Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 9
MiðviVudagur 23. 'naí 1956 MORGVTSBLÁÐIÐ 9 Bandamahnasaga: Fegurð lífsins Glímukóngar í 50 ár. Frá hægri talið: Olafur V. Daviðsson, johannes joseisson, xryggvi uunnan- son, Hermann Jónasson, Sigurður Greipsson, Þorgeir Jónsson, Sigurður Gr. Thorarensen, Lárus Salómonsson, Skúli Þorleifsson, Ingimundur Guðmundsson, Kjartan B. Guðjónsson, Kristmundur J. Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Rúnar Guðmundsson og Ármann J. Lárusson. Á mynd- Ina vantar Guðmund Stefánsson (glímukóng 1909), Sigurjón Pétursson (1910^-1919) og Guðmund Guðmundsson (1948 og ’49). J 18 'jikóngar" a 50 árum ÍSLANDSGLÍMAN fór fram á föstudagskvöld og eru nú liðin 50 ár síðan fyrst var keppt um Grettisbeltið. Var þess nú minnst á margan hátt. Allir þeir er unn- ið hafa Grettisbeltið og á __lífi eru hlutu heiðurspening frá ISI. Rakin var saga beltisins, elzta og virðulegasta verðlaunagrips ísl. íþróttahreyfinga.r. Gerði það Helgi Hjöi'var, en ávörp fluttu Lárus Salómonsson, Stefán Run- ólfsson og Guðjón Einarsson varaforseti ÍSÍ. — 12 glímumenn Ármann og Rúnar takast á held- ur framiútir fannst sumum af gömlu glímukóngunum. Ármann leitar eftir bragði, en nær því ekki. tóku þátt í glímunni að þessu sinni. Hæstur að vinningum og glímuköngur 1956 varð Ármann J. Lárusson næstur honum gekk R-únar Guðmundsson, sem aðeins féll fyrir Ármanni. Rúnar var beltishafi 1950—52 en Ármann síðan 1953. Það var mál manna að þessa merkisafmælis glímubeltisins hafi verið minnst á fagran hátt. Sérstakan hátíðarblæ setti það á þetta kvöld að svo margir af fyrrverandi glímukóngum voru þarna viðstaddir. Menn fylgdust með glímukeppninni af áhuga og mest var eftirvæntingin um glímu þeirra Ármanns og Rún- ars. Þeir virtust mjög hræddir hvor við annan og skemmdi það að verulegu leyti fegurð glímu þeirra. Eftir snörp átök tókst Ármanni að legja Rúnar. EOP-MOTIÐ 29. maí frjálsíþróttum verður haldið á íþróttavellinum í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí n.k. Keppt verður í eftirtöldum íþróttagreinum: 200 m hlaup, 800 m hlaup. 1500 m hlaup fyrir unglinga. 3000 m hlaup. 110 m grindahlaup. 1000 m boðhlaup. Langstökk. Hástökk. Stangarstökk. Kúluvarp. Kringlu kast. Sleggjukast. Þátttökutilkynningar sendist Þórði Sigurðssyni, Búnaðar- banka fyrir 26. mal. Og: hér lýkur Íslandsglímunni 1956. Ármann J. Lárusson legg- ur Rúnar. „ÞEGAR ég lít til baka yfir far- inn veg sé ég, að mér hefur reynzt erfiðast að fá tíma til að rita um fegurð lífsins, þegar ég hef verið mest önnum kafinn við málefni Framsóknarflokksins". Þessi orð. ritaði stofnandi Fram sóknarflokksins, Jþnas Jónsson frá Hriflu, í formála fyrir rit- gerðasafni sínu „Fegurð lífsins". Formálinn er dagsettur í Fífil- brekku 8. september 1940, Mörgum kom það kynlega fyr- ir, að sá maður, sem þá var enn- þá formaður flokksins — og enn átti eftir að sitja í því sæti til ársins 1944 — skyldi segja sann- leikann um samverkamenn sína svona hispurslaust. En satt var það hjá Jónasi þá þegar, að sam- neytið við báverandi vopnabræð- ur hans hvatti ekki til umhugs- unar um fegurð lífsins. Flokkur inn hafði setið að völdum, einn eða með öðrum, í 13 ár. Ferillinn var ekki fagur, hvort sem litið var á hann frá sjónarmiði alþjóð- ar eða frá hinum þrengri flokks- sjónarmiðum. Höft á höft ofan, það var eina úrræðið. Alit frjálst framtak drepið í dróma. Eilíf vesöltl og barlómur hjá þessum voldugu mönnum. Ekkert knýjandi afl til framsóknar, nema öfundin til heirra, sem þeira hafði enn ekki tekizt að koma á kné. ★ ★ ★ Aumur þætti sá bóndi, sem sæi hest sinn liggja í keldu og fyndi ekki annað úrræði en hnappeld- una. Og þegar klárinn léti sér ekki segjast við haft á framfótum og sæti sem fastast í keldunni, þá væri þrauta-úrræðið að hefta hann á afturfótunum líka. En þetta buðu hinir sömu flokkar sem nú standa að Hræðslubanda- laginu landsmönnum sem úrlausn fjárhagsvandamálanna á 4. tug þessarrar aldar. Engum dettur í hug að kenna þeim um kreppuna, sem þá var í viðskiptum um heim allan. — KR vonn Víking 4:0 KR SIGRAÐI Víking í 7. leik Reykjavíkurmótsins á 2. hvíta- sunnudag með 4 mörkum gegn 0. Þetta var, úr því að Víkingur sigraði Val, annar úrslitaleikur mótsins, því það liðið sem sigraði á leik fyrir höndum við Val um Reykj avíkurtitilinn. En KR átti auðvelt með þenn- an sigur. Fyrst og fremst vegna þess, að Víkingar náðu ekki þeim leik er þeir náðu móti Val og í öðrU lagi vegna dugnaðar og hæfni Gunnars Guðmannssonar, en hann var skipuleggjari og að- alskytta KR og skoraði 3 af 4 mörkum og átti þátt í hinu fjórða. KR-ingar hafa nú náð meiri tökum á leilc sín^im en fyrr í mótinu, en þó vantar mikið á að liðið sé heilsteypt og falli sam- an. Án Gunnars væri það lítils megandi. Menn sem í fyrra voru í landsliði eða við það eru nú eins og byrjendur í meistara- flokki. — Víkingsliðið var ekki fullskipað í þessum leik. Götin í liðinu eru ótalmörg og stór sum, en það er þó áreiðanlegt að það er að rofa til hjá Víking. Það er frískur blær yfir liðinu og þess getur orðið skammt að bíða að hvaða félag sem er megi fara varlega í það að reikna sér vís- an sigur yfír Víking. Ingi R. Jóhonnsson skákmeistori íslands TÓLFTA umferð á Skákþingi fs- lendinga var tefld á föstudags- kvöldið. Úrslit urðu þau að Kári vann Hjálmar, Benóný vann Ólaf og Árni og Eggert gerðu jafn- tefli. Hinar skákirnar fóru í bið. Biðskákirnar voru svo tefldar til úrslita um helgina. Leikar fóru svo að Ingi vann Freystein og Sigurgeir vann Baldur, en auk þess vann Sigurgeir biðskák af Freysteini úr elleítu unuerö. — Þar með voru komin úrslit í mót- ið, því Ingi var þá orðinn efstur hvernig sem skák hans við Bald- ur færi. Tólfta umferð var svo tefld í fyrrakvöld og vann Baldur Inga leikur Vals oy Akumesinga EINS OG kunnugt er átti Knattspyrnufélagið Valur 45 ára afmæli fyrir skemmstu. Þessara tímamóta var minnzt með margs konar hætti, m. a. var efnt til móta 1 ýmsum íþrótta- greinum, svo sem skíðamóts, handknattleiksmóta og knatt- spyrnumóta, þar sem allir flokk- ar félagsins kepptu. Hápunktur þessara afmælisleikja er leikur meistaraflokks við hina snjöllu Akurnesinga, sem sennilega hafa aldrei verið betri en einmitt nú. Sá leikur verður annað kvlöd kl. 8,30 á íþróttavellinum. eftir stutta viðureign. Ingi féll í gildru, tapaði tveim peðum og gaf. Talið er að Freysteinn eigi unna biðskák á móti Benóný og verður þá röð efstu mannanna þessi: 1. Ingi R. Jóhannsson 8V2 v., 2.—4. Baldur Möller, Freysteinn Þorbergsson og Sigurgeir Gísla- son 8 v., — Heildarúrslit verða birt að mótinu loknu. Hinn nýi skákmeistari íslend- inga er aðeins 19 ára gamall, fæddur 5. des. 1936 og hefur eng- inn unnið þann titil svo ungur áður nema Friðrik Ólafsson. — Ingi lærði að tefla 8 ára, en kom fyrst í Taflfélag Reykjavíkur haustið 1949 og tefldi þá i öðrum flokki og varð nr. 3. Haustið 1952 vann hann sér rétt til þátt- töku í meistaraflokki. Á Skák- þingi Reykjavíkur eftir áramótin vann hann sér rétt til þátttöku í landsliði og keppti um skákmeist- aratitil íslands það ár og varð áttundi í röðinni. 1954 vann hann skákmeistaratitil Reykjavíkur og sama ár varð hann annar í lands- liði. Fór sem fyrsti varamaður á Ólympíumótið í Amsterdam sama ár og telur sig hafa lært mest af þeirri för. Vann skák- meistaratitil Reykjavíkur 1955. Sama ár fór hann á heimsmeist- aramót unglinga í Antwerpen í Belgíu og varð þar annar í B- úrslitum. Fór þaðan á Norður- landamótið og varð þar nr. 3—4 á eftir þeim Bent Larsen og Friðrik Ólafssyni. Síðan tefldi hann á Pilnik-mótinu í haust og varð nr. 2—3 ásamt Guðmundi Pálmasyni, aðeins V2 vinning fyr- ir neðan Pilnik. Að mótinu loknu tefldi hann tveggja skáka einvígi við Pilnik og gerði jafnt við hann (1:1). Fór síðan um áramótin sem aðstoðarmaður Friðriks í hina frægu Hastings-för og gat sér þar göðan orðstír. Bóndinn, sem við nefndum, rak ekki klárinn út 1 ÚGÚui.a. En í þeim vandræðum, sem þá steðj- uðu að, sáu Framsóknarmenn og fólkið í „alþýðu“-hjáleigunni ekkert ráð, annað en höft, höft og aftur liöft. Þetta gerðist einmitt á. þeim tíma sem mest var þörfin á því að beizla hvern frjálsan kraft sem með þjóðinni bjó, losa sig úr viðjunum og láta gamminn geysa með hinu rétta taumhaldi þeirra, sem ekki voru hræddir við að spretta úr spori. Þessi var stefna Sjálfstæðisflokksins þá, en aðrir stjórnuðu, og þessir „aðr- ir“ voru sömu lijúin, sem nú cru aftur komin í flatsængina, Fram- sóknarmaddaman og f jósamaður- inn úr alþýöu-hjáleigunni. ★ ★ ★ Fegurð lífsiris, sagði Jónas Jónsson frá Hriflu við sjálfan sig- og hugurinn reikaði annað. Fór hann að leita að*„fegurð lífsins“ hjá óskabarninu, innan flokksins, sem hann hafði stofnað og stjórnað í 23 ár? Hafi hann gert það, þá tók ekki betra við. Þegar stjórn Framsóknarflokks- ins var endurreist eftir þingrofs- kosningarnar 1931 varð bjartsýn- um en eiföldum bónda fyrir norð- an aö orði, að nú væri gaman að lifa, nú væri vor í lofti og eilíft sumar framundan. Loks væri komin ríkisstjórn, þar sem „allir beztu menn landsins“ ættu sæti — Tryggvi Þórhallsson, Ásgeir Ásgeirsson og Jónas Jónsson. — Þótt bjartsýni mannsins væri all- öfgakennd, verður því ekki neit- að að, liver þessara manna hafði nokkuð til síns ágætis. — En hvernig fórst flokknum við þá? Hver var viðskilnaðurinn við Tryggva Þórhallsson og Ásgeir Ásgeirsson? Hvorugur fékk hald- izt við í flokknum. ★ ★ ★ Sumarið 1940 þraukar Jónas Jónsson einn hinna gömlu for- ingja enn í flokknum. Á förnum vegi mætir hann lágvöxnum, létt- stígum manni, fyrsta ritstjóra Tímans. Maðurinn er eitt bros og segir við formann flokksins: „Fegurð lífsins . . .“ „Eigum við ekki heldur að tala um eitthvað annað?“ ansar Jónas, og talið snerist að glímu og skotfimi og hver veit hverju. Og nú hefur Jónas Jónsson löngu sagt skilið við þennan gamla samferðalýð sinn. Skepn- an reis á móti skaparanum, og honum var ekki lengur vært í þeim flokki, sem hann hafði lætt og fóstrað. ★ ★ ★ Á undanförnum 17 árum hafa Framsóknarmenn oft tekið þátt í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það skal ekki vanmetið, að sumir hinna betri manna þeirra hafa unnið að framgangi ýmissa nýtra mála með öðrum. En þungir eru þeir alltaf í taumi. Fótleggirnir eru sárir undan hnappelðunni, og þeir kunna ekki við að ganga öðruvísi en í hafti. Sannarlega freistast enginn samverkamaður þeirra til að hugsa um fegurð lífsins, þegar huganum verður reikað til Fram- sóknarmanna í dag. Ingi R. Jóhannsson. Þrír dæmdir LONDÓN, 18. maí: — Þrír brezk- ir kaupsýslumenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að smygla stáli, kopar og blýi fyrir allt að 50 millj. króna til Tékkóslóvakíu, Rúmeníu og Póllands. Kaupsýslumennirnir voru dæmdir í fjögra og þriggja ára fangelsi og sá þriðji var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Einn var dæmdur fyrir að hafa notað fölsk skjöl, en allir voru sekir fundnir um að hafa notað ólöglegar að- ferðir við útvegun vörunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.