Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 6
6 MORCVyniAÐIÐ Laugardagur 1. september 1956 / fáum orðum sagt: „M manðu ollar hinor mynd- Imnr snm Sð^fa! við Hjördísi Gísiadóffur um skéía- garðana og ýmisiegí fleira MANNI dettur ósjálfrátt í hug vöggukvæðið hans Jóns gamla Thoroddsens um litlu lit- fríðu stúlkuna. Og hún var líka Ijóshærð. Hún hét að vísu Sig- rún — en hvaða munu.r er á því að heita Sigrún eða Hjördís? Að- alatriðið er að vera „létt undir brún“. Hjördís litla Gísladóttir, Úthlíð 15. Já, einmitt það. Þið kannist vafalaust við hana, sum ykkar, þó að hún beri ekki mörg þung og erfið ár á herðum sér. Nei, þetta er aðeins að byrja — 9 ár og langt þangað til að við bætum núllinu aftan við. Skyldu þær verða jafngóðar vinkonur þá hún Hjördís litla og hún Kolla litla. Hún Kolla? Jú, hún er vinkona hennar og býr í næsta húsi í Út- hlíðinni. Og hún hlýtur að vera kolsvarthærð, með hvíta húð og dökk augu. Og þá dettur okkur í hug annað skáld, hann Gísli Brynjólfsson. Hún brosir svolítið feimnis- lega. Það er ekkert undarlegt. Hún hefur aldrei hitt blaðamann áður — og kannske eru þeir likari tannlæknum en margur hyggur. Hvert veit. Skyldi hún ekki hafa fundið svolítið til í maganum, þegar hún gekk eftir Ausfur- stræti og kom allt í einu auga á Morgunblaðshöllina, eins og þeir kalla hana. augnatilliti föður síns að halda. —■ Jú. Og mér er alveg sama, skal ég segja þér, þó að ég tali við blaðamenn. Þar með er björninn unninn. Fullur skilningur ríkir milli litlu ljóshærðu stúlkunnar og skeggj- aða hvasseyga blaðamannsins. Og þá er sjálfsagt að hefja samtalið og engin ástæða að stinga neinu undir stól. Nú er ekki rætt um pólitík, sorprit og frjálsar ástir, heldur saklausa æsku með tindr- andi augu og spyrjandi svip, og framtíðin blasir við og ævintýrið er að hefjast. Ævintýrið mikla er að hefjast. Einu sinni var talað um karl og kerlingu í koti sínu og kött sem setti upp á sér stýri. En nú? Nú er ekfci lengur talað um prinsessur, karl og kerlingu og fátækan dreng í hrjálegu koti. Nú er það annað ævintýri sem er að hefjast, en það er ekki síður spennandi og skemmtilegt — og svo veit auðvitað enginn heldur, hvernig því lýkur. Það er kannske það bezta. En er nokkuð á móti því að láta þetta ævintýri byrja með myndinni af litlu Ijós- hærðu stúlkunni með kálhausinn sinn? Nei, sennilega ekki. Og svo ætti þetta að geta gengið ósköp vel. Skilningurinn? Jú, en þetta er eiginlega að verða meira. Við erum satt að segja orðnir miklir máiar. sinn töfrandi og frumlega hátt: „Þá mundu allar hinar myndirn- ar snúa á haus“. Hvaða heim- spekingi hefði dottið það í hug! ★ ★ — JÆJA, þú segir það. En segðu okkur þá annað: finnst þér skemmtilegt i skólagöröunum? — Já, það er voða skemmti- legt. — Hvað gerið þið? — Við rökum yfir. — Er það allt og sumt? — Nei-i. Og svo reytum við arfann og vökvum, já og svo tök- um við uþp. — Og hvað er skemmtilegast? ! Að reyta arfann? — Nei, það er skemmt'ilegas't að vökva. Er þetta ekki líkt æskunni? | Það er skemmtilegast að vökva. Það er skemmtilegast að hiúa að plöntunum, gefa þeim að drekka, : svo að þær geti dafnað og lifað og gert jörðina græna og lífið fegurra. Það er víst bezt að láta fullorðna fólkinu það eftir að reyta arfann. A.m.k. að mestu leyti. " ★ ★ — EN EF hann rignir, Hjördís litla, þá þurfið þið ekki að vökva. Hvað gerið þið þá? — Þá rökum við bara yfir. — Einmitt. En hvað fáið þið svo fyrir þetta allt saman? — Ekki neitt. Jú annars, upp- skeruna -------- — Er það ekki dálítið? — Jú-jú. Kálhausar, kartöflur, rófur og næpur og radísur — og pínulítið rauðkál. Og svo fáum við líka jarðarber------- Hjördís Gísladóttir .... litfríð og ljóshærð og létt undir brún. Hún lítur tvíræðu augnaráði á föður sinn og bætir svo við af alvöru og festu — en ég hef aldrei sagt pabba frá því! Og svo flýtir hún sér að bæta við: — Við fáum heilan poka af kartöflum og marga kálhausa. Annars segjum við alltaf, þegar einhver tekur upp kálhaus að hann sé með tvo: einn í hendinni — og annan á milli herðanna. En við segjum þetta bara að gamni, það er bannað að rífast í skóla- görðunum. Hermann, Ingimund- ur og Anna segja að við megura ekki rífast. — Hver eru þau? — Verkstjórarnir. — Nú-já, en eru þau líka með kálhausa? — Noj. M. — Ha, maganum? Hún hlær svolítið, er enn dálítið feimnisleg og kannske pínu-pínu-lítið hrædd líka. Svo | horfir hún spyrjandi augum á pabba sinn og þá er ekki að sök- um að spyrja: óttinn við blaðið og blýantinn hverfur eins og dögg fyrir sólu. Svona eru pabbarnir. ★ ★ — MAGANUM? Þegar ég var að ganga með pabba eftir Austur- strætinu, sá ég allt í einu Morg- unblaðið, þú veizt það stendur þarna framan á húsinu efst uppi, með stórum stöfum; þá sagði ég mig er farið að kitla í magann. við pabba: Sjáðu, þarna er það, — En hvernig er það núna, er það ekki allt búið?? — Júúú. Hún hlær aftur og nú þarf hún ekki lengur á hughreystandi ★ ★ — SEGÐU mér eitt, Hjördís, hefirðu nokkuð á móti því að það birtist mynd af þér í blaðinu? — Neii. Mér er alveg sama. — En ef myndin verður nú á i haus? Hún hlær hátt, og nú er þetta að verða dálítið skemmtilegt. __ Á haus? Heldurðu að mér væri ekki alveg sama. __ Ef þú hefðir verið sniðug núna, þá hefðirðu sagt: Já, þá mundi ég bara snúa blaðinu við. __ Nei, góði minn, þá mundu allar hinar myndirnar snúa á haus! ’Svona er það. Æskan sér allt með öðrum augum en við hin. Og þegar við höldum að við séum gáfuð og „sniðug", afhjúpar æ^k- an þennan mikla misskilning á Krafizt að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um starfsmenn í Keflavik VEGNA þeirrar stefnu núverandi stjórnarflokka að rcka varnar- liðið brott frá Keflavíkurflugvelli hefur mikill fjöldi íslenzkra starfsmanna þar nú skyndilega misst atvinnu sína. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að vcita þcssu fólki atvir.nu að nýju, þrátt fyrir gefin loforð fyrir síðustu kosningar. Þegar fur.dur var haldinn fyriF nokkru í félagi starfsfólksins var samþykkt eftirfarandi tilíaga: — í tilefni þess, að mikill fjöldi siarfsmanna á Keflavíkur- flugvelli hefur nú misst atvinr.u sína fyrir aðgerðir íslenzkra síjórnvalda og þrátt fyrir gefin loforð núverandi ráðherra fyrir nýafstaðnar Alþingiskosningar, gerir Skrifstofu- og verzlunar- mannafélag Suöurnesja þá kröfu til ríkisstjórnarinnar, að hún sjái nú þegar öllu þessu fólki fyrir liliðstæðri atvinnu. Var tiliaga þessi samþykkt samhljóða. Lítill afli hjá Sfiuðár- kréksbálunum SAUÐÁRKRÓKI, 31. ágúst. — Fiskur hefur verið fremur treg- ur á miðunum undanfarið og hafa trillubátarnir verið með lít- inn afla síðustu daga. í gær komu þeir að með sára lítinn fisk. Togarinn Norðlendingur lagði hér upp í dag helming af afla sín- urn, 125 lestir, af karfa, en hinn helminginn leggur hann upp á Ól- • afsfirði. Togarinn fer héðan í nótt norður. — Jón. sforifar ur daglega lífinu OKUMAÐUR á Hafnarfjarðar- leið hefur orðið: „Kæri Velvakandi! Eg er einn af mörgum, sem aka daglega £rá Hafnarfirði til Reykjavíkur til vinnu og til baka að kvöldi, og vil ég sem ökumað- ur koma á framfæri ábendingu um breytt fyrirkomulag „stopp- stöðva“ strætisvagnanna á þeirri leið. Svo sem öllum er kunnugt, sem þessa leið aka, stanza vagn- arnir á sjálfri akbrautinni með þeim afleiðingum, að iðulega myndast röð af bílum fyrir aftan þá. Fremstu bílarnir taka þá gjarnan þann kostinn að reyna að komast fram fyrir vagninn, en slíkar tilraunir eru síður en svo hættulausar á þessum fjölfarna vegi, og hef ég oft séð hurð skella nærri hælum, að af þessu hlytust árekstrar, sem vitanlega geta or- sakað slys. „Stoppstöðvum“ þess- um er einnig víða komið fyrir á varhugaverðum stöðum, t.d. á hæðum, 'og vil ég í því sambandi sérstaklega benda á stöðvarnar við Hraunsholt og Digranesháls. Þörf skjótra úrbóta EG fæ ekki betur séð, heldur ökumaðurinn áfram, en að hér mætti auðveldlega ráða bót á með því að gera útskot við hverja „stoppstöð" vagnanna, sem einungis væru þeim ætluð, og tryggja þannig snurðulausa um- ferð á veginum og forða hugsan- legum stórslysum, sem hæglega geta orðið, hvenær sem er eins og nú hagar til. Hér er sannarlega þörf skjótra úrbóta, og væri óskandi, að við- komandi aðilar veittu þessum línum athygli. — Ökumaður á Haf narf j arð arleið “. Ég þakka Hafnfirðingnum bréf ið og hina þörfu ábendingu. Ég hef verið að hugsa um þetta sama að undanförnu og þá aðallega með tilliti til Suðurlandsbraut- arinnar, sem sennilega mun hinn fjölfarnasti vegarspotti á landinu, enda allbreiður. Þarna, eins og á Hafnarfjarðarveginum, vantar einnig nauðsynlega útskot úr veginum fyrir strætisvagnana til að auðvelda umferðina og minnka slysahættuna. Þetta setti ekki að valda nema litlum til- kostnaði — þarf aðeins dálítið framtak og skipulagningu og treystum við því að hlutaðeig- andi ráðamenn láti ekki lengi á sér standa. Taldi peningana EG var staddur í verzlun einni hér í bænum íyrir skömmu og beið eftir afgreiðslu. Þarna var kona, sem keypt hafði eitt- hvert smáræði og borgaði með hundrað króna seðli. Þegar hún fékk til baka taldi hún seðlana, vitanlega til að ganga úr skugga urn, að hún fengi aftur það sem 4henni bar. Við þetta kom nokkur snúður á afgreiðslustúlkuna: „Hélduð þér að ég væri að sr.uða yður?“ spurði hún viðskiptavin- inn, heldur önug. „Ó, nei, nei“, svaraði konan, „ég hef þetta bara að venju, öllum getur skeikað til eða frá“ — og þar með var orða- skiptum þeirra lokið. Góð og sjálfsögð regla HVÍLÍK reginvitleysa í stúlk- unni að reiðast af þessu —• og sízt af öllu mátti hún láta á því bera. Konan sem taldi pen- ingana sína hagaði sér nákvæm- lega eins og hún átti að gera —• alls ekki til að væna afgreiðslu- stúlkuna um óvöndun, heldur að- eins til að ganga úr skugga um, að rétt væri frá gengið. Það get- ur alveg eins komið fyrir að við fáum of mikið til baka eins og of lítið og er þá jafnsjálfsagt að leiðrétta það. Þess vegna er það góð regla og sjálfsögð að telja peninga, sem manni eru greidd- ir út í hönd, hvort sem við erum stödd í banka, verzlun eða hvers konar viðskipti, sem um er að ræða. Næstum eins . . . IVEIZLU einni í London fyrir nokkru, þar sem Charlies Chaplin var viðsteddur, rifiaði hann upp ein af sínum skemmti- legu orðaskiptum við snillinginn Einstein lang- aði til, á sinn hóg^jera og lítið eitt feimnislega hátt, að s e g j a eitthvað elsku- legt við Chaplin, sem honum þætti vænt um: — Þ a ð s e m mér finnst aðdá- unarverðast við list yðar, Mr. Chaplin, er þetta — hve alþjóðleg hún er. Allir —•_ hvar sem er — hafa mætur á yð- ur, allir dást að yður og allir skilja yður. — Kæri prófessor, svaraði Chapiin. — En þessu er næstum þyi eins farið með okkur báða. Allir hafa mætur á yður, allir dást að yður — en enginn skilur yð>vr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.