Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1956, Blaðsíða 8
* MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 9. júnf 195<5 pitrgaiínMalíil* Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Frarnkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Austurstræti 8. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands í lausasölu 1 króna eintakið Sjálfslæðisflokkurinn er kosningasamfök um vernd mannréttinda og persónufrelsis. TVEIR hagfræðingar, þeir dr. I Jóhannes Nordal og próf. Ólafur Björnsson, hafa báðir í athyglis- verðum greinum bent á þær hættur, sem almennu réttar- öryggi og persónufrelsi stafi af hinni margháttuðu löggjöf um efnahagsmál sem jafnan er fylgi- fiskur aukinnar opinberrar íhlut- unar um atvinnumál og fram- kvæmd slíkrar löggjafar. En framkvæmd þessi er venjulega í höndum pólitískra aðilja, sem sízt verður treyst til þess að gæta þess hlutleysis og réttsýnis, sem nauðsynleg væri, ef almennum mannréttindum á ekki að vera stefnt í voða með slikri löggjöf. Réttarfar kommúnista- ríkjanne Með falli Stalins var að íullu staðfest sú trú manna á Vest- urlöndum, annarra en kpmmún- ista,' að réttarfar kommúnista- ríkjanna brjóti mjög í bág við vestrænar réttarhugsjóiiir. Menn hafa þar þúsundum saman ver- ið dæmdir frá lífi og eignum af hinum pólitísku alþýðudómstól- um, án þess að hafa nokkuð ann- að unnið til saka en það að hafa skoðanir, sem ekki féllu stjórnar- völdunum í geð. Jafnvel Þjóðviljinn hefur nú fordæmt réttarmorð alþýðu- dómstólanna með hinum hörð- ustu orðum, en gleymir því, að allt þar tíl núverandi vald- hafar Rússlands opinberuðu hið sanna í þessu efni, vörðu þeir réttarfar kommúnista- ríkjanna „upp á líf og blóð“. M. a. beitti Nóbelskáldið Kilj- an allri sinni orðkyngi á sín- um tíma til þess að verja dóm- ana yfir Bukharin og félög- um hans og áfellast sakborn- ingana, en nú hefur það verið staðfest af rússneskum vald- höfum, að dómar þessir voru einhver svívirðilegustu réttar- morð, sem sagan getur um. Hinir íslenzku „alþýðu- dómstólar“ Eftir það að hið sanna hefur óannig komið í ljós um réttar- .'arið í kommúnistaríkjunum, 3ru allir íslendingar sammála m fordæmingu slíks réttarfars, En sannleikurinn er nú sá, að alþýðudómstólarnir eru ekki óþekkt fyrirbrigði utan járntjaldsins. Hinar pólitísku nefndir, sem með höndum hafa framkvæmd löggjafar um cfnahagsmál og eftirlit með henni, fylgja í rauninni sömu starfsreglum og alþýðu- dómstúlarnir austan járn- tjalds. Menn eru skipaðir í þessar nefndir sem fulltrúar pólitískra flokka og til þess að gæta liagsmuna þeirra. Það er hinn mesti misskilningur að til sé einhver mælikvarði á almcnnigs heill eða „hags- muni alþýðu“ sem nefndir þessar geti lagt til grundvall- ar ákvörðunum sínum. Starfsreglur slíkra nefnda ,erða því að jafnaði nákvæmlega >ær sömu og alþýðudómstólanna. _,eyf isúthlutanir (gj aldeyrisleyfa, byggingarleyfa o. s. frv.) fara fram eftir pólitízkum reglum, þar sem skjólstæðingum er í vilnað en andstæðingum synjað. Við eft- irlit með framkvæmd löggjafar- innar er þeirri reglu eðlilega fylgt að sjá í gegnum fingur við „um- bótamenn" sem brotlegir kunna að verða, en taka þeim mun harð- ar á afbrotum „braskara". Eftir því sem þessi löggjöf verður víðtækari og menn verða henni meira liáðir í dag- legum athöfnum sínum, eiga þeir stöðugt erfiðar uppdráttar sem óhýru auga eru litnir af stjórnarvöldunum sakir skoð- ana sinna. Þessi löggjöf opnar því beina braut til efnahags- legs og ræðis. stjórnmálalegs ein- UTAN UR HEIMI 3 SbJi Innci blindu Baráttan gegn ncfnda- valdinu er líka kjara- barátta. Stefna vinstri flokkanna í efna- hagsmálum stofnar ekki eingöngu réttaröryggi og frelsi borgaranna er í hættu. Hún hefur líka í för með sér stórfelda kjararýrnun almenn ings. Tíminn hefur gert veður mikið út af því, að nokkrir örðugleikar hafa verið undanfarnar vikur á útvegun örfárra vörutegunda. Að vísu hefur verið sýnt fram á það, að þetta orsakast fyrst og fremst af glundroða þeim og óvissu, sem alltaf fylgir kosningabaráttu, auk þess sem ráðstafanir munu þeg- ar hafa verið gerðar til úrbóta, hvað flestar þessarra vörutegunda snertir. En ef ástæða er til þess að gera veður út af þessu, væri þá úr vegi að minna á hinn al- menna vöruskort, biðraðir og svarta markað, sem ávalt hefur siglt í kjölfar haftanna og nefnda valdsins? Húsmæðurnar muna líklega veturinn 1948-—49, þegar mest af starfsdegi þeirra fór að jafnaði í það að standa í biðröð- um til útvegunar heimilisnauð- synja. Og vöruskortur var sízt minni þegar Hræðslubandalags- flokkarnir fóru einir með völd 1934—39, þótt biðraða gætti þá ekki eins mikið og síðar, vegna lítillar kaupgetu almennings. Það verður því að telja með ólíkind- um að Hræðslubandalagið veiði mörg atkvæði út á loforð sín um það að bæta úr vöruskortinum. Simulium Neavei, sem ber meff sníkjuormana, er valda fljóta- blindunni. Lífil, svört fluga — Simulium Neavei —- veldur því, að fjöldi manna á stórum svæð- um í Afríku, og Suður-Ameríku verða árlega blindir. Fluga þessi ber með sér snikjuorma, og er hún bítur menn, skríða ormarnir undir húðina. Fyrstu einkenni sjúkdómsins eru sár hrúður, en að lokum eyðileggja ormarnir himnurnar í augunum, og afleið- ingin verður algjör blinda. Sjúk- dómur þessi gengur undir nafn- inu fljótblinda, þar sem hann mest áberandi í grennd viðJ fljót, en fræðilega sjúkdóms heitið er onchocerciasis. Ihéraði nokkru í Kenya í Aust- ur-Afriku hefir tekizt að losa íbúana við þessa plágu, og er það að þakka þolgæði og frábærum dugnaði írlendings nokkurs, James Patrick McMahons, sem er fimmtugur skordýrafræðing- ur og kom fyrst til Kenya árið 1929. Skordýr hafa löngum ver- ið höfuðáhugaefni McMahons, og á svæðinu umhverfis Viktoría- vatnið fann hann nóg af þcim — jafnvel meira en hann hafði gert sér vonir um — og þar fann hann líka Simulium Neavei. Það var ekki svo miklum vand- kvæðum bundið að íinna flug- una, sem ber sníkjuormana, ei valda fljótablindunni, aragrúi þessara skordýra fyrirfinnst í hverju skógarrjóflri á þessum svæðum, en til þess að hafa von um að geta útrýmt þeim, varð að uppgötva, hvar lirfan óx og dafnaði. I Kenya er fljótablindan tak- mörkuð við hæðótt svæði Nyanzahéraðsins, sem er sundur skorið af ótal smáám. Mest er af flugunum við rennandi vatn, og þar ber einnig mest á fljótablind unni. Fyrstu tilraunir sínar gerð; McMahon í „Dal hinna blindu' , þar var sjötti hver innfæddur blindur af völdum fljótablindu, og um 90 af hundraði af íbúunum voru sýktir. Skömmu eftir heims styrjöldina lét McMahon gera til- Rýr rertíS hjá Dalyíknrbálum Dalvík, 23. maí. — Allir Dal víkurbátarnir er veiðar stund- uðu fyrir Suð-Vesturlandi, eru nú komnir heim eftir fremur rýra vertíð. Meðal aflahlutur varð talsvert minni en í fyrra. Veiði heimabáta hefur einnig gengið mjög illa. Hefur farið saman stirð veðrátta og beitutregða og fiskleysi. Hefur aldrei komið neitt • fiskhlaup, heldur aðeins reytingsafli þegar bezt hefur gegnt. hafði ekki enn tekizt að upp- götva, hvar lirfan lifði. Hann fór um norður-hluta Nyanza héraðs- ins þveran og endilangan, og næstu 18 múnuði bauð hann, á- samt fylgdarliði sinu, hættum frumskógarins byrginn til að geta haldið áfram rannsóknum sínum — gengu þeir á næstu 18 mánuðum um 3 þús. mílur gegn- um einhver torfærustu héruð Afríku. Hann náði enn nokkrum ár- angri með því að setja DDT- upplausnir í árnar, og rannsak- aði jafnframt allar fisk-, krabba- og linSýrstegundir, sem hann fann í fljótunum. Síðan sneri hann aftur til suður- hluta Nyanzahéraðsins og .-lt áfram leit sinni. Hann skeytti því engu, þó að hann ætti á hættu að sýkjast af þessum ó- læknandi sjúkdómi — hann og aðstoðarmenn hans eyddu vikum samun við fljótsbakkana og í íljótunum í mittisdjúpu vatnir Að síðustu bar leitin árangur, en þ'eir fundu krabbategund, sem ekki hafði orðið á vegi þeirra áð- ur. í þessum kröbbum lifðu lirf- ur Simulium Neavei-flugunn- ar. Loks hafði McMahon tekizt að ná fyrsta áfanganum í að ráða niðurlögum fljótablindunnar. Heilbrigðisyfirvöldin i Nyanza- héraðinu hófu brátt mikla sókn ú hendur litlu, svörtu flu„.-.nnL Atvinna í landi hefur af þess- um sökum verið mjög lítil og tekjur manna rýrar. Þó hefur nokkuð bætt úr skák, að Snæ- fellið hefur lagt upp öðru hverju, hér. í dag er það með 80—90 lestir af fiski sem fer hér í land til frystingar og söltunar. Stærri bátarnir hafa nú einnig byrjað línuveiðar en afli er treg- ur svo útliti er ekki gott þótt enn kunni að rætast úr. — Sipjo. Þetta er algeng sjón á þeim svæðum, þar sem fljótablindan hrjátr íbúana — „Blindir leiffa hiira blindu“. raun með að setja DDT-upplausn í smáárnar, og eftir nokkurn tíma hafði tekizt að uppræta flug una úr „Dal hinna blindu". McMahon var ekki ánægður með árangurinn, þar sem honum Áfengisverðlækkuin í Danmörku vegna miniitkundi drykkjuskctpar! DANIR eru léttir á brúnina þessa dagana. Og þaff er engin furða. Á laugardaginn til- kynnti Kampmann fjármála- ráðherra þjóðinni, að verðiff á brennivíni myndi lækka, en þaff hefur ekki gerzt síðan eft- ir fyrra striðið, 1922. Verffiff á heilflösku Álaborgarákavítis („Alborg Taffel“) lækkar úr 26.50 dönskum krónum í 24.85 kr. eða um 1.65 kr Dönsku blöðin segja frá þessu meff stórum fyrirsögnum á forsíff- unum og þetta var greinilega frétt dagsins þar í landi. Á veitingahúsum lækkar flösku- verffið um 4 krónur. Um leið lækkar verðiff nokkuff á dýrari tegundum léttra vína, en hækk ar eilítið á ódýrustu vínteg- undum. Súkkulaði og aðrar sælgætis vörur lækka og í verffi, en ilm- vatn og önnur fegrunarlyf hækka aftur á móti nokkuð. Ástæðan fyrir þessu nýja verðlækkunarfrv. Kampmanns fjármálaráðherra er, að hent- ugra þykir að breyta skatta- lögunum þannig, aff skattur- inn reiknist ekki af veltu vín- kaupmanna heldur af hverj- um líter víns, og horfir þessi breyting til samræmis í skatta kerfi landsins. Og líka það að þegar verff á sterkum drykkj- um var síðast hækkað í Dan- mörku minnkaði áfengissalan mjög i landinu t. d. féll áka- vítissalan um 12%, svo ríkið fékk minna í aðra hönd eftir hækkunina en fyrir liana. Danskir vínsalar eru nú kampakátir, segja blöffin og hyggja gott til aukinnar sölu. Borðvín kosta hiff sama og áð- ur, 5.35 kr. flaskan, en góðvín á veitingahúsum lækkar um 5 kr. flaskan. I fyrra neyddust Norðmenn til þess aff lækka áfengisverð sitt sökum minnkandi eftir- spurnar og stóraukins heima- bruggs og hafa nú Danir fetað í fótspor þeirra. En líkast til líða ár og dagar þar til áfengi lækkar i verði á fslandi vegna minnkandi drykkju. Alls var 114 lc af hreinu DDT notað í þessari herferð, og var upplausnin sett í öll fljót á þessu svæði með jöfnu millibili í þrjá mánuði. Áður hafði McMahon ög lið hans — fjórir Evrópumenn og 40 innfæddir — Unnið að undir- búningi herferðarinnar í fjögur ár. Á s.l. ári lauk herferðinni, og þóttust sérfræðingar þá vissir um, að tekizt hefði noksurn veg- inn að útrýma fljótabkndunni í Nyanzahéraðinu, þessum frjó- san,„ skika í Kenya. Fyrir tæp- lega áratug síðan voru sex af hunc. i af sex ára börnum á þessu svæði sýkt af fljótablindu, órið 1953 kom í ljós við rann- sókn, að ekkert barn í sama ald- ursflokki hafði sýkzt. McMahon hefir nú snúið sér að öðru... /ióú. igsefnum, en hann getur verið ánægður með árang- urin.., og újórn Kenya mat að verðleikum það þrekvirki, sem hann hafði unnið, og á : ári var hann sæmdui orðu brezka hei.-.-.c . -lcú-ins „fyrir mjög .nik- ilvæ0.. uppgötvun í þágu vísinda og læknisfræðinnar" — fyrir „brautryðjendastaíf, sem haim hefði hætt lífi sínu við að vinna til fullnustu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.