Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. júní 1958 Varnarmálin: Bjariti Benediktsson flefttir ofnn of fidttsknp og alvöruleysi Framsdknnrmnnnn BJARNI BENEDIKTSSON dómsmálaráíherra hefur nýlega gefið út bækling um „Varnarmál fslands 1955“, sem hver kjósandi í landinu ætti að hafa lesið áður en hann gengur að kjörborðinu 24. júní. Meðan forvigismcnn og blöð Hræðslubandalagsins fara að dæmi kommúnista, og reyna að drekkja allri skýrri og ábyrgri hugsun um þessi mál í strákslegum brigzlum í garð Sjálfstæðisfiokksins, þá ræðir dómsmálaráðherrann málið í stillilegri, rökfastri greinar- gerð fyrir ölium málavöxtum, með ivitnunum í aðgerðir og um- mæli. En engum sem les getur dulizt hvernig er í pottinn búið um aila hina seinni frammistöðu Framsóknar í þessum málum — undirhyggjuna og fláttskapinn, alvöruieysið og ábyrgðarleysið gagnvart sóma og öryggi landsins «g skyldum okkar við varnar- samband hins frjálsa heims. UTANRÍKISRÁÐHERRANN VERÐUR TVÍSAGA 1 síðastiiðnum desember kom utanríkisráðherrann dr. Kristinn Guðmundsson heim af fundi í Atlantshafsráðinu, hélt útvarpsræðu um hvað hefði gerzt og koihst m. a. svo að orði: „Fyrir Gefnar-fundinn (síðastliðið sumar) var einnig haldinn ráðherrafundur í NATO (Atlantshafsbandalaginu) og var það einlæg von allra þeirra, sem þann fund sátu, að Genfar-fundurinn gæti orðið til þess, að fundin yrði lausn á þeim málum, sem þar voru til umræðu. Svo sem alkunnugt er, brugðust þær vonir. Á NATO-fundinum var mikið rætt um Genfarfundinn og þau al- mennu vonbrigði, sem skapazt höfðu vegna hans.“ Aðeins þrcmur mánuðum síðar leyfir þessi sami ráðherra sér að vitna í „andann frá Genf“ sem höfuðröksemd fyrir „allt öðru andrúmslofti í heiminum" — sem réttlæti uppsögn varnarsamnings og brottflutnings varnarliðsins af íslandi. Hvers vegna lætur ráðherrann leggja sér þessi orð í munn — þvert ofan í hans eigin sannfæringu, eins og liún kom fram i útvarpsræðunni í desember? HVERS VEGNA SKÍPTI FRAMSÓKN UM SKOÐUN? Til skamms tíma höfðu Framsóknarmenn verið sammáia Sjálf- stæðismönnum um nauðsyn varnarliðsins. Hermann Jónasson hafði sagt: „Eru það svik við þjóðina, giæpamennska og Iandráð .... að hafa landið ekki varnarlaust, eru þá ckki allir stjórn- málamenn Bretlands svikarar og landráðamenn? Eru þá ekki allir stjórnmálamenn í Belgíu landráðamenn? Eru þá ekki allir stjórnmálamenn Hollands landráðamenn? Og það má taka Frakkland með og fleiri lönd, sem hafa mikiar hervarnir, en öll hafa talið sér það nauðsynlegt vegna hættuástandsins, að hafa erlendan her í landinu til við- bótar.“ Engin önnur rök en „andinn frá Genf“ voru færð af hálfu utanríkisráðherra Framsóknar fyrir minna hættuástandi — en hins vegar hafði sami ráðherra lýst yfir því að sá andi hefði reynzt einskis virði! Eysteinn Jónsson hafði sagt: „Árásarhættan er því fyrir hendi, sem nú er komið — engu síður þótt menn tækju þann kost einir allra þjóða að grafa höfuðið í sandinn. Það gildir því sama um okkur og allar hinar þjóðirnar. Varnarráðstafanir draga úr árásar- hættu. Sameiginlegar varnarráðstafanir allra lýðræðisríkj- anna draga úr ófriðarhættu.“ Tíminn hafði skrifað: „Óvarið ísland gæti beinlínis orðið til.þess, að styrjöld væri hafin.“ Rúmum mánuði eftir útvarpsræðu dr. Kristins „ákvað Fram- sóknarflokkurinn hins vegar að boða til fiokksþings, og var þá þegar ráðið af forystumönnunum, að stjórnarsamstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn skyidi slitið og efnt til alþingiskosninga á þessu ári. Jafnframt var hafin ný leit að ágreiningsefnum milli flokkanna“, segir Bjarni Benediktsson. Og úrræðið, sem Framsókn tók, var að látast trúa því að „andinn frá Genf“ hcfði breytt heiminum — og því væri óhætt að ganga til samstöðu við kommúnista um að undirbúa varnarleysi íslands, og byrja að ofsækja Sjálfstæðismenn fyrir Bandaríkjaþjónustu og dollaraást, landráð og glæpamennsku. Falleg er þessi saga ekki — en svona er hún rétt sögð. FRAMKOMAN VI® FYRRI SAMSTARFSMENN Ekki höfou ráðherrar Framsóknar svo mikið við samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni að þeir segðu þeim frá þeirri ákvörðun að knýja samþykkt uppsagnartillögunnar fram á Alþingi, áður en því væri slitið. En hins vegar segir Bjarni Benediktssen frá því að „Svo mjög sótti Framsókn eftir að ná hinu nýja samstarfi við kommúnista og Þjóðvarnarmenn um öryggismál íslend- inga, að hart var lagt að forseta Sameinaðs Alþingis, Jör- undi Brynjólfssyni, að taka málið fyrir á fundi, áður en Sjálfstæðismönnum gæfist kostur á að ræða það við aðra nefndarmenn og utanríkisráðherra á fundi utanríkismála- nefndar. Hinn aldni forseti Alþingis vildi þó ekki láta nota sig til slíks ofbeldis á næst-síðasta degi þingvistar sinnar, og þess vegna gafst Sjálfstæðismönnum tími til að leggja hinar frægu spurningar sínar fyrir ráðherrann á nefndar- fundi, sem haldinn var .... 27. marz.“ í svörum sínuni við spurningum Sjálfstæöismanna, sagði dr. Kirstinn Guðmundsson m. a. að hann 1) Teldi sig ekki hafa áðstöðu til að svara því, hvort nokkur sérstök liætta vofi yfir íslandi, 2) Teldi að „varnarmöguleikarnir mundu ef til vill eitthvað veikjast“ fyrir aðildaríki Atlantshafsbandalagsins við brottför varn- arliðsins frá íslandi, 3) Teldi að ef dregið væri úr öryggi eða varnarmöguleikum Atlantshafsbandalagsins mundi það „ekki auka friðarhorfurnar.“ 4. Teldi „að ísland geti ekki tryggt öryggi sitt.“ Eftir að Jóhann Hafstein hafði lesið upp í þingræðu þessi svör ráðherrans, kallar Hermann Jónasson á hann og flciri flokks- menn á fund í svokölluðu stigaherbergi Alþingis, og ræðir við þá til miðnættis. Að þeim fundi loknum talar svo utanrikisráðherrann enn á ný í þinginu, og kveður nú í allverulegum atriðum við annan tón en í svörum hans í utanríkisnefnd — og er gerð nákvæm grein fyrir þvi í bæklingi Bjarna Benediktssonar. Allt sýnir þetta ljóslega að Framsókn reyndi í lengstu lög að komast hjá undirbúnum umræðum um varnarmáiin, að hún vissi að allur málabúnaður af hennar hálfu var flaustur, engin atriði þrauthugsuð. Alvarlegasta og viðkvæmasta utanríkismáli landsins átti að henda inn í þingið sem fiestum að óvörum, og afgreiða það með það eitt fyrir augum, að eignast ágreiningsmal við Sjálfstæðis- menn, og standa þannig betur að vígi um kjörfylgi frá andstæð- ingum þeirra þegar til kosninga kæmi. En þjóðin mun með hverjum degi átta sig betur á alvöruleysi og loddarahætti þessara nýju bandamanna kommúnista í barátt- unni fyrir varnarleysi Iandsins — og launa þeim eins og þeir hafa til unnið. Stórglæsilegur fundur á Siglufirdi Kosningaskrifstofa S já If slæðtsf lokksi ns í Reykjavík KOSNINGASKRIFSTOFUR Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík eru: f SJÁLFSTÆÐISHÚSINU sími 7100. Skrifstofan er opin frá kl. 9—7 daglega. VONAESTRÆTI 4, Þar eru gefnar allar upplýs- ingar varðandi utankjörstaða- atkvæðagreiðslu og kjörskrá. — Skrifstofan er opin kl. 10—10 daglega. Símar 81800 og 7574. VALHtíLL, félagsheimili Sjálfstæðismanna við Suðurgötu. Þar er skrifstofa fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og Heimdallar. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 9—7 daglega. Símar 7102—81192. Keppa til úrslita FJÓRÐU umferð í firmakeppni : Golfklúbbs Reykjavíkur lauk í gær. Voru þá fjögur firmu eftir íkeppninni: íslenzk-erlenda verzl unarfélagið, Veiðarfæraverzlunin Geysir, Pétur Snæland h.f. og Eggert Kristjánsson & Co. Hefst úrslitakeppnin á golfvell- inum klukkan 2 e. h. í dag. Ing- ólfur Isebarn keppir fyrir fslenzk -erlenda verzlunarfélagið, en Jó- hann Eyjólísson fyrir Pétur Snæ- land h.f. Fyrirtækið, sem vinnur í úr- slitakeppninni, hlýtur fagran silf- urbikar, sem er farandbikar, og einnig hlýtur það silfurbikar til eignar. Það fyrirtæki, sem verð- ur annað í röðinni, hlýtur einnig bikar til eignar. Sigurvegarinn og sá kylfingur, sem verður ann- ar í röðinni, hljóta báðir bikara til eignar. f fyrra var úrslita- keppnin j. firmakeppni G. R. háð á milli Fiskveiðihlutafélagsins Alliance. Lauk þeirri keppni með sigri Alliance eftir mjög harða og tvísýna keppni, sem Iauk eftir átta stunda leik. Verðlaunaaf- hending fyrir íirmakeppnina fer fram í Golfskálanum síðdegis í dag. Allt óráðið um dvöl varnarliðsins EFTIRFARANDI tilkynning til blaðanna barst Mbl. í gær frá bandaríska sendiráð- inu: Sendiráðið hefur tekið eft- ir því, að fram hefur komið nokkur misskilningur í sum- um blaðafrásögnum um hvaða - ástæður séu fyrir þeirri ákvörðun landvarnaráðuneyt- is Bandaríkjanna að stöðva óákveðinn tíma nýjar varnar- framkvæmdir á íslandi. Til þess að gera afstöðu Banda- ríkjanna ljósa, óskar sendi- ráðið að benda á eftirfarandi staðreyndir: Ákvörðunin um að stöðva um óákveðinn tíma nýjar framkvæmdir, sem áður hafa verið áætlaðar, svo og frekari áætlanir um varnarfram- kvæmdir á íslandi, sem kosta útgjöld fyrir ríkissjóð Banda- rtkjanna, stafar af óvissu um stöðu varnarliðsins og hefur verið ákveðin sem óhjákvæmi leg varúðarráðstöfun gagn- vart ríkissjóði og öðrum op- inberum sjóðum Bandaríkj- anna. Þessi stöðvun á fram- kvæmdum mun óhjákvæmi- lega verða í giidi meðan allt er óráðið utn aðstöðu varnar- liðsins. Frh. af bls. 1 inn, sem 1 ríkisstjórn og á Alþingi hefði reynzt Siglufirði haukur í horni þá er á reyndi. Ennfremur talaði Stefán Frið- björnsson af hálfu Sjálfstæðis- manna. Var máli þeirra þingmannanna forkunnarvel tekið og auðfundið á undirtektum áheyrenda, að Sigl firðingar kunna vel að meta for- ystu Sjálfstæðisflokksins í hags- munamálum sínum og að málefna leg samstaða með Sjálfstæðis- flokknum er hér fyrir hendi. í ANDSTÖHU VIB BANDAMENN SÍNA Áki Jakobsson, sem fer fram utanflokka á vegum Alþýðu- flokksins, flutti afar lífvana ræðu, sem mest gekk út á þá ,,of- beldishneigð“ Sjálfstæðisflokks- ins, sem hann taldi hafa í því falist að flokkurinn leitaði úr- skurðar landskjörstjórnar um hvemig skilja bæri tiltekin atriði kosningalaganna um útreikning uppbótarþingsæta. Virtist ræðu- maður í þessu efni eiga samstöðu með sínum nýju bandamönnum, þótt skoðanir hans og þeirra komi hvergi nærri saman á öðrum svið- um. í efnahagsmálum veittist Áki einkum að bátagjaldeyrinum og bílainnflutningnum til aðstoðar útgerðinni, sem hann taldi orsök dýrtíðar og verkfalla. Virtist hann í þessu efni í algerri and- stöðu við Framsóknarflokkinn, sem hlut átti að báðum þessum ráðstöfunum og Alþýðuflokkinn, sem hlut átti að skattlaggningu bílainnflutnings til hjálpar tog- araútgerðinni, en á útgerð togara bvggist nær eingöngu atvinna Siglfirðinga nú, sem því njóta góðs af þeim ráðstöfunum, sem Áki telur uppsprettu alls ílls í efnahagsmálum. Áki Jakobsson gat þess að lokum, að Sjálfstæðis flokkurinn hefði ráðið mestu í stjórn landsins s.l. 15 ár. Rifjaðist þá upp fyrir fundarmönnum, það, sem þessi maður sagði á fundi hér fyrir nokkrum dögum, að hér á íslandi væri meiri velmegun en á hinum Norðurlöndunum. Eru þessar tvær yfirlýsingar Áka glöggur vitnisburður um forystu Sjálfstæðisflokksins í uppbygg- ingu atvinnuveganna. I.AUMAÐIST AF FUNDI í KYRRÞEY Það vakti sérstaka atygli fund- armanna, að eftir að frummæl- endur höfðu lið fyrir lið hrakið árásir Áka á Sjálfstæðisflokkinn, laumaðist hann af fundi í kyrr- þey, enda hafði hánn fengið frek- ar daufar undirtektir. Eftir að Áki hafði gengið af fundi, töluðu tveir Framsóknarmenn, forstjóri áfengisútsölunnar og skattstjór- inn og einn krati, sem er prent- smiðjustjóri. Mættu þeir allir með skrifaðar ræður, sem þeir lásu mismunsmdi vel upp. Mun hér lengi í minnum höfð hin háðu lega útreið, sem þessir menn fengu bæði í undirtektum áheyr- enda og svarræðum frummæl- enda. Erfitt er að geTa upp á milli þess hver þessara þriggja stóð sig verst, en t. d. má nefna, að krat- inn beindi tveim fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar en tók þó jafnframt fram, að Bjarni væri tvisvar búinn að svara þessu á fundinum! En af því að fyrir- spurnirnar voru á hinu skrifaða handriti gat hann ekki sleppt þeim. Frammistöðu sína lcórónaði svo maðurinn með því að hlaupa af fundi strax og hann hafði lok- ið máli sínu og beið ekki eftir svari ráðherrans. KOMMÚNISTAR TÖLUÐU UM KOSNINGASVINDLIB Af hálfu kommúnista talaði frambjóðandi þeirra Gunnar Jó- hannsson, sem deildi hart á Hræðslubandalagið fyrir kosn- ingasvindlið og beindi í því sam- bandi nokkrum fyrirspurnum til Áka Jakobssonar. Að því loknu hóf hann langan lestur um land- helgismál, sem Jóhann Hafstein svaraði skilmerkilega um leið og hann gaf greinargott yfirlit vfir gang landhelgismálanna frá upp- haíi. Þá töluðu tveir ungir komm- únistar í sama dúr og þeir eru vanir. Fundurinn sýndi einhug og sókn arhug, sem ríkir í röðum Sigl- firskra Sjálfstæðismanna, sem nú berjast harðri og tvísýnni kosn- ingabaráttu en trúa á sigur. Fund arstjórar voru Aage Schiöth og Andrés Hafliðason. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.