Morgunblaðið - 24.05.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1956, Blaðsíða 2
2 M ORCUIVBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. mai 1956 Uppsagnarhótunin var ekki annaö en óhugsað flan Framsókn og Bandshöfnin í IMjarðvíkum EINS og kunnugt er var Banda- ríkjamönnum upphaflega neitað um samþykki íslenzkra stjórnar- valda til þess að gera höfn þá í Njarðvíkum, sem þeir fóru fram á. En seinna var þessi hafnar- gerð leyfð með þeim skilyrðum, að hún samræmdist íslenzkum hagsmunum og yrði hluti af þeirri landshöfn, sem ríkið er að láta gera í Njarðvíkum og Keflavík, af mikilli þörf en lítilli getu. FRAMSÓKN OG LANDS- HÖFNIN Framsókn samþykkti þátttöku Bandaríkjanna í þessari hafnar- gerð. Var ráðgert að Bandaríkin skyldu verja um 200 milljónum í þessu skyni. Þetta gerðist ekki löngu áður en Framsókn stóð að samþykkt Alþingis, þar sem veif- að var framan í Bandaríkjamenn þeim möguleika, að þeir myndu bráðlega verða beðnir um að hafa sig á brott úr landinu. Voru þá nýkomnir vestur fulltrúar frá Aðalverktökum til þess að semja við Bandaríkjastjórn um hafn- argerðina. Þeim var sagt að eftir samþykkt Alþingis þætti ekki ástæða til þess að tala meir um þessi mál í bili. Síðan kom til- kynningin um frestun allra varn- arframkvæmda, sú hin sama sem kom Tímanum svo mjög á óvart. Blaðið hafði búist við því að Bandaríkin myndu byrja á hafn- argerð sinni, og bíða þess hvað gerðist á fslandi. Hverju reiddist Tíminn? Er það nokkrum öðrum samboð- ið en hinum vondu Sjálf- stæðismönnum, að vera að hugsa um hagsmuni í sam- bandi við varnarmálin? VEIT EKKI HVAÐ HÚN VILL v En því verður Morgunblaðinu svo tíðrætt um gremju Tímans út af stöðvum varnarfram- kvæmda, að hún sýnir svo ótvírætt, að ekki verður um villst, að Framsókn er enn á báðum áttum í varnarmálunum, að flolckurinn er enn að hugsa sig um og veit ekki hvað hann vill. Hann hafði vonast til þess að Bandaríkjastjórn skildi þessa óráðnu afstöðu, og biði þangað til eftir kosningar með að draga ályktanir af uppsagnarhótun Al- þingis. Þá virðist Framsókn ætla að reyna að komast að einhverri * LEIKIRNIR FJÓRIR Leikirnir sem hér fara fram eru þessir: 31. maí leika gest- irnir við Fram, sem sennilega verður eitthvað styrkt. Laugar- daginn 2. júní leika þeir við Akranesliðið og íer sá leikur fram kl. 4 e. h. Á mánudagskvöld 4. júní leika þeir við Reykja- víkurúrvalið og á miðvikudags- kvöld 6. júní leika þeir við „úr- valslið Suðvesturlands" — en fáum mun dyljast að það lið hlýtur að verulegu leyti að vera skipað landsliðsmönnum, því að fram til þessa tíma hefur eng- inn maður komizt í landslið nema Suðvesturlandsbúi. niðurstöðu um endanlega skoðun sína á þessum málum — og geta sagt eitthvað „formlegt". En Bandaríkjastjóm leist að minnsta kosti ekki á að byrja á 200 millj. framkvæmdum meðan beðið væri eftir einhverju „formlegu" — og Tíminn fór í fýlu, í ógáti. Þar með komst upp að upp- sagnarhótunin var ekki annað en óhugsað flan, aö Framsókn veit ekki enn hvort hún ætl- ar að standa við hótun sína eða ekki, — að flokknum er orðið um og ó!! En er hægt að fara þannig að í slíkum málum, fyrir flokk sem á að hafa sómatilfinningu og ábyrgðartilfinningu valda- mikils flokks? VITUR FLOKKUR? Mjög væri æskilegt að hinir stærri flokkar væru jafnan svo mönnum skipaðir, að hver þeirra gæti tekið við landsstjórn án þess að óttast þyrfti að til stjórn- leysis kæmi. Um Framsókn er það að segja, að sumir af leið- togum flokksins — ekki allir — eru til landstjórnar fallnir fyrir sakir hæfileika og annarra mann- kosta, en hins vegar alveg víst, að flokki og landi er fyrir beztu að Framsókn fari aldrei með völd nema með sér betri mönn- um — það er að segja með Sjálf- stæðismönnum. En í slíkri samvinnu er eins og Framsókn ætli aldrei að geta losnað við sterka minnimáttar- kennd, og þar af leiðandi freistni til að láta sig dreyma um stjórn- arsamvinnu við aðra en endilega Sjálfstæðismenn. Minnir flokk- inn þá að hann sé ægilegur „vinstri" flokkur, með kollinn fullan af stórkostlegum „umbóta hugmyndum“ (sem enginn veit hverjar eru). „ANDINN FRÁ GENF“ Utanríkisráðherra Fram- sóknar studdi tillöguna um uppsagnarhótun með þeim rök um að minna á „andann frá Genf“. Hvaða kraftaverk hafði sá andi gert milli þess að Framsókn féllst á bandaríska hafnarferð í Njarðvíkum og flokkurinn greiddi atkvæði með hótun um að vísa varn- arhernum úr landi? Engin kraftaverk höfðu gerst. * 8. ÞÝZKA HEIMSÓKNIN Gísli Sigurbjörnsson forstjóri hefur haft milligöngu um þessa heimsókn sem og um aðrar Þýzkalandsheimsóknir knatt- spyrnumanna, en þetta er í 8. sinn, sem gagnkvæmum heim- sóknum er komið á. — í hinu þýzka liði eru m. a. 5 menn er léku fyrir Berlín í leik við Vín- arborg, en sá leikur var jafn og skemmtilegur og sigruðu Vínar- borgarmenn með 1 marki gegn 0. Liðið er skipað mönnum frá 10 félögum í Berlín. Þeir eru á aldr- inum 19—24 ára. Fararstjóri verður Paul Rusch form. knatt- spymusambands Berlínar, en hann tók á móti Islendingum í Berlín 1935. Það sem gerst hafði var það jitt, að hin óvitrari og háska- :amlegri öfl innan Framsóknar aöfðu orðið ofan á á flokksþing- inu og knúið fram samvinnuslit við Sjálfstæðismenn. Og nú varð að láta mannalega. Og svo fór að ein syndin bauð annarri heim. INNSTREYMI LEYNIKOMM- ÚNISTA Framsókn er sundurleitust allra flokka, sem kemur til af því að þangað hefur þyrpst meira af leynikommúnistum en í aðra flokka. En slíkur lýður er í flest- um flokkum, og hafður til njósna og undangraftrar. Það lætur að líkum að Framsókn muni elcki hafa eflzt að visku og stjórn- málalegri háttvísi við mikið að- streymi af þess konar flugu- mönnum. Þeirra gætir auðvitað mest í Reykjavíkur-liði flokks- ins. Margt af þessu yngra fólki er frá Framsóknarheimilum úti um land, og á því auðvelt með að halda áfram að leyna sínu sanna pólitíska innræti undir Framsóknarnafninu, löngu eftir að það er orðið að kommúnistískri æsingaæsku af ómerkilegustu tegund. Aðrir fara ekki leynt með hvar þeir eiga heima, og skrifa imdir nafni í „Þjóðvilj- ann“, eins og dólgslegustu komm- únistar. Þessi kommúnislaöfl innan Framsóknar reyna auðvitað með bréfum og fortölum að hafa áhrif á ættfólk sitt og vini út um land, og þau virð- ast hafa ráðið miklu um und- irbúning og samþykktir flokks þingsins í vetur. Sérstaklega mun Hermann Jónasson liafa lagt eyrun við áróðri Fram- sóknarkommúnista, meðan hann var að átta s;g á því hvað an vindurinn blési. VALDABRÖLT HERMANNS Og því fór .em fór. Síðan hef- ur saga Framsóknar ekki verið falleg í neinu. Nú átti að taka völdin í hvelli, með hinum nýju KEFLAVÍK Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins á Suðurnesjum er í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík. — Skrifstofan er opin daglega frá 10—10. Sími 21. NJARÐVÍK Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins í Njarðvík er að Brekku stíg 4, Ytri-Njarðvik. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin kl. 5—10 e. h. daglega. Sími 719. HAFNARFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði er í Sjálf- stæðishúsinu og er skrifstofan opin alla daga frá 10—10. — Sími 9228. KÓPAVOGUR Kosningaskrifstofan í Kópavogi er á Skjólbraut 6. Skrifstofan er opin frá 10—10 daglega. — Sími 80525. AKRANES Sjálfstæðismenn á Akranesi og Borgarfjarðarsýslu hafa opnað kosningaskrifstofu í Hótel Akra- nes og er skrifstofan opin frá 10—10 dag hvern. Sími 400. „vinstri*1 vinum, en allt fór út um þúfur. Kommúnistar voru beðnir um hlutleysi, en ráku upp kuldahlátur og þverneituðu. Þá vildi Hermann Jónasson fá að mynda minnihluta stjórn, svo að hann gæti strax sezt í forsætið, að ófengnu samþykki þjóðarinn- ar, en forseti sagði nei, það kæmi ekki til mála. Nú voru góð ráð dýr, kosn- ingar framundan, erfitt áð biðla til þjóðarinnar og bera sig vel með tóm hryggbrot í fersku minni. Þá er rokið til á síðustu stundu, í þinglokin, og ekki hlífst við að gera flasfengna samþykkt um þau mál, sem af öllum ástæðum skyldi vandlegast hugsa og af mestri aðgæzlu — vegna sóma okkar sem sjálfstæðrar þjóðar, vegna öryggis og framtíðar ís- lands, vegna skyldu okkar við frelsi og menningu hins lýð- frjálsa vestræna heims, vegna vináttu okkar við þær þjóðir, sem við eigum og munum eiga mest undir á ókomnum tímum. RAUNASAGA Af öllum þessum ástæðum bar að hafa allt aðrar aðferðir við athugun varnarmálanna, en að fleygja inn í þingið á síðustu stundu einhverju fljóthugsuðu plaggi — með tilliti til ábyrgð- arlausra æsingaafla á flokks- þingi og af ótta við atkvæðatap á kjördegi, — ef karlmennska yrði sýnd til viturlegrar og sæmi- legrar afstöðu. Saga Framsóknar síðustu mán- uði er raunasaga, og því miður ekki aðeins fyrir flokkinn — heldur hefur fátt gerst eða ekk- ert í sögu okkar unga lýðveldis, sem okkur er minni sómi að í augum heimsins. í ICVÖLD kl. 8,30 fer fram á íþróttavellinum í Reykjavík af- mælisleikur Vals í meistaraflokki og leika Valsmenn þar við Akur- nesinga. í liði Vals leikur meðal annarra Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Sími 193. HÓLMAVÍK Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins í Strandasýslu er hjá Kristjáni Jónssyni, Hólmavík. AKUREYRI Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- manna á Akureyri og Eyjafjarð- arsýslu er í Hafnarstræti 101. — Skrifstofan er opin frá 10—10 daglega. Sími 1578. VESTMANNAEYJAR Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-, flokksins í Vestmannaeyjum er í Landssímahúsinu. Skrifstofan er opin frá 4—10 daglega. Sími 344. SELFOSS Skrifstofa Sjálfstæðismanna í Árnessýslu er á Selfossi hjá Sig- urði Ól. Ólafssyni & Co. Skrif- stofan er opin frá 10—10 dag hvern. SKAGAFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins í Skagafirði er að Að- algötu 5, Sauðárkróki. Skrifstof- an er opin kl. 9—10 daglega. — Símar 23 og 26. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofurnar og gefa ASalfundur Vinnu- veilendasam- bandsins AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands Íslands hefst í dag kl. 2 síðdegis í fundársal Hamars h.f. við Tryggvagötu. Fundurinn hefst með venjulegum aðalfundar störfum. Framkvæmdarstjóri Björgvin Sigurðsson hdl. flytur ársskýrslu sambandsins, en síðan fara fram nefndarkosningar. Kl. 4 síðdegis heldur félagsmálaráð- herra Steingrímur Steinþórsson siðdegisboð fyrir íundarmenn. t kvöld og fyrir hádegi á morgun starfa nefndir, en fundur heldur áfram á sama stað kl. 2 síödegis á morgun. Fús ti! siarfans WASHINGTON, 18. maí: — Averill Harrimann hefur látið svo um mælt að hann muni verða hreykinn af því ef einhverjir verði til þess að kjósa sig sem forsetaefni demókrata í kjör- mannakosningunum fyrir forseta kosningai’nar í Bandaríkjunum. Það verður nú æ greinilegra að kjörið á flokksþingi demókrata verður á milli Harrimans og Adlai Stevensons. í dag átti að fara fram kjörmannakjör í Ore- gon-ríki, h. 29. maí verður kjörið í Florída og h. 5. júní I Kali- forníu. Stevenson hefur haft bet- ur viðureigninni við Kefauver undanfarið. hinn snjalli knattspyrnukappi Albort Guðmundsson, sem getið hefir íslenzkum íþróttum meiri frægðar á erlendum vettvangi, en nokkur annar íslenzkur íþrótta- maður fyrr og síðar. Albert er að vísu ekki í þeirri æfingu, sem hann kysi, en knattmeðferð hans og skotfimi gafst mönnum þó kost ur á að sjá, t.d. er hann lék með Val gegn þýzku knattspyrnu- mönnunum á s.l. vori. Ennfremur leika í liði Vals tveir menn, sem ekki hafa leikið með meistaraflokki um skeið, þeir Ellert Sölvason (Lolli) og Sigurður Ólafsson. Báðir eru þeir margfaldir íslandsmeistarar og landskunnir knattspyrnumenn, fulltrúar „hinna góðu gömlu daga“ og þó fullgildir sem leik- menn enn í dag. Allt er lið Vale skipað traustum og góðum leik- mönnum. Lið Akurnesinga er að mestu óbreytt frá því að það lék á dögunum við úrvalslið Reykja- víkurfélaganna og sigraði glæsi- lega. Lið Vals: Björgvin, Sig. Ólafss., Magnús Snæ., Sigurhans, Einar, Árni Njálss., Ægir, Hilmar, Gunn ar, Albert, Ellert. Lið Akraness: Helgi, Jón Leóss, Guðm. Sigurðsson, 'Sveinn, Krist- inn, Guðjón, Halldór, Ríkharður, Þórður, Helgi, Þórður J. Fram rann Þróff 6:0 8. LEIKUR Reykjavíkurmótsinn var leikinn á þriðjudagskvöld og léku Fram og Þróttur. Sigraði Frám með 6:0. Leikurinn þóttl knattspyrnulega séð lélegur, en Fram tókst þó af og til að ná nokkrum samleiksköflum. Beztu menn Fram voru Eiður Dalberg, Karl Bergmann og Haukur Bjarnason. í liði Þróttar voru beztir Sheriff og Halldór Bach- mann. ÍSAFJÖRÐUR Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-. þeim upplýsingar og veita þeim flokksins fyrir ísafjörð og N- aðstoð í sambandi við kosning- ísafjarðarsýslu er að Uppsölum.' arnar. Úrvalslið V-Berlánar leikar hér 4 leiki Liðið kemur flugleiðis á þriðjudag i ÞRIÐJUDAGINN kemur hingað flugleiðis úrvalslið knatt- A spyrnumanna frá Vestur-Berlín. Eru í ferðinni 25 Þjóðverjar og koma þeir hingað i boði Fram. Er hér um gagnkvæmt boð að ræða og fer flokkur Fram út til Þýzkalands haustið 1957. Þýzka liðið dvelst hér til 10. júní og leikur hér fjóra leiki. Kosningaskrifstoíur Sjálfst.flokksins Albert, Lolli og Sig, Ólafs leika með Val í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.