Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 10
10 M O R G U N B L Á Ð IÐ Laugardagur 1. september 1956 FRA SAMBANDI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ÞÓR VILHJÁLMSSON SÁLFRÆÐI VID EINHVERN TÍMA snemma í sumar rakst ég á þunna bók í bókahillu systur minnar og stóð Sumarást á kilinum. Nafnið þótti mér benda til, að einhver snjall maður hefði nú dottið ofan á ó- snaraða bók eftir Margit Ravn eða nöfnu hennar Söderholm, en hugðist þó stilla mig um að lesa hana að sinni. Þá rak ég augun í höfundarnafnið, Sagan, og minntist þess um leið að hafa heyrt franskrar ungmeyjar með því nafni getið sem eins mesta furðuverks í heimi bókmennta hin síðari ár, — talin hátt upp í það eins merkileg og^landi henn ar, atómskáldkonan Minou, sem varð 9 ára fyrir nokkru. Við nán- ari athugun kom líka í ljós, að hér var um að ræða bókina Bon- jour Tristesse eftir Francoise Sagan, frumsmíði hennar, sem hún rak saman í snarheitum hér um sumarið, þá 18 ára. Síðan skilst mér prentvélarnar báðum megin hafsins hafi varla haft við að fulln^egja eftirspurninni eftir nýjum eintökum. Það má geta nærri, með hverri eftirvæntingu maður hefur lest- ur svo frægrar bókar, — og sennilega var það einmitt vegna þess, sem ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Mér þótti sagan held ur leiðinleg og tiiþrifalítil, — í stuttu máli tæplega þess virði, að svo mikið veður væri út af henni gert. Nú er það ekki sérlega við- kunnanlegt að sitja uppi með því- líkar hugleiðingar að loknum lestri bókar, sem getur á kápunni vitnað til sprengvirðulegra heims blaða um að hún sé meistaraverk. Svo að ég fór aftur yfir söguna og tókst þá með harðfylgi að ná þeim gleðilega árangri að koma örlítið meira samræmi á álit mitt og heimsblaðanna, — a.m.k. skilja betur, hvað komið hefði skáld- orðinu á ungfrú Francoise. Ekki býst ég þó við að lesa hana ótil- neyddur í þriðja sinn, en eflaust mundi þá snilld hennar blasa við mér í enn meiri forklárun. Eins og mörgum mun nú full- kunnugt, er sögumaðurinn í bók- inni stúlka milli fermingar og tvítugs, Cécile að nafni. Saga hennar greinir frá því, er hún dvaldist ásamt föður sínum í sumarleyfi við ströndina, og þeim tíðindum, sem þar urðu í ásta- málum þeirra hvors um sig. Fað- SJÁVARSÍÐUNA ir hennar, Raymond, leikur tæplega neitt aðalhlutverk, um hann upplýsist það helzt, að hann er ekki einungis heimsmaður mikill og sælkeri og einhver snjallasti kvennamaður, sem sög- ur fara af, heldur einnig hinn bezti maður. Hann er ekkjumað- ur, en hefur sem sagt síður en svo átt við kvenmannsleysi að stríða. Dóttirin, Cécile, hefur þó vanizt háttum hans ágætlega, — þau hafa lifað áhyggjulausu skemmtanalífi og eru miklir kunningjar. Þótt Cécile sé ung að árum og hafi til skamms tíma dvalizt á klausturskóla, hefur sarnvera þeirra feðginanna kennt henni að umgangast heiminn feimnislaust, — henni geðjast bet- ur að whisky en heimspeki, en hún er langt frá að vera neinn einfeldningur. í upphafi frásagn- arinnar er í tygjum við pabbann kona sú, er Elsa heitir Macken- bourg, og dvelst hún hjá þeim þar í sumarhúsinu. Hún er til- tölulega ung, mjög ásjáleg, en ekki ýkja greind. Litlu síðar kemur til sögunnar Anne nokk- ur Larsen, sá aðili bókarinnar, sem einna mesta forvitni vekur og sem verður að teljast sögu- hetjan ásamt Cécile sjálfri. Anne þessi er jafnaldri föðm-ins og forn vinkona konunnar hans sálugu. Hún má heita algjör and- stæða hans að lunderni og hátt- um, svöl og hófsöm og hlynnt reglusömu líferni. Glæslleg kona og stórgáfuð samkvæmt upplýs- ingum Cécile. — Ein persóna enn er nefnd til sögunnar, ungur mað- ur, Cyril að nafni. Hann á það sammerkt við hinn karlmanninn, föðurinn, að vekja ekki áhuga lesandans svo nokkru nemi, — reyndar mun síður. Cyril er mesti myndarmaður og heiðurspiltur, en um fátt framúrskarandi, sem herra Raymond er þó í kvenna- málum. Það er samt hann, sem verður ástmaður Cécile þarna á ströndinni. Rás viðburðanna í sögunni er þarflaust að rekja hér ýtarlega. í mjög grófum dráttum er hún sú, að faðirinn gerist brátt afhuga Elsu vegna Anne Larsen, og þau ákveða að ganga í hjónaband. Þessi tíðindi koma Cécile mjög á óvart, þó að hún láti sér vel líka í fyrstu. En áður en langt líður, fer að myndast ofþensia í sam- LESIÐ I Ungf fóík rífjar upp sitthvaB það, sem minnisstæðasf er eftir bóklestur þess nú i sumar bandi stjúpmæðgnanna tilvon- andi, „fullkomleiki" Anne verður Cécile ofraun, og hún rís önd- verð gegn áhrifum hennar og afskiptum. Loks semur hún af mikilli útsjónarsemi hernaðar- áætlun til að koma Anne úr spil- inu, heillast til að hrinda henni í framkvæmd — og heppnast allt of vel. Bak við þetta og innan um er svo hennar eigið ævintýri með Cyril, sem uppgötvast um síðir vera á misskilningi byggt. Af þessu ófullkomna ágripi mætti halda, að bókin væri rétt- ur og sléttur eldhúsreyfari. f sannleikans nafni verður þó að segjast, að svo er ekki. f lélegum reyfara mundi aðalatriðið vera sjálf atburðarásin, gjarnan fram- leidd með slatta af sýrópi til bragðbætis. Hér er hins vegar allt á kafi í sálfræðilegum bolla- leggingum Cécile, — og vissu- lega er það einn af óvæntum kostum bókarinnar, hversu glöggt hún sér í gegn um sjálfa sig og sumar aðrar persónur bókarinn- ar. Og hún er ekki að leyna því, sem hún sér. Ég er ekki frá því, að sagan hefði orðið lífrænni og skemmtilegri, ef höfundur hefði látið fólkið kynna sig svolítið meira sjálft með orðum og gerð- um í stað þess að láta Cécile út- mála allt svona nákvæmlega. Það er yfirleitt ekki mikið að græða á samræðum bókarinnar, enda mannskapurinn kannski ekki til þess fallinn að halda uppi' at- hyglisverðum orö' t. Og þar er komið að þ . í, sem ég lield að verði mest um kennt, að sagan tekur mann ekki sterkari tökum, sem sé hvað fólkið í henni er hundleiðinlegt liggur mér við að segja. Það er tæpast, að manni takist að fá samúð með eða áhuga á nokkurri persónu að ráði, — það eru þá helzt þær Cécile og Anne. En Anne er fremur fá- málug, og Cécile sjálf, sem alltaf er á eintali við mann, — ja, kannski er það einmitt þess vegna sem maður verður hálfþreyttur á henni á köflum. Þetta er því baga legra sem lesandinn á ekki í ann- að hús að venda með athyglina, bakgrunnurinn er nefnilega í fá- breyttara lagi, eiginlega bara sandurinn, sjórinn og sólskinið. Þeirri takmörkun til réttlætingar má aftur segja einmitt þetta, að hún bindur huga lesandans við átökin, sem eiga sér stað með fólkinu. Þessum átökum og at- burðarásinni í heild er yfirleitt þannig hagao, að hægt er að trúa á þau nokkurn veginn, — skrípa- leikur þeirra Elsu og Cyrils, sem Cécile setur á svið, finnst mér þó fremur eiga heima í skáldvei-k um af öðru tæi. Eitt er enn það einkenni bók- arinnar, sem að nokkru má telja bæði kost og löst, en það er stíll- inn. Fyrst og fremst er það tals- vert merkilegt, að svo kornungur höfundur, (sem þar að auki er ■kvenmaður), skuli geta stillt sig svo vel um væmni og auðkeypta „rómantík" í frásögn og stíl. Auð- vitað er slíkt kannski ekki svo mjög í tízku um þessar mundir, — þvert á móti —, en trúlega hefði margur samt a. m. k. gert tilraun til að hefja sig til flugs, þar sem Francoise Sagan heldur sig við jörðina. Stundum finnst manni jafnvel gerast dálítið eyði- merkurlegt á síðunum hjá henni og skáldlegheitin ekki mega minni vera. Þeim bregður þó fyr- ir, og frá ýmsu er fínlega sagt, einkum í seinni hlutanum. Þá tekst henni einstöku sinnum sú Iist, að haga þannig fáum og lát- lausum orðum, að aðalefnið lendi milli línanna. „Lesið Sumarást í sumarleyf- inu“ stendur í auglýsingunum. Já, því ekki það. Vonandi lætur samt enginn gauraganginn í kringum söguna og höfund hennar telja sér trú um, að merkari bók hafi tæplega verið slcrifuð í seinni tíð. Hún getur verið vel sæmileg fyr- ir því. Árni Gunnarsson. KYNLEGIR KVISTIR Veraldarvitringar (The World- ly Philosophers) heitir bók ein, sem kom út í Bandaríkjunum fyr- ir 2—3 árum og er eftir Robert L. Heilbroner. Hún f jallar á alþýð- legan hátt um æviatriði og hugsjónir mestu hagfræðinga heimsins, sem oft hafa haft meira áhrifavald og ráðið meiru um gang sögunnar en nokkur stjórn- málamaður eða konungur. Og í dag stjórna þessir menn heimin- um frá gröfum sínum og skipta honum í andstæðar fylkingar. Þrátt fyrir þetta er kjarninn í kenningum þeirra lítt kunnur allri alþýðu, sem hefir efnahags- vandamál vofandi yfir höfðum sér á hverjum degi og enn minna vita menn um ævi þeirra og um- hverfi, þótt slíkt heyri til al- mennrar þekkingar, þegar í hlut eiga stórmenni, sem standa til- höggvin upp á endann í lystigörð- um eða glápa á fólk úr mynda- römmum í stofum inni. í Veraldarvitringum verða þessir fjarlægu hagspekingar ó- sköp mannlegir og kenningar þeirra hreinn skemmtilestur. Er vart unnt að hugsa sér furðulegri hóp rnanna og ólíklegri til að gjörbreyta heiminum. Meðal þeirra var heimspekingur, prest- ur, aðalsmaður, fagurfræðingur, kauphallarbraskari og flakkari. A.m.k. þrir þeirra komust vel 1 álnir en jafn mörgum hélzt aldrei á fé sínu. Tveir voru frábærir kaupsýslumenn, einn varð aldrei annað en umferðasölumaður og annar sólundaði öllum eignum sínum. Hagfræði í nútíma skilningi er tiltölulega ung fræðigrein, því að fyrstu sex þúsund árin, sem sög- ur fara af mönnum, er hennar að engu getið. Framleiðsla og sala gæða var álitin háð viðteknum unin sprengdi af sér miðalda- fjötrana og heimurinn íæi'ðist nær því að verða að einum mark- aði. Sá, sem fyrstur setti fram heil- steyptar hugmyndir um lögmál markaðsins, var Adam Smith, heimspekiprófessor við háskól- ann í Glasgow, í bók sinni Auður þjóðanna, sem út kom árið 1776. Smith var vitni að örum vexti kapitalismans á byrjunarskeiði hans og tók að athuga, hvaö ylli honum. Samkvæmt skýringum hans á efnahagslífinu, sá ágóða- vonin bæði fyrir nægjanlegum vörum og þjónustu og samkeppni milli þeirra, sem framleiddu þessi gæði. Samkeppnin og breytileg áhrif frá framboði og eftirspurn á markaðinum neyddu svo fram- leiðendur til að laga sig að þörf- um þjóðfélagsins. Ráð Smiths var því, að ríkisvaldið léti hin vél- rænu öfl markaðsins í friði, svo að „einkahagsmunum og ástríð- um manna" yrði veitt í þann far— veg, „sem samrýmdist bezt hags- munum alls þjóðfélagsins", svo að orð hans sjálfs séu noíuð. Þeir hagfræðingar, sem við sögu koma eftir Adam Smith fram til þessa dags, eru fjölmarg- ir og því aðeins tök á að drepa lauslega á nokkra þeirra. Má fyrst nefna hina tvo sídeilandi Englendinga Malthus og Ricardo. Sá síðarnefnndi, sem var auðug- ur, mælti með afnámi landeigna en Malthus, b: / átækur prestur, sem hafði komizt að þeirri frægu niðurstöðu, að mannkyninu fjölg- aði hraðar en matvælum handa því, mælti í mót góðgerðarstarf- semi. Hún yki aðeins á velmegun hjá þeim lægst launuðu og líkur fyrir fleiri barneignum þar með. Andúð hans á offjölgun mann- kynsins var sem sé viðbrugðið. í samtímaheimild er honum lýst þannig: „Hann er dagfarsprúður maður og er kurteisin sjálf við konur á meðan ekki er sjáanlegt, að þær séu með barni“. Fyrstu jafnaðarmennirnir, sem komu fram á sjónarsviðið og settu traust sitt og hald á skipulagn- ingu efnahagslífsins, voru svo- nefndir draumórajafnaðarmenn. Var þeim fljótt varpað fyrir borð j sem marhnútum. Karl Marx hafði j fastari jörð undir fótum. Hann hafði fyrir augum sér meiri auð og meiri fátækt en nokkru sinni fyrr, sem fyigt hafði í kjölfar iðnbyltingarinnar. Spádómur | hans eða réttara sagt örlagakennd fullvissa, var, að ágóðavon fram- leiðandanna yrði þeim að aldur- tila (og nyti við það aðstoðar kommúnista). Af hagfræðingum 20. aldarinn- SMITH MALTÍÍUS KEYNES venjum og vilja þjóðhöfðingja eða guðs. Enga grunaði, að slík efnahagsstarfsemi kynni að lúta eigin lögmálum. Sú hugsun skaut fyrst upp kollinum seint á end- urreisnartímabilinu, þegar verzl- ar getur engan frægari en hinn Ijóngáfaða fjármálamann, John Maynard Keynes, sem vann sér inn hundruð þúsunda sterlings- punda með því að verzla með al- þjóðagjaldeyri og vörur í hálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.