Morgunblaðið - 07.10.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.10.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 7. okt. 1956 M O R C 11 /V B J. 4 f> / Ð 9 Norska bokasýnmgin Sagt frá dagstund innán um 1800 bœkur IMEIR en hálfa öld hafa norsku skáldin, fjórmenn- ingarnir Björnstjerne Björn- son, Henrik Ibsen, Alexander Kielland og Jonas Lie verið elskaSir og dáðir af íslenzk- um lesendum. Engin erlend skáld hafa notið slíkra vin- sælda hér á landi, nema ef vera skyldi fimmta norska skáldið, Knut Hamsun, en ein- hverjar af bókum hans eru tíl næstum á hverju einasta heimili hér á landi. Engin, bókstaflega engin gamansaga hefur fengið þvílíkar undir- tektir hér á landi sem Bör Börson eftir Johan Falkberg- et og einmitt um þessar mund ir er verið að lesa upp í út- varpið skáldsögu eftir Sig- urd Hoel. Allir þessir rithöfundar og góðkunningjar okkar fleiri í norskum bókmenntum skipa heiðursess á hinni stóru norsku bókasýningu, sem nú er opin i Listamannaskálan- um við Kirkjustræti. Norsk bókasýning stendur okkur ís- lendingum enn nær en hin mikla danska sýning sem haldin var á sama stað fyrir nokkruin árum. íslendingar hafa sótt mikíu meira til ná- granna sinna í Noregi. Þetta verður mönnum ljóst, sem ganga um sýningarsalinn. Má til sanns vegar færa, að fá lönd komast til jafns við Noreg að þróttmiklum og lif- andi bókmenntum. Þar er Noregur stórveldi. Ekki getur hjá því faiið að þeir sem dveljast um sinn á bókasýningunni kenni til viroing ar og aðdáunar. Því að hér er á þessum stað allt —- eða flest saman komið og fyrir framan okkur standa öll þessi nöfn, all- ar þessar bækur. Þannig eru norskar bókmenntir nútímans einn sterkur straumur og við hijótum að hrífast með. Á .,PARNASSOS“ . . . Það er bezt að gefa sýningar- gesti það ráð, að ganga fyrst rak- leitt að suðurgafli sýningarinn- ar Þar eru nokkrir sýningar- skápar, hver þeirra er eins og litið altari í laginu og á þeim er búinn sess hinum ódauðlegu. Fjórmenningamir frægu, Ham- sun og svo þeir sem fylgja næst í fótspor þeirra, Sigrid Undset, Welhaven, Wildenwey, Johan Bojer, Johan Borgen, Johan Falkberget, Gabriel Scott, Ron- ald Fangen, Peter Egge og fleiri. Flest eru þetta nöfn sem við metra meðfram vesturhlið skál- ans. Þar er stór deild með bók- um ungTa rithöfunda. Þrátt fyrir stærðina vantar því miður of mikið í þessa deild til þess að hún gefi íullkomna heildarsýn yfir þá sem efnilegastir þykja i Noregi um þessar mundir. Fæsta þeirra þekkja íslendingar veru- lega, þó er t. d. vel þekktur hér Sigui'd Evensmo, sem samdi Eng- landsfaiana 1945 og hefur síðar sent frá sér hverja bókina á fætur annarri og farið stöðugt vaxandi. Hér eru bækur hans nokkrar eins og „Glassveggen“, „Gráiseland", „Hjemover" og Oppbrudd efter midnatt". Er rétt fyrir okkur að fylgjast á- fram með þessum rithöfundi. Hérna er skemmtiieg bók, sem hefur vakið verðskuldaða at- hygli í Noregi. Höfundurinn er Vegárd Vigerust og bókin heitir „Stál-stuten“. Merking orðsins er okkur e. t. v. ekki fullljós, enda hefur höfundurinn búið það til. Það er heiti á jarðýtu. Fram til þessa hafa Norðmenn kallað þetta þarfa verkfæri enska heit- inu bulldoser, en Vegárd bæt- ir úr því. Orðið þýðir Stáluxi og bókin segir frá því hvernig tækn- in umbreytir sveitunum. Þarna eru bækur eftir Terje Stigen, sem við skulum skoða. Á langborði meðfram allri aust- urhlið sýningarskálans er komið fyrir ferða.sögum, endurminning- um, ævisögum og skáldsögum. Hann kom fyrst fram 1950 með bókina „To dögn“ og varð þegar frægur fyrir hana. Á sýningunni eru auk þess „Skygger pá mitt hjerte“ og „För solnedgang“. — Gunnar Larsen, ritstjóri Dag- bladet í Osló er fastur í sessi, sem einn bezti rithöfundanna. Litskrúðugasla deiidin á bókasýningunni er barnabókadeildin Standa Norðmenn framarlega í útgáfu þeirra. þekkjum, og á skápunum eru heildarverk þeirra flestra, sem Norðmenn hafa lagt áherzlu á *ð selja í sem ódýrustum út- gáfum til þess að þau geti orðið almennings eign. Þarna eru einnig hinar fjölmöi'gu bækur Sigurd Hoels og loks er þar Tarjei Vesaas, er með hverju ári lannar það betur, að hann er •inn hinna stærstu. .... OG í HLÍÐUM ÞESa Nú skulum við ganga nokkra Hann er ádeiluskáld og þarna eru einnig bækur eftir Nils Jo- han Rud, sem er þeirra róttæk- astur. Við skulum einnig taka vel eftir Björn Rongen. Að vísu eru ekki margar af hans bók- um á sýningunni, en ein þeirra „Nattenes Nett“ er ágætt sýn- ishorn. Hún segir frá eldsvoða að næturlagi. Ekki má heldur sleppa Magnhild Haalke, sem er góður kvenrithöfundur. Bækur hennar fjalla oft um uppeldis- mál. Sýnúngargestir setjast niður á þægilega stóia og skoða listaverkabækurnar. LJÓÐIN Þá skulum við venda okkar kvæði í kross og staðnæmast við miðjan austurvegg sýningarskál- ans. Þar eru tvö sýningarborð með ljóðabókum. Alveg hið sama gildir um þet.ta og skáldsögum- ar, að alltof margar vantar í hópinn til þess að það gefi góða heildarmynd. T. d. vantar al- gerlega Arnulf Överland, eins og hann hefði ekki verið til. Mun ástæðan vera sú, að bókaforlag hans tekur ekki þátt í sýning- unni. Samt er margt skemmtilegt að sjá í ljóðabókunum. Þar verðúm við fýrst að nefna nokkur nöfn sem efst eru á baugi: André Bjerke, fæddur 1918, sem er tal- inn arítaki Wildenweys, fremsti ljóðaþýðandi Norðmanna, fagur- fræðingur og formsnillingur. Jens Björneboe fæddur 1920 og Carl Keilhau fæddur 1919. Þessa þremenninga ættu menn fyrst og fremst að kynna sér. Svo koma fleiri, Ragnvald Skrede, sem er eldri en hinir, en þó ungur í anda. Hann birti fyrstu ljóðabók sína um fertugsaldur og er mjög öflugur í ljóðum sínum. Lyrisk- astur er e. t. v. Trygve Bjorgoe. Hann er fæddur 1916. Rolf Jacobsen er modemisti og snjallt Ijóðskáld. En eiginlega sá eini, sem gæti borið heitið atómskáld, er Paal Brekke, sem verður að teljast nemandi Elliots, hefur þýtt hann og lært hann. Ekki er á sýningunni ljóðabók eftir hann, heldur ljóðaúrval ýmissa skálda, sem hann hefir gefið út og á hann sín kvæði í því. Það er mjög slæmt að engin ljóðabók eftir Tor Jonsson skuli vera sýnileg. Mesti dýrgripur- inn í ljóðadeildinni er e. t. v. „Elvesong“ eftir Tore Örjasæter. Hann er mestur núlifandi ljóð- skálda, 70 ára að aldri. Eldri ljóðskáld sem nú eru gengin, eru þama einnig eins og Olaf Bull og Nordahl Grieg. MERKILEG BÓKMENNTASAGA Fyrir þá sem vilja kynnast norskum nútímabókmenntum og g.,-.. u þeirrá er það heppilegt að á sýningunni er hin nýja og mei’kilega norska bókménnta- saga, sem nær yfir tímabilið 1918—1950. Hún er 6. heftið í framhaldi af verkum þeirra Bulls, Paasche og Winsnes. Það er Philip Houm, sem hefur ritað þessa bók og er hún í einu orði sagt stórvirki. Höfundurinn hef- ur að því að talið er lesið hverja einuslu bók fagurfræðilegs efnis norska, sem út hefur komið á þessu tímabili og er það eitt út af fyrir sig stórvirki. ÚTÞRÁIN FÆRÐ i LETUR Ég hef nú dvalizt alllengi við skáldsögur og ljóð, því að fagur- fræðibækurnar yfirgnæfa á sýn- ingunni. En annað er athyglis- vert á hinni norsku sýningu og það er hinn mikli fjöldi ferða- bóka. Norðmenn em mikil sigl- ingaþjóð og þeim er utþráin í blóð borin. Ferðabækumar taka því margra metra borðpláss. Skulum við nú aðeins renna augunum yfir þær. Við tökum fyrst eftir sérstök- um flokki ferðabóka, sem Gyld- endal gefur út. í þessum flokki eru tugir bóka og smekklega frá þeim gengið. Kostar hver þeirra aðeins um 20 krónur. En auk þeirra eru bækur eins og Sydhavskjærlighet eftir Bengt Danielsson, Svía. Það er fögur bók. Liv Balstad heitir kona ein, sem bjó í mörg ár sem sýslu- mannsfrú norður á Svalbarða. Hún skrifaði bók um dvölina og varð þetta ein sú mesta met- sölubók, sem þekkzt hefur í sögu norskrar bókaútgáfu, seldist í tugþúsundum eintalca. Bókin um Shetlands-Larsen var líka met- sölubók. Þá ber að geta „Kon Tiki“. Bók um Alaska eftir Helga Ingstad og John Gjæver skrifar um Suðurskaut'ferð er hann fór. Bækur Nansens eru að sjálfsögðu í heiðurssæti. En Norðmenn hafa ekki aðeins skrif að ferðabækur um heimskaut og ís. Leif Borthen á þarna bók um Argentínu og Albert Henrik Mohn hefur ferðazt um nálæg Austurlönd og Afríku. Emil Smith, sem er prófessor í grísk- um fræðum við Oslóar-háskóla skrifar bók um Grikkland. MIKILL FRÓÐLEIKUR Á sérstöku borði eru alfræði- orðabækur cg aðrar bækur al- menns fróðleiks. Aschehoug Konversations Lexikon er ein bezta alfræðibók sem komið hef- ur út á Norðurlöndum, nákvæm og enn ný. Familjeboken hefur ekki eins mörg atviksorð, en er skrifuð í skemmtilegum stíl. Þær eru alldýrar en þarna er einnig eins-bindis alfræði Gyldendals. Er furðulegt hve miklum fróð- leik er þrýst saman í þessa bók. Þama er líka stórmerkilegt rit „Norge pá havet“, sem er sigl- ingasaga Norðmanna frá Vík- ingaöld til vorra tíma og enn má nefna dýrafræði „De Ville dyrs verden" í fimm bindum rr.eð frábærum dýramyndum. LISTAVERKABÆKUR Enn flytjum við okkur um set að litlu borði, sem ber lista- verkabækur. Það eru ekki marg- ar bækur, en ákaflega vel til þeirra vandað. Þar er e. t. v. eftirsóknarverðasta verkið „Verd ens kunsthistorie" í 6 bindum. Þá má nefna „Norges Billed- kunst“ í tveimur bindum og ein- stakar útgáfur um Edvard Munch, Christian Krogh og Ger- hard Múnthe, sem eru hin stærstu nöfn norskrar málara- listar. Á öðrum stað skammt frá er flokkur listaverkabóka ým- issa listamanna, sem Gyldendal hefur gefið út. BÝRGRIPURINN HEIMSKRINGLA Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu á norsku bókasýning- unni. Stórar deildir eru enn á henni með sagnfræðiritum, end- urminningum, með tæknibókum og heimilisbókum, bamabókum og loks nokkrar fræðibækur, einkum í guðfræði. Hér er ekki tækifæri til að lýsa þessum dcixuu.,! . —...uuux, tv.. uer þó að geta, að í Sögudeildinni skipar Heimskringla Snorra Sturlusonar heiðurssessinn. Bók- in er fagurt verk með ógleym- anlegi-i myndskreytingu. Fannst mér það næstum ótrúlegt, þegar sýningarvörðurinn sagði mér að þessi dýrgripur kostaði aðeins 250 lirónur. FISKVEIÐAR — MATREIÐSLA Deildin með tækni og fróð- leiksbókum er fremur lítil. En þar var danska sýningin á ár- unum framúrskarandi. Helzt mætti geta þess að fáeinar bæk- ur um fiskveiðar eru athyglis- verðar og e. t. v. verður okkur Íslendingum meira gagn að bók- um um garðrækt frá Noregi en í einni deild á sýningunni eru bækur eftir unga norska rithöf- unda. Yfir henni eru myndir Nils Johan Rud, Alfrcd Hauge, Tor- borg Nedreás, Sigurd Evensmo og Káre Holt. frá öðrum heitari löndum. At- ' hyglisverðar bækur eru á sýn- ingurmi um bastvinnu og Mat- reiðslubók Gyldendals, sem Ing- rid Askevold hefur samið er vægast sagt gimileg. TÆKIFÆRI TIL KYNNA Á norsku bókasýningunni eru um 1800 mismunandi bækur frá 16 bókaforlögum í Noregi. Það er því sýnt að hér í þessari stuttu grein hefur aðeins verið hægt að drepa á fáeinar þeirra athyglisverðu bóka er frammi Uggja. íslendingar ættu að fylgj- ast með bókmenntum þessarar nágrannaþjóðar sinnar meira en þeir gera. Þar er vissulega að finna alla þá grósku og þann kraft sem bezt getur einkennt memúngarþ j óð. Þ. Th. Góður afBi á Skagasirond SKAGASTRÖND, 5. okt. Tveir bátar hafa byrjað róðra héðan og er afli sæmilegur. Hafa bát- arnir verið með um 10 þúsund pund í róðri. — Jón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.