í burtu“, og svar Gord-
ons, sem kom hlaupandi á eftir
henni: — „Hún er ein úr þeim
hluta fjölskyldunnar, sem hefur
eítthvað af lausum skrúfum í
kollinum“.
Hún gat með erfiðismunum
rykkt upp hinni þungu útihurð
og svo hljóp hún burt frá hús-
inu, eins hratt og fæturnir gátu
borið hana, svo að tærnar rákust
alltaf öðru hvoru á ójöfnur stein
flísanna.
Þegar út á gangstéttina kom,
beygði hún til hægri og hægði
heldur ferðina, á meðan hún
reyndi að komast í bögglaðan og
velktan frakkann.
Guð í himninum. Var það nú
flækja, sem hún var nærri búin
að festa sig í. Hún beit saman
tönnunum, þegar hún fann hvern
ig heit tárin þrengdu sér út und-
an augnalokunum.
Gant náði henni fljótlega og
sökum hinna löngu skanka átti
hann mjög létt með að fylgja
henni eftir.
Hún sendi hinu brosandi and-
liti heiftúðugt augnatillit og hé!t
svo áfram að stara fram fyrir
sig.
Hún fann hvernig máttvana
reiði blossaði upp og magnaðist í
hug hennar, — reiði við sjálfa
sig og hann.
„Er ekki um einhverja leyni-
lega lausn að ræða?“ spurði hann.
— „Ætlið þér ekki að lauma ein-
hverjum skilaboðum í lófa minn
og hvísla: „Southern Comfort",
eða eitthvað í þá áttina? Eða,
ætlið þér kannske að segja mér
sögu um hinn skuggalega mann,
í svörtu fötunum, sem veitti yður
eftirför allan liðlangan daginn,
unz þér leituðuð skjóls bak við
fyrstu útidyrahurðina, sem á
vegi varð? Mér líst alveg jafn
vel á yður sjálfa, hvernig svo sem
sagan kann að verða.“
Hún skálmaði áfram í nístandi
þögn.
„Hafið þér nokkurn tíma lesið
Saint-sögurnar? Það gerði ég
einu sinni. Simon gam!i Templar
rakst alltaf á konur, sem voru
mjög undarlegar í hegðun og
framkomu. Einu sinni synti t.d.
ein þeirra út í skemmtisnekkjuna
hans um miðja nótt .. Þóttist víst
vera einhver áhuga-sundmær,
sem hefði viilzt, minnir mig helzt.
En svo reyndist hún bara vera út-
sendari frá einhverju vátrygging
arfélagi, þegar betur var að gáð.“
Hann greip um annan handlegg
hennar: — „Hester frænka, ég
þjáist nefnilega af gersamlega ó-
seðjandi forvitni". Hún sleit sig
lausa úr greip hans. Þau voru
nú komin að þvergötu og hinum
megin hennar ók leigubifreið
hæPt framhjá þeim.
Ellen veifaði með hendinni og
bifreiðin snéri þegar við: — „Eg
gerði það bara að gamni mínu“,
sagði hún lágt. „Þér verðið að
fyrirgefa mér það, en þetta var
veðmál“.
„Nákvæmlega þetta sama sagði
stúlkan á skemmtisnekkiunni við
Saint“. Svipur hans varð alvar-
legur. — „Gaman er gaman. En
hvers vegna þá allar þessar
spurningar um hina skuggalegu
fortíð m;na?“
Rifreiðin hafði nú staðnæmst
andsoænis þeim. Eílen revndi að
opna dvrnar. en Gant lagði hend
ina á hurðina og ýtti á móti: —
„Hlustið þér nú á mig, frænka
góð. Mér er þetta í fyllsta máta
alvörumál. Nú vil ég fá skýr..“
„Sleppið hurðinni, svo að ég
geti opnað“, bað hún og stundi
uppgefin um leið og hún barðist
árangurslaust við að opna.
Ekillinn leit út um gluggann og
horfði til þeirra og þóttist sýni-
lega skilja, hvað á seyði væri: —
„Hallo, þú þarna..“ kallaði hann
og röddin líktist helzt einhverj-
um ógnandi drunum.
Gant stundi við og sleppti hurð
inni. Ellen flýtti sér að opna,
skaust svo inn í bifreiðina og lok-
aði á eftir sér. Hún sökk djúpt
niður í mjúkt, slitið leðursætið.
Úti fyrir laut Gant niður að
glugganum, studdi báðum hönd-
um á hurðina og starði á hana í
gegnum rúðuna, eins og hann
ætlaði að greipa hvern andlits-
drátt hennar, óafmáanlega, í
minni sér.
Ellen leit undan.
Hún beið með að segja bifreið-
arstjóranum heimilisfang sitt, þar
til Gant var kominn úr heyrnar-
færi.
Það tók tíu mínútur að aka til
New Washington House, þar sem
Ellen hafði tryggt sér herbergi,
áður en hún lagði af stað í heim-
sóknina til deildarforsetans og í
þessar tíu mínútur beit Ellen á
jaxlinn, reykti ákaft og órólega
og formælti sjálfri sér og ásak-
aði — allt saman til þess að veita
hinni æstu eftirvæntingu útrás,
sem stöðugt hafði farið vaxandi,
allan tímann í húsi frú Arquette,
allt til þess er Gordon Gant kom
heim, eftirvæntingu, sem ekki
heldur þá hafði hlotið neina
lausn, sökum hinnar bjánalegu
gamansemi hans. — Hester
frænka. — Það var sannarlega
meiri háttar flónska, sem hún
hafði gert sig seka í.
Hún hafði lagt undir, helming
allra spilapeninga sinna og svo
ekkert unnið, þegar á herti
Enn var hún alveg jafn ófróð
um það, hvort hann væri, eða
væri ekki, hinn rétti maður. Og
það var gersamlega ómögulegt
fyrir hana að spyrja húsmóður
hans nánar um hans hagi og
einkamál.
Ef nú rannsókn leiddi það í ljós
að Powell væri ekki maðurinn og
sannaði þannig, að Gordon Gant
væri það, þá gæti hún alveg eins
vel gefizt upp við allt og haldið
aftur til Caldwell, því að ef —
alltaf þetta sama stóra „ef“ Gant
hefði myrt Dorothy, myndi hann
vera á varðbergi og nú þekkti
hann Ellen í sjón og af þeim
spurningum, sem hún lagði fyrir
frú Arquette, yrði honum auðvelt
að draga hina réttu ályktun um
erindi hennar og ætlun. .. Morð-
ingi, sem er á verði og e.t.v. al-
búnn þess að fremja annað morð.
— Nei, ekki vogaði hún að hafa
of mikil afskipti af slíkum ná-
unga. í
Eina lausnin önnur, sem til
greina kom, var sú að ganga á
fund lögreglunnar og enn höfðu
fá sönnunargögn borizt henni í
hendur, svo að verðir laganna
myndu kinnka kolli hátíðlega og
vísa henni með fyllstu kurteisi
út úr lögreglustöðinni.
Já, þetta var heldur lagleg
byrjun á áformi hennar.
Það voru brúnmáluð þil og
klunnaleg dökk húsgögn í her-
berginu hennar á gistihúsinu, og
það hafði sama, tóma, ópersónu-
legan svip bróðabirgðar dvalar-
staðar, eins og örlitla, umbúna
sápustykkið í baðklefanum, hin-
um megin við vegginn.
Eina merkið um íveru voru
töskurnar hennar með merkis-
spjöldunum frá Caldwell, sem
stóðu á hillunni við gaflinn á
tvíbreiða rúminu.
Þegar Ellen hafði klætt sig úr
frakkanum og hengt hann inn
í skáp, settist hún við skrifborðið
úti við gluggann.
SIGGA LITLA
3.
Það komu ekki fleiri áheyrendur — allir hlutu þó að hafa
séð auglýsinguna. Hvers vegna vildu menn ekki hlýða á
Jesúm? Það gat hún ekki skilið.
Allt í einu sá hún að einhver nálgaðist húsið. Það hlaut
að vera Hann, sem var að koma. Henni fannst hjarta sitt
ætla að bresta af fögnuði. Henni var ómögulegt að sitja
kyrr inni og bíða.
Hún hljóp út til þess að taka á móti honum. Og með kvik-
um sporum komst hún til hans og varpaði sér í faðm hans.
Hún fann hve þétt hún vafði hana að sér, og svo sagði
hann með innilegum kærleika: „Sigga, ég veit að þú elsk-
ar mig.
Hve takmarkalaus var fögnuður hennar.
„En stjúpu þína þekki ég ekki,“ sagði hann hryggur. Hjarta
hennar fylltist sorg við að heyra þetta, og hún hljóðaði
upp yfir sig það hátt, að hún vaknaði.
Aftur og aftur hljómuðu þessi orð í eyrum hennar næstu
dagana á eftir. „Ég veit. að þú elskar mig.“ Og henni fannst
hún vera sælasta persóna í heimi. En hún hafði fengið mikið
bænarhlutverk. Og hún bað aftur og aftur: — Kæri Jesús,
frelsaðu fólkið mitt, svo að það geti orðið eins sælt og ég er.
Mörg ár eru liðin síðan þetta bar við. Nokkrir af ástvinum
hennar hafa þegar snúið sér til Drottins, og hinir munu
sennilega koma síðar meir. Því að það stendur í Biblíunni,
sem er Guðs orð, að ef vér biðjum einhvers eftir hans vilja,
þá skulum vér verða bænheyrðir. Og það er vilji Guðs, að
allir snúi sér til Krists og verði hólpnir.
Og Sigga, sem nú er fullorðin kona, er mikið hamingju- í
söm þann dag í dag að mega elska Jesúm enn þá, sem elskaði
hana að fyrra bragði. |
Og Jesú hiýtur einnig að vera glaður, þegar hann getur
sagt við einhvern: „Ég veit, að þú elskar mig.“.
S Ö G U L O K
mikið úrval
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11
Stýrimann vantar
á 100 tonna bát, er veiðir með þorskanet.
Uppl. í síma 5653.
Atvinna
Duglega og reglusama stúlku vantar strax til afgreiðslu
starfa á veitingastofu í Keflavík. Gott kaup, fritt fæði og
húsnæði. Uppl. á Vatnsnesbar, Keflavík.
Sími 324 og 1414, Reykjavík.
IMIKIL
VERÐLÆKKUIM
af hinni sterku
MATTGLUX
GRUNNMÁLNINGU
Seldir á stórlækkuðu verði
REGNBOGINN
Laugavegi 62 — Sími: 3858
.-ÍÖSÉA
Enskar dragtir
m. a. tweed-dragtir og dragtir í ljósum litum
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5