Morgunblaðið - 10.11.1956, Side 13
Laugardagur lö. nóv. 1956
M ORCUNBLAÐIÐ
13
Sjötug i dag:
Guðbjörg Magnúsdóttir
í DAG verður Guðbjörg Magnús-
dóttir, nú til heimilis á ísafirði,
70 ára. Útlit hennar og atgjörvi
gefur ekki til kynna að aldur
hennar nemi nú 7 áratugum.
Hinn 10. nóv. 1886 fæddist Guð-
björg á Hafnarhólmi í Steingríms
firði. Foreldrar hennar voru hjón
in Guðrún Mikaelsdóttir og
Magnús Kristjánsson, sem þar
bjuggu. Á árunum fyrir síðustu
aldamót markaðist uppvöxtur
æskulýðsins af því að starfa og
nýta tímann til vinnu sem bezt.
Á barnmörgum heimilum eins og
á æskuheimili Guðbjargar var
það nauðsyn, að hin eldri börn
legðu alla atorku sína fram til að
vinna, vinna fyrir hinu daglega
brauði. Þá lifði íslenzka þjóðin
við önnur skilyrði en í dag, og
þá þurfti hinn ungi maður og hin
unga kona að skilja að vinnan
var máttur lífsins. Þannig var
aldarandinn fyrir og um s. 1.
aldamót, og við þau skilyrði og
Afmælishátíð
Karlakórs Reykjavíkur
sem halda átti í kvöld er frestað um óákveðinn tíma
vegna veikinda. — Aðgöngumiðar verða endurgreiddir
1 Bókaverzlun ísafoldar.
Stjórnin.
*
■*»
«•
*
Á tímabilinu frá 1. nóv. 1956 til 31. marz 1957
kosta farseðlarnir fjórir — fram og aftur —
milli Ameríku og íslands ekki nema 10.445 kr.
í>ess vegna er nú orðið kleift að bjóða allri
fjölskyldunni í ferðalagið með LOFTLEIöUM
Kynnið yður hin hagstaeðu
FJÖLSKYLDUFARGJÖLD
Loftleiða milli Ameríku og íslands.
5 LOFTLEIÐIR
•*
Bátaofnar
Laugaveg 6 — Sími 4550.
Malbiksframleiðsla
staðhattu fæddist Guðbjörg og
ólst upp.
Arfurinn frá föðurhúsum hefur
sjálfsagt verið henni sterkt veg-
arnesti. Skaplyndi foreldranna,
samfara atgjörvi og dugnaði, hóg-
værð og góðvild, allt var þetta
sem hún nam og erfði frá æsku-
heimilinu. Sá sem ritar þessar
línur, minnist æskuára sinna. Á
þeim árum og ennfremur síðar
varð reynslan sú að sá er vinur,
sem í raun reynist. Guðbjörg hef-
ur ávalit verið hin styrka stoð
ættmenna sinna og vina á stund
reynslunnar.
Ung að árum yfirgaf hún æsku-
heimili sitt í Steingrímcíirði, og
fluttist til Bolungarvíkur, þar
sem hún kynntist manni sínum,
Pétri Sigurðssyni, skipstjóra, en
hann i..issti Guðbjörg árið 1939.
Þau eignuðust eitt barn, sem þau
misstu á ung.i aldri. Guðbjörg
gekk í móðurstað börnum Péturs
heitins frá fyrra hjónabandi hans,
og alla tíð hefur hún reynzt þeim
svo góð sem bezta móðir. Dóttir
Guðbjargar, Halla Einarsdóttir á
ísafirði ólst upp á heimili þeirra
hjóna.
Nú í dag dvelur Guðbjörg hér
í Reykjavík, á heimili fósturson-
ar síns, Sigurðar Péturssonar og
konu hans Inu Jensen, Bólstaðar-
hlíð 31. Fósturbörn hennar og
dóttir eru þar öll saman komin
í dag.
Ég óska þér, Guðbjörg mín, til
hamingju með þennan merkis-
dag og ég er viss um að hlýjar
kveðjur berast þér frá öllu því
samferðafólki sem þú hefur
kynnzt, því þar sem góðir menn
fara þar eru guðs vegir.
Guðs blessun veri með þér öll
ókomin ár.
Á.
Sendisvein
vantar nú þegar á skrifstofu borgar
stjóra. Upplýsingar á Ráðningar-
stofu Reykjavíkurbæjar.
BarberGreene
verður hagkvæmust með gerðinni 845, sem skilar 60 tonnum
á klst. Þessi samstæða getur unnið úr 3—4 mismunandi
tegundum af hráefni og er algjörlega færanleg. Tilheyrandi
samstæðunni er allt sem nota þarf við framleiðslu á malbiki.
Samstæðuna er mjög auðvelt að setja upp á skömmum
tíma án sérstaks undirbúnings.
€!■
LAUGAVEGI 166
Á sævarslóðum og landleiðum
Eftir Óskar Jónsson.
Höfundur þessarar bókar hefir stundað margvísleg störf um ævina, ferðast mikið
bæði innan lands og utan og komið víða við. í bókinni segir hann frá því, sem fyrir
hann hefir borið við störf og í ferðalögum, lýsir útróðrum á áraskipum og vélbátum,
störfum á innlendum og erlendum togurum, ferðum um óbyggðir íslands og skemmti
ferðum um mörg framandi lönd. Hann hefir verið sjómaður og verzlunarmaður, í op-
inberum störfum og m.a. átt sæti í Nýbyggingarráði, sem hafði meiri og örlagarikari
áhrif á hag og afkomu þjóðarinnar, en jafnvel nokkur önnur stofnun, sem starfað hef-
ir. Segir hann í löngum kafla frá störfum sínum og félaga sinna þar. Þá er og í bók-
inni mjög athyglisverður kafli með dulrænum frásögnum. Hér er um athyglisverða
bók að ræða. Höfundurinn gerir ekki kröfu til þess að á hann sé litið sem rithöfund,
en stíll hans og frásagnarmáti er lipur og aðlaðandi — athyglinni er haldið vakandi
frá byrjun til enda. Á sævarslóðum og landleiðum er 224 blaðsíður að stærð og prýdd
mörgum myndum.
Bókaútgáfan Barðinn.