Morgunblaðið - 10.03.1956, Qupperneq 7
Laugardagur 10. marz 1956
MORGUNBLAÐID
7ö)
Hóf útgerÖ 16 ára með því að
kaupa 775 kr. hlut i áttœring
ÞAÐ var með nokkrum ugg, að
ég gekk á fund Gísla J. John-
sens, síórkaupmanns, í Túngötu
7. Það er aldrei að vita, hvernig
þessir fullorðnu menn, sem um
áratugi hafa verið brautryðjend-
Hr á sviði framíara og nýunga
nr á eviði framfara og nýjunga
— og átt sinn stóra þátt í að leysa
þjóðina úr fiötrum eymdar og
athafnaleysis og vekja með henni
stórhug og framfaravilja, tækju
ungum mönnum sem enga mis-
jafna tíma þekkja. f hópi þessara
manna er Gísli J. Johnsen, sem
fi dag er .75 ára. Uggur minn
var ástæðuiaus. Það var þægi-
legt og skemmtilegt að heyra
þennan athafnamann segja frá
athafnaárum sínum. Sú saga öll
er ævintýri lík.
★ UPPVAXTARÁR
Hann ólst upp í Vestmanna-
eyjum hjá foreldrum sínum, Jó-
hanni Jörgen Johnsen, veitinga-
og útgerðarmanni, og Sigríði
Árnadóttur. Bjuggu þau í stóru
og glæsilegu húsi er Frydendal
var kallað og stendur það enn.
Gísli var elztur 5 bræðra, en 2
þeirra eru nú látnir. Hinir tveir
er lifa, eru Sigfús, fyrrv. bæjar-
fulltrúi í Vestmannaeyjum, og
Árni, kaupmaður þar.
Þegar Gísli var 12 ára gamall,
lézt faðir hans. Móðir hans stóð
þá ein uppi með drengina fimm,
þann elzta 12 ára og þann næsta
7 ára, hina enn yngri.
— Það var þá strax, sem ég
varð staðráðinn í að verða að
einhverju liði — komast áfram,
sagði Gísli. Og þegar ég var 16
ára eignaðist ég hlut í vertíðar-
skipi. Þar með hófst atvinnu-
rekstur minn. Skipið hét Björg
og var áttæringur.
— Hvemig atvikaðist það, að
þér svo ungur gerðust útgerðar-
maður?
i
★ 16 ÁRA ÚTGERÐARMAÐUR
— Það var aðallega vegna
þess, að ég þótti duglegur að út-
vega beitu. Formaður á Björgu
átti skipið einn að mestu og seldi
mér 1/7 hluta. Beituna útvegaði
ég hjá brezkum línuveiðurum. Eg
hafði árin á undan notað tímann
til að læra ensku mest af sjálfs-
dáðum. Gat ég vel gert þeim skilj
anlegt að ég vildi kaupa síld af
þeim.
— Og hvað kostaði þessi hlut-
ur í Björgu?
— Kaupverðið var 115 krónur.
Og það er dálítið skemmtileg
saga hvernig á því stóð, að ég
átti þær. Hér á landi var þá starf-
rækt umboð fyrir líftrygginga-
félagið Star. Ólafía Jóhanns-
dóttir, landskunn kona, hafði þá
með höndum aðalumboðið í
Reykjavík. Við vorum frænd-
systkini og hún treysti mér til að
vera umboðsmaður sinn í Vest-
mannaeyjum. Mér gekk bara vel
að fá menn til að tryggja sig og
ég fékk að launum 20% af fyrsta
ársiðgjaldinu og 2% af iðgjalds-
greiðslum eftir það. Þannig nurl-
aði ég saman eitthvað um 120
krónum og 115 fóru fyrir hlutinn
í Björgu. Það voru umboðslaun-
in, því ekki reyktu ungir menn
! þá daga og engu eyddi ég í
annað.
— Hvað tryggðu menn sig hátt
fi þá daga?
— Allrahæst 5 þúsund krónur
— en flestir létu 100 kr. nægja.
— Hvernig vegnaði Björgu
evo?
— Vel. Það endaði með því, að
ég lét smíða vertíðarskipi, sem
ég var aðaleigandi að. Það skip
hét „Nýja öldin“, áttæringur,
byggður um aldamótin. Með því
skipi var ég kominn í hóp
stærstu útgerðarmanna í Eyjum,
enda var útgerðin þá ekki mikil,
10—20 vertíðarskip.
Ég réð sem formann á „Nýju
öldina" ungan mann, um tví-
Gísli J. Johnsen stóiknupmaður 75 árn í dag
tugt. Slíkt var óþekkt þá Ný
vertíðarskip fengu aðeins reynd-
ir og færir formenn. Björn Finn-
bogason hét hann þessi ungi mað-
ur, sem tók við formennskunni,
sjógarpur mikill og fiskikóngur.
Hann lifir enn. Hann var hepp-
inn og reyndist mjög vel. Eftir
það var það algengt að ungir
menn fengu formennsku.
★ FYRSTl BÁTURINN
KNÚINN VÚL
— Hver var svo næsta nýj-
ungin?
— Það var 1904, sem ég lét
smíða bát í þeim tilgangi að setja
í hann vél. Var það fyrsti bátur-
inn hér á landi, sem þannig var
gerður. Báturinn var skýrður
„Eros“ og smíðaði hann Bjarni
Þorkelsson í Reykjavík. í hann
var sett 6 hestafla Mollerub-vél.
Vélin reyndist vera léleg, en til-
raunin varð til þess að bátaflot-
inn í Vestmannaeyjum varð allur
vélknúinn. Urðu þá fyrir valinu
Dan-vélar og átti ég mikinn þátt
í útvegun þeirra. Hafði ég fyrst
keypt Dan-vél í „Eros“, en með-
eigendum mínum leizt að
óreyndu betur á hina vélina.
★ UMBÆTUR Á ÝMSUM
SVIÐUM
Síðan beindist samtal okkar
Gísla frá einstökum tilraunum,
sem hann var „potturinn og pann
an“ í, að almennari málum til
umbóta og öryggis, en Gísli sagði
að það hefði alltaf verið hans
heitasta ósk að geta orðið að liði
í slíkum málum. Fólkið í Eyjum
var um aldamótin í einangrunar-
fjötrum, sem héldu hagsæld þess
í viðjum, sagði hann. En upp úr
aldamótunum, þegar vélarnar
komu í bátana sá fólkið að eitt-
hvað var úr að rætast og
Ameríkuferðirnar lögðust niður.
Vélbátarnir gerðu menn bjart-
sýnni — nýr þáttur í lífi lands-
manna var að hefjast.
Og nú verður að gera langa
sögu stutta. Umbætur á ýmsum
sviðum til þess að tryggja öryggi
og aflagetu bátaflotans komu nú
hver af annarri, og það var Gísli,
þá rösklega tvítugur, sem var að'-
almaðurinn í flestum þeirra.
1907 stóð hann fyrir byggingu
vélaverkstæðis og það var meðal
þeirra fyrstu í landinu. Þetta var
nauðsynlegt spor nú, þegar vélar
voru að koma í alla báta.
En fagur floti, jafnvel með ný-
viðgerðar vélar dugði lítið, ef eng
in var beitan. Á henni var oft
skortur. 1908 var Gísli aðalhvata-
maður að byggingu frystihúss
með vélum í Eyjum. Það var hið
fyrsta sinnar tegundar hér á
landi.
— Þetta mætti talsverðri mót-
spyrnu, sagði Gísli. Mönnum
þótti svo djarft teflt, að nærri
stappáði að byggðarlaginu væri
steypt í fjármálalegt öngþveiti
En menn hættu mótspyrnunni
þegar þeir sáu hvaða þýðingu
húsið hafði.
Þegar ráðizt var í byggingu
fiskimjölsverksmiðju 1913 mætti
það einnig nokkurri mótspyrnu.
Ég held, sagði Gísli, að það hafi
verið hin fyrsta er landsmenn
réðust í að byggja. Nú þykir
sjálfsagt, að slík verksmiðja sé í
hverri verstöð. Fiskimjölið er
stór liður í útflutningnum, en
áður var hráefninu hent.
Meðalalýsisbræðslu hafði Gisli
einnig forgöngu um að reisa í
Eyjum. Það var skömmu eftir
aldamótin. Fékk hann hingað
norska kunnáttumenn til að
annast það verk.
★ GÖBUR HAGUR FÖLKSINS
ER ÖLLU BETRA
— Þér höfðuð ýmis afskipti
af menningar- og mannúðarmál-
um?
„ 1924—1927 stóð ég fyrir
byggingu sjúkrahúss Vestmanna-
eyja. Það sjúkrahús er enn ei.na
sjúkrahúsið í Eyjum. Áður höfðu
Eyjaskeggjar alltaf þurft að leita
lækninga í Reykjavík og var það
erfitt, einkum á meðan hafnleys-
ið var, því þá var landtaka oft
svo erfið að sá batí er náðst hafði
i Reykjavík hvarf vegna volks
við iandtökuna.
Svo var það sæsíminn. Þegar
hann kom til landsins 1906 var
mikið um það deilt, hvort leggja
aetti streng til Eyja. Deilurnar
stóðu, unz við Vestmannaeyíngar
lögðum á eigin kostnað sæsíma-
streng til Rangársands 1911 og
landlínu til Gaiðsauka í Hvols-
hreppi. Þá vorum við komnir í
samband við land og umheiminn.
★ VERZLUN í STOFU
HEIMA HJÁ SÉR
En hvenær hófuð þér
verzlunina?
— Ég var þá 18 ára. Það var
árið fyrir aldamótin. Ég varð
fyrst að verzla í nafni móður
minnar, því ég var of ungur.
Síðan skrapp hann frá, og sagði
úm leið, að hann hefði gaman af
að sýna mér, hvað við íslending-
ar vorum eiginlega smáir þá. —
Hann kom aftur með myndug-
leikaleyfi, sem Kristján níundi
Danakonungur hafði veitt honum
9. janúar 1902. Það var hið skraut
legasta skjal. En þetta sýnir ung-
um mönniun í dag, sagði Gísli,
hve við ungu mennirnir í gamla
daga vorum hörðu beittir. Þetta
litla leyfi varð að sækja til Kaup
mannahafnar. Á íslandi gat eng-
inn veitt slíkt leyfL
Verzln mín hófSt með því að
kaupa vörur af Edinborgarverzl-
un — vefnaðarvörur. Ég fékk svo
eina stofuna í Frydendal og opn-
aði verzlun. Það gekk vel og
verzlunin stækkaði ört. Ég setti
mér það takmark að hafa allt það
á boðstólum sem fólk spm-ði um.
Alla tíð síðan hef ég verzlað. Ég
ætlaði 1919 að reyna að gera um-
bætur í ohuverziuninni. Keypti
hingað geyma, svo hægt væri að
taka á móti heilum förmum í
einu. Áður var allt flutt í tunn-
um hingað til lands, rýrnaði mik-
ið og var dýrara. Geymarnir
voru aldrei settir upp I Eyjum,
því þá var landsverzlunin sett á
stofn og hún tók geymana. En i
framhaldi af þessu, komst Shell
stöðin í Skerjafirði á fót. Það
var mikil umbót.
Samhliða verzluninni vann
Gísli stöðugt að því að gera báta-
flotann hæfari til sjóróðra og
auka á öryggi hans. Var hann
brautryðjandi í þvi að stækka
bátana og fyrstur manna lét hann
setja radíótæki í báta. Það var
alger nýjung hér og víða annars
staðar, að slík tæki væru sett í
báta.
★ NÝR ÞÁTTUR f RVÍK
— Ég hef alltáf viljað reyna'
að bæta úr, sagði Gísli, — að út-
vega mönnum betri farkosti og
stuðla að þjóðfélagslegum nmbót
um.
Ég hafði búizt við að ævi mín
yrði öll í Eyjum. En hingað flutt-
ist ég 1930. Hér hefur mér liðið
vel, atazt í mörgu. Var t. d. með-
eigandi að Slippfélaginu, Hamri,
ísaga og Sjóvátryggingarfélaginu
og fleiri fyrirtækjum. En hugur-
inn er alltaf í Vestmannaeyjum.
Ég spurði Gísla J. Johnsen að
lokum, hvort hann- vildi vera
ungur í annað sinn og byrja upp
á nýtt.
— Ég er ungur, sagði Gísli, en
ég veit ekki hvort ég vildi byrja
upp á nýtt. Ef til vill væri ég enn
þá til í að taka á einhverju sem
illa hefur gengið og reyna hvort
hægt væri úr að bæta.
★ ★ ★
Þannig fórust athafnamannin-
um orð. Á 75 árum hefur hann
afkastað meiru en margir þrír
eða fjórir, sem náð hafa sama
aldri. Ævi athafnamannsins er
viðburðarík, — hér hefur aðeins
verið stiklað á því stæi'sta.
A. St.
Sætaáklæði Sætaáklæði
Zodiac — Zephyr — Consul
Prefect — Anglia
Vönduð og falleg ullarsætaákiæði, i mörgum litum,
höfum við fengið í ofangreinda bíla. — Getum útvegað
samskonar sætaáklæði í flestar tegundir evrópskra bíla.
Sætaáklæði í ameríska bíla einnig fyrirliggjandi.
Kr. Kristjánsson hf.
Lauðavegi 168—170 — Sími 82295
þoð eykui 6
weKíðan monns
oð vera vel rokoðui
W P. takkrem et
éviðjofnanlego gott
MOtiGliNWN BVPJ/M
Heildsölubirgðir
Eggert Kristjáusson & Co. h.f.
TiL LEIGD
8 herb. og eldhús (ea. 90
ferm.), ásamt rúmgóðu lofti
til leigu í Vesturbænum. —
Hitaveita. — Fyrirfram-
greiðsla áskilin. Tilboð, sem
tilgreinir fjölskyldustærð
ásamt möguleikum á fyrir-
framgreiðslu, sendist blað-
inu fyrir þriðjudagskvöld,
merkt: „Fámennt — 949“.
Síðasti
ÚSsoludagur
í dag.
Lífil sœlgætisgerð
er til sölu ásamt formum,
pappír og alls konar um-
búðpm. Tilboð sendist afgr.
\fbl. fyrir 14. þ.m., merkt:
„1313“. —
Ibúð óskast
Góð 3ja til 5 henb. íbúð ósk
ast sem fyrst, fyrir fá-
menna fjölskyldu. Góð um-
gengni. Fyrirframgreiðsla
ef óskað er. Uppl. í síma
8088..—
Pússtvingasandur
Símí 9210.
— Moraunblaðið með morgunkattinu — ^
BEZT t» AUGLfSA
I MORGUJVBLAÐUSU