Morgunblaðið - 16.09.1956, Síða 11

Morgunblaðið - 16.09.1956, Síða 11
Sannudagur 16. sept 1956. M ORCVISBLAÐIÐ 11 Reykjavíkurbréf: Laugardagurinn 75. septemher Endurbygging" gamla miðbæjarins - Siórhýsi eru nauðsyn - Samtök um byggingu slórhýsa - Vísaður vegur - Háhús og súlnagöng við Laugaveg - „Dundað við að byggja skraulhýsi". Endurbygging „gamla“ Miðbæjarins ' t>EGAR litið er yfir gamla mið- bæinn í Reykjavík — hjarta bæj- arins, sem kallað er — hlýtur það að vekja athygli hve lítið er þar um nýbyggingar. Flest hús- in eru all-gömul og sum mjög gömul. Mörg þeirra hafa að vísu verið „skinnuð upp“, sett á þau múrhúð og að öðru leyti þannig um þau búið, að þau sýnast að vissu leyti eins og ný. En þarna er aðeins tjaldað til einnar næt- ur. f>essi gömlu og óhentugu smáhús hljóta að hverfa fyrir stórum byggingum. Ýmsir segja að það sé happ, að gamli bærinn skyldi ekki vera endurreistur úr steini fyrr á árunum, þegar við vorum skemmra komnir í öUu, sem að byggingum lauit og hefðum óhjákvæmilega reist minni og lakari hús en við erum færir um að gera nú. En hvað, sem um það má segja, þá má það nú ekki öllu lengur drag- ast, að gamli bærinn fái á sig nýjan svip. Af hálfu bæjaryfir- valda er nú verið að vinna að endanlegu skipulagi miðbæjar- ins. Vegna skipulagsins er unnt að staðsetja mörg stórhýsi í mið- bænum og er skipulagið engan veginn sá þrándur í götu fyrir nýbyggingum þar, eins og sum andstæðingablöð meirihlutans í bæjarstjórn hafa viljað vera láta. ]>að eru margar ástæður til þess, að seint hefur gengið um stór- byggingar í miðbænum. Þar hefur hainlað fjárhags- legt getuleysi til endUrbygg- inga af hálíu margra einstak- linga St fjárfestingarhömlur, sem hvílt hafa á og dregið stórlega úr framkvæmdum. Stórhýsi eru nauðsyn ÞAÐ vekur athygli, að síðan styrjöldinn’ lét i, hefur sama og ekkert verið byggt í gamla bænum. Hins vegar hafa ýmis gömul hús verið „gerð >upp“ með ærnum tilkostnaði eins og áður er sagt. Það er raunar ekki nema viðbótin við Land- simastöðina og svo Aðalstræti 6, sem reist hafa verið á því tímabili, en húsið við Aðal- stræti er venjuiega kennt við Morgunblaðið, þó það hafi ekki látið reisa ncma hluta af þeirri byggingu. Á stríðsár- unum var líka mjög lítið byggt í gamla bænum. Þar er helzt að nefna hús Búnaðar- bankans og viðbótina við Nýja bíó út að Lækjargötu. Við höfnina er ekki nema eitt ný- legt hús. Þannig hefur verið mjög lítið um byggingarfram kvæmdir á mesta athafna svæði Reykjavíkur, á sama tíma og stór borgarhverfi hafa risið frá grunni. Það er að vísu eðlilegt, að megináherzla sé lögð á bygg ingu íbúðarhúsa, en þeirri hugs- un verður þó ekki varizt, að meira hefði mátt byggja í „gamla bænum“, án þess að það hefði dregið úr byggingum íbúða. Það er lika reynslan, að vaxandi mannfjöldi krefst þess, að í bæj- um og borgum rísi stórhýsi. í „gamla bænum“ eru margar glæsilegar lóðir, sem bíða þess að á þeim verði byggð stór og myndarleg hús. En fjárfesingar- hömlur hafa þar verið erfiður þröskuldur. Þó menn hafi viljað bindast í félög um að reisa hús, sem einstakling eða einu fyrir- tæki, er ofviða, þá kippa bygg- ingahömlur hins opinbera stór- lega úr áhuga manna í þá átt. Samtök um byggingu stórhýsa BYGGING Aðalstrætis 6, er dæmi um að mörg fclög og fyrirtæki hafi gert samtök um Hluti af gamla miðbænum. í stað lítilla og hrörlegra timburhúsa munu rísa nýtizku stórhýsi. byggingu eins stórhýsis, en með slikum samtökum væri einna heizt unnt að byggja „gamla bæinn“ upp á viðun- andi hátt. Bygging þessa húss hefir sætt aðkasti og pólitiskri óvild. Bygging þess hefur ver ið afflutt og rægð á hinn herfi legasta hátt i blöðum og á mannfundum. Þeir, sem að byggingu þess standa, eru af- fluttir vegna þess, að þeir eru af öðru pólitisku sauðahúsi, en rógtungurnar sjálfar og af því að húsið er stórt. Þó það hefði verið miklu stærra hefði húsið verið látið i friði, ef kom munistar, kratar og Framsókn armenn hefðu haft manndóm til að leggja út í slíka bygg- ingu! Þá hefði það verið talið sjálf- sagt, að einhverjir aðrir en hið opinbera gætu þó reist eitt stór- hýsi í „gamla bænum“ á tuttugu árum eða meir. Þessi „samvinna“ margra fyrirtækja um byggingu svo myndarlegs húss, hefði þá, verið talin til fyrirmyndar og! bent á það sem leið til að byggja| upp „gamla bæinn“. Þá hefði | verið talað af klökkum rómi um! „samhjálp“ og „samvinnu“ við j að gera stórt átak. En nú skrifa og tala þau blöð, sem annars gera mest úr þessu úrræði, um byggingu þessa eina stórhýsis á áratugum, eins og það hefði ver- ið glæpur að ráðast í slíkt! Það hefur jafnvel verið látið í veðri vaka í blöðum núverandi ríkis- stjórnar, að fyrstu lögin, sem hún setti, hafi miðazt við þetta eina hús! Minna mátti þá ekki gagn gera! Það er ekki lítið, sem öfund og smásálarskapur mega sín hjá þeim, sem á annað borð eru litlir! Vísaður vegur EINS OG vikið var að hér á Und- an, hafa einstaklingar eða eitt fyrirtæki sjaldnast bolmagn til að reisa stórhýsi á lóðum í „gamla .bænum“. En nú er sá tími kom- inn, að ýmis fyrirtæki þurfa stærra og betra húsnæði, en þau eiga nú og hafa búið við um marga áratugi. Sum fyrirtæki hafa lengi, — ef til vill allt frá byrjun, verið leigjendur í óhent- ugu húsnæði, en er þeim vex fiskur um hrygg vildu þau geta búið betur að starfsemi sinni og bætt með því þá þjónustu, sem þau veita. Fordæmið um byggingu Að- alstrætis 6, eða „Morgunblaðs- hússins“, gæti verið til fyrir- myndar um að slík fyrirtæki og samtök gangi í félag um byffgingu stórhýsa. Þessir að- ilar geta vitaskuld verið sjálf stæðir eigendur að sínum hluta, eins og gerist í stórum íbúðarhúsum. Þegar „Nathan & 01sen“ byggði fyrsta nu- tíma-stórhýsi í miðbænum, reisti það sér að vísu hurðar- ás um öxl. En það vísaði veg- inn. Svona átti „gamli bær- inn“ að byggjast. Og löngu eftir að þær smásálir eru gleymar, sem börðust á móti byggingu slíkra húsa, munu menn njóta þess framtaks, sem reisti þau, og þá verður „gamli bærinn“ líka fallegur og myndarlcgur kjarni í hin- um unga höfuuðstað. Há hús og súlnagöng við Laug’aveg Skipulagsdeild bæjarins hefur komið fram með nýmæli, semj byggt er á svipaðri hugsun um samvinnu margra aðila um bygg- ingar stórhýsa. Reiturinn, sem takmarkast af! Laugavegi, Hverfisgötu, Vita- stíg og Barónsstíg hefur v.erið skipulagður í heild og miðast skipulagið við að eigendur nokk- urra lóða á þessum reit samein- ist um byggingu stórhýsis. Þetta er merkileg hugmynd og er í fyrsta sinn, sem skipulagið ger- ir ráð fyrir slíku. Með þessu móti fæst heildarsvipur á alían þann reit, sem um er að ræða og allir lóðareigendur, einnig þeir sem eiga baklóðir, fá hlutdeild í upp- byggingu hans. Húsið, sem nú er í byggingu á Laugavegi 77 er byggt skv. þessu skipulagi. Gert er ráð fyrir 4. hæða hiísum meðfram Hverfisgötu, Vitastíg og Barónstíg og að nokkriu meðfram Laugavegi, en síðan sameinast meirihluti lóðareigenda, sem eiga lóðir áð Laugavegi og eigendur baklóðanna um byggingu eins 8 hæða háhúss, sem standi um það bil miðsvæðis á reitn- um nrilli Hverfisgötu og Laugavegs. Allar lóðir á þessum reit eiga að byggjast að fullu og öllu eða 100%, eins og það er kallað. Gert er ráð fyrir að kjallari sé byggð- ur yfir allt svæðið og í þeim kjallara verði aðstaða til að ferma og afíerma bifreiðir, svo og bifr3.'ó.- geymsla fyrir húsin í kring. Húsin meðfram Laugavegi verða byggð í núverandi húsa- línu en gangstétt verður dreg- in inn um 4 metra á fyrstu hæð og myndast þá súlnagöng með- fram götunni. Með því breikka akbrautir og gangstéttin verður yfirbyggð. Þetta er skemmtileg hugmynd og hefur hún nú feng ið staðfestingu bæjaryfirvalda. Reykjavík á vafalaust eftir að breyta mjög um svip á næstu ár- uni og áratugum, vegna mynd- arlegra nýbygginga, sem hljóta að rísa í eldri hluta borgarinnar. „Dundað við að byggja skrauthýsi“ Á seinasta bæjarstjórnarfundi lét einn af bæjarfulltrúum kommúnista sér um munn fara, að bæjarstjórnarmeirihlutinn hefði að undanförnu verið „að dunda við að byggja skrauthýsi“. Átti bæjarfulltrúinn þar við Heilsuverndarstöðina. Þetta er ekki í fyrsta sinn, átt. Það hefur verið reynt a* gera heilsuverndarstöðina tor- tryggilega á ýmsan hátt og spilla þannig fyrir henni. Þetta tal um „skrauthýsi“, sem sé verið að duitda við að byggja er eitt dæmi þess. Innan skamms tíma mun Heilsuverndarstöðin verða form- lega „opnuð“, eins og það er kall- að, þegar hún telst að fullu til- búin og þá mun almenningi vænt anlega gefast kostur á að skoða stöðina. Þá munu menn geta sannfærzt um, að hún er ekkert „skrauthýsi“, heldur smekklegt og vandað hús, án alls þess, sem kallað er íburður. Garðyrkju- menn bæjarins hafa komið þar fyrir blómum á stöku stað, mál- ararnir hafa lagt sig fram um smekklegt litaval og biðstofu- stólar eru klæddir snotru og end- ingargóðu efni. Hér verður að hafa í huga að starfsemi stöðvarinnar byggist á því, að verulegu leyti, að þangað komi fólk af sjálfsdáðum. Bæði þess vegna og annars er það nauðsynlegt að húsakynni slíkrar stofnun- ar séiu aðlaðandi og þægileg fyrir þá, sem til hennar þurfa að leita, án þess að um nokk- urt „skraut" sé að ræða. Almenningur hér í Reykjavík hefur þegar lært að meta starf- semi stöðvarinnar og hún verður þýðingarmikill liður í lífi bæj- arbúa. Þær raddir, sem reyna að tortryggja hana og spilla fyrlr henni af pólitískri meinfýai munu hljóðna og falla 1 gleymsku en þeir menn, sem verkinu hafa hafa staðið sérstak- lega, og er þá einkum átt við lor- mann stjórnar stöðvarinnar *r. med. Sig. Sigurðsson, borgar- fulltrúa, arkitektinn Klnar Sveinsson og Gunnar ThoroéW- sen, borgárstjóra, munu hljáte sem andað hefur köldu til j þakkir og viðurkenningu alhnt þeirrar byggingar úr þessari bæjarbúa. Bátar við ísafjarðardjúp að hœtta reknetjaveiðum Sföðug vinnsla í hraðfrysfihúsunum á Isafirði í sumar og haust ÍSAFIRÐI, 12. september. f SIÐUSTU viku var afli reknetjabátanna ágætur, en síðan hefur 1 engin teljandi veiði verið. Eru nú allflestir bátanna að hætta veiðum og farnir að taka upp net sín. Ætlunin er þó að nokkrir þeirra fari eina veiðiferð þegar veður batnar, en í fyrrakvöld hvessti, svo ekkert var hægt að athafna sig á sjó. HEILDARSÖLTUN OG OG FRYSTING Núna um helgina var búið að salta sem hér segir: ísafjörður 3075 tunnur, Bolungavík 3600 tunnur, Súgandafjörður 1996 tunnur. Á sama tíma var búið að frysta á ísafirði og í Hnífsdal 2500 tunnur, 2700 wnnur í Bol- ungavík og 1050 tunnur á Súg- andafirði. ÁGÆT RÆKJUVEIÐI Rækjuveiðin hefur gengið vel undanfarið. Stunda hana nú sex bátar. Er rækjan öll soðin niður og hefur sala hennar gengið greiðlega. STÖÐUG VINNSLA í FRYSTIHÚSUNUM Togararnir hafa báðir verið á karfaveiðum í haust og hefur verið nokkuð stöðug vinnsla í hraðfrystihúsunum, bæði í sum- ar og haust. Fjöldi aðkomuíogara hefur lagt afla sinn upp hér. GÓÐUR AFLI Á HALANUM Karfaveiðin er nú orðin mjög rýr og eru flestir togararnir, sem voru á karfaslóðunum nú komni á halann. — Fengu margir to^ aranna ágætan afla þar núna ui helgina. — jón. Ralmagn lagl á nckkur býli VALDASTÖÐUM, 1. sept. - Lagt hefur verið rafmagn á nok ur býli hér í sveitinni í vor og sumar, eða alls 10. En auk þe; var lagt í einn sumarbústa barnaskólann og samkomuhús að Félagsgarði. Áður var búið < leggja rafmagn á tvo bæi. Von standa til að haldið verði áfra; að leggja rafmagn í fleiri býli næsta ári, og er þess fastlej vænzt að sú áætlun verði haldi sem gerð hefur verið og auk þe bætt við hana svo sem frekast i kostur, svo að öll býli í svei inni fái rafmagn sem allra fyr frá Sogsvirkjuninni. Þetta er þs sem öll heimili þurfa að fá, < verður að fylgja fast eftir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.