Morgunblaðið - 10.10.1956, Síða 12
12
MORGUISBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. okt. 1956
i • “L
LOUIS COCHRAN: !
SONUR HAMANS
_____________________ •
Framhaldssagan 48
„Þetta er allra skemmtilegasti
leikur, málaflutningsmaður“
sagði hann. — „Ég er viss um að
þeir þelckjast ekki betri annars
staðar, jafnvel ekki í New Or-
leans.“
Cronbone virti hann ekki svars
og Lije brosti drýgindalega ura
leið og hann herti tak sitt um
olnboga stúlkunnar og leiddi
hana í áttina að opnum dyrunum.
10. kafli.
í heila klukkustund eftir að Si
fraendi hafði látið allar sínar
dætur af hendi við „fjárkaup-
mennina", voru leikin fjörug lög
s. s. „Undir einitrénu“, „Káti mai-
arinn“ o. fl. slík.
Því næst var farið að ráða gát-
ur, þar sem þeir Lije og Cron-
bone báru báðir langt af öllum
öðrum.
Loks komu svo hinar lang-
þráðu veitingar: köld og mögur
rifjasteik, stórar kexkökur með
alltof miklu natroni, tekökur og
eplavín.
Eftir það tóku gestirnir, að vísu
dræmt og ófúslega, að búast til
brottfarar og tóku þá að nýju á
sig nokkuð af hinum íburðamikla
viðhafnarsvip, sem þeir höfðu
borið við komuna þangað.
Lije var mjög ánægður með
það að hverfa af stað. Á hinni
stuttu gönguferð sinni með Eliza-
beth, eftir fjárkaupamannaleik-
inn, hafði hann fundið til undar-
legs og áður óþekkts aðhalds og
hann hafði oftar en einu sinni
litið til hennar tortryggnislega,
hræddur um að hún væri e.t.v.
að hlæja að honum. En hún var
alltaf að skrafa um allt og ekki
neitt og svipur hennar var eitt-
hvað svo undarlega óraunveru-
legur í fölleitri tunglsbirtunni. —
Honum virtist jafnvel, sem henni
myndi ekki ógeðfélt að ganga
þetta með honum, en óvissan um
það, hvort hún myndi vera að
brosa með honum eða að honum,
ÚTVARPID
Miðvikudagur 10. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 19,30 Tónleikar:
Óperulög (plötur). 20,30 Frásaga:
Á færeyskri skútu; þriðji þáttur
(Jónas Árnason rithöfundur). —
20,55 Kórsöngur: Islenzkir kórar
syngja (plötur). 21,15 Upplestur:
„Skarfurinn", smásaga eftir
Thomas Krag, í þýðingu Árna
Hallgrímsson (Jóhann Pálsson
leikari). 21,40 Tónleikar: Dr.
Victor Urbancic leikur áorgel. —
22,00 Fréttir og veðurfregnir. —
batt tungu hans og olli því, að
harín þrammaði þunglamalegur
og svipmyrkur við hlið hennar.
Þau kvöddu aðra gestina með
handabandi og voru komin út á
tröppurnar áðúr en þau kvöddu
gestgjafa sína, sem stóðu úti fyrir
dyrunum. Flestir gestanna áttu
heima í mílu fjarlægð og það var
vitneskjan um það að næstu end-
urfundir myndu ekki verða fyrr
en við næsta kvöldboð Si frænda
og Molly frænku, sem gerðu
skilnaðarstundina lengi að líða
og handaböndin ynnilegri, þegar
að skilnaðinum kom.
Rök svitalykt fyllti nasir
þeirra, þegar þau olnboguðu sig
út úr alltof heitri stofunni. En
það var rakt úti og rakur loft-
svali, sem gat þýtt snjókomu,
áður en vikan liði. Og það hafði
ekki snjóað í Washington City
síðastliðin sjö ár.
„Mér þótti verulega gaman að
þú skyldir koma, Lije“. Si frændi
hristi hönd hans ynnilega og
deplaði öðru auganu til hans í
laumi. „Sómir þér alveg konung-
lega við hlið hefðarkvenna, ef þú
vilt svo við hafa. Hélt ekki að
slíkt byggi í þér“.
Lije laut með breiðu brosi að
eyra húsráðandans: „Vildi bara
sýna þessum málflutningsmanni,
að fleiri kynnu lagið á kvenfólk-
inu en hann. Hann er ekki eini
bolinn með bjöllu hérna í beiti-
landinu".
„O, sei sei“ Si frændi sló á
hné sér og varð hinn háværasti.
„Bíddu bará þangað til hann fer
að sýna þér hornin fyrir alvöru.
Kannske fer mesti gállinn af þér
þá, piltur minn. Bíddu bara, segi
ég“.
Aftur voru þau komin inn í
litla fereykisvagninn hans Dink
Malone og máninn stóð hátt á
heiðum himni, vingjarnlegur
máni, sem skein í gegnurn tæra
frostmóðu næturinnar. — Þegar
hann h'jálpaði stúlkunni upp í
háa sætið, sveiflaðist pils hennar
ofurlítið til og hann greip and-
ann á lofti, en hendur hans hertu
ósjálfrátt takið um armlegg henn
ar. Hún hafði sannarlega fallega,
litla fætur og alveg dásamlega
lagaða fótleggi.
En hörundið, sem sást í gegnum
þunna silkisokkana, var mjall-
hvítt og mýkra en nokkurt silki.
Allur líkami unga mannsins
var þaninn eins og strengur, þeg-
ar hann settist við hlið hennar
og danglaði með taumunum í
syfjaðar merarnar
„Hvað heldurðu að það sé, sem
ég ætla að gefa mömmu í jóla-
gjöf?“ spurði hann allt í einu.
„Kannske sjal? Allar gamlar
frúr. ... “ Hún hikaði andartak,
..... hafa gaman af að fá sjal
í jólagjöf“.
„Nei, það er tkki sjal. Ég ætla
að gefa henni silkisokka, eins og
þessa sem þú ert í“.
Piltur eða stúlka
15—17 ára, óskast til sendiferða nú þegar.
Þórður Sveinsson & Co. h f.
~~ m .
9)expÆtuunv-£én&c
Nýtt Nýtt
Fáum í dag Perpetuum Ebner Ultra High Fidelity plötu-
spilara með 7000 ohma magnetiskum pick up og inn-
byggðum formagnara.
Þetta er plötuspilarinn fyrir þá vandlátu
RADIOSTOFA Vilbergs & Þorsteins
Laug’aveg 72 — Sími 81127
HVERSVEGMA?
Heimilis-
Vegna þess,
að þau eru:
1. Afkastamikil
2. Vandvirk
3. Endingargóð
4. Einföld í meðferð
5. Traust og örugg
6. Fjölbreytt að gerðum
og stærðum
7. Odýrasta húshjálpin
Hoover-heimilistækin
fást hjá eftirtöldum
umboðsmönnum
í Reykjavík:
Hekla hf., Austurstræti 14
Ljós & Hiti, Laugavegi 79
Raflampagerðin, hf., Suðurgötu
Rafvirkinn, Skólavörðustíg 22
Raforka, Vesturgötu 2
Raforka, Laugavegi
Rit- & Reiknivélar, Tjarnargötu 11
H O O V E R - tækin
tryggja hreinlæti heimilanna.
Hoover-umboðið.
SENDISVEINN
óskast hálfan eða allan daginn,
FÖNIX, Suðurgötu 10.
Sænsku múraraáSiöldÉn
eru komin.
Verzl. B. H. Bjarnason,
Atvinna
Dugleg stúlka óskast strax. — Uppl. hjá
verkstjóranum (ekki svarað í síma).
Efnalaugin Lindin h.f.
Skúlagötu 51.
Kvæði kvöldsins. 22,10 Kvöldsag-
an: „Sumarauki“ eftir Hans Se-
verinsen; X. (Róbert Arnfinnsson
leikari). 22,30 Létt lög (plötur).
23,00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 11. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50-—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt
ir). 19,30 Tónleikar: Danslög
(plötur). 20,30 Tónleikar (plöt-
ur). 20,50 Veðrið í september o. fl.
(Páll Bergþórsson veðurfræðing-
ur). 21,15 Einsöngur: John
McCormack syngur (plötur). —
21,30 TJtvarpssagan: „Októbhrdag
ur“ eftir Sigurd Hoel; XII.
(Helgi Hjörvar). 22,00 Fréttir og
veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins.
22.10 Kvöldsagan: „Sumarauki“
eftir Hans Severinsen; XI. (Ró-
bert Amfinnsson leikari). 22,30
Sinfónískir tónleikar (plötur). —
23.10 Dagskrárlok.
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
1) — Jæja, svo að mamma þnt
vill ekki að þú verðir skógar-
vörður. Hvers vegna skyldi það
vera?
2) — O-o. Henni finnst það
ekki nógu fínt starf fyrir mig.
Hún vill að ég verði fjárrnála-
rnaður eins og pabbi.
3) — Jæja, vertu sæll. Það var
gaman að hitta þig.
— Blessaður, vinurinn.
4) — Ég vorkenni þessum
vesalings dreng. Móðir hans er
að gera út af við hann.