Morgunblaðið - 06.09.1956, Síða 2

Morgunblaðið - 06.09.1956, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fímmtudagur 5 sept 1956 Halldóre Helgadóttir á Bakka, 90 ára í dag Bakkatúni, skilningur í DAG á níræðisafmæli gagn- merk heiðurskona, Halldóra Helgadóttir á Bakka á Akranesi. Er hún ekkja eftir sægarpinn mikla Einar Ingjaldsson á Bakka, en hann lézt fyrir rúmum hálf- um öðrum áratug, 75 ára gamall. Var Einar afburðasnjall sjómað- ur og aflasæll. Entist honum svo vel þrek og kjarkur að hann var jafnan í fremstu röð formanna á vélskipum fram á gamals aldur Hafði Einar öðrum fremur glöggt auga fyrir þeirri þróun, sem ó- hjákvæmileg var í útgerðarhátt- um á hans dögum miðað við breyttar aðstæður. Gerðist Einar á fyrsta tugi ald- arinnar brautryðjandi í vélbáta- útgerðinni á Akranesi og var hann formaður á fyrsta vélbátn- um, sem tekinn var í notkun í byggðarlaginu. Heppnaðist Einari þetta, sem annað er að sjómennsku laut, ágæta vel. Þá var brautin rudd. Þau Halldóra og Einar liíðu man í farsælu hjónabandi kkuð á fjórða áratug. Áður var Einar kvæntur Mar- gréti, systur Halldóru. Varð sam- búð þeirra stutt. Lézt Margrét 1902 af afleiðingum barnsburðar. Lét hún eftir sig tvibura, pilt og stúlku. Gerði Margrét, er sýnt var til hvers mundi draga fyrir henni, Halldóru, systur sinni orð g fól henni börn sín tíl varð- eizlu og heimilið. Varð hún vel /ið þessari beiðni systur sinnar. Urðu þetta tildrög þess að Halldóra fluttist að Bakka og að ný hamingjusól rann upp á heim- ilinu. Gengu þau Halldóra og Einar í hjónaband fimm árum síðar, árið 1907. Bakki er ain af hinum fornu grasbýlisjörðum á Skipaskaga. Var hún alllandstór eftir því sem þar var um að ræða. Tók hún yfir svæðið mil!i Lambhúsasunds og Krókalóns. Á yzta hluta lands- ins, Grenjum, er nú mikið at- haínasvæði. Þar hefur verið reist stór bátabyggingastöð vélsnr.iðj- ur og fleira, sem að iðnrekstri lýtur. Nú er hið stóra Bakkatún alsett reisulegum íbúðarhúsum, sem byggð eru þar í skipulegum röðum að nútímahætti. Nokkur af börnum þeirra bjóna hafa byggt hús sín hjá gamia heimilinu, reisu’ :. ju stein- húsi, sem Einar lét byggja endur fyrir löngu. Þeim hjónum var það engan veginn sársaulcalaust að missa þá búskaparaðstöðu, sem þau höfðu haft við nytjar af hinu stóra 1 stóll. en víðsýni þeirra og á breyttum háttum sættu þau við hinar nýju aðstæð- ur. Þó var Einari það mjög að skapi að upp risi á landi hans myndarleg bátabyggingastöð. — Þar sá hann draum sinn rætast um vöxt og þróun útgerðarinnar, sem hugur hans hafði jafnan stefnt að og þráð á langri sjó- mannsævi. Og margar fleiri stoð- ir runnu undir það að hann sæi vonir sínar um hamingju og far- seld rætast í sambúðinni við sína ágætu konu. Halldóra er fríð kona og gjörfuleg, góðum gáfum gædd og mannkostum. Hefur hún jafnan veitt heimili sínu forstöðu með frábærum dugnaði, skörungsskap og ráðdeild. Manni sínum og börnum bjó hún ástríkt heimili. Eigi orkar það tvímælis að sú ástúð og umhyggja, sem Halldóra veitti manni sínum og það hve góðu hann átti jafnan að að hverfa á heimilinu, hafi átt ríku- legan þátt í því hve vel honum entist þol og kraftar fram á gamals aldur við erfiða sjósókn og athafnir í hvívetna. Það er rík skáldaæð í ætt Hall- dóru. — Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Kiljan Laxness er bróð- ursonur hennar. Þá er og mjög náinn skyldleiki milli Halldóru og Guðmundar skálds Böðvars- sonar á Kirkjubóli. Þeim Halldóru og Einari varð sex barna auðið, sem öll eru á Ufi: Margrét, hjúkrunarkona í Heilsuverndarstöðinni í Reykja- 'ík, ógift. Guðrún, gift Þorkeli Halldórs- ;yni, skipstjóra, Akranesi. Þorbjörg, ógift. Helgi, búsettur á Sauðárkróki, ’.cvséntur Sigríði Ögmundsdóttur. Sigríður, gift Hjalta Björns- ;yni, vélvirkja, Akranesi. Halldór, ljósmyndari í Reykja- 'ík, kvæntur Steinþóru Þórisdótt ir frá Reykholti. Annar tvíburanna, sem Hall- dóra tók í fóstur, við lát Mar- grétar, systur sinnar, Júlíus, skipstjóri, er á lífi, búsettur á Akranesi kvæntur Ragnheiði Bjömsdóttur, en hinn tvíburinn, Margrét að nafni, lézt á þriðja ári. Þá hefur Halldóra og alið upp dótturdóttur sína, Elínu Iris að nafni. Halldóra er hin ernasta og ber aldurinn vel. Fylgist hún með á- huga vel með öllum hugðarefnum sínum. Hefur hún mikið yndi af ljóðum og kann utanbókar mik- inn fjölda þeirra. Er það ættar- íylgja, sem fyrr greinir. Það er ekki að efa að það verð- ur gestkvæmt á Bakka í dag, heimili hinnar vinsælu ágætis konu. Börn hennar, vinir og kunn- ingjar, færa henni þakkir og árna afmælisbarninu allra heilla og blessunar. Pétur Ottesen. Þolir bæjarmálastjórn vinstri flokkanna á Akra- nesi ekki blaðaskrif? I MORGUNBLAÐINU, 29. ágúst s.l. birtist ýtarleg grein um bæj- armálefni Akraneskaupstaðar. Er í grein þessari rakin þróun framfara og málefna kaupstaðarins, jafnframt því, sem lýst er störf- um núverandi bæjarstjórnarmeirihluta. Er þar með skýrum rökum sýnt fram á, hversu óhönduglega núverandi bæjarstjórnarmeirihluta með bæjarstjóra í broddi fylkingar hefur farnazt öll stjórn bæjarins. Þar sem hér er um all skarpa | Þvert ádeilu að ræða á hendur núver- andi bæjarstjórnarmeirihluta, þá hefur það vakið athygli Akur- nesinga, að ekki skuli hafa birzt málefnalegt svar við grein þess- ari. Virðist það ekki gefa til kynna góðan málstað bæjarstjórn armeirihlutans. Að vísu hefur bæjarstjórinn Daníel Ágústínusson.birt örstutta afsökunargrein í Tímanum, þar sem hann hristir úr klaufum sín- um af sinni alkunnu háttprýði. En það hefur ekki farið fram hjá Akurnesingum, að bæjar- stjórnin forðast algjörlega að ræða málefnalega eitt einasta atriði umræddrar greinar. Ekki svo mikið sem eina línu af því litla rúmi, sem Tíminn lánar Daníel Ágústínussyni notar hann til málefnalegra andsvara. — Forsetaheimsókn Framh. af bls 1 Brynjólfsson prédikaði, en sókn- arpresturinn séra Jónas Gíslason þjónaði fyrir altari. Kirkjukór Víkursóknar söng undir stjóm Óskars Jónssonar, bókara. Kl. 4 hófst hin opinbera móttaka í Vík. Veður var hið fegursta, hæg- ur vestan andvari og sókskin, en þokuslæðingur á hæstu fjalls- tindum. Þorpið var allt fánum skreytt og þorpsbúar allir í há- tíðaskapi. Á grasflöt fyrir fram- an skólahúsið var settur ræðu- cJ~eihjlolLu.' jjjó&leihli úóóinó m Leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu hefur undanfarið ferðazt um nágrenni Rcykjavíkur og haft sýningar á sjónleiknum „Manni og konu“. Fyrir helgina var leikurinn sýndur tvisvar í Vestmanna eyjum við ákaflega mikla aðsókn, þar sem um 1000 manns sáu hann. Tvær sýningar hafa einnig verið á Akranesi og er Hvera- gerði næsti áfangastaður, en þar verður leikurinn sýndur í kvöld. Síðan er fyrirhuguð sýning á Hellu á laugardag og á Selfossi sunnudag. Myndin var tekin af Ieikflokknum á Rcykjavíkurfiug- veiii við brottförina til Vestmannaeyja. VIB SKÓLAHÚSIÐ Þegar forsetahjónin komu þangað færði lítil stúlka forseta- frúnni blómvönd. Athöfnin hófst með því að sýslumaður ávarpaði forsetann. Kirkjukórinn söng nokkur ættjarðarlög. Síðan flutt.i forsetinn ræðu, en að henni lok- inni söng kirkjukórinn aftur. Þá var gengið í skólahúsið og setzt að kaffidrykkju. Ekki komst all- ur mannfjöldinn fyrir þar, en ræðum og ávörpum, sem þar voru flutt var útvarpað um þorpið, svo að allir þorpsbúar gætu fylgzt með því sem fram fór. Ennfrem- ur voru veitingar fram bornar í gistihúsinu. í hófi þessu talaði Jón Gísla- son fyrrv. alþingismaður, fyrir minni forseta, en frú Ástríður Stefánsdóttir, Litla Hvammi, mælti fyrir minni forsetafrúarinn ar. Ennfremur töluðu Stefán Hannesson kennari, Einar Er- lendsson bókari, Óskar Jónsson sýslunefndarmaður og Björn Jónsson skólastjóri. Ennfremur var mikið sungið. Að lokum tal- aði forseti og minntist m. a. fornra kynna sinna af Víkurbú- um, en í Vík dvaldi hann í tvö sumur, á unglingsárum, hjá frændfólki sínu. Með þessu var lokið hinni op- inberu heimsókn forsetahjónanna í Vestur-Skaftafellssýslu. Tókst hún ágætlega og var sýslubúum til mikillar ánægju. Veður var ágætt, alltaf bjartviðri, nema lít- ilsháttar rigning í Mýrdal fyrri daginn. □----------------------□ Á MIÐNÆTTI 1. september var heildarsöltun sunnanlands og vestan 33.321 tunna, síldarfryst- ing 50.511 tunnur, og til bræðslu höfðu verið tekin 8120 mál. Um sama leyti í fyrra var sölt- un 14.457 tunnur, frysting 38,880 tunnur, en bræðsla var þá ekki hafin. D----------------------□ 85 ára í dag — Anna Benedikfsdóttir í DAG, fimmtudaginn 6. septem- ber, er frú Anna Benediktsdóttir, Skúlagötu 56, 85 ára. Fædd er Anna að Völlum í Svarfaðardal árið 1871. Árið 1892 giftist hún Þorsteini JónSsyni, dugnaðar- manni miklum, en hann var af hinni alkunnu Krossaætt á Ár- skógsströnd. Bjuggu þau hjón að Upsum í Svarfaðardal unz þau fluttust til Akureyrar, árið 1924. Mann sinn missti Anna árið 1939, en ári síðar fluttist hún til Reykja víkur, til dóttur sinnar Þórunn- ar og manns hennar, Einar heit- ins Benediktssonar, loftskeyta- manns (dáinn 1953). Þeim önnu og Þorsteini varð níu barna auð- ið, en auk þess tóku þau fóstur- dóttur,, sem þau misstu, barn að aldri. Mikið skarð hefir verið höggvið í þennan barnahóp, eink- um hin síðari ár, því nú eru að- eins fjögur þeirra eftir á lífi, en þau eru: Helgi, vélstjóri, giftur og búsettur í Vestmannaeyjum. Hólmfríður, búsett að Möðrufelli í Eyjafirði, og Benedikt og Þór- unn, sem bæði búa í Reykjavík. Látin eru: Magnús, dáinn fyrir fúmum 20 árum. Átti hann lengi við mikla vanheilsu að stríða, sem hann bar með stakri karl- mennsku, unz yfir lauk. Jóna og Sigvaldi, sem bæði létust árið 1952, með stuttu millibili, og Rósa og Filippía. En þær létust báðar á þessu ári. Eins og sjá má af þessu hefir Anna orðið fyrir miklum ástvina- missi. Þrátt fyrir það ber hún aldurinn með prýði, enda notið ástúðar og umhyggju dóttur sinn- ar, Þórunnar, sem hún aldrei hef- ir skilizt við. Anna, með þessum fáu línum sendi ég þér mínar ynnilegustu afmæliskveðjur, og um leið vil ég þakka þér þær mörgu ánægju- stundir, sem ég hef átt á heinu’i ykkar, fyrr og síðar. Lifðu heil, Anna. — M. P. Barnaskólarnir í dag hefst regluleg kennsla í barnaskólum bæjarins fyrir þrjá yngstu árganga skólaskyldra! sem barna, en það eru börn á aldrin- um 7, 8 og 9 ára. Eldri árgangar barnaskólanemenda eða börn á aldrinum 10, 11 og 12 ára hefja skólagöngu 1. október. Skólaskyld börn í Reykjavík eru nú samtals 7920 og hefur þeim fjölgað síðan í fyrra um rúmlega 400. á móti ræðir hann ein- göngu um einhvern ímyndaðan Heimdelling, sem alltaf sé að of- sækja sig með óþægilegum blaða- skrifum. Segist bæjarstjórinn aldrei mega um frjálst höfuð strjúka fyrir þessum unga manni, sem sífellt sé tilbúinn að þjóta með öll hin mörgu embættisaf- glöp bæjarstjórans í blöðin. Virð- ist kvíði sá fyrir framtíðinni, er bæjarstjóri ræðir um í Tímagrein sinni, þegar af þessum sökum hafa gripið hann heljartökum. En það er vissulega verra til afspurnar, að bæjarstjórinn skuli ekki treysta sér til þess að ræða málefnalega umrædda blaða- grein, né svara þar einu einasta atriði. En honum er að vísu vorkunn. Það er ekki von að Daníel Ágústínusson vilji ræða um þá staðreynd, að útsvör hafa hækk- að úr 3,6 milljónum króna í 8,4 milljónir króna eða um rösklega 130 prósent á Akranesi, þau ár sem hann hefur verið þar bæj- arstjóri. Og það er einnig ósköp skiljanlegt, að Daníel Ágústínus- son óski ekki að ræða mikið um það framkvæmdaleysi, sem ríkt hefur hjá Akranesbæ undanfar- in tvö ár. Akurnesingar vita líka vel, að Daníel Ágústínusson á erfitt með að svara þeirri spurn- ingu, hvenær reikningar bæjar- útgerðarinnar frá árinu 1954, því ári sem Daníel Ágústínusson hóf bæjarstjórnarferil sinn, verða til- búnir. Bæjarstjórinn á líka sjálf- sagt örðugt með að gefa nokkr- ar nánari upplýsingar um þá reikninga, svo sem um það, hversu há upphæð er þar enn á biðreikningi. Eins er ekki að undra þó bæjarstjóri vilji helzt komast hjá að gefa upplýsingar um skuldir bæjarins, þar sem hann sjálfur skrifaði á sínum tíma heila bók um þá hluti! Hins vegar þætti Akurnesingum fróð- legt að fá til dæmis að vita, hversu margar milljónir bæjar- útgerðin skuldar, og sömuleiðis þá hvað margar milljónir bæjar- sjóður skuldar Sementsverk- smiðju ríkisins. Eins þætti Akur- nesingum gaman að vita, hvers vegna innheimtumanni bæjarins og byggingarfulltrúa var vikið frá störfum. Var pólitískur litar- háttur þeirra ef til vill ekki að skapi bæjarstjóra? Fróðlegt væri einnig að vita, hvenær kosningaloforð vinstri- manna um nýtt frystihús, nýjan gagnfræðaskóla, eða nýjar steypt ar götur verða framkvæmd. Var hér ef til vill aðeins um kosn- ingaloforð að ræða, loforð til að .græða á atkvæði, loforð sem aldrei á að efna? Gott væri líka, ef bæjarstjór- inn vildi upplýsa, hvers vegna nú þarf átta menn á skrifstofur bæj- arins til þess að vinna þau verk, er þrír menn unnu áður. Fróðlegt væri og fyrir Akurnesinga að kynnast öllum þeim kostnaði, sem bæjarsjóður hefur haft af endurskoðanda, lögfræðingi og öðrum hjálparmönnum, sem bæj- arstjóri hefur ekki komizt af án. Svar við þessum og ótal mörgum öðrum líkum spurningum vilja Akurnesingar fá. Bæjarstjóranum Daníel Ágústínussyni hefði því verið nær að nota það litla rúm Tíminn lánaði honum að þessu sinni, til þess að svara ein- hverju af ofanskráðum spurning- um. En til þess gaf áðurnefnd grein fullt tilefni. En bæjarstjórinn kaus þánn kostinn að þegja. Þeir sem bjugg- ust við málefnalegu svari bæjar- stjórans hafa því orðið fyrir al- gjörum vonbrigðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.