Morgunblaðið - 07.10.1956, Síða 18

Morgunblaðið - 07.10.1956, Síða 18
MORCUISBLAÐIÐ Sunnudagur 7. okt. 1956 e' 1» Skrifstofustarf óskast Dönsk stúlka, sem hefur starfað við skrifstofustörf í mörg ár, talar íslenzku og kann enska og danska hrað- ritun, óskar eftir atvinnu við skrifstofustörf nú þegar. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Skrifstofustarf — 4723“. Skelpiöíutölurnar í mörgum litum Cjíálaóon Fimmtugur Hannes Scheving, stýrimaður MIKILVÆGT atriði í þjóðarbú- skap okkar íslendinga er hversu ötula sjómannastétt við eigum. Einn af þeim harðduglegu mönn- um, sem hafa glímt við Ægi hinn mikla til þess að afla þjóð sinni lífsnauðsynja, er fimmtugur í dag. Hannes Scheving er fœddur í Reykjavík 7. október 1906. Sonur hjónanna Jóns Hanssonar, Hall- grímssonar Scheving, yfirkennara að Bessastöðum, síðar við lærða- skólann og Sigríðar Magnúsdótt- ur, Magnússonar frá Efri-Hrepp í Skorradalshreppi. Hannes kynntist snemma sjón- um því á hans uppvaxtarárum var mikil þilskipaútgerð héðan úr bænum og má kynnast unglings- árum Hannesar með lestri bókar Hendriks Ottóssonar „Gvendur Jóns og ég“ um athafnir ungling- anna í vesturbænum. Um fermingu réðst hann fyrst til sjós sem háseti til Sigurðar Magnússonar frænda síns á kútt- er Helga. Stundaði hann síðan sjóinn sem háseti og kyndari ó- slitið þar til hann fór í stýri- mannskólann. Þaðan lauk hann prófi árið 1934. öll stríðsárin sigldi hann sem skipstjóri til Eng- lands færandi björg í bú, báðum þjóðum og eru það sjómenn ein- ir, sem — þó minnst um tali — geta sagt frá þeim þrekraunum sem því fylgir að sigla slíkan helveg. Eins og oft vill verða með ötula menn, er Hannes búinn að ofbjóða heilsu sinni og varð af þeim sökum að hæt+a sjómennsku en alltaf reikar hugurinn til Æg- is. Fylgist hann vel með hversu til gengur á sjónum. Talar um hvað hægt sé að gera til að bæta úr og fiska rneira — hvað reynsl- an hefur sýnt að beri að varast. Ekki fyrir löngu skrifaði hann grein í Morgunblaðið, þar sem hann gerði tillögu um tilraun á notkun flotvörpu á síldveiðum, sem margir er til þekkja telja mjög athyglisverða. Dugnaði Hannesar er viðbrugð ið. Hann er svo sérstæður elju- maður og vinnuþjarkur að það sem hann tekur fyrir verður að þeysast áfram ef svo mætti að orði komast. Seinlæti er ekki að hans skapi. Síðustu árin hefur hann rekið reiðhjólaviðgerðarverkstæðið Gylfa, Grjótagötu 14. Þangað hafa unglingarnir þyrpzt því þeir hafa fundið hver sérstakur gæða- maður Hannes er, hve hann er vinsæll og dagfarsgóður, trygg- lyndur og hjálpsamur með af- brigðum og sannur vinur vina sinna. Ekki þarf að efa að mannmargt verður að Grjótagötu 14 í dag en þar hafa Hannes og systir hans búið sér heimili, sem þau eru samhennt um að hlúa að á allan hátt. Hannes, óskir vina þinna eru þær að þú náir góðum bata, og eigir langa lífdaga. Lifðu heill. — E. F. UM þessi mánaðamót lét Elías Eyvindsson læknir af störfum sem forstöðumaður Blóðbankans. Læknirinn flytur úr bænum og verður læknir austur á Norðfirði. Valtýr læknir Bjarnason mun taka við Blóðbankanum að þvi er blaðið frétti i gærkvöldi. Hafnaríjörður: VerzlunJn Vegamót Reykjavíkurvegi 6 Á boðstólum: Brauð og kökur, úrvalstegundir — Mjólkurís Ö1 — Tóbak — Sælgæti — Reynið viðskiptin — V e g a m ó t hrærivéiin og s|á!fhitasti!!ta pannan HESMSÞEKKT HEIMILISTÆKI HENTA HAGSÝNUM HÚSMÆDRUM U mbDÖsmsnn: 1. Reykjavík — Véla- og raftækjaverzl., Bankastrætí • 10 2. Reykjavík — Verzl. Júlíusar Björns- sonar, Austurstræti 12. 3. Reykjavík — Hekla h.f., Austurstr. l^ 4. Reykjavík — Raforka h.f., Vesturgötu 2 og Laugavegi 63 5. Akranes — Verzl. Staðarfell, Kirkju- braut 1 18. Sauðárkrókur — Verzlunin VökuR 19. Siglufjörður — Pétur Björnsson 20. Akureyri — Verzlunin Vísir 21. Húsavík — Verzl. St. Guðjohnsen 22. Seyðisfjörður — Jón G. Jónasson 23. Norðfjörður — Björn Björnsson 24. Eskifjörður — Pöntunarf. Eskfirðinga 25. Reyðarfjörður — Kristinn Magnússon Auðve»á»r lnismóðurinni heimilisstörfin Máltíðirnar vorða fjölbreyttari og betri og kökurnar ljúffengari 6. Borgarnes — Verzlunarfélagið Borg 7. Ólafsvík — Kaupfélag Ólafsvíkur 8. Stykkishólmur — W. Th. Möller 9. Búðardalur — Eiías Þorsteinsson Búðardal 10. Patreksfjörður — Verzl. Ó. Jóhann- essonar h.f. 11. Bíldudalur — Verzl. Jóns. Bjarnas. 12. Suðureyri — Verzl. Friðberts Guðm- undssonar 13. Bolungavik — Verzl. Björns Eiríkss. 14. ísafjörður — Verzl. Jóns Ö. Bárðar- sonar, Aðalstræti 22 15. Hvammstangi — Sigurður Pálsson 16. Blönduós — Verzlunin Valur 17. Skagaströnd — Sigurður SöJvason 26. Fáskrúðsfjörður — Marteinn Þor- steinsson & Co. h.f. 27. Stöðvarfjörður — Stefán Carlsson 28. Hornafjörður — Steingr. Sigurðsson 29. Vík — Verzlunarf. V.-Skaftfellinga 30. Vestmannaeyjar — Haraldur Eiríks- son h.f. 31. Þykkvibær — (Miðkot) Friðrik Frið- riksson 32. Selfoss — S. Ó. ólafsson 33. Hella — Kaupfélagið Þór 34. Eyrarbakki — Guðlaugur Pálsson 35. Grindavík — Ólafur Árnason 36. Sandgerði — Nonni & Bubbi 37. Keflavík — Verzl. Sölva Ólafssonar 38. Rafveitubúðin — Hafnarfirði. 39. Verzlunin Reykjafoss, Hveragerði. Allt, scm þér þurfið að gera er að setja ponnuna í samband við rafmagn — stilla hitastillinn og hún matreiðir sjólf og til fullnustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.