Morgunblaðið - 24.05.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1956, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. maí 1956 MORGUTSBLÁÐIÐ 15 Sýning Hafsteins Anstmanns HAFSTEINN AUSTMANN er ur^ur málari, sem efnt Befur til sinnar fyrstu einkasýningar í Listamannaskálanum nú þessa dagana. Að undanförnu hefur hann dvalið við nám erlendis og sýnir nú árangurinn af miklum dugnaði og næmri eftirtekt. Um 70 verk eru á þessari fyrstu sýningu Hafsteins, og eru þau gerð í margvísleg efni, olíumál- verk, vatnslitamyndir, guache- myndir, og sum verkin eru unnin í tré. Er því mikil fjölbreytni í verkum málarans, og gefst gott tækifæri til að gera sér grem fyrir tækni þeirri, sem hann þeg- ar hefilr yfir að ráða. Vinnugleði og kapp auðkenna verk þessa listamanns, og hann leitar fyrir sér í ýmsar áttir bæði hvað lita meðferð og myndbyggingu snert- ir. Óhræddur er hann við áhrif frá sér eldri listamönnum og not- ar sér þá strauma og stefnur, er hann hefur komizt í kynni við. Það er stundum fundið ungum listamönnum til ámælis, að þeir séu of opnir fyrir nýjum straum- um í myndlistinni, og er það furðu ósanngjarnt. Fátt frjóvgar hug listamannsins eins mikið og einmitt það að geta tekið við áhrifum og notfært sér þau, þannig að persónuleiki hans bíði ekki tjón. Hafsteinn Austmann er á þeim aldri, þegar margt tog- ast á og mótun listamannsins er enn í deiglunni. Það er því gleði- legt að sjá, hve næmur hann er fyrir áhrifum og hvernig hann notfærir sér allt, er fyrir augað ber. Hér er um einn af kostum ungs málara að ræða en ekki löst. Sumar þær myndir, sem Haf- steinn sýnir nú í Listamanna- skálanum, eru verulega falleg verk, fjörleg og hressilega gerð Keflavík Eitt af málverkum Hafsteins í litríkum blæ með ágætri tækni. | bætzt ungur efnismaður, en of Litirnir eru hátt stemmdir og minna stundum meira á augna- bliks tilfinningu en djúpa og þroskáða tilfinningu fyrir eðli og krafti litarins. Myndbyggingin er nokkuð misjöfn, en þegar lista- manninum tekst bezt, er hún spilandi og full af æskufjöri. — nokuð áberandi er í mörgum verkunum næm tilfinning fyrir grafísku línuspili, sem gefur myndunum sérstaka hrynjandi. Það, sem aðallega gefur þessum verkum gildi, er hin óþreytandi leit listamannsins eftir nýjum leiðum og fjölbreyttum litatón- um. Þar af leiðir, að þessi sýning er mjög lifandi og gefur mikil fyrirheit um framtíðina, þegar Hafsteinn hefur gefið sér tíma til að melta betur þá strauma, er að honum hafa steðjað. Það leikur enginn efi á, að þessi ungi málari er gæddur hæfileikum, sem honum á að takast að not- færa sér enn betur, þegar tímar líða, ef hann ratar réttar brautir. Enn hefur íslenzkri myndlist Signrjón Símonnrson sextugur snemmt er að spá um framtið hans, því að enn sem komið er hafa verk hans ekki öðlazt það sjálfstæði, að fyllilega komi í Ijós, hvað í listamanninum býr. En allt tekur sinn tíma, og von- andi verður næsta sýning Haf- steins Austmanns gædd meiri persónulegum þroska, sem hann hefur þá öðlazt með áframhald- andi dugnaði og áræði. Þessi sýning er eftirtektarverð, og ættu sem flestir að leggja leið sína í Listamannaskálann og kynnast verkum Hafsteins Aust- manns, áður en sýningunni er lokið. Svo vil ég óska málaranum til hamingju með ágæta byrj- andasýningu og vonast til, að hann haldi áfram því verki, sem sýnilega á hug hans allan. Valtýr Péiursson. ÉG FINN sterka hvöt hjá mér til að rita fáeinar línur í tilefni þessa merka afmælis vinar míns Sigur- jóns Símonarsonar, Laugaveg 158 hér í bæ, ekki til að skrifa lof um manninn því það veit ég að honum þæfti miður, heldur til að rifja upp árin sem liðið hafa frá því ég kynntist Sigurjóni, en þá var ég enn barn að aldri. Allt frá þessum fyrstu kynnum og fram á þennan dag hefur aldrei dreg- ið fyrir sól á kunningsskap okk- ar og ætíð ríkt vinátta óbilandi og traust. — Því vil ég senda nru'nar beztu heillaóskir húsbónd- anum siunga og glaða á Lauga- veg 158. Sigurjón Símonarson er vel þekktur hér í bæ því hann hefur lagt gjörfa hönd á margt um dagana. Lengi var hann bréf- beri viS Pósthúsið og á marga vini og samstarfsmenn, hér er hugsa hlýtt til hans. — Sig- urjón er giftur Hólmfríði Hall- dórsdóttur er hefur verið hans hægri hcnd í lífinu og eiga þau 6 uppkomin börn er ðll eru gift og búa hér í bæ, og töluvert stór hópur barnabarna mun heimsækja afa og ömmu í tilefni dagsins. Eins og sjá má á ofanskráðu hefur afmælisbarn- ið verið hamingjusamur maður og getur nú með ánægju litið yf- ir farinn veg og séð ávexti verka 0tgurjén Sfmonarson. sinna, og hver væri ei þákklátur tilverunni fyrir slík unnin afrek. En það er óhætt fyrir Sigurjón að horfa líka fram á við, því hann á enn eftir ein 40 ár til að ná 100 ára aldrinum, en það hugsa ég að hann ætli sér, því hann er svo sáralítið farinn að dofna enn þá, og þetta létta og ljúfa skap er svo viðkunnanlegt og ég held að það fylgi honum alla tíð, enda má fullyrða að það verður gest- kvæmt á slíkum degi sem þess- um hjá þeim hjónunum. Þó þarf engan sérstakan dag til þess að dvelja í húsi þeirra, þar er ætíð hin rammíslenzka gestrisni og á ég margar ánægjulegar minning- ar ±rá veru minni á heimili þeirra bæði fyrr og síðar. Að endingu vil ég svo óska þessum vini mínum langra og góðra líf- daga. S. H. Frú Gsiðbjörg Eysteimdólíir F. 2. apríl 1903. D. 13. nóv. 1955. Kveðja frá S. Svcinsdóttur Þú er gengin góða vina. Gleði þín og táraföll, sæmdar iðja, sigurvonir. Saga þín á jörðu öll. Blika tár við burtför þina. Bljúgum huga þakkir tjá þau, sem börnum blíðast hlúðir blessa þig og munað fá. Ég var ein á æsku-skeiði ástúð þin er veitti skjól. Væru margir vina slíkir væri sælla jarðlífs-ból. Nú er brott frá böli jarðar borin góða sálin þín. Eilíf náðin allt þér launi. ástar þakkir vina mín. B. VINN A Húseigendur Tökum að okkur að máia og bika þök og snjókrema hús að ut- an. — Simi 4966. Húsaviðgerðir Ef liúsið lekur og þarfnast við- gerðar, þá hringið i síma 6640. Hreingerningar Vanir menn. — viima. Sími 7892. Fljót og góð - Alli. Stórt herbergi til leigu að Kirkjuvegi 12. Upplýsingar á staðnum eftir kl. 6. N jarðvík-Keflavík Tek að mér að sauma alls konar kvenfatnað. Guðríður Guðjónsdúttir Holtsgötu 40 Ytri-Njarðvík. Keflavík Stór stofa og herbergi til leigu. Má hafa plötu til eld- unar. Fyrirframgreiðsla. — Uppl. að Hátúni 18 ,neðri hæð eftir kl. 8 í kvöld og næstu kvöld. Hreingerningar og Uúsaþakavinna Vanir menn. — Pantið tíma í sima 6306 kl. 9—10 f. h. og 8—10 eftir hádegi. Gnðjón Gíslason. Hreingerningar Vanir menn til hreingerninga. Snjókremum innan húss, þvotta- hús, geymslur o. c. frv. — Sími 82108. — Hreingerningar Vanir og vandvirknir menn. — Sími 4739. I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30 í G.T.- húsinu. Br. Þorgrimur og Undór annast hagnefndaratriði. — Æ.t. St. Frón nr. 227 Fundur í kvöid kl. 8,30 að Fri- kirkjuvegi 11. Minnst látins fé- laga. Vígsla nýliða. Kosning full- trúa á Umdæmisstúkuþingið. — Kosning fulltrúa á Stórstúku- þingið. Upplestur. Kaffi. — Æ.t. Samhomur Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðu menn: Kristín Sæmunds og Gísli Guðnason. Allir velkomnir. Z 1 O N Alm. samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. — Heimatrúboð leikmanna. Hjólpræðisherinn 1 lcvöld kl. 8,30: Almenn sam- koma. Major Gulbrandsen talar. Velkomin. — ---. Keflavík Steypuhrærivél til sölu. — Uppl. í síma 49 og 402 eftir kl. 7 á kvöldin. Barnaskóli Hafnarfjarðar Börn fædd 1949 (7 ára fyrir næstu áramót) mæti í skól- anum til innritunar á morgun, föstudag, kl. 2 e. h. SKÓLASTJORI. Eiginkona mín AÐALFRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR andaðist í Landakotsspítala 21. þ.m. Hermann Jóhannsson, Jófríðarstöðum, Kaplaskj ólsveg. Okkar elskaða systir MARÍA ÁGÚSTÍNA fyrrverandi príorinna, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefs- spítala, Reykjavík 23. maí, 92 ára. Jarðarförm fer fram laugardaginn 26. maí og hefst með sálumessu í Krists konungskirkju Landakoti kl. 10 ardegxs St. Jósefssystur. Jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR fyrrum bónda að Högnastöðum, sem lézt 19. mai, fer fram frá heimili hans laugard. 26. þ.m. — Kveðjuathöfn að Högnastöðum hefst kl. 12. — Jarðsett verður að Hruna kl. 14. Ingibjörg Hxxlldórsdóttir. Hugheilar þalckir til allra þeirra, fjær og nær, fyrir auð- sýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför NJÁLS IIALLGRÍMSSONAR Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Jóhanndíne Sæby, Hallfríður Njálsdóttir, Sverrir Guð- mundsson, Þóra Þórðardóttir, Sigurðnr Matthíasson. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar MÁLFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Hlið í Álftafirði t Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför dóttur okkar MARÍU SÓFUSDÓTTUR Árbæ, Eskifixði. Þórdís og Sófus Eyjólfsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda saniúð við andlát og útför föðux okkar HALLDÓRS ÓLAFSSONAR frá Hvammi. Helga Halldórsdóttir, Ólafía Halldórsdóttir Petersen. Jarðarför móður okkar og tengdamóður SIGRÍÐAR STEINSDÓTTUR Cyrrverandi ljósmóður, Minna Hoti, fer fram frá Odda- kirkju laugardaginn 26. þ. m. — Athöfnin hefst með . húskveðju frá heimili hinnar látnu kl. 1 síðdegis. Bílferð verður frá Ferðaskrifstoiu ríkisins kl. 9 sama dag. Synir og tengdadætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.