Morgunblaðið - 10.11.1956, Side 12

Morgunblaðið - 10.11.1956, Side 12
12 M ORCVJVRT/AÐIÐ Laugardagur 10. nóv. 1956 LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS __________________ Bœjarsími Reykjavíkur vill ráða æft skrifstofufólk í 2—3 mánuði, við undirbún- ing símaskrárinnar. Umsækjendur gefi sig fram á skrif- stofu bæjarsímans, herbergi nr, 111, sem fyrst. Framhaldssagan 72 um manni neitt mein og Finney- systurnar þurftu ekki að vera svona áhyggjufullar. Einkum og sér í lagi þar sem þær voru methodistar og trúðu á ídýfingar- skírn. Hann hló hljóðlega, draf- andi hlátur hins drukkna manns. Einu sinni missti hann jafn- vægið á votum viðarplönkunum og annar fótur hans sökk hálfan þumlung niður í gegnvota, svarta moldarleðjuna. Einu sinni hras- aði hann og gat á síðustu stundu gripið sér í gluggastokkinn á „Síðasta tækifærið“ og varið sig þannig algerðu falli. Svo nam hann staðar óákveðinn í því hvort hann ætti að líta inn í knæpuna, eða halda beint heim til sín. Af ljósrákinni, sem smaug út með dyrastafnum og fjarlæg- um ómi háværra radda, sem barst út til hans, dró hann þá ályktun, að enn væri ekki búið að loka kránni. Og Bill Means var allra bezti náungi. Hann kunni að blanda hreinustu guðaveigar í glösin, betur en nokkur annar. Betur en allir nema Hooks Bun- ion. En nú var hann reiður við Hooks. — Og nú var hann reiður við Dink. Loks ákvarðaði hann síg og skálmaði einbeitnislegur fram- hjá kránni og eftir nokkur stigin skref, var hann kominn út á opið, autt engið og stefndi heim til sín. Regndroparnir féllu í sífellu eins og þétt sáldur úr kornkassa — undanfari steypiregns, sem myndi breyta borginni í eina, stóra forarvilpu næstu sex mán- uðina. Það voru engar drynjandi þór- dunur, engin blikandi leiftur, eng inn stormur. Aðeins stanzlaust og sífellt íall regndropanna, úr drungalegum skýjabólstrum, sem héngu eins og vansköpuð fer- líki yfir borginni. Þegar Lije nam einu sinni staðar og horfði í kringum sig, kom hann auga á einmanalega, blikandi stjörnu, hátt uppi á himinhvolfinu og hann veifaði til hennar með venjulegu glotti: „Betra að halda heim, litla stjarna, eins og ég er nú sjálíur að gera. Það er orðið áliðið kvölds“. Hann fylgdist með því þegar myrkt og tröllslegt óveð- ursský brunaði yfir hominhvolf- ið og huldi algerlega hinn veika, titrandi glampa, fölu, einmana- legu stjörnunnar. IJTVARPIÐ Laugardagur 10. nóvemí>er: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimilis- þáttur (Sigurlaug Bjarnadóttir). 15,00 Miðdegisútvarp. 16,30 Veður fregnir. —• Endurtekið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanna: „Leifur" eftir Gunnar Jörgensen; III. (Elísabet Linnet). 19,00 Tónleikar (plötur). 20,30 Einsöngur: Maria Meneg- hini-Callas og Lawrence Tibbett syngja (plötur). 21,00 Leikrit: „Herra Pratt heyr sína Waterloo- orrustu", eftir Val Gielgud og Phil AVade. — Leikstjóri og þýðandi: Hildur Kalman. Leikendur: Þor- steinn Ö. Stephensen, Arndís Björnsdóttir, Sigríður Hagalín, Þorgrímur Einarsson, Þóra Borg, Edda Kvaran, Róbert Arnfinnsson Ævar Kvaran, Rúrik Haraldsson, Jón Aðils, Bessi Bjamason og Ól- afur Jónsson. 22,10 Danslög, þ. á. m. leikur danshljómsveit frá Vest mannaeyjum. 24,00 Dagskrárlok. „Góða nótt, stjarna litla“, tautaði hann fullur velþóknunar. „Ég ætla mér ekki að stanza of lengi hjá Finney-systrunum. Nú ætla ég beinustu leið heim“. Loks, eftir langa og erfiða göngu á óstyrkum fótum, nam hann staðar alveg bjórblautur,. í hinu ófullkomna skjóli, undir furutrjánum þremur og reyndi að þurrka bleytuna framan úr sér með gegnvotri jakkaerminni. Móðir hans var enn á fótum. — Hann gat séð það á ljósrákinni, sem smaug út um rifurnar á hurð inni — enda þótt hann hefði sagt henni það oft og iðuglega, að vaka ekki eftir sér. Og samt skildi hann það. Þegar hún var að heiman fylltist hann kvíða, óróa og undrun og kannske var þessu eins farið með hana. Hann gat ekki álasað henni, sérstaklega þar sem hann hafði ekki komið heim frá því er hann fór í vinn- una, snemma um morguninn. Einhver velgjutilfinning greip hann og aftur fannst honum hann vera lítill drengur, á leið- inni heim til mömmu. Hpnn hafði verið of lengi úti og bara að hann gæti nú læðzt inn án þess að gera henni ónæði. Kannske var hún sofandi? Hann sneri hurðarsnerlinum með stökustu varkárni, opnaði dyrnar eins hljóðlega og hann frekast gat. Síðan læddist hann á tánum inn og fór mjög hljóð- lega. í fyrstu lá við að hin snögga breyting niðamyrkursins úti í daufa lýsinguna inni, blindaði hann og hann deplaði ákaft aug- unum, eins og maður sem vaknar skyndilega af löngum og djúpum svefni. „Loksins kemur þú“, sagði hljóðlát rödd, sem barst til hans innan úr einu horninu. „Þú hefur varla verið að vinna hjá Forten- berry höfuðsmanni allan þennan tíma?“ „Nei-nei“, svaraði Lije dræmt og tvísté vandræðalega á gólf- inu, en hráblaut íötin klesstust ónotalega við allan líkama hans. „Ég var niðri í þorpinu — niðri í þorpinu, með nokkrum af strák- unum“. Hann skákaði hattinum á gólf- ið, fyrir framan arininn, sem enn logaði í og laut niður að honum, eins og til að draga til sín ein- hverja hlýju frá kulnandi glæð- unum. „Aumingja drengurinn". Kon- an í rúminu fleygði af sér ábreið- unni og talaði í uppörvunartón við hann, á meðan hún sveipaði rekkjuvoð um axlir sér: „Svona, leyfðu mér nú að sækja einhverj- ar flíkur handa þér“. Á meðan hún talaði, dró hún kveikinn upp í litla látúnslamp- anum, gekk inn í herbergi sonar síns og kom að vörmu spori það- an aftur með fatahrúgu, sem hún lagði á stól við hliðina á honum. „Gættu þess nú að láta þér ekki verða kalt“, sagði hún. — „Farðu í þessi föt og það undir eins. Hérna eru hreinar nærbux- ur, skyrta og hreinir sokkar og bíddu .... ég skal ná í nátttreyj- una þína“. Hún hraðaði sér í burtu, en Lije reis þyngslalega á fætur og skaraði í glæðurnar, svo að úr þeim varð hægur eldur. „Ég er alveg gegnvotur, mamma“, kallaði hann til móður sinnar og talaði eins og þreytt barn. „Og ég er allur ataður út, alveg upp fyrir haus — eins og svín“. „Já, ég veit það“. Konan sem þrammaði berfætt á milli her- bergjanna, kom aftur framan úr eldhúsinu með stóra tinskál hálf- fulla af snarpheitu vatni. „Og hérna kemur svo vatnið, svo að þú getur þvegið þér. Ég skal ná í handklæði. Svo þværðu þér á méðan ég laga kaffið og ferð í hrein föt“. Lije flýtti sér úr vosklæðun- um og breiddi leirugu buxurnar og jakkann á fólfið, til þerris. Nærfötin vafði hann saman í lít- inn, hvítan pinkil og kastaði hon- um svo út í horn og byrjaði því næst að maka lútarsápu um allan hinn skjálfandi líkama sinn. Á meðan snarkaði í eldinum með vaxandi fjöri og framan úr eldhúsinu lagði daufan ilm af svörtu, sterku kaffi og hituðum tvíbökum inn til hans. „Ég eignaðist örlítið af hveiti í dag“, kallaði móðir hans inn til hans. „Dink sendi mér það. Þú hefðir átt að vera heima um mið- iegisverðarbilið, Lije. Þá voru þær verulega góðar og alveg glæ- nýjar. Bara óþarflega stórar. Það er orðið svo langt síðan ég hef bakað tvíbökur". „Hvar fékk Dink hveiti?“ kall- aði Lije. „Ég vissi ekki að neinn hér í nágrenninu notaði það, nema Fortenberry. Það eru ein- ungis þeir ríku sem leggja sér slíkt til munns“. „Silas Wren er núna að selja það og Dink sendi mér. Ég er viss um að þér smakkast það vel. Svo áskotnaðist mér líka ofurlítið af nýju eplamauki". Tíu mínútum síðar sat Lije við litla borðið, framan við arininn, þveginn og klæddur, með flón- elsnátttreyjuna girta niður í bux- urnar og klæddur í þykka ullar- sokka, sem móðir hans hafði prjónað nokkru áður og leit með velþóknun á kaffið og stóru tví- bökurnar, sem móðir hans lét á borðið fyrir framan hann: „Þær gegnt Austurfeæjarbíó Ný sending Amerískir morgunkj ólar Nýjar ameráskar vörur Nælonkjólar á 1—3 ára Stífir undirkjólar Nælongallar Skriðföt Skírnarkjólar Telpublússur Barnasloppar o. m. fl. VtMffgran Laugavegi 12. allar stærðir } | PRJÓNASNIÐIN ERU KOMIN ) %• •> %•*!• %• ♦> v •> %• %• •X*‘> ♦> %• •> M A R K Ú S Eftir Ed Dodd HELLO^ WELL, AAR. TRAIL, MARK—)WE'RE HERE...BUT I ALMOST LOST ' ( HEART AT THE t LAST MINUTE/. 1 WHEN I THINK ABO'JT 1 MV POOR DEAR SLEEPING ON THE 6WOUND, HAVING TO BATHE IN A CREEK... OH, I UUST DON'T KNOW/ 1) Markús: — Finnur er ágætis piltur, en hann hefur aldrei verið í útilegu áður svo ég verð að biðja ykkur um að hjálpa hon- um. 2) Markús: — Ég held að hann og móðir hans séu að koma þarna í bílnum. 3) Finnur: — Sæll, Markús. Frú Manley: — Jæja, Markús, þá erúm við komin, en ég tek þetta mjög næri mér. 4) Frú Manley: — Þegar ég hugsa um það að drengurinn minn sofi á jörðinni og þurfi að baða sig í ísköldu vatni, ó, þá veit ég ekki hvað gera skal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.