Morgunblaðið - 07.10.1956, Síða 12

Morgunblaðið - 07.10.1956, Síða 12
12 MöRGUMBLAÐIfí Sunnudagur 7. okt. 195P Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Bramkv.stj.; Sigfús Jónsson Ritstjóri: úaltýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsso'' Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingpr og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 AskriftargjalS kr. 25,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1,50 eintakið FaðmlÖg kommúnisfa ÞAÐ var mjög í tízku á stjórn- málasviðinu fyrir síðustu heims- styrjöld, að flokkar hinna vinn- andi stétta mynduðu með sér kosningabandalög, buðu sam- eiginlega fram til kosninga og börðust hlið við hlið að hags- munamálum alþýðunnar í þeim löndum er þeir störfuðu. Um slikt samstarf var ekki nema gott eitt að segja. Ekki var nema sjálí- sagt og eðlilegt að flokkar, sem áttu sér svipaðar hugsjónir og lík stefnumið vildu freista þess að mynda sameiginlega brjóst- vörn í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum og auknum framför- um. Kjarni allrar stjórnmála- baráttu hlýtur jafnan að vera, þegar að eðli málsins kemur, baráttan um skiptingu brauðsins, jafnframt baráttunni við að skapa meira af því, auka lífsins gæði sem þjóðin á kost á. UTAN ÚR HEIMI ] ct ^JJuerjir óicjrct Olympíuieibunum Ot ut Af þessum sökum furðaði eng- an mann sem nokkuð fylgdist með stjórnmálasögu og þróun fyrirstríðsáranna á því að alþýðu- fylkingar væru myndaðar í ýms- um löndum álfunnar. Liðsoddar slíkra fylkinga, er hófust til æðstu valda á öldufaldi þeirra, svo sem Leon Blum í Frakklandi, sköp- j uðu sér veglegan sess í sögu lands síns og áttu sinn þátt í því að marka framfarasögu þess. Alþýðufylkingin í Þýzkalandi var öflug á sínum tíma og kom mörgum merkum málum áleiðis. Segja má, að á þessum árum hafi ekki verið mikið áhorfsmál fyrir sósíaldemokrata álfunnar að efla slíkt samstarf til vinstri. Þeir voru öndvegisflokkurinn á þeim vettvangi og þurfti ekkert að óttast um veldi sitt. Hitt bar og til að á árunum fyrir stríðið var Rússland enn í augum margra frjálslyndra manna um heim allan merkileg þjóðfélagsleg tilraun, þar sem miðalda lénsríki hafði verið breytt í lýðræðissinnað verka- mannaveldi á einni nóttu, að því er telja varð. Hver vissi þá, nema þar í sveit rynni upp þúsundáraríkið, sem mannkynið hefur svo lengi þráð; Bjarmaland þar sem öll neyð og þjáning yrði útlæg ger. Og því mátti með fullum sanni segja að það væri skylda hvers frjálslynds manns að velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort kostir hins kommúniska þjóðskipulags væru ekki stærri á himni framtíðar- innar, en gallarnir, og sérdeilis vegna þess, að oft duldust þeir við fyrstu sýn. Því þá var „Rote front“ stefnan eðlileg og skiljan- leg, en komið er í ljós, að sósíal- demókratar Vestur-Evrópu vissu ekki með hverjum þeir gengu. ★ Styrjöldin og eftirleikur hennar gjörbreytti þessu á einni nóttu. Kommúnistar lögðu undir sig hvert Vestur-Evrópuríkið á fætur öðru og sýndu í utan- ríkisstefnu sinni að þeir mátu lýðræði og frelsi þess, sem minnimáttar var að engu. Lýðræðisflokkum álfunnar varð það þá strax ljóst, að þeir sem áttu kommúnistamenn að með- reiðarmönnum snéru sjaldnast aftur. Þeir höfnuðu því allri sam- vinnu við þá og einangruðu þá alls staðar þar sem því var við komið. Flokkur þeirra skrapp sam- .. fyrir andúð fólksins og varð að örverpi, sem átti sér andstyggð allra góðra manna svo sem á Norðurlöndum og í Bretlandi. Liðsbænir þeirra stuðningsóskir eða samvinnu- tilboð voru hvarvetna að engu höfð vegna þess að allir vissu hvað undir bjó. Þeir voru sem líkþrái maðurinn að því leyti, og snerting þeirra var ban- væn. Þannig hefir saga síðustu 10 áranna verið. Það voru Islendingar sem áttu heiðurinn af því að mynda einu samsteypustjórnina með kommúnistum sem nú er í þeim löndum Evrópu sem enn er frjáls. Ef heiður skyldi kalla. Löngum hefir það verið svo að þróunin hefir gengið fram hjá ís- landi og ekki náð hingað svo langt norður, og svo er það enn. íslendingar hafa löngum þótzt vera gáfaðir menn og ekki óspak- ari, en aðrar þjóðir. En ef marka má nokkuð bitra reynslu allra Austur-Evrópuþjóðanna þá eru þeir líka manna misvitrastir. Hér á landi er nákvæmlega sama sagan að gjörast og átti sér stað í Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Póllandi og Búlgaríu á árunum eftir stríðið. Grandlausir borgaraflokkar hófu samstarf við kommún- ista, er þeir enn héldu góðvilj- aðan umbótaflokk. Fyrr en varði höfðu þeir látið í minni pokann fyrir skipulagi sem ekki spyr um réttlæti eða sanngirni. Verzlun þeirra varð öll bundin í eina átt og kommunistaflokkur- inn náði töglum og högldum á öll um sviðum þjóðlífsins. Og fyrr en varði höfðu þessar þjóðir glat- að frelsi sínu. Það er öðrum þjóðum mikið furðuefni að íslendingar skuli ekki hafa gert sér ljósa hættuna sem af samstarfi við kommún- ista stafar. Og það mun þykja með meiri tíðindum íslenzkrar stjórnmálasögu er fram líða stundir, að foringjar Framsókn- ar- og Alþýðuflokksins skyldu vilja fórna áralöngum eiðstöfum fyrir mjúka valdastólana. lympíuleikarnir munu hefjast þann 22. nóvember — og eru að þessu sinni haldnir í Mel- bourne í Ástralíu, eins og kunn- ugt er. Nákvæmlega kl. 4,32 eftir hádegi þann dag mun síðasti hlauparinn af 2750, sem hlaupið hafa með Olympíueldinn yfir nær þvera Ástralíu, hlaupa inn á leikvanginn með logandi kyndil- inn. Eldurinn mun að vanda tendraður á Olympsfjalli í Grikk- landi, en síðan mun hann fluttur flugleiðis til Cairns í Ástraliu. Þaðan eru 2750 mílur til leik- vangsins í Melbourne — og mun sérhver þeirra, er með eldinn hlaupa, flytja hann eina mílu. -t\ leikvanginum munu um 110 þúsund^ áhorfendur auk íþróttamanna fra 74 þjóðum fagna síðasta Olympíuhlauparanum. Við hátíðlega athöfn verður eld- urinn tendraður og leikarnir sett- ir. Stærstu íþróttaflokkarnir koma frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Enda þótt Olympíu- leikarnir séu aðeins keppni milli einstaklinga er fyrirsjáanlegt, að Olympíuleikvangurinn í Mel- bourne verður vettvangur „kalda stríðsins" þá daga, sem leikarnir standa yfir, því að stórveldin tvö munu þar berjast um að hljóta sem mesta meistara hvort um sig. Verður þar barizt um hvern sentimetra og hvert brot úr sekúndu. í Rússlandi hafa um 7 millj. íþróttamanna æft undan- farin ár — og á s. 1. ári voru 10 þús. þeirra valdir til þess að æfa sérstaklega með þátttöku í Olympíuleikunum fyrir augum. Aðeins 397 menn og konur — úr öllum þessum skara hafa síðan verið endanlega valin til þátttöku í leikunum. Bandaríkjamenn munu einnig senda álíka fjölmenna íþrótta- flokk til leikanna. áli inn þekktasti íþrótta- fréttaritari Bandaríkjanna, H. D. Thoreau, ritaði fyrir skemmstu grein í bandaríska tímaritið „The Saturday Evening Post“ og að undangengnum allvíðtækum rann sóknum birtir hann getrauna- seðil sinn um úrslit Olympíuleik- anna. Er þetta jafnframt óska- listi, því að vitanlega bera Banda- ríkjamenn sigur af hólmi í sam- anlögðum stigafjölda íþrótta- manna sinna. Hér fer á eftir ágizkun Thoreau, en hann hefur löngum þótt glöggur í sínu fagi. f fremri dálknum er ágizkun hans en í aftari dálknum eru úrslit 1952. Bandaríkin Rússland Ungverjaland Svíþjóð Ástralía Þýzkaland Bretland ftalía Japan Frakkland Finnland Tékkóslóvakía Suður-Afríka Holland Sviss 632 614 596 553% 302 308 197 267 181 97 172 170% 172 117 154 158% 150 71 141 156% 119 162% 116 113% 81 67 44 92% 77 76 En óhappamenn hafa ætíð ver- ið uppi og þeir eru það enn. Ekki eru nema tveir dagar síðan ítalski jafnaðarmannaflokkurinn neitaði öllu samstarfi við kommúnista á Ítalíu. Guiseppe Saragat hefir reynzt forspárri en þeir Haraldur og Hermann. Því öll veröldin veit að faðm lög kommúnista eru banvæn. En Hermanni og Haraldi virðist sá sannleikur enn dul- inn. Það væri vonandi að þeir vöknuðu, áður en það er um seinan. Þannig hljóðar það, og — hvort fréttaritarinn er sannspár — já, það verður gaman að vita. ’T *ið megið ekki halda að allt sé þar með búið. Nei. Thoreau hefur einnig sett fram ágizkanir sínar um sigurvegara í einstökum greinum í frjálsum íþróttum. Bandaríkjamenn hafa lengst af staðið þar fremstir í flokki, enda telur fréttaritarinn þá eiga vissan sigur í 12 grein- um af 20. Ágizkun hans fer hér á eftir. 100 m. Morrow, Bandaríkin 200 m. Morrow, Bandaríkin 400 m. Jones, Bandaríkin 800 m. Sowell, Bandaríkin 1500 m. Bailey, Ástralía 5 km. Landy, Ástralía 10 km. Iharos, Ungverjslandi Maraþonhl. Zatopek, Tékkósl. Morrow er talinn líklegur til sig- urs í 100 og 200 m hlaupi. — 100 metrana hefur hann hlaupið á 10,2 sek. Hindrunarhl. Chromik, Pólland 110 m. grind. Jack Davis, Bandar. 400 m. gr. Glenn Davis, Bandar. Hástökk: Dumas, Bandaríkin Langstökk: Bennet, Bandaríkin Þrístökk: Da Silva, Brasilía Stangarst.: Richards, Bandar. Kúluvarp: O’Brien, Bandaríkin Kringlukast: Gordien, Bandar. Spjótkast: Krivonosov, Rússl. Tugþraut: Johnson, Bandaríkin. Á Ólympíuleikunum er keppt í margs konar íþróttum — m. a. í iyftingum. Paul Anderson heitir þessi, íturvaxinn, þótt aðeins tví- tugur sé. Hann sigraði á úrtökumótinu, sem haldið var fyrir íkemmstu í Bandaríkjunum. Kvikmyndaforstjórinn stal hnndrnSom Þúsunda ÞAÐ er víðar en á íslandi sem fjárþurrðir verða og menn draga sér fé úr eigin hendi. Mikið mál er nú á döfinni i Danmörku. Er það forstjóri félags, sem leigði út kvik- myndir, Adam að nafni. Sjálf- ur heitir forstjórinn Gulddahl. í þrjár vikur hefir hann farið huldu höfði í Kaupmannahöfn eri lögreglan vill gjarnan tala við hann. Gulddahl fékk nefnllega 440.000 danskar krónur að láni hjá gjaldkera félagsins, sem nu situr í fangelsi fyrir fjár- drátt og grunur leikiur á, að Gulddhal hafi notað peningana í eigin þarfir. Handtökuskip- un hefir verið gefin út og myndir af kvikmyndafor- stjóranum eru á forsíðum allra dönsku blaðanna. í Vé’skólonnm Frh. af bls. 2. er því göfugt lífsstarf, sem þeir hafa valið sér, sem kenna tækni, sagði Gísli. En allir þeir, sem það gera, þurfa að rækta með sér þá skapgerð M. E. Jessens, skóla- stjóra, — að hlaupa ekki heim undan vandanum, heldur að standast erfiðleikana og vinna sigur. Þess vegna er brjóstmynd af Jessen skólastjóra góð gjöf Vél skólanum. Hún minnir á þann mann, sem ungur kom til fram- andi lands til að kenna ófróðum unglingum göfug fræði; og hún minnir á þann mann, sem ekkl aðeins tókst það, heldur grund- vallaði skóla, sem haft hefur víð- fæk áhrif á tækniþróun lands- íanna. Myndin minnir á bar- ttu — og hún ætti að vera reypt í huga tæknikennara og .ækninemenda. Síðan þakkaði Gísli Jónsson Tessen og konu hans og óskaði beim góðs æfikvölds, kvaðst /ona að eftirkomendum Jessens við skólann mætti takast að ná feti framar en Jessen náði — það væri ekki auðvelt verk, og hann óskaði nemendum alira heilla. * „KENNDI HEILLI ÞJÓÐ** M. E. Jessen þakkaði alla vin- áttu sér sýnda. Hann rifjaði upp aðdraganda að komu sinni hing- að og fyrstu starfsárin hér. Nefndi hann í því sambandi margar sögur, sem nú eru eins og gamansögur, þegar baráttunni er lokið með sigri, en í þeim spegl- aðist sá sannleikur, hve hrjúf- an akur M. E. Jessen varð að plægja, enda þurfti hann, eins og Gunnar Bjarnason skólastjóri, komst að orði, „ekki aðeins að kenna einum og einum manni, heldur heilli þjóð“. Frú M. E. Jessen þakkaði einn ig alla vinsemd er nemendur skólans hefðu fyrr og síðar sýnt þeim hjónum. Öll var þessi látlausa athöfn hin hátíðlegasta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.