Morgunblaðið - 07.10.1956, Síða 13
Sunnudagur 7. okt. 1958
M o* ajiism á r* jp
13
Reykjavíkurbréf:
Laugardagur 6. október
Alþingi kvatt lil funda - Efnahagsvandamálin sök kommúnisla - „Heiðra skalfu skálkinn" - Blekkingar
kommúnisla afhjúpaðar - Álil hinna erlendu sérfræðinga - Gengislækkun í aðsigii
■ •1 *'^
gengið yrði lækkað. Skal hér
ekkert fullyrt um áreiðanleik
þessarar sögusagnar, né hitt
hvort telja beri, að þessi skoðun
hagfræðinganna hafi við rök að
styðjast, ef orðrómur þessi reyn-
ist sannur.
En súrt epli hlýtur það að
verða í að bíta fyrir kommún-
ista, ef þeim verður nú fyrir-
skipað að gerast aðilar að
framkvæmd gengislækkunar
ofan í þá kaupbindingu, sem
þegar hefur verið fram-
kvæmd. Mun þá hverfa síðasti
snefill þess trausts, sem komm
únistar hafa hingað til notið
meðal launafólks, og er það
vissulega vel farið, hvað sem
öðru líður.
Iðiukosningarnar :
JUff/ör uppffjöi
komm únista
Alþingi kemur saman næstkomandi miðvikudag.
Alþingi kvatt saman til
fundar
HIÐ nýkjörna Alþingi hefur nú
verið kvatt til funda, og mun
það setjast á rökstóla n.k. mið-
vikudag. Eins og að vanda bíða
mörg og stór verkefni Alþingis
þess er nú kemur saman. Má bú-
ast við allhörðum átökum um
mörg þeirra vandamála er þingið
mun fá til meðferðar. En þrátt
fyrir þann ágreining, sem vitað
er að verða muni, væntir þjóðin
þess þó, að fulltrúar hennar á
löggjafarsamkomunni beri gæfu
til þess að leysa hin aðkallandi
vandamál í samræmi við alþjóð-
arheill, og átökunum verði þó
það í hóf stillt, að ekki leiði til
þess að þjóðarskútunni hvolfi
með öllu því, sem innanborðs er.
Efnahagsvandamálin
sök konunúnista
MEÐAL þeirra vandamála, er
efst verða á baugi nú sem oft
endranær er Alþingi sezt á rök-
stóla, eru efnahagsvandamálin.
Þvi hefur verið haldið fram
sleitulaust í málgögnum ríkis-
stjórnarinnar undanfarið að ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins er
sæti áttu í fyrrverandi ríkisstjórn
beri höfuðábyrgð á þessum vanda
málum. Engin frambærileg rök
hafa þó verið borin fram slíkum
málflutningi til stuðnings, enda
eru þau ekki til, en staðreynd-
irnar sanna hið gagnstæða. Þjóð-
in hafði búið við stöðugt verðlag
og jafnvægi í efnahagsmálum í
hálft fjórða ár, þar til verkföll
þau er kommúnistar hrundu af
stað vorið 1955 röskuðu þvi jafn-
vægi er ríkt hafði og hleyptu af
stað nýju kapphlaupi milli kaup-
gjalds og verðlags.
Draugur sá, er ríkisstjórnin
hefir nú við að glíma í þessum
efnum, var því vakinn upp af
kommúnistum og þeim einum.
Það er þvi ósvífin blekking,
þegar þvi er haldið fram í
málgögnum ríkisstjórnarinn-
ar, að ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins i fyrrverandi ríkis-
stjórn — einmitt mennirnir
sem vöruðu eindregnast við
afleiðingum verkfallanna —
beri ábyrgð á þeirrl óheilla
þróun sem kommúnistum
tókst að skapa.
Heiðra skaltu
skálkinn“
VANDKVÆÐI þau, sem við er
«8 etja í efnahagsmálum stöfuðu
þannig ekki af mistökum fyrr-
verandi ríkisstjórnar, heldur af
mlsbeitingu þess valds, sem
kommúnistar hafa öðlazt með
ítökum sínum í verkalýðshreyf-
ingunni. Með heiðarlegu og
drengilegu samstarfi lýðræðis-
flokkanna innan verkalýðshreyf-
ingarinnar hefði verið hægt að
halda kommúnistum svo í skefj-
um, að þeir hefðu ekki haft að-
stöðu til skemmdarverka gagn-
vart efnahagsstarfsemi þjóðfélags
ins. Með slíku móti hefði mátt
koma á æskilegri samvinnu milli
ríkisvaldsins og verkalýðssam-
takanna um lausn efnahagsvanda
málanna.
En sú stefna varð ofan á bæði
í Alþýðuflokknum og Framsókn-
arflokknum að hafna þeirri leið,
en taka í þess stað upp sarnvinimt
við kommúnista og löggilda þá
sem samstarfshæfan flokk í
verkalýðsmálum og landsmálum
abnennt. Að því er meginþorra
þeirra Framsóknarmanna og Al-
þýðuflokksmanna snertir. er
þetta samstarf hafa stutt, mun
þó ekki því til að dreifa, að þeir
hafi skipt um skoðun á kommún-
istum og starfsháttum þeirra.
Það, sem hins vegar mun iiggja
að baki hinni breyttu afstöðu til
kommúnista, er sá hugsunarhátt-
ur, sem fram kemur í máltækinu
„Heiðra skaltu skálkinn svo hann
skaði þig ekki.“
Er það sjónarmið að visu
skiljanlegt, þótt mikilmann-
legt sé það ekki, og lítt væn-
legt til eflingar lýðræðislegum
stjórnarháttum að ofbeldi og
ofbeldishótanir sé þannig
heiðrað með því að veita
þeim, er því beita aðgang að
æðstu trúnaðarstöðum þjóð-
félagsins.
Blekkingar kom-
múnista afhjúpaðar
ÞÓTT þátttaka kommúnista í
ríkisstjórn hafi þegar bakað ís-
lenzku þjóðinni mikinn álits-
hnekki og skapað tortryggni í
garð hennar meðal nágranna-
þjóða vorra, hefir þó eitt gott af
henni leitt. Verkamenn og aðrir
launþegar, sem hingað til hafa
lagt eyrun við lýðskrumsáróðri
kommúnista sjá nú í gegnum
blekkingavef þeirra. Kommún-
istar hafa árum saman barizt
gegn ráðstöfunum þeim sem gerð
ar hafa verið til bjargar atvinnu-
vegum þjóðarinnar, svo sem
gengislækkuninni, bátagjaldeyr-
inum og framleiðslusjóðsgjald-
inu, er lagt var á s.l. vetur. Hafa
þeir talið þessar ráðstafanir ó-
þarfar með öllu og gerðar til
þess eins að þrengja kost alþýð-
unnar í landinu. Nú hafa komm-
únistar setið 2% mánuð í ríkis-
stjórn án þess að hafa hreyft
hönd né fót til þess að létta af
almenningi þessum svívirðilegu
álögum, að þeirra dómi.
Þegar rikisstjórn Stefáns
Jóhanns festi kauiutialdsvísi
töluna fyrir nokkrum árum
ætluðu kommúnistar að ærast
og kölluðu þá ráðstöfun „land-
ráð“, „þrælalög“ og öðrum
þess háttar nöfnum. Það má
kalla kaldhæðni örlaganna,
að það skyldi verða þeirra
fyrsta verk er þeir komust í
rikisstjórn að nýju að setja
það er á þeirra máli hafði hing
að til verið kölluð „þræla-
_lög“ og og fremja „launrán“
Það skal ekki rætt hér hvort
kaupbindingarlög ríkisstjórnar-
innar hafi verið réttmæt eða
ekki. En hvað sem því líður, þá
hafa kommúnistar með því að
standa að setningu þeirra afhjúp-
að rækilega loddaraskap sinn og
óheilindi í garð launastéttanna.
Enda verður þess þegar vart að
launþegar snúa nú umvörpum
baki við kommúnistum. Hefir sú
andúðaralda, sem kommúnistar
finna nú rísa gegn sér innan
verkalýðssamtakanna lostið þá
slíkri skelfingu, að þeir hafa séð
sig knúna til slíks fantabragðs er
þeir beittu í Iðjukosningunum á
dögunum.
Alit hinna erlendu
sérfræðinga
í S.L. MÁNUÐI kvaddi ríkis-
stjórnin hingað til lands tvo sér-
fræðinga í efnahagsmálum, er
starfað hafa á vegum alþjóða-
bankans í Washington. Hefir ver-
ið frá því skýrt opinberlega, að
sérfræðingar þessir hafi skilað
áliti sínu og tillögum til ríkis-
stjómarinnar fyrir rúmum hálf-
um mánuði.
Gengislækkunin í
aðsigi?
ENN sem komið er hefur álits-
gerð þessi ekki verið sýnd öðrum
en nánustu trúnaðarmönnum
rí kisst j órnarinnar.
Það hefur þó kvisazt, að hinir
erlendu hagfræðingar hafi í
áliti sínu bent á það, að gengi
íslenzku krónunnar væri rang-
skráð miðað við raunverulegan
kaupmátt hennar og lagt til að
KOMMÚNISTAB hafa nú hreinlega og algjörlega gefizt
upp við að verja ofbeldisaðgerðirnar í Iðjukosningunum
um síðustu helgi. Tvo greinarstúfa hefur Þjóðviljinn þó birt
um málið eftir vinnumann Björns Bjarnasonar, Halldór Fét-
ursson. Fjallar annar einkum um hundaæði hjá andstæðing-
um kommúnista og mottóið í þeim síðari er alkunn drykkju-
vísa. Þannig svara þeir.
Eftir sem áður stendur óhaggaður sá sannleikur, að í
kosningum þessum þverbrutu kommúnistar allar þær lýð-
ræðisrcglur, sem með nokkru móti var unnt að brjóta. Er
rétt að benda enn á nokkrar staðreyndir í sambandi við
] þetta kosningahneyksli og skal þó aðeins drepið á fáein
atriði.
1. Af um 1400 Iðjufélögum, er greiddu gjöld um síðustu
áramót, voru tæplega 600 ekki teknir á kjörskrá. Aðeins
384 greiddu kommúnistum atkvæði og út á það fá þeir
14 fulltrúa á Alþýðusambandsþingi.
2. Kommúnistar reyndu allt, sem þeir gátu, til þess að
ónýta framboð lýðræðissinna og strikuðu m. a. einn
frambjóðanda þeirra út af framboðslista, en urðu siðar
að viðurkenna, að það var rangt og leyfðu honum að
kjósa.
3. Kjörskrá var öll brengluð og illmögulegt að fara eftir
henni.
4. Kjörstjórn var skipuð þremur kommúnistum, þar af voru
tveir í framboði á lista kommúnista.
5. Kjörstaður var Þórsgata 1, og kosningaskrifstofa rekin í
næsta herbergi við kjördeild og um allt húsið. (Einnig
að Tjarnargötu 20).
6. Kjörklefar voru engir, en gamlar gardínur í þess stað
hengdar upp í herbergishorn. Þurfti sérstaka aðgæzlu,
til þess að ekki sæist, hvað kosið var.
7. Fjöldi Iðjufélaga, sem á kjörstað kom, var rekinn heim
og neitað um að fá að kjósa, enda þótt kjörstjórn bætti
mörgum tugum af nýjum nöfnum inn á kjörskrá, meðan
á kosningu stóð.
Þetta eru einungis örfá atriði úr þessum dæmalausu
„kosningum“ í Iðju á því herrans ári 1956. Kommúnistar
mega gjarnan vita, að í þessu sambandi verður engu gleymt
og hótanir þeirra í garð Iðjufélaga og annarra geta ekki
varnað því, að hinar sósíalfasísku aðgerðir þeirra komi þeim
í koll fyrr eða síðar.
Böðvar lóðaði síld
AKRANESI, 5. okt. — f nótt íóð-
aði mb. Böðvar, sem verið hefur
í síldarleit að imdanförnu, tals-
verða síld djúpt í Miðnessjó. — f
dag fóru fimm reknetjabátar héð-
an frá Akranesi á staðinn til þess
að ganga úr skugga um hvort um
mikið síldarmagn væri að ræða.
Akranesbátar hafa nú ekkert
aðhafzt í tvær vikur nema tveir,
Ásbjörn og Guðmundur Þorlák-
ur, sem stundað hafa veiðar. —
Fimm ættliðir
Á MORGUN, mánudag, verður
frú Guðrún Jónsdóttir að Narfa-
stöðum í Viðvíkursveit, 92 ára.
Afkomendur hennar í beinan
kvenlegg eru nú 4 og eru hér
á myndinni með Guðrúnu, sem
stendur lengst til vinstri. Við
hlið hennar stendur dóttir henn-
ar, Anna Jónsdóttir, húsfreyja á
Nautabúi í Hjaltadal, 70 ára, þá
dóttur-dóttir hennar, Sigríður
Jónsdóttir, húsfreyja í Garði i
Mývatnssveit, 50 ára, síðan kem-
ur dóttur-dóttir-dóttir, Valgerð-
ur Halldórsdóttir, læknisfrú á
Blönduósi, 27 ára, og litla stúlkan
ur dóttur-dóttur-dóttir, Valgerð-
ir, Hildur Kristjánsdóttir, sem «r
6 ára.