Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. júní 1956 MORGUNBLAÐIÐ 3 JVIiss Unh’ers 1955 var sænsk. Verður hún íslenzk 1956? Sig. Júl. Jóhðnnesson láfinn Sig Júl. Jóhannesson, skáld, er látinn. Hann lézt vestan- Iiafs, um miðjan maí. Kór Róberfs Shaw SJALDAN hafa tónleikar vakið aðra eins hrifningu hér meðal áheyrenda og ltór Roberts Shaw gerði, er hann söng hér í Austur- bæjarbíói á dögunum. Söngur kórsins var svo frábær, að ekki er hægt að hugsa sér fullkomnari kórsöng. Það er raunar vafasamt, hvort hægt er að kalla þetta „kór“ í venjulegri merkingu þess orðs. Hér er öllu frernur um að ræða hóp þaulmentaðra sniilinga, einsöngvara og persónuleika, með frábærar söngraddir. Sjálfur stjórnandinn, Robert Shaw, er víðfrægur maður, sem þjálfari, og stórbrotinn listainað- ur, og hefur um langt skeið unn- ið að undirbúningi stærri kór- verka fyrir sjálfan Toscanini. öll framkoma Shaw bar snillingi þessum fagurt vitni; hún var lát- iaus og falleg; allt var hér hnit- miðað, og með minnstu hreifing- um handanna tókst honum að ná hinum mestu og dýpstu áhrifum í söngnum. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og verkefnin ólík, en sami snilldarbragurinn ríkti í flutningnum, og samanburð hef- ur maður engan, því annar eins „kór“ hefur aldrei fyr gist okkur, og er ekki þar með kastað rýrð á neinn annan kór. Um 20 manna hljómsveit aðstoðaði. Einnig í henni var valinn maður í hverju sæti. Þessir tónleikar voru ekki að- eins ógleymanleguf viðburður í tónlistarlífi voru, heldur ein hinna stóru' stunda, sem mann- eskjurnar þrá að lifa í þessum ein kennilega heimi ótrúlegustu mót- sagna. P. t Hafnarstræti 11 Aðeins einn eða tvo kjóla af hverju efni. „ilmurinn er indæll og bragðið MARKAÐURINN eftir því“ „Ungfrú ísknds“ sem fer tii Kuli- forniu valin i Tívoli um helgina Fyrst ■ kjólum siöan i sundbolum í DAG og á morgun fer fram fegurðarsamkeppni í skemmtigarðinum Tivoli í Reykja vík. Verður úr hópi glæsilegra kvenna valin „Ungfrú íslands", sem í næsta mánuði fer til Kali- forníu og tekur þar þátt í „Miss- Universe“-fegurðarsamkeppninni Tilhögun keppninnar hér heima verður með svipuðu sniði og í Kaliforníu. Verður vel til henn- ar vandað, og m. a. má geta þess, að sviðið og umhverfi þess verð- ur hitað upp með nýjum geisla- hitunartækjum. MIKILL ÁHUGI Forráðamönnum keppninnar hefur borizt mikill fjöldi ábend- inga urn væntanlega þátttakend- ur, og sýnir það ljóslega, liversu mikill áhugi hefur vaknað hjá landsmönnum fyrir slikri keppni. Er ekki að efa, að þátttaka ís- lands í þessari fegurðarsam- keppni í Kaiiforníu mun vekja mikla athygli erlendis. VÍÐA AF LANDINU Þátttakendur í keppninni á morgun eru víðsvegar að af land- inu. Verður henni hagað þannig, að fyrri daginn koma þátttak- endur fram í kjólum, en síðari daginn í sundfötum. Eins og áð- ur hefur verið getið eru verð- iaunin hin glæsilegustu. Fyrstu verðlaun eru ferð til Kaliforníu ásamt kjólum, skotsilfri o. fl. önriur verðlaun eru útvarps- grammófónn, þriðju verðlaun flugferð til Kaupmannahafnar fram og til baká, fjórðu verð- iaun er dragt og fimmtu vcrð- laun gullúr. DÓMNEFNDIN Dómnefnd fegurðarsamkeppn- innar að þessu sinni skipa: Ásta Johnson, fegrunarsérfræðingur, Haraldur Ólafsson, forstjóri, Bjarni Konráðsson, læknir, Karolína Pétursdóttir, bókari, Sigurður Grímssoii, lögfræðing- ur, Sigurður Magnússon, fulltrúi og Þorsteinn E. Jónsson, flug- stjóri. Blómaskreytingar allar i sambandi við .keppnina annast hinn góðkunni skreytingarmað- ur, Anton Ringelberg í „Rósinni". — ★ — Eins og áður er getið fer feg- urðarsamkeppnin fram i dag og á morgun. Til þess að forð- ast miklar biðraðir hefur for- sala aðgöngumiða þegar verið hafin Þing Tékkóslóvakíu býður alþingis- mönnum heim SENDIFULLTRÚI Tékkóslóvakíu afhenti í dag forseta sameinaðs Alþingis, Jöruridi Brynjólfssyni, boðsbréf frá þingi Tékkóslóvakíu um heimsókn sendinefndar frá Alþingi til Tékkóslóvakíu Forséti sameinaðs Alþingis þakkaði boðið, lét í ljós þa skoð- un sína, að því myndi verða vin- samlega tekið, en ákvörðun í mál- inu yrði þó að bíða þar til Al- þingi kæmi næst saman að lokn- um alþingiskosningum 24. þ. m. Kvikmpdasýning FIRMAÐ G. Þorsteinsson & Johnson h.f., sýnir í dag kl. 2 e. h. í Austurbæjarbíói, kvik- myndir varðandi framleiðslu tveggja heimsþekktra banda- rískra verksmiðja, sem það hef- ir umboð fyrir. Er hér um að ræða, annars vegar hinar viðurkenndu Form- ica þilplöíur frá The Formica Company, 4614 Spring Grove Ave., Cincinnati 32, Ohio, U.S.A., sem notaðar eru á eldhúsborð, veitingaborð og til alls konar klæðninga, og mun marga þá, sem standa í húsbyggingum svo og þá sem framleiða húsgögn fýsa að sjá þá mynd. Þá sýna þeir tvær myndir frá firmanu Minnesota Mining & Manufacturing Company, Saint Paul 6, Minnesota, U.S.A., sem eru upphafsmenn af framleiðslu á „Scotch" iímböndum, og er þessi mynd sérstaklega ætluð iðnrekendum og öðrum þeim, sem geta notfært sér þessar framleiðslUvörur firmans. ALBOL til allra bvotta Biðjið kaupmanninn uni A L B O L ALBOL er AL bezt. Eftirlœti allrar fjölskyldunnar — Fæst í næstu verzlun — H. BEIDIKM & Cð.H.E. Hafnarhvoll — Sími 1228.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.