Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 6
MORCllSBLAÐIÐ Laugardagur 9. jún! 1956 Stœrsta áhugamál mitt er leitin crð sannleikanum segir Simson Ijósmyndari á Isafirði sjötugur IDAG er einn sérstæðasíi og skemmtilegasti persónuleiki þessa bæjar sjötugur. Það er hinn s.íungi og sístarfandi áhugamaður Martinus Simsons, ljósmyndari. I tilefni þessara merku tímamóta í lífi hans rabbaði ég við Simson kvöldstund um hin margvíslegu áhugamál hans og það, sem á daga hans hefir drifið. Kunni hann frá mörgu að scgja, eins og venjulega. Sagöist honum svo írá: SKÓGURINN MINN Eins og þú veizt, þá er ég danskur að ætt og upruna. Eg er fæddur og uppalinn í miðjum stærsta skógi í Jótlandi, í Vend- sysel. Jörðin okkar var einhver allra fallegasti bletturinn á öllu Norður-Jótlandi. Grænt engið var umkringt skógi á alla vegu. Skógræktarstjóvinn var næsti nábúi okkar, og vann ég mikið að skógrækt undir hans hand- leiðslu, eins og flest hin systkin- in, en við vorum niu. Má því með nokkrum rétti segja, að ég sé alinn upp við þetta starf, og það er ef til vill þess vegna, sem ég hefi alla tíð haft mikinn áhuga fyr- ir skógrækt og eróðursetn- ingu yfirleitt. Ég var ekki nema sex ára, þegar ég eign- aðist fyrsta gróðurreitinn heinta, enda Iifði ég þar og lærði öll fegurstu ævintýrin sem ég kann. Þegar ég var níu ára, var ég sendur að heiman, til þess að sjá fyrir mér að öllu leyti sjálf- ur. Þá voru gerðar miklar kröf- ur til unglinganna — sömu og til fullorðinna manna, en árs- launin aðeins 10 krónur. Ég var svo í vinnumennsku þar til ég náði sautján ára aldri, en þá urðu algjör þáttaskil í lífi mínu. Þá sá ég í fyrsta skipti trúðleika- ílokk eða cirkus. Ég varð þegar 'mgfanginn af hinum margvís- ogu listum, sem ég sá þetta fólk úka. Teningunum var kastað og % réði mig sem hjálparpilt hjá irkuseigandanum. iCftir nokkra íánuði bað ég svo um kaup mitt, a herrann launabi i.iér þjónust- ía með því að reka mig tafar- ist frá störfum. Litlu seinna réðist ég sem læri- ;inn hjá fámennum og fátæk- i trúðleikaflokki. Sýndum við í þvert og endilangt landið, á ¦mrin í tjöldum en á veturna í mkomuhusum. Fyrir þetta fékk ¦g kr. 1,25 í kaup fyrsta vetur- inn og lítið og lélegt að borða. iiér tákst fljótlega að nema ým- iskonar listir og eftir tvö ár var ég orðinn fullgildur trúðleikari. Sem trúðleikari starfaði ég í tíu ár, bæði við smáa og stóra Ieikflokka. Cirkuslífið fannst mér í senn brútalt og aðlaðandi. Galdurinn er ekki fyrst og fremst í því fólginn, að maðurinn sé duglegur trúð- ur, heldur öllu fremur í því, að hugsa hlýtt og fordóma- Iaust til áhorfendanna. Þessa eiginleika átti ég í ríkum mæli. Hið hrottafengna við cirkuslífið er einkum fólgið í því, að þar er aldrei hugsað um hættuna, þá miklu lífs- hættu, sem svona störf hafa óhjákvæmilega i för með sér. Lífið er trúðleikaranum einsk- is virði. Meðan ég fékkst við þessi slörf lagSi ég einnig stund á tónlist og lék jöfnum höndum á básúnu, gítar og mandólín. í tómstundum fékkst ég tals- vert við málaralist og seldi myndirnar jafnharðan við mjög vægu verði. Þá Iét ég prenta litaða mynd af sjálfum mér, sem ég seldi áhorfendum, og jós ég út 45 þús. kortum á fimm árnm. ÍSLENDINGUR í HUGSUNARHÆTTI Árið 1913 stofnaði ég eigin trúðleikaflokk og sýndi í tjaldi, sem tók 600 áhorfendur, næstu tvö árin. Síðan seldi ég tjaldið og hélt til Islands. Samtímis bauðst mér tækifæri til að fara bæði til Nýja-Sjálands og Amer- íku sem trúðleikari. En af einhverjum mér lítt skiljanlegum ástæðum vildi ég endilega út til fslands, þótt ég hefði engar spurnir haft af landi og þjóð aðrar en þær, að þar væri eilífur kuldi og bláfátækt. En ég hafði ekki dvalizt lengi á Islandi, þegar mér varð það 1 jó.st, að ég hafði ávallt verið íslendingur í hugsunarhætti. í tvö ár ferðaðist ég svo um landið og sýndi listir mínar, en þá urðu aftur þáttaskil í lífi mínu. Þá settist ég að hér á ísa- firði, lærði hér ljósmyndaiðn, stofnsetti eigin ljósmyndastofu og hefi upp frá því stundað ljós- myndagerð sem aðalatvinnuveg. Ég er þannig gerður, að ég hefi ávallt átt fjölmörg áhugamál, sem mig hefir langað til að hrinda í framkvæmd eða brjóta heilann um, og skal ég nú segja þér nokkuð frá þeim helztu: Ég þykist geta sannað, að mál- _-_ J Úr garði M. Simson í Tungu- 5 skógi. Á miðri myndinni má) sjá líkneski hans Bergmálið. s tækið —- maðurinn getur allt, sem hann vill — sé sannleikan- um samkvæmt. Ég föndraði mik- ið við smíði útvarpstækja eftir fyrri heimsstyrjöldina, og var ég annar maðurinn á íslandi, sem heppaðist að byggja móttakara. Seinna setti ég móttakarann upp á myndastofunni hjá mér og seldi aðgang á eina krónu. Síðan fullkomnaði ég þessa smíði mína og byggði og seldi í allar áttir ein fimmtíu tæki, sem reyndust það vel, að sum þeirra eru við líði enn þann dag í dag. Nokkuð hefi ég fengist við líkneskjasmíði. Fyrst gerði ég líkneski eftir mynd Thorvald- sens — Bergmálið.. Þennan grip hefi ég síðan haft í garðinum hjá mér í Tungudal. Seinni árin hefi ég mjög lagt mig eftir lík- neskjasmíði eftir lifandi fyrir- myndum, og hefi ég nú á prjón- unum ýmsar hugmyndir í þeim efnum. Eitt stærsta áhugamál mitt er leitin að sannleikanum og skoðanir minar á tilverunni yfirleitt, sem nú.eru orðnar að lífsskilningi fyrir mig. í síðastliðin þrjátíu ár hefi ég ávallt og stöðugt hugsað um lífið og tilveruna út frá sjón- armiði sjálfstæðrar íhugunar og ritað tvær bækur um þessi mál, sem ég hefi nefnt Óð lífs- ins. Heimspekirannsóknum mínum á ég að mestu leyti að þakka þá hugsunarheiðríkju, sem ég nú bý að. BLÓMIN OG TRÉN Sumarið 1925 byggði ég mér sumarhús í Tungudal í Skutuls- firði og hóf þar tilraunir með garðrækt og skógrækt. Þarna hef i ég gert tilraunir með allskonar trjáplöntur og heppnast vonum framar. Ég sé t. d. lítinn mun á vexti barrtrjánna hér og þar sem ég ólst upp. Ég hef nú í garðinum mínum fagrar trjáplöntur, sem skipta hundruðum, og rækta allar þær trjátegundir, sem náð hafa fótfestu á íslandi. Vorið 1949 tók ég mér ferð til Noregs, ásamt mörgum öðrum skógræktarmönnum, á vegum skógræktarfélaganna. Ég hefi nú í nokkur ár verið formaður Skógræktarfélags ísfirðinga, og hefi ég síðustu árin lagt sérstaka áherzlu á að planta tré í girðingu, sem félagið á í Tunguskógi. Einn- ig hefi ég ánafnað því sumar- hús mitt og skrúðgarð, og verður hann í framtíðinni aðal uppeldis- stöð fyrir skógrækt ísfirðinga. Kvöldið er liðið áður en ég veit af, því að Simson vevður flóðmælskur, þegar hann ræðir skógrækt, því að þar er hugur hans allur. ísfirðingar þakka þeim hjónum, frú Gerdu og M. Simson, allt það, sem þau hafa lagt fram, til að fegra og prýða þennan bæ í þau hartnær 40 ár, sem þau hafa starfað hér, og senda afmælisbarninu beztu kveðjur í tilefni dagsins. Jón Páll. Undir f allöxina! —öskradi skríllinn BLOIS, 5. júní: — Undir fallöx- ina með morðingjann, æpti fransk ur lýður hér í bæ í dag, þegar hin 21 árs gamla Denise Labbe og hinn gjörfulegi vinur henn?r liðs foringinn Jacques Algarron voru leidd undir styrkum lögreglu- verði burt úr réttarsalnum. Þar hafði Densie verið dæmd til æfi- langrar fangelsisvistar og liðsfor- inginn, góðvinur hennar í 20 ára fangelsi. Sökin var, að Dénise hafði myrt tveggja ára dóttur sína, en liðsforinginn hvatti hana til þess. sferifar ur daglega lífinu Bíturinn unninn. EG var staddur austur í Laugar- dal fyrir nokkru. Það var vor í lofti, lóan kvað sitt dirrind-di, spóinn vall graut og nýgræðing- urinn kepptist við að vaxa, hvert sem litið var — ósköp er alltaf gaman að lifa og vera til á vorin. — En svo kom jeppi skröltandi heim á hlaðið. Það var gengið til móts við komumenn, heilsað og spurt almæltra tíðinda. Þetta var einn góður og gegn bóndi úr sveitinni, sem var að koma af greni. Og hann hafði ekki far:ð erindisleysu, enda hafði hann eytt tveimur dýrmætum dögum til að vinna bítinn þarna íippi í f jallinu. Það þarf bæði kænsku og þolin- mæði til að vera góð grenja- skytta. — Refurinn er slunginn og var um sig — lætur ekki leika á sig fyrir ekki neitt. — En nú hafði veiðimennska Hjálmsstaða- bóndans orðið rebba yfirsterkari, sennilega hef ir hann líka átt hon- um grátt að gjalda, dýrmæt lambslíf, eða jafnvel roskin — Soltinn fjallarefur svífst einskis, þegar vonin um volgt blóð kitlar tungu og tönn. hann hafði meðferðis. Hann snar- aði út úr jeppanum vöxtulegum strigapoka, og leysti frá snæris- spottann, sem bundið var utan um miðju hans. Tíu lítil, spyrj- andi augu litu upp á fólkið, sem stóð forvitið í kring og gægðist niður í pokann. Það var engin slægð eða grimmd í þessum aug- um — þetta voru bara saklausir, hnellnir og þriflegir blárefa- yrðlingar, sem höfðu verið hrifs- aðir úr hreiðrinu sinu, meðan mamma þeirra var f jarverandi — sennilega í leit að björg fyrir hóp- inn heima. Kannski kæmi hún heim með glóðvolgan heiðafugl — eða þá gómsætan unglambs- skrokk úr hjörð einhvers bónd- ans úr dalnum. Hvernig innanbrjósts? EN hvílík aðkoma! Heimilið eyðilagt og engir gráðugir munnar til að njóta krásanna, sem fram voru bornar. Og bónd- inn? Hann hafði orðið skothæfni grenjaskyttunnar að bráð. Tófu- mamma var þá ein eftir af allri fjölskyldunni. Hvað átti hún af sér að gera, var lífið þess vert að lifa því áfram? Ef til vill voru hugsanir tæf- unnar, sem svift hafði verið öll- umástvinum sínum, eitthvað á þessa leið, ef til vill allt öðru vísi. — Hvað vitum við um það, fávísir menn, sem allt þykjumst vita. Kannski hvarfla líka að okkur orð skáldsins, sem kvað af tilfinningr um fjallar-rfinn: — Einn má einstæðingur, uppi á reginfjöllum / rekja raunir sínar, réttdræpur af öllum. J Fimm sakleysingjar. Á, og Páll á Hjálmsstöðum sýndi okkur f enginn, sem K Skálholtskantata. ÆRI Velvakandi! í tilefni af því sem „meðlim- ur í kirkjukór" segir í dálkum þínum í gær um flutning Skál- holtskantötu vil ég taka fram eftirfarandi: Raddæfingar hafa til þessa gengið vel, en samæfingar byrja á mánudagskvöld kl. 8,15. Helm- ingur hinna ljósprentuðu kór- radda hefur verið notaður við þessar æfingar, og hafa karlar og konur skipst á um að nota þær og hefur ekki komið að sök til þessa, að ég held. Nú er hins veg- ar allar kórnóturnar full prent- aðar, enda byrja nú samæfingarn ar eins og fyrr segir. Ég hef marg lýst því yfir á æfingum, að söng- fólkið megi taka með sér nóturn- ar, þegar allt upplagið væri full prentað, en það tók tíma að ljúka því verki. Hins vegar er það reynsla mín að fáir einir hafi veru legt gagn af þvi að hafa heim með sér nótur, þó að sumir hafi að vísu gagn af því. Verður nú úr þvi bætt. En, það er aðeins eitt aðalatriði, sem um er að ræða, í þessu sambandi; að allir mæti á hverri æfingu, sem það geta. Á þann hátt einan næst góður ár- angur. Og ég.kvarta ekki. Áhugi manna virðist mikill, og engin ástæða er til að æðrast. Það er mjög ánægjulegt að vinna með þessu góða söngfólki úr öllum kirkjukórum höfuðstaðarins, og ég er því öllu mjög þakklátur, og því verður áreiðanlega ekki um kennt, þó eitthvað skyldi fara öðru visi en ætlað er á Skálholts- hátíðinni. Ég reyni að vera „vel- vakandi" hvað æfingar snertir. og er þá einnig til viðtals við hvern sem er á hverri æfingu, svo að óþarfi virðist að vera að fara í blöðin með mál sem þessi, er aðeins varða okkur í kórnum. Hittumst heil á hverri æfingu! Páil ísólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.