Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 14
14 MORGVTS BlÁÐlÐ Miðvikudagur 23 ma! 1956 SYSTURNAR ÞRJÁR EFTIR IRA LEVIN —- Annar hluti: ELLEN rv Framhaldssagan 92 Hann gægðist út fyrir vinstri hliðarbrún lausabrúnarinnar og hélt með báðum höndum um efri endann á einni járnstoðinni, sem náði honum næstum í öxl. Hann horfði beint niður á geymana sex og mennina, sem þutu fram og aftur á milli þeirra .... Hann renndi augunum lengra til hægri. Tuttugu fetum fyrir neðan hann og í tiu feta fjarlægð frá lausabrúninni, hékk stóri steypupotturinn með koparnum, eins og grænt vatn í stálumgerð, og þokaðist hægt yfir í fjarlæg- asta enda byggingarinnar. Reykj arslæða steig upp frá fljótandi, málmgljáandi yfirborðinu. Hann fylgdi honum eftir, með hægum skrefum og dró vinstri hendina eftir hlykkjóttri bogalínu festar- innar, en gætti þess að vera ekki nær pottinum en það, að hann rétt fyndi til hitans frá honum. Hann heyrði að Leo og Dett- weiler komu fast á eftir honum. Bud renndi augunum upp eft- ir stálvírunum, sem lágu sex frá hvorri hiið kersins og upp í kran- ann, tólf fetum ofar. Hann gat rétt greint öxl kranamannsins inni. Augu hans hvölfluðu aftur nið- ur til koparsins. Hvað skyldi hann vera mikill? Hve mörg tonn? Hvað var hann mikils virði? Eitt þúsund? Tvö þúsund? Þrjú? Fjögur? Fimm? Hann nálgaðist skilvegginn og nú sá hann að lausabrúin end- aði alls ekki þar, heldur skiptist í tvær álmur sem lágu sitt til hvorrar hliðar meðfram skil- veggnum, eins og þverstrikið á stóru T. Steypupotturinn hvarf inn fyr- ir skilvegginn. Bud gekk út á vinstri álmu T-sins. Þriggja feta löng keðja hékk þvert yfir end- ann á lausabrúninni. Hann studdi vinstri hendinni á hornstoðina,_ en þeirri hægri á brún skilveggj-" arins, sem var snarpheit. Svo hallaði hann sér lítið eitt áfram og gægðist inn fyrir skilvegginn, til þess að sjá til ferða kersins. „Hvert fer það nú?“ spurði hann. Og Leó svaraði fyrir aftan hann: — „í hreinsunarofnana en síðan er kopanum helt í mót“. Hann sneri sér við. Leo og Dett weiler stóðu hlið við hlið og þver girtu þannig fyrir langa strikið á Tinu. Andlit þeirra virtust svo undarlega steinrunnin og tilfinn- ingalaus. Hann klappaði laust á skilvegginn, vinstra megin við sig: „Hvað er hérna á bak við?“ spurði hann. „Hreinsnuarofnarnir", svaraði Leo. „Voru það svo nokkrar fleiri spurningar?" Hann hristi höfuðið og hörku- leg andlit mannanna tveggja rugluðu hann algeriega í rím- inu. „Þá þarf ég að spyrja þig einn- ar spurningar“, sagði Leo. Augu hans líktust bláum marmarakúl- um bak við gleraugun. — „Hvernig gastu ginnt Dorothy.til þess, að skrifa þetta sjálfsmorðs- bréf sitt“? 14. KAFLI. Allt hvarf, lausabrúin, kopar- verksmiðjan, allur heimurinn. Allt saman hjaðnaði og hvarf, eins og sandhallir, sem sogast í hafið og hann þyrlaðist um autt rúmið, en tvær bláar og níst- andi kaldar marmarakúlur störðu á hann og spurning Leos þand- ist út og stækkaði og kastaðist fram og aftur, eins og hljóðið inni í bjöllu úr járni. Svo stóðu þeir Leo og Dett- weiler aftur fyrir framan hann. Drynjandi hávaði verksmiðj- unnar flæddi eins og skriðufall á móti honum. Plöturnar í skil- veggnum fengu fasta mynd, end- inn var rakur undir hægri hend- inni og gólf lausabrúarinnar .. en gólfið komst ekki alveg í samt lag aftur. Það vaggaði og valt undir fótum hans, eins og skip öldum, af því að hné hans voru eins og úr deigi og titruðu og skulfu. — „Hvað ertu ....“, byrjaði hann, en gat svo ekki komið upp orði og tók andköf. — „Hvað ertu .... að tala um?“ gat hann loks stunið upp. Við erum að tala um Dorothy", sagði Dettweiler köldum rómi. Svo bætti hann við, hægt og ró- lega: — „Þér vilduð kvænast henni, vegna peninganna. En svo varð hún ófrísk og þér vissuð að þér mynduð enga peninga fá. Þér myrtuð hana“. Hann hristi höfuðið í mót- mælaskyni, örvita: —- „Nei“, sagði hann. — „Nei, hún framdi sjálfsmorð. Hún skrifaði Ellen bréf. Þú veit það, Leo“. „Þú lokkaðir hana með ein- hverju móti til að skrifa það“, sagði Leo. „Hvernig .... Leo, hvernig hefði’ ég getað það? Hvernig í fjandanum hefði ég átt að geta gert það?“ „Það er nú einmitt leyndarmál- ið, sem þér eigið að segja okkur“, sagði Dettweiler. „Ég þekkti hana sama sem ekki neitt“. „Þú þekktir hana alls ekki fleitt“, sagði Leo. — „Það hefurðu a. m. k. sagt Marion". „Það er rétt. Ég þekkti hana alls ekki neitt“. „En þú varst rétt að enda við að segja, að þú hefðir þekkt hana sama sem ekki neitt“. „Ég þekkti hana alls ekki“. Leo Kingship kreppti hnefana: — „Árið 1950 skrifaðir þú og baðst um auglýsingaritlingana okkar“. Bud starði sem þrumu lostinn á hann: — „Hvaða ritlinga?“ — SLL;«í»ustígur 38 Erum fluttir að Skólavörðustíg 38 Páll Jóh Þorleifsson. Umboðs- og heíldverzlun SkólavörSustíg 38 Sími 5416 — P Box-621 Röddin varð að lágu hvísli og hann varð að endurtaka spurn- inguna: „Hvaða ritlinga"? „Prentuðu .bseklingana, sem ég fann í peningakassanum í her- berginu yðar í Menasset", sagði Dettweiler. Bud fannst sem lausabrúin hrapaði undan fótum sér. Pen- ingakassanum .... Hamingjan góða. Bæklingarnir og hvað fleira? Blaðaúrklippurnar? — Nei, hann hafði eyðilagt þær, svo var þó samingjunni fyrir að þakka. Bæklingarnir .. og list- inn um Marion....... „Hver eruð þér“? spurði hann hranalega. — „Hvernig í fjand- anum getið þér leyft yður að brjótast inn í íbúð ókunnugra .. “ „Standið þér kyrrir, þar sem þér eruð“, sagði Dettweiler að- varandi. Bud hörfaði aftur þetta eina skref, sem hann hafði stigið fram og kreppti hendina um járnstoð- ina: „Hver eruð þér“? hrópaði hann. „Gordon Gant“, svaraði Dett- weilir. Gant! Þessi í útvarpinu, sem alltaf var að skensa og sletta í lögregluna. Hvernig í fjandan- um gat hann — „Ég þekkti Ellen“, sagði Gant. „Ég hitti hana 'aðeins tveim dög- um áður en þér myrtuð hana“. „Ég ....“. Hann fann hvernig Húsgrunnur Vil selja ca. 300 ferm. hús- grunn, á ágætum stað í bænum. Hentugt fyrir: — verzlun, iðnað, skrifstofu og íbúðárhús. Vil kaupa ca. 130—150 ferm. íbúðarhæð í Austurbænum. Makaskipti með milligjöf. Listhafeend- ur sendi nöfn og heimilis- fang og síma til Mbl. merkt „Húsgrunnur — 2097“. íbuð til leigu 3—4 herb., eldhús og bað til leigu, á góðum stað á hita veitusvæði. — Fyrirfram- greiðsla nauðsynleg. Tilb., er tilgreini f jölskyldustærð, sendist í afgr. blaðsins fyr- ir föstudag n. k. merkt: — „í góðu st&ndi — 2199“. WATER SEAL Hafið þér athugað? Árlega fara milljóna verð- mæti forgörðum af timbri og öðrum efnum, er dreirka í sig vatn. vegr.a þess að þau eru algerlega óvarin fyrir vatni og raka, verða því auðveldlega fúa og rotnun að bráð Með Water Seal getið þér gert vatnsþétt hvaða efni sem er, svo sem alis konar tréverk, glugga og dyraumbúnað, bryggjur, brýr o.fl. o fl. Ennfremur fatnað, segl, tjöld, yfirbreiðslur, svo og alls konar stemsteypu. Vérndið eigmr yðar. Notið Thompsons Water Seal. Fæst ; bygginga- og veiðar- færaverzlunum. Heildsölbirgðir: íslenzka terzlunarfélagið h.f. Laugaveg 23 — Sími 82943. KJORSKRA til alþingiskosninga í Reykjavík 24. júní 1956 (gildir frá 15. iúní 1956 ti1 14. júní 1957) liggur frammi almenningi til sýnis í skrif- stofu borgarstjóra, Austurstræti 16. frá 17. maí til 2 júní næstkomandi að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga kl 9 f.hád til kl. & e. hád. Kærur yfir kjorskránni skulu komnar til vgarstjóra eigi síðar en 3 iúní næstk. Borgarstjórinn í Reykjavík 16. maí 1956. Gunnar Thoroddsen. Húsmæður, hér eru goðar fréttir ^iurinn miraclot . *, v>. -fc>. ll,"‘ er kominn aftur Miracloth kemur í staðinn fyrir þurrkur og klúta af öllum gerðum, svo sem af- þurrkunarklúta, fægiklúta, diskaþurrk- ur og allskonar eldhúsklúta, handþurrk- ur, barnasmekki, bainaÞleyur o.fl. o.fl. Hinn vinsæíi og marg eftirspurði Mira- cloth fæst í nýlenduvöruverzlunum, búsáhalda- og iárnvöruverzlunum og víðar. HEILDSÖLUBIRGÐIR: íslenzka Verzlunarfélagið h.f. Laugavcgi 23 — Sími 82943

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.