Morgunblaðið - 07.10.1956, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.10.1956, Qupperneq 14
14 M O RG V N B LA ÐIÐ Sunnudagur 7. okt. 195« FRÁ SAMBANDI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: ÞÖR VILHJÁLMSSON Cuðmundur H. Carðarsson viðskipfafrœðingur: MORGNI hverjum koma nokkur hundruð starfsmenn samanAUKIN FRAMLEIÐSUA til vinnu sinnar í höllinni Chateau de la Muette og tveim stórbyggingum við hlið hennar í Rue André-Pascal í París. Eru hér á ferð Frakkar, Bretar, Danir, Norðmenn, Belgar, Svíar, Austurríkismenn, Grikkir, írar, ftalir, Portugalar, Tyrkir, Þjóð- verjar, Hollendingar, Svisslendingar, Lúxemborgarmenn og ís- lendingár. í stuttu máli sagt fastir starfsmenn Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu (The Organisation for European Economic Co-operation) og fulltrúar efnahagssamvinnulandanna, sem eiga saeti í hinum mörgu ráðum og nefndum, sem starfa fyrir stofn- unina og stjórna henni. Auk þeirra starfa á hennar vegum Banda- rikjamenn og Kanadamenn. Eini íslendingurinn, sem nú er hjá OEEC i Paris sem fastastarfsmaður, er Einar Benediktsson hag- íræðingur frá Reykjavík. Vinnur hann í hagdeild stofnunarinnar. STOFNUN OG TILGANGUR Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu, eða OEEC, eins og hún er nefnd í daglegu tali, varð til ár- ið 1948, er fulltrúar 18 Evrópu- ríkja komu saman og mynduðu með sér samtök í þeim tilgangi að hafa með sér nána samvinnu í efnahagsmálum. Auk þess skyldi haft samstarf við Banda- ríkin og Kanada, sem eru óbeinir stofnaðilar og starfa með sam- tökunum. í efnahagssamvinnulöndunum, sem nú eru 17, búa 280 milljónir manna á landssvæði, sem er um 3.500.000 ferkílómetrar. Flest- ar þeirra þjóða, sem byggja þessi lönd, hafa eldað grátt silfur sín á milli í margar aldir. Yfirgang- ur, tillitsleysi og þjóðarhroki hefur einangrað þessar þjóðir hverja frá annarri og komið í veg fyrir, að þær ynnu saman að varðveizlu friðar og stuðluðu sameiginlega að aukinni velmeg- un þegnanna. Skortur á samtök- um eða vettvangi, þar sem þjóðir þessar gætu rætt vandamál sín, bæði sameiginleg og sérstæð, olli oft misskilningi og fjandskap milli þjóðanna, sem skaðaði bæði deiluaðila og aðra. í dag ræða þessi Vestur-Ev- rópuríki frjálslega saman á vett- vangi OEEC um efnahagsvanda- mál og fyrirætlanir í efnahags- málum, sem þau áður fyrr hefðu eigi gert og jafnvel leitazt við að halda leyndum fyrir öðrum þjóð- um. Hið sameiginlega átak þjóð- anna að lausn efnahagsvanda- mála eftirstríðsáranna hefur flýtt mikið fyrir aukinni velmeg- un Vestur-Evrópu — og það sem meira er um vert: aukið skilning þjóðanna á efnahagsvandamálum nágrannalandanna. Með gagn- kvæmum ráðstöfunum og sam- eiginlegum hafa þau rétt hvert öðru hjálparhönd, leitazt við að leysa innbyrðis deilur á friðsam- legan hátt og oft orðið vel ágengt. Við undirskrift samninganna um stofnun OEEC árið 1948 skuldbundu þátttökuríkin sig í raun og veru til að leitast við að samræma efnahagsaðgerðir sínar með tilliti til heildarinnar, til að hagnýta náttúruauðlindir land- anna á sem hagkvæmastan hátt og vinna að aukinni framleiðni (productivity) í sem flestum at- vinnugreinum með gagnkvæm- um tæknilegum leiðbeiningum, upplýsingum og fræðslu. f»au ásettu sér að endurnýja vélar og tæki í þýðingarmestu framleiðslu greinum landanna, setja á stofn nj'jar verksmiðjur og lagfæra og endurskipuleggja hinar eldri Skyldi einkum lögð áherzla á landbúnað og iðnað. Árangurinn af þessari viðleitni hefur orðið mjög góður. Óhætt er að segja, að öll framleiðsla Vest- ur-Evrópuríkjanna að hergagna- framleiðslunni undanskilinni, hafi verið í molum er styrjöld- inni lauk, aðeins sáralítið brot af því, sem hún var síðasta árið fyrir friðarslitin 1939. Erfiðlega gekk að koma henni í eðlilegt horf fyrstu árin eftir heimsstyrj- öldina og var það fyrst og fremst vegna samtakaleysis þjóðanna og fjármagnsskorts. Með tiikomu Marshall-aðstoð- arinnar og stofnun OEEC verða skjót umskipti á þessari þróun. Gerðar hafa verið athuganiv á framleiðsluaukningu iðnaðar og landbúnaðar í efnahagssamvínnu löndunum á tímabilinu 1946— 1953 og vísitala framleiðslubreyt- inganna miðuð við árið 1938. — Heildarbreytingarnar urðu þær, að landbúnaðarframleiðslan sem var aðeins 82 stig (1938:100) ár- ið 1946 hækkaði aðeins um 11% stig til ársloka 1948. Á næsta fimm árum verður aukningin það mikil, að í lok ársins 1953 er framleiðslan 20% meiri en árið 1938, eins og eftirfarandi tafla sýnir: VISITALA 194« 1948 Iðnaðarframleiðslan var árið 1946 aðeins 68 stig. Árið 1948 er hún komin á svipað stig ög síð- asta árið fyrir heimsstyrjöldina, en árið 1953 er hún orðin 41% hærri. VISITAL A 150 100 1944 1948 1953 Þessar einföldu tölur lýsa vel hinum stórstígu framförum, sem orðið hafa í landbúnaði og iðn- aði, síðan OEEC tók til starfa. Sé framleiðsluaukning iðnaðar Vestur-Evrópu borin saman við framleiðsluáukningu bandaríska iðnaðarins á tímabilinu 1938— 1953, sést, að fram til ársins 1946 eykst iðnaðarframleiðsla Banda- ríkjanna jafnt og þétt á sama tíma, sem hún minnkar í Vestur- Evrópu. Árið 1946 tekur hún svo- litlum breytingum upp á við, en það er ekki fyrr en árið 1948 og síðar, sem hún eykst í líku hlut- falli og örlítið meira heldur en í Bandarílcjunum, sem er tvímæla- laust háþróaðasta iðnaðarland heimsins. Iðnaðarframleiðsluvísitala USA og Vestur-Evrópu tímabilið 1938 —1953 sést á þessari töflu: Payments Union — EPU) vax VISITALA 258 209 ryi rfztú " s lÉilpífi io°r* — r98 i 1946 1948 1953 1938 ÖNNUR STARFSEMI Auk þess, sem þegar er greint frá, voru önnur helztu stefnu- skrármál stofnaðila OEEC að draga úr verzlunarhöftum, halda við fulltri atvinnu, koma á og halda í horfi efnahagslegu jafn- vægi í þjóðarbúskapnum og vekja með því traust á gjaldmiðli I aðildarríkjanna. Öll aðildarríkin samþykktu jafnframt að loka- takmarkið í verzlun og viðskipt- um innan OEEC væri algjört verzlunarfrelsi og frjáls gengis- skráning. Hlutverk aðalstöðvanna í París var að hrinda þessum málum í framkvæmd innan ramma þeirra samþykkta, sem aðildarríkin gerðu og kynnu að gera með sér. Með æðstu stjórn OEEC fer ráð, sem skipað er ráðherrum eða hátt settum embættismönnum. I því eiga sæti ráðherrar, einn eða fleiri frá meðlimaríkjunum, sem eru nú 17, og frá hinum tveim óbeinu aðildarríkjum, Kanada og Bandaríkjunum, og sitja þeir hina svonefndu ráðherrafundi. Á venjulegum fundum, sem fjalla meira um ákvarðanir, er varða framkvæmdahlið stofnunarinnar, sitja sérstakir fulltrúar, sem eru tilnefndir af ríkisstjórnum með- limaríkjanna. Af íslands hálfu sækir fundi þessa Hans C. Andersen ambassador. Júgó- slavía hefur heimild til að hafa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðs- ins. Spánn hefur einnig heimild til að fylgjast með fundum ráðs- ins, þegar rætt er um landbún- aðarmál. Þær ákvarðanir, sem teknar eru í efnahagsmálum á fundum ráðsins, eru bindandi fyrir með- limaríki. Til yfirumsjónar með framkvæmd þeirra samþykkta, sem gerðar eru á fundunum, hef- ur ráðið sér til aðstoðar fram- kvæmdanefnd, sem í eru sjö nefndarmenn, sem Kosnir eru ár- lega. Þessi framkvæmdanefnd á auk þess að hafa með höndum frumrannsókn þeirra atriða, sem lögð eru fyrir ráðið. Fjölmargar sérfræðinganefndir hafa verið settar á stofn til að vinna að þeim mikla fjölda mála og verkefna, sem leysa verður á vettvangi OEEC. Sumar þessara nefnda hafa með höndum rann- sókn efnahagsmála. Of langt mál væri að fara út í nákvæma lýs- ingu á hinu fjölþætta starfi OEEC og á öllum þeim nefndum og deildum, sem á vegum stofn- unarinnar starfa. Eigi er þó hægt að skilja svo við þetta efni, að ekki sé getið tveggja merkra deilda innan OEEC, sem mikið hafa komið við sögu Vestur-Evrópuríkjanna á síðastliðnum árum, en það eru Greiðslubandalagið og Fram- í leiðniráðið. ‘ Greiðslubandalagið (European sett á laggirnar áriö 1950 með 350 milljón dollara stofnfrarnlagi frá Bandaríkjunum. Var því ætlað það hlutverk að koma á marg- hliða greiðslukerfi milli allra OEEC-landanna og auðvelda við- skipti þeirra á milli, þrátt fyrir greiðsluhalla hjá einstökum með- limaríkjum. Hefur fyrirkomulag þetta auðveldað viðskiptin mílli OEEC-landanna. Framleiðniráð Evrópu (Europe an Productivity Agency — EPA) var sett á stofn árið 1953, og er hlutverk þess að koma á nánara samstarfi milli OEEC-landanna í tækni. Á það að vinna að auk- inni framleiðni með því að styrkja náms- og fræðsluferðir sérfræðinga, dreifa upplýsingum og fleiru, sem miðar að aukinni framleiðni í iðnaði og vörudreif- ingu. ÍSLAND OG OEEC Þegar eftir stofnun OEEC var gerð nokkurs konar framkvæmd- arátælun fyrir fsland, og var í henni gert ráð fyrir kaupum á 12 togúrum, byggingu lýsisherzlu- stöðvar, byggingu 13 fiskimjöls- verksmiðja, aukningu kaupskipa- flotans fyrir áætlað kostnaðar- verð 70 millj. kr., aukinni raf- orkuframleiðslu úr 50.000 kw upp í 107.500 kw, byggingu áburðarverksmiðju o. fl. Þann tíma, sem ísland naut Marshallaðstoðarinnar, breyttist efnahagsástandið tvímælalaust mikið til batnaðar. Ýmsir þættir framkvæmdaráætlunar fyrir ís- land urðu að veruleika á þessum árum, og má þar nefna að Áburð- arverksmiðjan var reist, nýjar virkjanir við Sog og Laxá voru fullgerðar, togara- og kaupskipa- flotinn var aukinn, fleiri fiski- mjölsverksmiðjur voru byggðar, landbúnaðarvélar fluttar inn nokkurn veginn í samræmi við gerða áætlun og að vélaafl til raforkuframleiðslu rúmlega tvö- faldaðist á þessu tímabili. Þátttaka íslands í OEEC er nú aðallega í því fólgin, að ísland á aðild að greiðslubandalagi Evrópu og nýtur aðstoðar þess og þar að auki hefur ísland mikil skipti við Framleiðniráðið. Er- lendir sérfræðingar á þessu sviði hafa komið hingað til lands og margir íslendingar hafa farið utan þeirra erinda að læra nýja og hagkvæmari starfshætti í sér- greinum sínum. Marshall-aðstoðin var horn- steinn allra þessara miklu fram- kvæmda, og í anda hennar var Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu komið á fót til að vinna að aukinni velmegun þátttökuríkj- anna. Áhrifa hennar gætir mjög í Vestur-Evrópu og er ekki of- mælt, að þau hafa verið þjóðun- um til góðs, bæði í andlegum og veraldlegum efnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.