Morgunblaðið - 07.10.1956, Side 2
2
MOJtCUKBT 4 n 1Ð
Sunnudagur 7. okt. 1956
Sigœrður ÓI. ÓlaSsson
alþingisœaður 60 ára
Sfarf M. E. Jessens skólaslj. er
verðugl ævistarf afreksmanns
í DAG, 7. október á Sigurður Óli
Ólafsson, alþm. á Selfossii(Bextugs
afmæli.
Sigurður er fæddur á Eyrar-
bakka 7. okt. 1896. Foreldrar
hans voru merkishjónin Þorbjörg
Sigurðardóttir frá Neistakoti á
Eyrarbakka og Ólafur Sigurðs-
son, söðlasmiður, ættaður frá
Breiðabólstað á Siðu í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Flestir alþýðumenn, sem fædd-
ir eru og uppaldir fyrir og um
aldamótin síðustu máttu þegar
í æsku leggja fram alla krafta
sina í þeirri hörðu lífsbaráttu sem
þá var háð, til þess að hafa í sig
og á.
Sigurður var einnig að þeirra
tíma hætti, látinn byrja snemma
að vinna við hverskonar störf,
bæði á sjó og landi. Stundaði
hann á unglingsárunum sjóróðra
frá Eyrarbakka og Stokkseyri.
Þeir sem kunnugir eru stað-
háttum þar eystra vita að það er
ekki heiglum hent að komast í
fangbrögð við Ránardætur á
þeirri hrjóstugu og hættulegu
strönd.
En þetta starf herti unglingana
og gerði þá ódeiga í hverri raun,
og gerði þá færa um að bjarga
sér sjálfum. í slíkum skóla reynsl
unnar ólst Sigurður upp.
Að sjálfsögðu hefði Sigurður
kosið að leita sér frekari mennta
að barnaskólanámi loknu, en
efnin og aðrar heimilisástæður
munu ekki hafa mátt við því að
tapa honum frá vinnunni.
Hefur hann þó með lestri góðra
bóka og á annan hátt aflað sér
staðgóðrar þekkingar, sem komið
hefur honum að góðu gagni síðar
í lífinu.
Mér hefur verið sagt, að kenn-
ara hafi vantað við barnaskóla
Eyrarbakka veturinn 1916 eða
1917, hafi þá verið leitað til Sig-
urðar Óla að taka að sér kennsl-
una, til þess tíma er hann færi
í skiprúmið í vertíðarbyrjun.
Þótti það vel af sér vikið af
óskólagengnum unglingi að fær-
ast slíkt í fang.
Líður nú tíminn þar til róðrar
hefjast. Þegar Sigurður kemur til
skips segir formaðurinn við há-
seta sína: „Það sæmir ekki annað
piltar mínir en að við þérum
hann Sigurð eftir að hann hefui
gegnt jafn veglegu embætti í
velur.“
Hvað mætti hann ekki segja
núna, eftir að Sigurði hefur verið
falið hvert trúnaðarstarfið öðru
veglegra og vandasamara fyrir
sveit sína og sýslu, við sívaxandi
traust og vinsældir. Allt frá því
að vera meðhjálpari við kirkju
sína og til þess að vera fulltrúi
sýslunnar á Alþingi.
Sigurður hefur lagt gjörva
hönd á margt. Hann mun vera
einn af fyrstu atvinnubílstjórum
hér á landi. Stofnað og rekið um
margra ára skeið stórverzlun á
Selíossi, í félagi við aðra.
Síðan Sandvikurhreppi var
skipt í tvö sveitarfélög hefur
Sigurður verið hreppsnefndar-
oddviti og sýslunefndarmaður
Selfosshrepps. Mun hinr. öri vöxt
ur kauptúnsins og margháttaðar
framkvæmdir er þar hafa orðið
hin síðari ár, ekki sízt vera vegna
dugnaðar og framsýni Sigurðar,
sem hefur haft aila forustu um
uppbyggingu þorpsins.
Eftir að hlutfallskosningar
voru upp teknar til Alþingis í
tvimenningskjördæmunum hefur
Sigurður oftast verið 1 varamað-
ur á lista Sjálfstæðisflokksins við
hverjar kosningar. Sat hann á
tveimur þingum í veikindafor-
föllum Eiríks Einarssonar.
Þegar Eiríkur féll frá, 13. nóv.
1951, efuðust rnargir um að Sig-
urður héldi því kjörfylgi er hann
hafði haft, en þó reyndist það
svo, að litlu munaði og við síð-
ustu kosningar hafði fylgi hans
enn aukizt. Hefur Sigurður
reynzt nýtur þingmaður og áhuga
samur um málefni Árnessýslu.
Einkum hefur hann beitt sér
Frá afhjúpun brjóslmyndar hans
VIÐ hátíðlega athöfn í Vélaskólanum í gær var afhjúpuð brjóst-
mynd af M. E. Jessen fyrrverandi skólastjóra skólans um
40 ára skeið. Var mynd þessi, sem Ríkharður Jónsson hefur gert,
afhent Vélskólanum að gjöf frá fyrrverandi nemendum Jessens.
Voru við athöfn þessa margar ræður fluttar og Jessen þar þakkað
ötult brautryðjandastaxf, „sem faðir Vélskólans og vélstjórastétt-
arinnar á íslandi“.
★ FAÐIR VÉLSTJÓRA-
STÉTTAR
Þórður Runólfsson, öryggis-
málastjóri ríkisins, setti samkom-
una og hafði orð fyrir nefnd
þeirri er kjörin var af vélstjór-
um til að minnast á einhvern hátt
hins ötula starfsmanns sem ísl.
vélstjórastétt barst, er M. E. Jes-
sen réðist til íslands fyrir rúm-
um 40 árum.
Rakti Þórður í stuttu máli
hvernig Jessen lagði grundvöll
að skólanum og sagði, að svo þýð
ingarmikið starf hefði þar verið
unnið, að án skólans hefði hin
mikla og öra tækniþróun, sem
orðið hefur hér á landi verið ó-
hugsandi.
Þórður kvað skólann hafa um
40 ára skeið verið lyftistöng al-
hliða tækniþróunar hérlendis.
Fyrstu nemendur sem M. E. Jes-
sen brautskráði — þeir Gísli
Jónsson, fyrrv. alþm., Bjarni
heitinn Þorsteinsson og Hall-
grímur Jónsson vélstjóri —
hefðu þegar hafið starf á sviði
véltækni. Áhrifa þeirra og ann-
arra nemenda skólans er síðar
brautskráðust hefur víða gætt
og því má, sagði Þórður, telja M.
E. Jessen föður ísl. vélstjóra-
stéttar.
Þórður bað Hallgrím Jónsson,
vélstjóra, að afhjúpa brjóst-
myndina. Ávarpaði Þórður síð-
an Gunnar Bjarnason, skóla-
stjóra og afhenti honum brjóst-
myndina til varðveizlu.
★ VERÐUGT ÆVISTARF
AFREKSMANNS
Skólastjórinn þakkaði hina
höfðinglegu gjöf vélstjóranna.
Fór hann miklum viðurkenning-
arorðum um störf Jessens og
sagði m.a., að vélstjórastéttin
hefði orðið til fyrir tilverknað
hans og undir forystu hans þró-
azt svo, að allir dást að. Starf
Jessens í þágu skólans og stéttar-
innar væri verðugt ævistarf af-
reksmanns.
Þórður Runólfsson
★ LJÓS FRÓÐLEIKS og
MENNTUNAR
Gísli Jónsson, fyrrv. alþm. s6m
hefur skírteini nr. 1 af Vélskól-
anum flutti aðalræðuna. Rakti
hann þá erfiðleika sem mættu
Jessen við komu hans hingað til
lands 1913; hvernig hann, sem
ungur sonur framandi lands, hóf
hér við hina mestu erfiðleika að
kenna fávísum og illa undirbún-
um ísl. piltum, er alizt höfðu upp
við þröngt svið í sveit, flókin
fræði. Það starf var enginn
barnaleikur, sagði Gísli og það
þurfti miklu meira en meðal-
mann til að gefast ekki þegar í
stað upp og snúa heim aftur.
Laun hans voru þá, hversu vel
við nemendumir kunnum að
meta hann, enda gleymdum við
okkur oft í tímum hans, þótt erf-
iðir væru, því þar logaði alltaf
það ljós fróðleiks og menntunar,
sem sigrar alla erfiðleika.
Vélstjórastéttin bar gæfu til
þess, hélt Gísli áfram, að berjast
með M. E. Jessen í broddi fylk-
ingar, fyrir stofnun Vélskólans,
fyrir það, að hún hafði
fengið viðurkennd réttindi sín til
starfa á skipum. Baráttan fyrir
stofnun skólans hefur síðan marg
víslegan árangur borið, bæði fyr-
ir þjóðfélagið og einstaklinginn
er notið hefui
Gísli ræddi síðan um tækni-
þróunina. Hann kvað hana vera
leit að betri lífsskilyrðum, bar-
áttu til að þroska þ.ióðina. Það
Framh. á bls 12
fyrir umbótum í samgöngumál-
um Sunnlendinga.
Sigurður er kvæntur Kristínu
Guðmundsdóttur, Guðmundsson-
ar, fyrrum kaupfélagsstjóra á
Eyrarbakka, hinni mestu dugnað-
ar- og myndarkonu. Eiga þau
hjón mjög vistlegt heimili, sem
ánægjulegt er að koma á. Enda
eru þau bæði gestrisin og greiða-
söm, sem bezt má vera. Hafa þau
eignazt tvær dætur: Þorbjörgu
sem er gift Kolbeini Kristinssyni,
verzlunarmanni hjá Kaupfélagi
Árnesinga og Sigríði, sem er inn-
an fermingaraidurs í föðurgarði.
Um leið og ég óska vini min-
um Sigurði Óla gæfu og gengis
á þessum merkisdegi í ævi hans,
vil ég þakka honum margar
ánægjulegar stundir í okkar sam-
starfi og vona að við Árnesingar
njótum verka hans og starfs-
krafta um mörg ókomin ár enn-
þá Á. E.
Ólolur V. Dnvíðsson 70 órn
Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár,
síðan fyrsta fslandsglíman var
háð á Akureyri. Þá hét beltið,
sem glímt hefur verið um alla
tíð síðan, Grettisbeltið, en hlaut
síðar nafnið fslandsbeltið og
fylgdi því þá nafnbótin „Glímu-
konungur íslands“.
Sá maður, sem raunverulega
varð fyrstur manna glímukonung
ur íslands er sjötugur í dag.
Maðurinn er Ólafur Valdemars
son Davíðsson, þekktastur í vina
íslenzku glímunni og hvernig
hverskyns frábrögð, í því efni,
voru fordæmd af öllum, sem
nokkurt skynbragð báru á glímu.
Óli var þekktur fyrir fallega og
drengilega glímu, og þó gat hann
sigrað — ja ef til vill einmitt
þess vegna.
Á þessum tímamótum í lífi Óla,
þegar hann enn þá heldur glæsi
mennsku sinni, hreysti og dreng-
skap, get ég ekki varist þeirri
hugsun, að íslenzka glíman og
sigurinn á Akureyri 1906, eigi
sinn ríka þátt í því. Ég held
að þá -hafi Óli öðlast það vega-
nesti, sem a. m. k. hafi stutt hann
og styrkt í baráttunni í lífinu,
og ég óska af heilum hug að
honum endist þetta veganesti til
leiðarenda.
Kæri vinur Óli!
hóp undir nafninu Óli eða Óli
Dabb, þegar vel liggur á fólkinu.
En það er venjan að vel liggur
á öllum, þegar Óli er í vina-
hópnum. Hann hefir víða farið
og kann frá mörgu að segja.
Svo víða hafa leiðir hans legið,
að hann er sjálfkrýndur heims-
borgari, þó hann hafi aldrei kast-
að persónuleik sínum eða gengið
á mála hjá innlendum eða er-
lendum yfirdrottnunarseggjum
eða einræðisherrum.
Þó þú sért sjötugur í dag, þá
minnstu þess, að þú ert aðeins
rúmlega miðaldra, einmitt það
sem þú átt að vera og við vinir
þínir óskum að þú sért. Sem sé
fær í flestan sjó.
Ég enda þessa afmæliskveðju,
með þeirri ósk, að þú á komandi
árum megir halda velli, svo sem
í glímunni 1906 og að allt gangi
þér að óskum, sem verða má til
farsældar og gengis.
Heill og sæll.
Kristján Karlsson.
Nei! Óli hefir verið er og verð-
ur íslendingur í þess orðs beztu
merkingu og konungsnafnbótina
hefir hann borið, með sóma, alla
tíð, landi sínu til verðugs heið-
urs.
Þetta verður nokkurs konar op-
ið bréf til þín, en ég bið þig
blessaðan að svara mér ekki.
Bréfið er nefnilega opið í þeim
ákveðna tilgangi, að gefa öllum
vinum þínum tækifæri til að taka
undir afmæliskveðjuna, í von um
að hún geti orðið að áhrínsorð-
um.
Ég ætla ekki að fara að rekja
ævi Ólafs. Hann er landsþekkt-
ur athafnamaður. Stórhugur hans
á yngri árum, þegar alls staðar
þurfti að brjóta ísinn, til að kom-
ast leiðar sinnar, færði honum
bæði stóra sigra og ósigra, en víst
mun þó „öldin okkar“ hafa notið
margs góðs, fyrir framsýni og
dugnað Óla, þó uppskera hans
sjálfs hafi verið rýr á stundum.
En það er líka ein af góðu dyggð-
unum, að hugsa meira um aðra
en sjálfan sig, og í dag uppsker
Óli áreiðanlega margar hlýjar og
góðar óskir frá þeim mörgu sem
hann hefir kynnst á lífsleiðinni.
Ég minntist í upphafi þessarar
afmæliskveðju, beltisglímunnar
á Akureyri 1906. Þá stóð Óli á
tvítugu. Glæsimennskan, hreyst-
in og drengskapurinn, kom fram
í hverri hans hreyfingu, er hann
gekk til leiks við keppinauta sína.
Það er enn í minnum, hve mikið
var þá lagt upp úr drengskap í
Myndir þessar tók ljósm. Mbl.
við hátíðina í Vélaskólanum í
gær. Efst fyrir miðju er brjóst-
mynd Jessens er gefin var skól-
anum. Efst t. h. sést skólastjór-
inn, Gunnar Bjarnason, þakka
gjöfina. Að neðan sjást nokkrir
hátíðargesta. Á fremsta bekk frá
hægri sitja, Haligrimur Jónsson
vélstjóri, er afhjúpaði myndina,
frú Jessen, M. E. Jessen fyrrifm
skólastjóri, frú Hlín Þorsteins-
dóttir og Gísli Jónsson alþm., er
flutti aðalræðuna.