Morgunblaðið - 16.09.1956, Qupperneq 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. sept. 1956
LOUIS COCHRAN:
SONUR HAMANS
Framhaldssagan 31
„Dink er mjög góður maður.
Ég er alltaf að vona, að hann
frelsist einhvern tíma og taki
skirn. Ég myndi verða mjög ham-
ingjusöm, ef það ætti eftir að
verða, nú þegar ég þarf ekki að
hafa áhyggjur út af þér lengur.
Hann er of góður maður, til þess
að ganga ekki Herrans erinda“.
„Já“. Lije spyrnti skónum sín-
um upp að veggnum og byrjaði
að hneppa frá sér skyrtunni. Svo
geispaði hann hástöfum og bætti
við: „Ég er orðinn dauðuppgef-
inn, mamma. Ég held að bezt
væri að fara að leggja sig“.
„Þú — þú vilt líklega ekki
koma og.... og biðjast fyrir með
mér, áður en þú ferð að sofa?
Viltu það, Lije?“
Þessi óframfærnu, hikandi og
hálfhvisluðu orð, fengu ekkert
svar og örskammri stundu síðar
heyrðist gengið berum fótum inni
í hliðlæga herberginu, þar sem
Lije gekk til rekkju sinnar. —
Kannske hafði hann ekki heyrt
orð móður sinnar, kannske ekki
viljað heyra þau.
Móðir hans opnaði munninn,
til þess að kalla á eftir honum,
en lokaði honum svo aftur, hljóð-
laust og með þreytusvip. Andlit
hennar var skyndilega orðið
gamalt og lúið. — Hægt og fálm-
andi byrjuðu fingur hennar að
losa um fötin.
6. kafli.
Það var fyrst tveimur dögum
eftir að Lije var skírður og vígð-
ur hinni biskuplegu methodista-
kirkju, að honum þótti það tíma-
bært að fara í heimsóknina til
Martins Fortenberrys höfuðs-
manns.
Kannske hafði gamli maðurinn
heyrt urn áreksturinn við Gus
Jones og vildi spyrja hann nánar
um öll einstök atriði deilimnar.
Sunnudagur 16. september:
Fastir liðir eins cg venjulega.
Kl. 9,30 Fréttir og morguntón-
leikar (10.10 Veðuríregnir). 11.00
Messa í Kópavogsskóla (Prestur
séra Gunnar Árnason. Organ-
leikari: Guðmundur Matthías-
són). 15.15 Miðdegistónleikar
(plötur). 16.15 Fréttaútvarp til
Islendinga erlendis. 18.30 Barna-
tími (Helga og Hulda Valtýsdæt-
ur). 19,30 Tónleikar (plötur).
20.20 Tónleikar (plötur). 20.35
Erindi: Stafvilla í Darraðarijóð-
um (Arnór Sigurjónsson) (Helgi
Hjörvar les Darraðarljóð). 21.05
Tónleikar (plötur). 21.35 Upp-
lestur: Kafli úr síðari hluta „Sól-
eyjarsögu" (Elías Mar rithöf.).
22.05 Danslög (plötur). 22.30
Dagskrárlok.
Mánudagur 17. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Ávarp til bænda um með-
ferð sláturfjár (Benjamin Sig-
valdason). 19.30 Tónleikar: Lög
úr kvikmyndum (plötur), 20.30
Útvarpshljómsveitin (Þórarinn
Guðmundsson stjórnar). 20.50
Um daginn og veginn (Sigurður
Magnússon fulltrúi.) 21.10 Ein-
söngur: Þuríður Pálsdóttir syng-
ur. Fritz Weisshappel leikur und
ir á píanó. 21.30 Útvarpssagan,
„Olctóberdagur" eftir Sigurd Ho-
el, V (Helgi Hjörvar). 22.00
Kvæði kvöldsins, 22,10 Búnaðar
þáttur: Um réttir (Páll Zóphón-
íasson búnaðarmálastjóri). 22.25
Kammertónleikar (plötur). 23.00
Dagskrárlok.
Kannske langaði hann til að
verða hluthafi og leggja peninga
í byggingu timburmyllunnar?
Allan daginn braut hann heil-
ann um það, hver orsök þessa
heimboðs gæti raunverulega ver-
ið, og svo snemma að morgni
annars dags lagði hann af stað
til hins hvítmálaða, tveggja
hæða húss, þar sem sú stúlka
átti heima, sem hann hafði heitið
að kvænast.
Það var enn árla morguns —
klukkan ekki mikið meira en 7.
Hann leit snöggt fil sólar, um
leið og hann gekk upp þrepin.
Svo herpti hann einbeittnislega
saman varirnar og barði þrjú
högg á hurðina með látúnshamr-
inum.
Hægt, þunglamalegt fótatak
hsyrðist inni fyrir og andartaki
síðar og gamall, hæruskotinn
svertingi lauk upp dyrunum og
virti gestinn fyrir sér með sam-
blandi af virðingu og fyrirlitn-
ingu í svipnum. Það var ekki oft,
sem hinir bláfátæku almúgamenn
í nágrenninu, heimsóttu höíuðs-
mann og komu auk þess að aðal-
dvrunum.
„Góðan daginn, Joe frændi",
sagði Lije kumpánalcga og leit á
gamla svertingjann með góðlát-
legu umburðariyndi. „Éig þarf að
tala við höfuðsmanninn. Gerðu
svo vel að segja honum að Lije
Smith sé kominn“.
„Hver er kominn?“ spurði há
og hvell rödd innan úr húsinu.
„Sendu hann yfir að bakdyrunum
og inn i eldhúsið, ef það er ein-
hver, sem er að biðja um mat“.
Lije glotti. Hann hafði ekki séð
frú Fortenberry árum saman og
hann hafði heldur ekki fyrr á
ævinni knúið dyr bessa ríkulega
húss, en hann þekkti frúna samt
nægilega vel af afspurn. Há,
taugaveikluð, geðstirð kona, sögð
ímyndunarveik. Stritandi alþýðu
fólk hafði ekki tírna til að vera
veikt í sjö ár og koma aldrei út
fyrir hússins dyr, eins og hún.
Um leið og hún kallaði þetta
fram til þjónsins, heyrði Lije'
þungt fótatak inni í næsta her-
bergi og á næsta andartaki sá
hann framrétta hönd höfuðs-
mannsins og brosandi andlit
hans, sem bar vott um þolinmæði
og stóiska ró. Hann gekk fram-
hjá hinum gamla blökkumanni,
sem vék lotningarfullur úr vegi,
út á stéttina og lokaði hurðinni
á eftir sér.
„Ég var að svipast um eftir þér
í gær, Lije“, sagði hann. „Og ég
Húsmæður! Hausthreingerning-
arnar eru byrjaðar. Hafið þér at-
hugað, að ekkert þvottaefni jafn-
ast á við KEI til hreingerninga.
Með REI getið þér þvegið híbýli og
húsgögn, án þess að nokkur mögu-
leiki sé á skemmdum á málningu
eða lakki, því að í REI er hvorki sódi eða önnur varasöm
efni. Og auk þess sparar REI mikla vinnu, því að ekkert
þarf að þurrka eftir þvottinn — allt þornar sjálfkrafa.
Gólfteppi, gólfdregla og bólstruð húsgögn hreinsið þér
einnig með REI. Allir litir slcýrast. Auk þess er REI
langtum ódýrara en þvottalegir. REI til alls hreinlætis.
Biðjið um íslenzka leiðarvísinn í verzlununum!
Hreirtar
íéreí ísaiiskur
keyptar
Prentsmibja
Morgunbla&sins
Kæliskápar
8 rúmfeta — Verð frá kr. 7.450,00.
Hollenzkir
Túlipana-
/*
laukar
ttýjar
glœsU&gar:
tegundir
cjlugcjaóhrebjtincjuna
um
heíc
cjcna
VESTURVERI - SIMI 5322
MARKÚS Eftir Ed Dodd
. 1 1 —jj--------- "" ;
•Wnen PHIL REAOKEsf
FOR MORE- SHSLLS,'
• HE SUDDENLV ,
REAUZES HE HAS
GOME AWAV WTTHOUT
EKTRA A/AMÚNITION
ÍWEANWHILE NCT FAR AWÁyj
1) En þegar Phil leitar að fleiri i 2) Á meðan heyrir Sirrí óhljóð- í 3) — Skjóttu, Phil, skjóttu strax. Fíllinn er að rífa tréð nið-
1 skotum, finnur hann að vasinn j in. — I ur.
* er tómur.