Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. júní 1958 MORGLTSBLÁÐIÐ 11 Á f jórða hundrað f élagar í Verzliél. V.- Skaftfellinga Björn Runólfsson endurkjörinn formaður VÖRUVELTA Verzlunarfélags Vestur-Skaftfellinga á s.l. ári var nær 8 millj. króna. Ragnav Jónsson framkvæmdastjóri félags- ins dflcýrði frá þessu á aðalfundi félagsins. Félagið hefur reist bílaverkstæði og endurnýjað bílakost sinn. Hefur það nýlega fengið stóran flutningabíl með drifi á öllum hjólum, sem verður notaður í vöruflutnjnga yfir Mýrdalssand að vetrarlagi. FJÖLSÓTTUR FUNDUR Aðalfundur Verzlunarfélags Vestur-Skaftfellinga var haldinn í Vík í Mýrdal, laugardaginn 26. maí s.l. Formaður félagsins, Björn Runólfsson, hreppstj. í Holti, setti fundinn og skipaði fundarstjóra Bjarna Bjarnason ,hreppstj. í Hörgsdal. Fundarritarar voru: Ólafur Jónsson, verzlunarmaður, Vík, og Eyjólfur Eyjólfsson, hreppsstjóri, Hnausum. Fundinn sátu: framkvæmda- stjóri, stjórn, endurskoðendur, fulltrúar og almargir gestir. SKÝRSLA FÉLAGSSTJÓRNAR Ragnar Jónsson framkvæmda- stjóri flutti skýrslu félagsstjórn- ar. Vöruvelta varð á s.l. ári tæp- lega 8 millj. króna og hafði vaxið um 2 milljónir og 33 þúsund krónur. Hefur vöruveltan aukizt um 100% á síðustu fjórum ár- um. Skuldir viðskiptamanna jukust ekki á árinu þrátt fyrir óvenju miklar framkvæmdir. En inn- stæður jukust um 430 þúsund kr. Félagsmönnum fjölgaði,.og eru nú nokkuð á fjórða hundrað. Miklir erfiðleikar voru á flutn- ingum yfir Mýrdalssand í fyrra vegna hlaupsins úr Mýrdalsjökli, sem tók af brýrnar á Múlakvísl og Skálm. Jók þetta flutnings- kostnaðinn að mun, en flutnings- gjöldin voru samt ekki hækkuð, og tók félagið á sig þann kostnað, sem af því leiddi. Aðalfundurinn samþykkti að greiða félagsmönnum 7% arð af ágóðaskyldri vöruúttekt og var hann lagður í stofnsjóð. Félagið hefur reist nýtt bíla- verkstæði, keypt nokkuð af hús- um þeim, sem það hafði á leigu frá Jóni Halldórssyni, og endur- nýjað bílakost sinn. Á það nú fjóra stóra Dieselbíla af Volvó- gerð og hafa þeir reynzt mjög vel. Nýjasti bíllinn er með drifi á öllum hjólum, og spili, og á sérstaklega að nota hann í flutn- ingana austur yfir Mýrdalssand að vetrarlagi. En á þeirri leið eru oft mikil snjóalög. Úr stjórninni áttu að ganga: Eyjólfur Eyjólfsson, Hnausum, Björn Kunóll'sson, Holti, og Bjarni Bjarnason, Hörgsdal. Voru þeir allir endurkjörnir. Endurskoðandi var endurkjör- inn séra Jónas Gíslason í Vík. FORUSTA ÞÖKKUÐ Fundurinn samþykkti tillögu, þar sem þingmanni kjördæmis- ins var þakkað fyrir þá forystu, sem hann hefur haft um að láta athuga Kötlusvæðið, með það fyrir augum að draga úr þeirri hættu, sem er samfara skyndilegu Kötlugosi. Taldi fundurinn mikla nauðsyn á að halda þessum rann- sóknum áfram, ef mögulegt Þýzkaland aðili að ICAO reyndist að afla þeirrar þeklc- ingar, að hægt væri að aðvara fólk þegar gos er í aðsigi. í því sambandi taldi fundurinn nauðsynlegt að lagfæra Fjalla- baksleið sem bezt til þess að hægt væri að nota hana sem neyðarveg að sumarlagi, ef veg- urinn yfir Mýrdalssand skyldi teppast um lengri tíma. Ennfrémur var samþykkt tillaga, þar sem Jóni Kjart- anssyni var þakkað fyrir gott starf í samgöngumálum hér- aðsins á síðasta kjörtímabili. Benti fundurinn á nauðsyn þess að hleypa upp veginum yfir Mýrdalssand og hraða endurbyggingu vegarins yfir Skaftáreldahraun. MJÓLKURSALA Þá var þeirri ósk beint til stjórnarinnar, að hún athugaði möguleika á að hefja mjólkur- sölu af öllu félagssvæðinu svo fljótt sem hægt er. En líkur eru til að þetta megi takast áður en langt líður, þar sem samgöngurnar fara nú stöðugt batnandi í héraðinu. Á fundinum ríkti einhugur og ánægja með störf félagsins á liðnum árum. MONTREAL 6. júní: — Álcveðið hefur verið að Sambandsríki Vestur-Þýzkalandsgerðist aðili að alþjóðlegu flugmálastofjuninni ICAO. Það er 68. ríkið, sem gengur í stofnun þessa. Hlýtur inngangan gildi einum mánuði eftir að umsókn þar að lútandi var lögð fram, Fyrsta sending Sumarkjólar GULLFOSS Aðalstræti. Þýzkar, síðar * IMÆRBUXUR fyrir karlmenn. — Verð kr. 33.00. Amerískar IMÆLOIM-SPORTSKYRTUR Verð kr. 75.00. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Verzlunarsfarf Piltur, ekk_ yngri en 17 ára óskast til verzlunar- og afgreiðslustarfa, nú þegar. Tilboð með upplýsingum, cendist í pósthólf 903, fyrir miðvikudag. Kápur Hálsklútar Hanskar Blússur MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Nýkomið 32 volta perur, 25, 40, 50 og 100 vatta. Tengisnúrur með kló og bakstykki. Framlengingarsnúrur — Tengiklær. Rafveitubúðin Hvcrfisgötu 29 — Hafnarfirði — Sími 9494. Nokkrar stúlkur geta fengið stöðu við flugvélaafgreiðslu flugmálastjórn- ari-nar á Keflavíkurflugvelli. Umsóknir, er tilgreini ..enntun og fyrri störf, ásamt ljósmynd, sendist skrifstofu minni á Reykjavíkurflugvelli fyrir 20. þ. m. Reykjavík, 7. júní 1956. Flugmálastjórinn Agnar Kofoed Hansen. Skrifstofuherbergi Tvö stór og 1 lítið skrifstofuherbergi til leigu í Hafnarstræti. — Uppl. í síma 1755. GUÁINN kemur FYRR X-V 50S-1MO-3I NYTT VIM meb hinu NÝJA freyðandi VíM ÖLL FITA HVERFUR Á AUGABRAGDIi Sjáið hvemig hið nýja freyðandi VIM eyðir öllum fituskánum. Jainvel þessi óhreinj og Ljóti vaskur verður sam- stundis skínandi fagur. Straið aðeins örlitlu af hinu nýja VIM á rakan klút og nuddið rösklega eina imiferð — og ekki meir. Aöeins lítið eitt nf VIM fyrir potta, pönnur, baðker flisar og málaða hluti til að gera allt hreint og skínandi. VELVIRKT, FLJÓTVIRKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.