Morgunblaðið - 10.03.1956, Page 1
16 síðair
41. árgangur
59. tbl. — Laugardagur 10. marz 1956
Prentsmiðja Morgunhlaðsin*
Hvor eru þeirru
ALLUR almenningur í landinu
het'ur tekið vel tillögum þeim,
sem viðskiptamálaráðherra
lagði fyrir skömmu fram í rík-
isstjórninni fyrir hönd Sjálf-
stæöisilokksins um stöðvun
dýrtíðarinnar og ráðstafanir
til þess að halda kaupgjalds-
vísitölunni óbreyttri til ára-
móta. í greinargerð ráðherr-
ans var frá því skýrt, að ef
ekki yrði að gert myndi vísi-
talan hækka um 8 stig fram
til 1. maí n.k. Yrði hún þá
orðin 181 stig. Frá 1. maí til
1. ágúst myndi hún hækka um
4 stig og komast þá upp í 185
stig. Frá 1. ágúst til 1. nóv.
myndi hún síðan hækka um
5 stig og vera þá komin upp
í 190 stig.
Enginn heilvita maður fer í
grafgötur um það, að ef þessi
gífurlega hækkun vísitölunn-
ar gerðist á næstu mánuðum
myndi það í senn baka ríkis-
sjóði stórkostleg útgjöld og
valda samdrætti og jafnvel
stöðvun framleiðslunnar. Þær
ráðstafanir, sem þing og stjórn
hafa nýlega gert til stuðn-
ings útflutningsframleiðsl-
unni yrðu á skömmum tíma
gagnslausar. Svikamylla verð
bólgunnar héldi áfram með
auknum hraða.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hikaði hins vegar ekki við að
bera fram tillögur um stöðv-
un þessarar óheillaþróunar. í
þeim felst að vísu ekki fram-
búðarlausn. En með skjótri
framkvæmd þeirra væri hægt
að firra bæði almenning og
þjóðarbúið miklum erfiðleik-
um á næstu mánuðum.
Blöð kommúnista og Alþýðu
flokksins ráðast gegn þessum
tillögum með miklu offorsi í
gær. En hvaða úrræði benda
þessir flokkar sjálfir á til lausn
ar þeim vanda, sem ábyrgðar-
laust atferli þeirra hefur leitt
yfir þjóðina? Engin, alls eng-
in. Kommúnistar segja að það
sé árás á lífskjör almennings
að hindra hækkun vísitölunn-
ar. En hvaða áhrif myndi það
hafa á lífskjörin ef fram-
leiðslutækin stöðvuðust á
miðju ári vegna stóraukins
rekstrarkostnaðar? — Þeirri
spurningu svarar kommún-
istablaðið ekki.
ANNARS mætti minna kommún-
ista á það, að þegar þeir voru
í nýsköpunarstjórninni á sín-
um tíma, töldu þeir niður-
greiðslur á verðlagi til þess
að halda vísitölunni niðri
ekki árás á almenning eða
fölsun vísitölunnar. Þá áttu
þeir þátt í stórfelldum niður-
greiðslum.
Á það má einnig benda, að
kominúnistar töldu lausn
vinnudeilunnar í desember
1952 mikinn sigur fyrir verka-
lýðinn. En sú lausn fólst nær
eingöngu í auknum niður-
greiðslum á verðlagi og þar
með hindrun á hækkun kaup-
gjaldsvísitölunnar.
Nú segja þessir sömu menn
að tillögur Sjálfstæðismanna
um stöðvun dýrtíðarinnar og
óbreytta vísitölu sé „fölsun
vísitölunnar“. — Hver tekur
mark á þessum vindhönum?
Enginn vitiborinn maður.
TÍMINN viðurkennir að tillögur
Sjálfstæðismanna geti verið
gagnlegar. En hann sakar við-
skiptamálaráðherra um að
Fimm menn
Hörmulegf sjóslys:
drukkna er
hvolfir
hát þeirra
brimgarði
i
Vélin í bátnum biiaði
og hann mk upp'
Allt vaskir menn frá Reykjavik
ENN hefur sjóslys orðið og mannskaði. í gærdag fórst
lítill vélbátur austur við Selvog, Vörður frá Reykjavík,
og með honum áhöfnin öll. Voru fimm vaskir menn á bezta
aldri með bátnum. Slys þetta varð með þeim hætti, að
bátinn bar inn í brimgarð og þar hvolfdi honum á svip-
stundu. Fjórir mannanna voru fjölskyldumenn, er láta eftir
sig konur og ung börn. Þetta hörmulega slys er hið mesta,
sem orðið hefur á þessum vetri.
Á sínum tima gerðu menn sér vonir um, að heimsókn Lennox-Boyd,
brezka nýlendumálaráðherrans, til Kýpur og viðræður hans við
Makarios erkibiskup mundu leiða til aukins skilnings milli Breta
og Kýpurbúa. Vonirnar brugðust. Mynd þessi var tekin, er Makarios
(t. v.) og Lennox-Boyd ræddust við í Nicosíu.
Mennirnir fimm, sem fórust
með bátnum, voru allir að einum
undanteknum fjölskyldumenn og
láta eftir sig konur og ung börn.
Mennirnir, sem fórust, voru
þessir:
Nói Jónsson, skipstjóri, 41 árs
og lætur eftir sig konu og tvö
ung börn. Hann átti heima í
Hólmgarði 29.
Hermann Sigurðsson, útgerð-
armaður bátsins, Sólvallagötu
41, 34 ára. Hann lætur eftir sig
konu og tvö börn, hið eldra 11
ára.
Hákon J. Hákonarson, 24 ára,
Rauðahvammi við Baldurshaga.
MAKARIOS ERKIBISKUP FIUTTUR
BROTT FRÁ KÝPUR I HAFDI
| Kýpurbúar hringdu kirkjuklul kunum —
en Aþeningar stotnuðu til óeirða
Nícósíu, Aþenu og Lundúnum, 9. marz.
IDAG var Makarios erkibiskup á Kýpur fluttur í útlegð frá
eynni ásamt öðrum atkvæðamiklum kirkjuleiðtoga, biskupin-
um af Kyreníu og tveim öðrum áhrifamiklum klerkum. Lýsti John
Harding, landstjóri Breta á Kýpur yfir, að þeir hefðu staðið í vegi
fyrir því, að hægt væri að koma á friði á eynni. Voru þessir fjórir
menn fluttir brott í brezkri sprengjuflugvél, og voru þrír brezkir
lögregluþjónar í fylgd með þeim. Enn er ókunnugt um, hvert þeir
i hafa verið fluttir.
Fréttin um brottflutning erki-
biskupsins kvisaðist fljótt um
eyna, og virtist svo sem henni
væri tekið með stillingu. Kirkju- j
klukkium var þó hringt víða um
eyna. Sagt er, að hinn 43 ára
gamli erkibiskup, sem frá upp-
hafi hefur staðið í fylkingar-
broddi þeirra Kýpurbúa, er bar-
izt hafa fyrir sameiningu Kýpur
við Grikkland, hafi tekið hand-
tökunni með stillingu og ró.
o—A—o
Ætlaði erkibiskupinn í dag
flugleiðis til Aþenu til viðræðna
við gríska forsætisráðherrann
Karamanlis. Ók hann til flug-
vallarins um hádegið, en þar var
liafa ekki bcnt á leiðir til þess
að afla tekna til hinna auknu
niðurgreiðslna. En ráðherr-
ann benti einmitt á, að unnt
myndi vera að draga nægi-
lega mikið úr einstökum út-
gjaldaliðum fjárlaga til þess
að hægt væri að mæta niður-
greiðslunum. Og hver trúir
því, að á 660 millj. kr. fjár-
lögum sé ekki hægt að spara
21 millj. kr., sem þarf að afla
til hinna nauðsynlegu ráðstaf-
ana.
Á ÞAÐ MÁ ennfremur benda að
áætlanir Eysteins Jónssonar
um tekjur ríkissjóðs undan-
farin ár hafa ekki ævinlega
staðizt. — Mjög verulegur
greiðsluafgangur hefur orðið
sl. tvö ár. Er það út af fyrir
sig ánægjulegt og gagnlegt.
Mætti því ætla að tekjuáætlun
fjárlaga sé að þessu sinni það
rúm að hægt væri að greiða
niður verðlagið án þess að
leggja á nýjar álögur til þess
að framkvæma þá stöðvun
vísitölunnar og dýrtíðarinnar,
sem Sjálfstæðismenn hafa
gert tillögur um, til þess að
tryggja rekstur framleiðslu-
tækjanna á þessu ári.
brezka lögreglan fyrir, og var
hann fluttur brott í bíl ásamt
hinum þrem kirkjuleiðtogunum.
Brezku lögregluþjónarnir sáu þó
um, að hann fengi að taka far-
angur sinn með í útlegðina.
Flugvélin til Aþenu hóf sig til
flugs, án þess að Markarios væri
innanborðs.
Aþeningar tóku þessari fregn
ekki með sömu rósemi hugans og
Kýpurbúar. Þegar skömmu eftir
þennan atburð kom til óeirða á
götum Aþenu. Fjöldi manna
safnaðist saman á göt'um úti og
hrópuðu menn: „Lengi lifi
Makarios“ og „Burt með Breta“.
Lögreglan varð að skerast í leik-
inn. Hafði þá þegar verið settur
öflugur lögregluvörður um
brezka sendiráðið. Karamanlis
boðaði stjórnina saman til sér-
i staks fundar, og er þess vænzt,
: að gríska stjórnin gefi út opin-
bera yfirlýsingu um atburð þenn
an innan skamms.
o—★—o
Um sama levti og erkibiskup-
, inn var handtekinn fóru brezkar
liðssveitir til bustaðar hans inn-
an gömlu borgarmúranna í
Nícósíu og gerðu þar húsrann-
sókn. Var síðar tilkynnt, að þar
hefðu fundizt vopn, skotfæri og
áróðursbréf. Jafnframt hefði
) verið þar fyrir prestur, er hafði
á sér marghleypu innan klæða.
í morgunsárið höfðu brezk
yfirvöld þegar fyrirskipað um-
ferðarbann í nokkrum stærstu
bæjum Kýpur. Jafnframt fengu
engir nema brezk yfirvöld og
FrK á bls. 2
Hann lætur eftir sig konu og
þrjú börn, hið elzta 4 ára.
Hermann Dagbjartsson, Sel-
búðum 7, rúmlega tvítugur. Hann
lætur eftir sig barn.
Sveinbjörn Sigvaldason, 30
ára, var nýlega fluttur suður í
Garðahrepp, en átti áður heima
við Ægissíðu hér í Reykjavík.
Hann var maður einhleypur.
MISSTI BJÖRGUNARBÁTINN
Vélbáturinn Vörður hefur að
undanförnu verið á loðnuveiðum.
í ofveðrinu í fyrrakvöld, leitaði
hann hafnar í Þorlákshöfn. Hafði
báturinn þá misst út björgunar-
bátinn, gúmmíbát, eins og
almennt tíðkast nú orðið á fiski-
bátunum.
Árdegis í gær lagði báturinn
úr höfn þar eystra. Var ferðinni
heitið til Reykjavíkur. Úti fyrir
var þungur sjór.
VÉLIN BILAÐI
Klukkan var um 10 þegar
neyðarkall heyíðist frá Verði. —
Vélin hafði þá bilað og skips-
mönnum tókst ekki að koma
henni í gang. Báturinn gaf upp
staðarákvörðun, en vindur stóð
á land og var báturinn tekinn að
reka. Hann mun þá hafa verið
skammt undan landi. Ekki var
hægt að tala við þá Varðar-menn
því móttakarinn hjá þeim var í
ólagi.
HJÁLPÁ VETTVANG
Vélbáturinn Friðrik var þá í
Þorlákshöfn og fór hann af stað
skömmu síðar. Þegar hann kom
á þær slóðir er Varðar-menn
höfðu gefið upp, var þar engan
bát að sjá, enda mun slysið þá
hafa orðið um líkt leyti.
Hópur manna fór frá Þorláks-
höfn af stað meðfram strönd-
inni, til þess að reyna að veita
Varðar-mönnum hjálp ef bát
þeirra ræki upp.
Klukkan að ganga tólf sást til
bátsins frá Selvogsvita, skammt
undan landi, en þar framundan
er skerjótt mjög.
Um klukkan 11,30 barst
báturinn fyrir vindi og sjó
inn í brimgarðinn fram-
undan Selvogsvita. — Þar
hvolfdi honum og brotnaði
þá mjög ofanþilja. — Öll-
um skipverjum skolaði þá
út og komst enginn þeirra
lífs af úr brimgarðinum. —
Flaki bátsins skolaði á land
síðdegis. í gærkvöldi hafði
ekki fundizt neitt lík hinna
, drukknuðu.