Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.1956, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. september 1956 MORCVNBLAÐIÐ 11' tíma á hverjum morgni meðan hann var i rúminu. Hann skrifaði snjalla stærðfræðilega ritgerð um líkur, var í hávegum hafður af hinum svokölluðu Bloomsbury — skáldum og var einn af banka- stjórum Englandsbanka. Keynes ritaði einnig flókna bók, Almenna icenningu um atvinnu, vexti og peninga og tekur þar til endur- skcöunar kenningar Smiths. Nið- UTStr.'j'a lians er sú, að markaður- : i si ekki öruggur staður. Hætt iö, að hverju blómaskeiði h" ignun og kreppa gsti var- " mlsga. Galiinn á skipu- greiöist svo raeð binu háa aLGnnu'e. 1,:. Úrbætur jru í sam fæ c: ö'.im op- i i. er fjáríesiing. i.Ii’ ió' hefur veriö deilt um Keynes, kalla hann ýmsir líkmann kapitalismans en aðrir björgunarmann. Annar hagfræðingur, Friedrich von Hayek, hefur haldið fram kenningum Adams Smiths og fært þær til nútímans. Leggur hann áherzlu á, að aukin íhlutun ríkisvaldsins hljóti að leiða til frelsisskerðingar. Eftir lestur ritgerðar Malthus- ar um fólksfjölgun, kallaði Carl- jde hagfræðina „hin döpru vís- indi“ og hefur það nafn löngum viljað loða við. Eftir lestur Ver- aldarvitringa væri nær að kalla hagfræðivisinöin bæði heiilandi og nauðsynleg hverjum þeim, sem lætur sig verða eigin hag og annarra. Þórir Einarsson. FÓLK / STERKU LJOSI SÍÐ4STLIÐINN vetur barst mér i'.endur bók ein, lítil og yfir- H. ' íaus, er hafði að geyma tvö ieikrit eftir bandaríska leikrita- höiundinn Tennessee Williams, gefin út í svokallaðri vasaúígáfu. Áður hafði ég lesið' tvö önnur ieikrit hans: „A Streetcar named De:ire“ („Á girndaleiðnm*j og' „The glass menagerie“, („Gler- dýriri'j, mér til óblandinnar ánægju. Ég var því efi:L*vænting- aríull, er ég opnaði þscsa litlu bók, og hlakkaði til aö kynnast fleiri athyglisverðum persónum, sem Williams er svo léít um að skapa. Fyrsta leikritiö í þessari bók heitir Cat on a hot tin roof (Köttur á heitu tinþaki) og mun vera eitt nýjasta leikrit hans. Leikritið fjallar um fjölskyldu ríks plantekrueiganda í Banda- ríkjunum. Strax og persónurnar lcoma fram á sviðið, fær maður áhuga fyrir hverri þeirra fyrir sig. Fyrst kynnumst við Brick, yngra syni plantekrueigandans. Hann varð að hætta á frægðar- braut sinni sem fótboltahetja, sökum fótameiðsla, og haltrar nú um heimilið með staf í annarri hendi og vínglas í hinni, því að sökum meiðsla sinna og ann- arra orsaka hefur hann orðið alkóhólisti. Kona Bricks heitir JVIargaret, geðfelld kona og snot- ur, en við verðum strax vör við að hjónaband þeirra, sem er barnlaust, er síður en svo ham- ingjusamt. Cooper heiiir eldri bróðir Bricks, giflur og fjögv barna faðir. Þá er það plantekrueigandinn, forrik ekki að sama skapi har.._ samur. Hann þjáist af óiækn----- sjúkdómi, — eldri sonur hans og tengdadætur gera allt til aö blekkja gamla manninn og teija honum trú um að hann sé síður en svo alvarlega veikur. Williams lýsir þarna á snilldarlegan hátt hversu þau spinna blekkingarveí utan um gamla manninn í sam- bandi við veikindi hans, en eiga svo sín á milli í hörðum deilum um erfðaskrá hans og hlakka yfir þeim hlut, sem hver um sig fær við lát hans. Cooper, hinn eldra bróður, grunar, að föður sínum sé mun hlýrra til yngra bróður síns, þrátt fyrir breyzkleika hans, og óttast um sinn skerf arfsins. Barnleysi Bricks og Margaretar er honum þó nokkur huggun. Hápunktur leiksins finnst már að mörgu leyti samtal, sem plant- ekrueigandinn og yngri sonur hans eiga sín á milli á 65 ára af- mæli gamla mannsins. Sýna þeir hvor öðrum þá fullkominn trún- að, sem leiðir til þess, að Brick getur loks talað um það atvik, annao en meiðsli hans, sem er hin raunverulega orsök drykkju- skapar hans og hamingjuleysis í hjónabandinu. Er aðdáunarvert, hve höfundi tekst vel að sýna sálarstríð Bricks, hversu erfitt það reynist honum að tala um þejjc orsök veiklyndis síns og viöu.kenna staðreyndir í því máli. Ekki er síður athyglisvert, hvernig höfundur lætur plant- ekrueigandann bregðast við, er Brick í lok samtals þeirra leiðir hann í allan sannleikann um sjúk dóm hans, — þetta verði senni- lega hans síðasti afmælisdagur í lifanda lífi. Þetta samtal þeirra feðganna hefur í för með sér ýmislegar afleiðingar, góðar og slæmar, og endalokin eru eftir því. Sú persóna, sem verður mér allra eflirminnanlegust í þessu leikriti, er gamli plantekrueig- andinn: hundleiður á sínum 10 milljónum, verðbréfum og land- flæmum og öllu því, sem þessi miklu auðæfi hafa haft í för með sér. Ástlaust hjónaband með hégómlegri eiginkonu, ferðalög um helztu lönd Evrópu, til þess að tolla í tízkunni og kaupa glingur, svo að ekki sé minnzt á alla klúbbana og félögin, sem ætluðu hann lifandi að drepa. Fylgifiskar hans hafa verið lygin og blekkingin, „því að án þeirra getur maður ekki lifað!“ Tennessee Williams kemur víða við í þessu snilldarlega samda leikriti sínu, styngur á mörgum meinsemdum fjölskyldulífsins og alls þjóðfélagsins. Hitt leikritið í bókinni The Rose tattoo (Tattóverða rósin) er allt annars eðlis en fyrra leiðrit- ið, en þó einnig mjög skemmti- legt aflestrar. Það er fullt af næstum frumstæðum krafti og kyngi og ágætlega samið, þótt efnið sé kannske ekki ýkja merki legt. Þar kynnumst við hinni blóðheitu, ítölsku Serafina Delle Rose, sem logar af ástríðufullri ást til maka síns, jafnframt trú- armóði. Þessi sérkennilega kona missir sinnheittelskaðaeiginmann skyndilega af slysförum. Lát hans tekur hún sér svo nærri að hún r.ig algjörlega frá umheim- nokkur ár og hættir að r útlit sitt og klæðaburð. iiún sig hugsun um mann -áíinn og dýrkar ösku af „.'enúum líkama hans jafnt og Maríulíkneski sitt, þótt á annan veg sé. En allt er í heiminum liverfullt og einn góðan veður- dag kemur frétt eins og þruma úr heiðskíru lofti — yfir Serafina Delle Rose, — frétt sem í raun- inni var ekki ný fyrir neinum af nágrönnum hennar: Eiginmaður hennar hafði verið henni ótrúr! Er ekki uð orðlengja viðbragð Úr kvikmyndinni, sem Hal Wallis gerði á vegum Paramont — félagsins eftir leikritinu Tattóveruðu rósinni. Serafina Delle Rose er leikin af önnu Magnani, Alvaro Mangiacavallo af Burt Lancaster. hennar, sem var í fullu samræmi við' skaphöfn hennar, og eftir að hafa náð sér dálítið niðri á frillu síns látna „amant“, sneri hún al- gjörlega við blaðinu og hóf að njóta lífsins sem áðúr. Hér, sem oft áður sýnir Williams sinn höfuð styrkleika í persónulýsing- um. Og fáar eru safaríkari en Serafina Delle Rose. Leikrit þetta mun verða ritað fyrir hina ítölsku leikkonu Önnu Magnani, og heppnaðist henni svo vel að túlka tilíinningar Serafina Delle Rose, að hún hlaut Oscar-verðiaunin bandarisku og einróma lof fyrir leik sinn í samnefndri kvikmynd eftir leikritinu. Ég lagði þessa bók frá mér, að lestri loknum, með söknuði. Lestur hennar hafði verið mér til mikillar ánægju, persónurnar í þeim tveim leikrit- um, sem bókin hafði að geyma, höfðu orðið mér bæði hugstæðar og ef cirminnanlegar og haldið at- hygli minni vakandi allan tím- ann, er ég var í þeirra hóp. Tennessee Williams er einna afkastamestur núlifandi banda- rískra leikritahöfunda, enda stendur hann þar nú fremstur í flokki ásamt Arthur Miller. Það má segja að hann hafi tekið fram- förum með hverju nýju leikriti, sem hann hefur skrifað. Sakna ég þess ór.eitanlega að hafa ekki séð á sviöi hérlendis, nema eitt af verkurn Williams „Sumri hallar“, þótt það væri að ýmsu leyli gott verk. Vonandi verður þess þó ekki langt að bíða að okkur íslendingum gefist kostur á að kynnast fleiri leikrit- um hans. Borghildur Thors. skrifa. Ég er hvorki abstrakt- málari né atómskáld. Engir aðrir hafa skoðun. Auk þess sem þér getur ekki dulizt, að allt er þetta stolið". Og hann telur okkur „heila runu af nöfnum“, þar í bæði Búdda og líklega Kristján Albertsson. Er maðurinn ær? spyrja marg- ir. Ég held varla, en hann er drýldinn, fer stundum á völlinn, þegar Akurnesingar keppa eða Rússar. Og hann drekkur soðið vatn á lcaffihúsum, en kemur þar sjaldan. Höfundur hrósar fáu, en hall- mælir flestu, en segir svo: „Það borgar sig ekki að bölva edíót- um“, því að: „Svo bar til hinn 5. október 1954, þegar ég hafði les-| ið helming greinar Ifalldórs Kilj- ans um vandamál skáldskaparins j á vorum dögum, að ég gekk út og bölvaði. í samfleytt tvo tíma sannaði ég fyrir sjálfum mér, að í greininni væri ekki til vitglóra. En um kvöldið, þegar ég hafði neytt matar og stundað amerískt jóga, kom guð til _mín og sagði: Hilmar Jónsson: í dag reyndir þú ranga hugsun. Sá, sem bölv- ar, hugsar ekki rétt. Með bölvi verður ekkert mál krufið. Fyr- ir þá sök mun sá, er af réttri hugs un er leiddur, hvorki formæla góðum málstað né vondum. Hvort tveggja er jafntilgangslaust. Hið góða mun standa við hlið tímans, en hið illa líða undir lok. Og til- gangslaus verk á maður aldrei að vinna, því síður að standa í slag við tímann. Hitt er annað mál, sagði guð og brosti, að ég er þér sammála um greinina hans Kilj- ans. Hún er eins og ræður prest- anna: Marklaust rugl. í það mund fór vel klæddur maður fram hjá húsi mínu, og þar sem hann bar ömurlegar og ljótar hugsanL í brjósti, rofnaði sambandið vi guð. En ég gekk út í annað sinr. og skammaðist mín í kortér". Hvað segir nú Sobbeggi afi? Hugvekjur Hilmars verða ekki taldar í listaverkahópi. Þær verða aldrei gefnar út í skrautútgáfum á þykkan pappír. En í þeim er hressilega til orða tekið, óvægi- lega skrafað, en af lítilli fyrir- hyggju. Sarnt virðist höfund langa að vera réttlátur, hann seg- ir: „Ég hef dæmt kommúnista hart, stundum óþarflega hart, en fyrir því liggja eðlilegar ástæður. Maður, sem þráir réttlæti, en hef- ur haft samúð með ranglæti, hann fellir óvægan dóm um fortíð sína og fyrri félaga. Biðjum þess, að dómar okkar eigi sína höfuðstoð í ást og sannleika". Því er líklegt, að höfundur vilji, að mark sé tekið á skrifum hans, en þá er til fullmikils ætlazt. En dágóð skemmtan er af lestri hug- vekjanna, þó að stundum verði lesandanum á að grýta bókinni frá sér „og bölva í kortér“. Bcnedikt Blöndal. BÖLVAÐ í KORTÉR Ungur maður að nafni Hilmar Jónsson gaf í fyrra út bók eftir sig og kallaði Nýjar hugvekjur fyrir kristna menn og kommún- ista. Ekki héf ég séð bókar þess- HILMAR JONSSON. arar getið í blöðum, en vel er hún þess verð, því að hún er rituð af sjaldgæfu steigurlæti. Höfundur, rúmlega tvítugur, dvaldist í París veturlangt, fór þar einförum og lifði á kartöflu- hýði og grasaseyði. Þar er mikið af bókinni skrifað, en sumt í Keflavík og Kópavogi, enda kem- ur höfundur víða við á því stóra hundraði blaðsíðna, er bókin tel- ur. Bókina liefur á forspjalli um tímann, sem við lifum á. Síðan eru margir þættir af kommúnist- um og nokkru færri um vestræna menningu, en bókinni íýkur í leit að hamingju. Þórbergur Þórðar- son, -sem þykir fyndið að kalla sig Sobbegga afa, er höfundi mjög hugleikinn, og oft hefur höfundur litið í Bréf til Láru og stælt það: hann reynir að ganga fram af fóiki — eins og Sobbeggi, slær um sig fullyrðing- um og paradoxum — eins og Sobbeggi, fullur af gorgeir — eins og Sobbeggi, veit allt og þekkir — eins og Sobbeggi. Af mestu yfirlæti er forspjallið: „Þegar ég skrifa,- þá geri ég það bara til að verða fræg.ur.“ . . . „Annars er vitlaust að taka mark á mér eða reyna að finna ein- hverja skoðun í því, sem ég er að Suðurnes Suðurnes Dansleikur í Samkomuliúsi NjanSvíkur í kvöld kl. 9. K. K- SEXTETTINN og Sigrúu Jónsdóttir leika og syngja nýjustu dægurlögin. Géður enskur þakpappi Fyrirliggjandi. 6. V. Jóhannsson & C0 Hafnarstræti 19 — Sími 2363 Unglinga vaníar til blaðbur-5ar í cftirtalin Iiverfi: Eskihlið — Höfðaborg — Hofteig — Ækeggjagötu Flókagötu — Lynghaga — Laugaveg (III.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.