Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. maí 1956 af sér? Prentsmiðja Morgunblaðsins Frh. af bls. 1. Til þess að hægt yrði að byggja á þessum stað hús eins og skipu- lagsyfirvöidin höfðu ákveðið að þar skyldi standa, varð að sam- eina tvær lóðir þar, Aðalstræti 6 og 6B. En eigendur þeirrar síðar nefndu voru erfingjar stofnenda Vélsmiðjunnar Héðins. A þessum stað er nú framtíðar- húsakynni Morgunblaðsins risin. Eigendur hinna sameinuðu lóða komu sér saman um að byggja húsið í sameiningu. Síðar hafa svo eftirfarandi fyrirtæki gerzt aðilar að bygg ingu þessari. Málflutningsskrifstofa Ein- ars B. Guðmundssonar o. fl., Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda og Sölusamband hraðfrystihúsanna. Samtals eru það því fimm aðiljar, sem að byggingu húss- ins standa. Byrjað var að byggja húsið sumarið 1951. En margvíslegar tafir og hindranir hafa orðið á vegi byggingarinnar. — Verður saga þeirra ekki rakin hér. Á ÞREM HÆÐUM OG f KJALLARA Aðalstarfsemi Morgunblaðsins í þessu nýja húsi verður í kjall- ara og á þremur hæðum í aftari hluta byggingarinnar. í kjallara verður pappírs- geymsla blaðsins. Á næstu hæð fyrir ofan, sem er í götuhæð, verður prentvélarsalur og við hlið hans afsteypusalur. — Fyrir enda prentvélarsalarins verður einnig papírsgeymsla. Þegar kcmið er upp á næstu hæð tekur við setjarasalur. Þar verður blaðið sett á fimm setn- ingarvélar og einnig brotið um, þ. e. efninu raðað upp í síður. Ennfremur er þar þrykkivél, þar sem mót verða tekin af síðunum í pappa. í enda hússins á þessari hæð verður afgreiðsla blaðsins. Verð- ur gengið inn í þarin hluta þess frá Fischersundi. Á næstu hæð fyrir ofan setjara salinn, sem er þriðja hæð, verða ritstjórnarskrifstofur blaðsins. — Inngangur að þeim liggur í gegn um framhúsið frá Aðalstræti. í framhúsinu, sem snýr út að Aðalstræti, verða auglýsinga- skrifstofur á fyrstu hæð. Þar verð ur einnig veitt ýmis konar fyrir- greiðsla við viðskiptamenn blaðs- ins, kaupendur þess og auglýs endur. Loks verður blaðasala á þessari hæð. Á næstu hæð þar fyrir ofan verður bókhald og framkvæmdar stjórn. BÆTT OG HRAÐVIRKARI VINNUBRÖGÐ Með hinum nýju tækjum, sem Morgunblaðið hefur nú tekið í notkun í prentsmiðju sinni, fá vinnubrögðin þar allt annan svip en áður. Möguleikarnir til þesi að bæta starfsemi þess og þjón- ustu við lesendur sína og aðra viðskiptamenn aukast. Hér verð- ur í stórum dráttum dregin upp mynd af því, hvernig blaðið verð- ur til við hinar nýju aðstæður í prentsmiðju þess. Þegar efninu, sem sett hefur verið í blýdálka í setningarvél- unum hefur verið raðað upp í blaðsíður og vandlega frá þeim gengið I umbrotinu eru síðurnar teknar, tvær og tvær saman, og gert af þeim mót í pappa. Er það gert í sérstakri þrykkivél (mat- rixroller), sem stendur í setjara- salnum á 2. hæð. Vaxborið pappa spjald, sem er dálítið rakt, er lagt ofan á blýsíðurnar. Yfir það er síðan rennt rúllu með um 490 tonna þrýstingi á fertommu. Þetta verk tekur um 20 sek- úndur. Að því loknu er hlutverki þessara blýsíða lokið. Letri þeirra hefur verið þrykkt á pappaspjaldið. Þesar tvær síður heita á prent- smiðjumáli „formur“. „Formin- um“ á pappaspjaldinu er nú smeygt inn í rennu, sem liggur niður á 1. hæð, þar sem afsteypu- salurinn og prentsalurinn eru. — Þar er hann tekinn og skorinn þannig til á sérstöku borði, að stærð hans verði nákvæmlega hin rétta. Með þessu er pappa- spjaldið með letrinu búið undir afsteypuna, sem á að taka af því. Að þeim undirbúningi loknum er „formurinn" settur í þurrkvél, sem þurrkar hann. AFSTEYPAN Þá er komið að einum þýð- ingarmesta þætti starfsins í prentsmiðjunni. Pappaformin- um er smeygt inn í sjálfa af steypuvélina, sem er lokaður stálsivalningur. Bak við hann stendur blýofn með bráðnu blýi. Er því síðan dælt inn í afsteypuvélina, þar sem pappa forminum hefur verið komið fyrir. Og nú skapast þarna blý sívalningur með letri hinna tveggja síða, sem gengið var frá uppi í setjarasalnum fyrir skömmu síðán. Letrið er aftur komið í blý og hlutverki pappamótsins er lokið. Blýsívalningurinn er nú tekinn úr afsteypuvélinni og hinar tvær síður eru nú tilbúnar í prentvél- ina, að öðru leyti en því, að eftir er að sníða þær til í sérstökum rennibekk, sem þarna stendur, og ennfremur þarf að hefla hólk inn að innan og ,,fræsa“ upp úr honum. Er það einnig gert í sérstakri vél. Þegar hér er kom- ið er blýhólkurinn með hinum tveimur síðum tilbúinn í prent- vélina. í VÉLARSALUNM Vélarsalurinn er við hliðina á afsteypusalnum. Þar stendur prentvélin, sem Morgunblaðið er búið að eiga síðan árið 1949, en hefur ekki getað notað fyrr en á Afsteypusalurinn. Frá vinstri „fræsivélin“, rennibekkurinn og sjálf afsteypuvélin. Sveinn Óskarsson við rennibekkinn og Hilmar Þórðarson við afsteypuvélin. miðju ári 1956, þrátt fyrir til- finnanlegan vélarskort. Þegar búið er að steypa og ganga frá öllum síðum blaðsins, er blýhólkunum rennt upp á sí- valninga hinna þriggja vélasam- stæða, sem prentvélina mynda. Hver vélasamstæða prentar 8 blaðsíður. Ef prenta á 16 síðu blað eru aðeins tvær þeirra not- aðar. Eigi hins vegar að prenta 24 síðu blað eru allar þrjár véla- samstæðurnar teknar í notkun. PRENTAR 15 ÞUS. EINTÖK Á KLST. Eins og getið var um í upphafi prentar þessi nýja vél um 15 þús. eintök á klst. Hraði afkasta henn ar samanborið við gömlu prent- vélina byggist á því, að nýja vélin er „rotation“-vél. — Hún prentar af sílvalningum, sem snú- ast stöðugt þar sem prentun gömlu vélarinnar byggist aftur á móti á stroki eftir flötum blað- síðanna. Þessi nýja prentvél er enn sem komið er eina vélin af ,,rotation“- gerð hér á landí. Hún er keypt frá Goss Printing Press Company í Chicago. Uppsetningu hennar annaðist maður frá fyrirtækinu, ásamt vélsmiðjunni Meitli. Hérlendis voru engir prentarar til, sem kunnu meðferð slíkrar vélar. Blaðið sendi því ungan prentara, Ólaf Magnússon úr Reykjavík, utan til þess að læra stjórn hennar og meðferð nauð- synlegra tækja í sambandi við notkun hennar. Með honum mun m.a. starfa að prentuninni Guð- björn Guðmundsson prentari, sem unnið hefur við blaðið í rúm 22 ár, lgngstum að prentun þess. HORFT MÓT NÝJUM TÍMA Morgunblaðinu eru nú að skapast mjög hætt starfsskil- yrði. Nýr vélakostur gerir stækkun blaðsins mögulega á næstunni. Hin nýju húsakynni munu einnig stuðla mjög að bættri aðstöðu til fullkomnari þjónustu við lesendur blaðs- ins og aðra viðskiptamenn. — Það mun þó sennilega taka nokkurn tíma að koma prent- un þess á fullkomlega örugg- an grundvöll í hinum nýju vélum. Reynslan verður að skera úr um ýmislegt er að því starfi lýtur við gerbreytt- ar aðstæður. Morgunblaðið horfir nú móti nýjum tíma í starfsemi sinni. Það þakkar þjóðinni stöðugt vaxandi traust, velvild og viðskipti um leið og það lætur þá von í Ijós, að hin nýja tækni og bættu húsa- kynni megi gera það færara um að gegna því mikilvæga þjónustuhlutverki, sem það vill vinna í hinu íslenzka þjóð félagi. <$>- PARIS og ALSIR, 22. maí — Háværar raddir eru uppi um, aS Pierre Mendes-France muni láta af embætti varafqrsætisráðhferra í mótmælaskyni við, stefnu stjórn ar Mollets í Alsír-málunum;. Er því jafnvel fleygt, að hann muni segja af sér næstu daga. Yrði þetta talsvert áfall fyrir stjórn Mollets, en þó er ekki talið, að það verði stjóminni að falll. — Mendes-France er þeirrar skoð- unar; að franska stjórnin leggi of mikla áherzlu á, að styrkja hemaðarlega aðstöðu sína í Alsír í stað þess að reyna að draga úr viðsjám milli Araba og Frakka, sém búsettir erú í Alsír. Frönsk blöð segjá frá því, að öformlégar viðræður hafi átt sér stað í Kaíró milli fulltrúa Frakka og fulltrúa þjóðernissinna frá Alsír. Franska stjórnin hefur borið þá fregn til baka. —Reuter-NTp. Fréttir í stuttu máli Egyptar viðurkenna Pekingstjórn WASHINGTON, 22. maí—Banda- ríski utanríkisráðherrann Dulles, sagði á blaðamannafundi í dag, að hann harmaði, að egypzka stjórnin skyldi viðurkenna komm únistastjórn ICína. Bandaríkja- menn hefðu samúð með viðleitni egypzku þjóðarinnar til að öðl- ast fullt sjálfsforræði, en væru engan vegin hlynntir því, að Nasser efldi hagsmuni Ráðstjórn- arríkjanna og Rauða-Kína. Dulles skýrði frá því, að fastaráð Atlants hafsbandalagsins hefði nú til at- hugunar tillögur um, að hve miklu leyti bandalagsríkin efldu stjórnmálalega starfsemi sína —- m. a. í þeim tilgangi að útkljá deilur milli bandalagsríkjanna, t. d. deiluna milli Grikklands, Tyrklands og Bretlands um Kýp- ur. Ekki vildi Dulles láta í ljós álit sitt um þetta að svo komnu máil. O—Á'—O WASHINGTON, 22. maí — Leið- togi brezka Verkamannaflokks- ins, Hugh Gaitskell, er nú í Bandaríkjunum, og heimsótti hann Eisenhower Bandaríkjafor- seta í dag. Ræddu þeir alþjóða vandamál. Gaitskell lagði til að Eisenhower kæmi til Evrópu og sæti fund með ráðamönnum Evrópuríkj anna. o—Á—o ALSÍR, 22. maí — Skæruliðar gerðu frönskum hermönnum fyr- irsát í dag í Constantinehéraðinu og felldu þrjá en særðu fimm. Sautján skæruliðar féllu. Úr setjarasalnum. Segir Mendes-Fronce

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.