Morgunblaðið - 04.09.1956, Síða 16
Yeðrið
SV-goIa, skýjað.
201. tbl .— Þriðjudagur 4. september 1956.
Þeffa viljum við ekki
Sjá grein á bls. 9.
Er botnleðjun ur Mývntni stór-
verðmæt til útflutnings?
Oiæmandi námu kísilsalla er að iinna þar
nOTNLEÐJAN í Mývatni hefir inni að halda svifþörunga
r* með kísilskel í ríkum mæli, en þessi kísiljörð hefir mikla
sölumöguleika á erlendum markaði, þegar hún hefir verið
unnin og óhreinindin hreinsuð frá skeljunum. Er hugsan-
Iegt að hér sé um nýja verðmæta útflutningsgrein að ræða
og telur Baldur Líndal efnaverkfræðingur að kísiljörð þessi
sé meigameira efnahagslegt atriði en jafnvel brennisteins-
vinnslan sem möguleg er á Námaskarði.
GERT ÝMSAR RANNSÓKNIR ---------------------------------------
Frá þessu skýrði Baldur Lín-
dal í erindi sem hann flutti á
Rafveituþinginu sem haldið var
á Akureyri fyrir skömmu. Baldur
hefir bæði í sumar og í fyrra-
sumar dvalizt við Mývatn og
aðallega fengizt við rannsóknir
á jarðgufum á Námaskarði, og
möguleikum til brennisteins-
vinnslu þar en einnig látið at-
huga botnleðju vatnsins og
vinnslu hennar.
Svifþörungar þessir falla til
botns þegar þeir deyja og mynd-
ast þá botnleðja, sem er rík af
leifum þeirra. Þessi botnleðja eða
kísiljörð sem hún kallast hefir
verulegt hagrænt gildi eftir að
óhreinindin hafa verið hreinsuð
frá skeljunum. Til þess þarf
mikla hitaorlsu vegna þurrkunar,
sem fram þarf að fara við hreins-
unina.
— Hér er um að ræða nær
ótæmandi námu, segir Baldur
Líndal og þessi kísill hefir
soluraöguleika á erlendum
markaði . Rannsóknir, sem
fram munu fara á næstu mán-
uðum leiða væntanlega í ljós
hvort þessi vinnsla reynist
kíeif.
Leðjunni yrði væntanlega dælt
upp úr vatninu og alla leið að
Námafjalli. Það er mun ódýrara
heldur en leiða gufuna niður að
Mývatni. Þar mundi gufan notuð
til að hita leirinn upp í um 600
stig til að brenna burt lífræn
efni og hreinsa leirinn.
Við þessa hreinsun mætti og
hagnýta brennisteinssýsuna sem
mjög auðvelt er að afla í sam-
bandi við gufuna.
Kísilsalli sá, sem þannig er
unninn er m. a. notaður erlend
is í létta einangrunarsteina, til
húðunar við vatnssækna krist-
alla í efnaiðnaði og til hjálp-
ar við síun á torveldum ó-
hreinindum í vökvum.
Gæti hér skapazt útflutnings-
grein sem hefði með tímanum
stórfellt þjóðhagslegt gildi.
Treg reknefjaveiði
AKRANESI, 3. sept. — Fimm
reknetjabátar voru úti í nótt og
fengu alls 200 tunnur. Guðm.
Þorláksson var hæstur með 72
tunnur. Síldin var ekki góð.
Olíuskipið Þyrill lestaði hér í
dag 250 lestir af hráolíu. — O.
Tollverðir finna 901.
spiritus og 30 þús. sígar-
ettur í Tröllafossi
Hvenær verður höfnin girt af?
ER TOLLVERÐIR framkvæmdu tollleit í Tröllafossi á sunnudag,
en hann er nýkominn til landsins, fundu þeir hvorki meira
né minna en 30.000 sígarettur, 90 1. af spíritusi og nokkurn annan
varning. Hafa tollverðir þá samtals tekið alls 345 1. af spitritusi
úr þremur skipum Eimskipafélagsins siðasta hálfa mánuðinn. Eru
skipin Reykjafoss, Dettifoss og nú síðast úr Tröllafossi.
Frá Reykjavíkurhöfn á dögunum.
(Ljósm. Mbl. G. Rúnar).
ALLVIÐTÆKT SMYGL
Það er á almannavitorði að
undanfarin ár hefur farið fram
allvíðtækt smygl með millilanda-
skipunum íslenzku, sem einkum
Sú spurning hlýtur að vakna í
hugum manna, er rætt er um
smygl það sem sífellt á sér stað
frá Reykjavíkurhöfn þrátt fyrir
dugnað tollgæzlunnar, hvort
hefur verið á áfengi, síðan verzl- ekki sé kominn tími til þess að
unarhöftunum var létt. Eimskipa j girða höfnina af, eins og allar
félagið lét það varða brottrekstri : hafnir erlendis, sem eru af svip-
ef upp komst að einhver af skip- j aðri stærð. Með því móti væri
verjunum á Fossunum smyglaði, j unnt að koma í veg fyrir smyglið
en nú mun því hætt. Ætla má að j að nær öllu leyti, og margs kyns
sektir fyrir hið umgetna ósómi sem þar fer nú fram
smygl nemi um 25.000 kr. á mann, myndi af takast.
en þar kemur á móti feikilegur
gróði af áfengi, sem smyglað hef-
ur verið.
Tónlisfarskóli Akraness
AKRANESI, 3. sept. — í Tón-
listarskólanum hér var á sl. vetri
kennd tónfræði og píanóleikur,
en nú verður bætt við kennslu í
fiöluleik orgelleik og söng. Skóla
stjóri er frú Anna Magnúsdóttir,
Melteigi 7, sími 472. — O.
Olympíuskókmótið í Moskvu
ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ, sem^
fram fer að þessu sinni, var sett
31. ágúst sl. Aldrei hafa fleiri
þjóðir tekið þátt í því en nú, en
þær eru alls 34 talsins. Dregið var
um keppnisskipunina á mótinu
og verður ísland í þriðja riðli
með Argentínu, Indlandi, Lux-
emborg, írlandi, Vestur-Þýzka-
landi, Chile, Finnlandi og Bret-
landi.
Þann 1. september kepptu fs-
lendingar við Indland.
Úrslit urðu þau, að Friðrik
vann Sapre, Baldur vann Maisk-
er, en þeir Ingi og Freysteinn
gerðu jafntefli við Ranidas og
Raman.
í annarri umferð vann Friðrik
Wants, Ingi vann Conradi og
Baldur vann Schmids, en sfcák
Sigurgeirs og Filips fór í bið.
í þriðju umferð, sem tefld
var í gær, áttu íslendingar við
íra. Friðrik vann Maher, Ingi
vann Walsh, Baldur vann
Dunthy og skák Arinbjarnar
fór í bið.
Rafmagiisbilun
BLAÐIÐ átti í gær tal við Jakob
Guðjohnsen, yfirverkfræðing Raf
magnsveitu Reykjavíkur og
spurðist fyrir um af hverjum
völdum rafmagnsbilunin um há-
degið í gærdag hefði stafað.
Jakob gaf þær upplýsingar að
bilað hefði koparalúmíníum
klemma við útivirkið hjá Elliða-
ánum, á aðallínunni frá Sogi. Við
það varð allur Reykjavíkurbær
rafmagnslaus. Um það bil klukku
stund síðar var gamla raflínan
frá Soginu tengd við stöðina og
fékk þá mestur hluti bæjarins
rafmagn aftur en sum úthverfin
og Suðurnes voru rafmagnslaus,
allt þar til gert hafði verið við
bilunina kl. rúmlega 3 í gærdag.
Segja má að bilunin hafi orðið
á versta tíma, rétt þegar hús-
mæðurnar voru að sjóða hádegis-
matinn rúmlega 11 í gærmorgun.
Maður brann inni á
sunnudagsmorguninn
í skúr við Skólavörðuholt
ASUNNUDAGSMORGUNINN brann maður inni í skúr, þar
sem hann bjó að Freyjugötu 3B hér í Reykjavík. Var það
Kristján Jónsson listmálari, um sextugt að aldri. Fólk í næstu
húsum við skúr þann, sem Kristján bjó einn í, varð vart við að
reyk lagði út úr skúrnum. Gerði það slökkviliðinu aðvart en kallið
kom til þess kl. 8,49 á sunnudagsmorguninn.
Islenzkir úlvegsmenn kynna
sér nýjungar í úlvegsmálum
40 manna hópur fer í dag til Englands á vegum LÍÚ
IDAG, kl. 8 árdegis, heldur héðan frá Reykjavík, af stað til
Englands, Hollands og Danmerkur, 40 manna hópur ísl. útvegs-
manna á vegum Landssambands ísl. útvegsmanna, í boði verksmiðja
þeirra er félagið skiptir við í þeim löndum. Hópurinn fer flugleiðis
með flugvél Flugfél. íslands og eru fararstjórar hans, þeir Sigurður
Egilsson, forstjóri L.f.Ú. og Hafsteinn Baldvinsson lögfræðingur,
erindreki L. f. Ú.
^KOMST í ANDDYRIÐ
Þegar slökkviliðið kom á vett-
vang var mikill eldur í húsinu
og herbergi skúrsins full af reylc.
Menn úr næstu húsum, sem fyrst-
ir komu á staðinn, greindu hvar
maður lá meðvitundarlítill í i-eyk
kófi í anddyrinu. Náðu þeir
Kristjáni út, og kom í ljós að
hann var mikið brenndur. Var
hann í skyndi fluttur á slysa-
varðstofuna, og þar gert að sárutti
hans, en síðar á Hvítabandið. Þar
andaðist hann skömmu síðar.
Þetta er í annað sinn sem ís-
lenzkir útvegsmenn fara í slíka
kynnisför, en í fyrra fóru þeir til
Hollands og Danmerkur, 20 sam-
an. Er ekki óeðlilegt, að íslenzkir
útvegsmenn taki sér slíkar ferðir
á hendur, og kynni sér nýjungar
á sviði útgerðarmála erlendis, þar
sem segja má, að flestar þær
veiðiaðferðir sem nú tiðkast
hér, séu lærðar af útlendingum
og sóttar til annarra landa, sem
lengra eru komin á þessu sviði
hvað tækni snertir.
Verksmiðjur þær sem innkaupa
deild L.Í.Ú., en hún verzlar með
veiðarfæri og annað, skiptir við
í löndunum hafa nú boðið út-
vegsmönnunum að koma og fylgj-
ast með framleiðslunni, og
einnig að kynna sér allar nýjung-
ar á sviði útgerðarmála þar og
skipabyggingar. Það sem útgerð-
armennirnir munu hafa mestan
áhuga á að þessu sinni, er algjör
nýjung í skipasmíðum, sem til-
raunir hafa verið gerðar með í
Englandi og verður haldið áfranx,
en það er smíði skipa og báta úr
svonefndu „Fiberglass“, sem er
glerstál og gerfiefni.
Efni þetta er talið hafa þá
eiginleika, að verjast ryði og
ýmsum skemmdum af vöidum
veðurs og sjávar. Englendingar
hafa um hríð gert tilraunir með
,,Fiberglass“, og vænta mikils
árangurs í því efni. Þá hafa ís-
lenzkir skipasmiðir einnig byi'jað
að kynna sér þetta efni, og mun
Bjarni Einarsson, skipasmiður í
Njarðvík fara til Englands síðar
á þessu ári til þess að athuga
möguleika á skipasmíði hér úr
því.
Útgerðarmennirnir sem í dag
fara utan, eru eins og fyrr segir
40. Eru þeir víða frá af landinu.
Þeir munu dveljast erlendis þar
til 20. september, en þann dag
koma þeir heim. Hafa margir
þeirra ekki farið utan áður. Þess
má og geta, að í be«Si þes-u inni-
felst dvalarkc 'car meðan
dvalizt er á stöðunum.
ÚT FRÁ SÍGARETTU?
Rannsóknarlögreglan tjáði
blaðinu í gær, að allar líkur
bentu til þess að eldsupptökin
hefðu verið í rúmi Kristjáns og
þj'kir líklegt að hann hafi kveikt
sér í sígarettu og það orðið upp-
haf eldsvoðans. Skúrinn eyði-
lagðist nær því af eldi, reyk og
vatni.
Dregið í 5. ilokki
DAS í gær
í GÆR var dregið í 5. flokki happ
drættis DAS um þrjá vinningas
Þriggja herbergja íbúð fokheld
við Laugarnesveg. Númerið var
20815, sem kom í umbríðið í
Görðum og er eigandinn Jón
Haraldsson, Skeggjastöðum,
Garði. Rússnesk landbúnaðarbif-
reið kom á miða nr. 13986, sem
kom í umboði Austurstræti 1 og
er eigandinn Vigfús Einarsson
Nýlendugötu 19, Píanó á miða
nr. 35812 í umboði Sigríðar
Helgadóttur, Miðtúni 15, og er
eigandi hans Jóhannes Árnason
2. vélstjóri á dráttarbátnum
Magna.