Morgunblaðið - 14.11.1956, Side 1
20 síður
43. árgangur
262. tbl. — Miðvikudagur 14. nóvember 1956
Prentsmiðja MorgunblaðsHM
Viðbúnaður í
Búlgaríu
Vínarborg, 13. nóv.
NOKKRIB Búlgarar, sem sátu
á kaffihúsi í Sofia og ræddu
ungversku uppreisnina, voru
handteknir og minntir á, að
þetta umræðuefni væri stór-
hættulegt. Eftir þessa viðvör-
un var þeim sleppt. Augljóst
var, að Búlgarar höfðu fylgzt
vel með gangi mála í Ung-
verjalandi og létu þeir óspart
í ljós samúð sína. Lögreglan
í Sofia hefur verið aukin og
henni fengnar vélbyssur og
rifflar, og stendur nú vörður
við öll pósthús og aðrar opin-
berar byggingar.
RÚSSfiR FLYTJfl ÆSKUMENN
UNGVERJALANDS NAUÐUGA ÚR LANDI
Síðustu fréttir :
Líðsflutningar
Rússa
FRÉTTIR seint í gærkvöldi
hermdu að Rússar hefðu í gær
Hutt mikinn herafla Rauða
bersins í Austur-Þýzkalandi
að landamærum Póllands. —
Fréttir um liðsflutninga þessa
eru enn óljósar, en frétta-
menn eru þeirrar skoðunar að
herflutningar þessir standi í
sambandi við brottrekstur
Rokossovskís.
Allskergarverkfall í landinu — Nagy
beðinn um að taka þátt í stjórninni?
Búdapest, 13. nóv. — Til Mbl. frá Reuter.
FRÉTTAMENN segja að kvislingsstjórn Kadars og Rússar hygg-
ist nú reyna að semja við Nagy um það að hann taki þátt í
leppstjóm þeirri, sem Rauði herinn setti á laggimar í Ungverjalandi.
þegar hann gerði hina sviksamlegu atlögu sína að ungversku þjóð-
inni. Þá herma óstaðfestar fregnir einnig að leitað hafi verið til
foringja annarra flokka, bæði Bænda- og Jafnaðarmannaflokksins.
Eins og kunnugt er, hefur kvislingsstjóm Kadars verið allt að því
óstarfhæf vegna þess að hún nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar,
getur hvorki friðað landið né fengið fólkið til að taka upp vinnu.
MIKILL ÓTTI
Rússar hafa nú byrjað brott
flutning ungverskra æsku-
manna frá Ungverjalandi og
er ákvörðunarstaður einhvers
staðar í Sovétríkjunum. Eink-
um eru fluttir á brott stúd-
entar og menn á herskyldu-
aldri, en einnig ungir drengir
(sjá nánar hér á eftir). Hefur
mikill ótti gripið um sig í
þá ósk að nefnd frá þeim fengi
leyfi til að rannsaka ástandið
í þessu stríðshrjáða landi.
Bæði Rússar og stjórn Kadars
hafa barizt gegn því með oddi og
egg að S. Þ. létu sig málið skipta.
í gær sendi kvislingsstjórn Kad-
ars, sem hefir ekkert umboð til
að fara með völd í landinu, skeyti
til S. Þ., sem sannar það svart á
hvítu, að stjórnin er ekkert annað
en leppstjórn Rússa, eins og allir
vissu raunar. í skeytinu segir að
Rauði herinn sé í Ungverjalandi
Margir menn úr ungversku öryggislögreglunni flýðu til Austur-
rikis, þegar bardagar hófust þar. Hér á myndinni sést öryggis-
lögreglumaður, sem hefur verið afvopnaður.
flokossovski setftnr Ifá
Gomulka fer til Moskvu um helgina
Warsjá, 13. nóv. — Reutersskeyti til Mbl.
IDAG sagði Rokossovski marskálkur, yfirmaður pólska
hersins, af sér störfum landvarnaráðherra Póllands. Eins
og kunnugt er, hefur skorizt í odda með honum og núverandi
stjórn landsins undir forsæti Gomulka, enda er marskálk-
urinn óvinsæll í Póllandi. Hann er alinn upp og skólaður
í Rússlandi. — Við störfum landvarnaráðherra hefur tekið
einkavinur Gomulka, Spychalski, hershöfðingi. — Þess má
geta að nýlega voru 30 rússneskir hershöfðingjar í pólska
hernum reknir frá störfum.
„Burt með Zionista"
Lundúnum, 13. nóv.
ÍRAKSSTJÓRN gaf í dag út
yfirlýsingu þar sem segir m.a.
að friður verði aldrei tryggð-
ur fyrir botni Miðjarðarhafs
nema „Ísraelsríki verði leyst
upp og Zionistar verði fluttir
aftur þangað sem þeir voru,
áður en Ísraelsríki var stofn-
að“. —Reuter.
-□
REKINN
Marskálkurinn var rekinn úr
Btjórnmálanefnd pólska komm-
únistaflokksins í október s.l.,
þegar Gomulka tók við leiðsögn
flokksins aftur. Rokossovski hef-
ur ætíð verið álitinn tákn rúss-
neskra áhrifa í Póllandi. Hafa
rússnesku kommúnistaleiðtogam-
ir barizt fyrir þvi með oddi og
egg að marskálkurinn héldi stöð-
um sínum í Póllandi.
Gomulka fer sennilega til
Moskvu um helgina til að
ræða við rússneska kommún-
istaleiðtoga um áframhaldandi
samstarf rússneska og pólska
kommúnistaflokksins. Er vit-
að, að margt ber á milli þeirra
um þessar mundir.
Hammarskjöld frestar
Kairóför sinni
ny
íS. Þ.
New York, 13. nóv.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter-NTB.
DAG HAMMARSKJÖLD aðal-
ritari S. Þ. frestaði í dag Kairó
för sinni. Eins og kunnugt er,
hugðist aðalritarinn fara til
Kairó til skrafs og ráðagerða
við stjórn Nassers um gæzlu-
lið S. Þ. við Súez. Hann frest-
aði för sinni út af Ungverja-
landsmálunum. — Ungverska
stjórnin hefir beðið S. Þ. um
að senda til Iandsins hjúkrun
argögn og lyf.
Allsherjarþing S. Þ. var sett í
gærkvöldi. Forseti þingsins var
kosinn Van prins frá Thailandi.
Þá var kosið í fastanefndir þings-
ins og ákveðið að taka Súez-mál-
ið og atburðina í Ungverjalandi
á dagskrá þingsins.
Allsherjarþingið hefir sam-
þykkt í einu hljóði inntökubeiðni
þriggja þjóða: Túnis, Marokkó
og Súdans. Með inngöngu þeirra
eru S. Þ. nú orðnar 78 að tölu.
Skilaboð til foreldranna
Lundúnum, 13. nóv.
ENN er barizt í Ungverjalandi, m. a. utan við Búdapest.
Þær fregnir berast frá Ungverjalandi að fundizt hafi
miðar við járnbrautateina í landinu, þar sem á eru skráð
nöfn og heimilisföng ungra manna, sem Rússar hafa flutt
úr landi. Eru „skilaboð“ þessi skrifuð af ungu mönnunum
sjálfum og hefur þeim síðan verið kastað út. um glugga
járnbrautaklefaxma. Þeir sem finna miðana eru beðnir um
að koma þeim skilaboðum til foreldra ungu mannanna —
að þeir hafi verið fluttir nauðugir til Rússlands.
Ungverjalandi vegna þessara
fregna.
Stjórn rithöfundafélags Ung-
verjalands hefur sent frá sér
ályktun, þar sem þess er krafizt,
að
Rauði herinn hverfi á brott
úr landinu og þjóðinni verði
veitt almenn mannréttindi.
Hefur álylrtunin verið límd
upp á húsveggi víða í Búdapest.
Ályktun þessi var einnig undir-
rituð af félagssamtökum stúd-
enta, hljómlistarmanna, leikara,
arkítekta, vísindamanna, blaða-
manna og verkamanna. — í dag
voru miklar biðraðir fyrir fram-
an matarverzlanir í Búdapest.
★
EINN af stjómmálafréttarit-
urum brezka útvarpsins
gerði Ungverjalandsmálin að
umræðuefni sínu í gær. Hann
komst m. a. svo að orði: Rússar
og stjórn sú, sem þeir hafa
sett á laggirnar í Ungverjalandi,
hafa neitað rannsóknarnefnd
frá Sameinuðu þjóðunum um
leyfi til að rannsaka ástand-
ið í Ungverjalandi eftir að
Rauði herinn hefur lagt það
í eyði, að heita má.
Sama dag og Rússar gerðu
árás sína á Ungverja sam-
þykkti Allsherjarþingið til-
lögu, þar sem þess er kraf-
izt að rússneski herinn hverfi
á brott úr landinu hið bráð-
asta. Auk þess báru S. Þ. fram
samkvæmt beiðni stjórnarinnar.
Þar segir ennfremur að S. Þ.
komi ekkert við ástandið í Ung
verjalandi. Rauði herinn, segir
og í þessu skeyti, sem sent var
frá borg eyðileggingarinanr og
hungursins, er aðeins í Ungverja-
landi til þess að koma á friði í
landinu. Herinn hefir ekkert gert
á hlut ungversku þjóðarinnar,
segir kvislingastjórnin enn-
fremur, og í engu brotið í bág við
mannréttindayfirlýsingu S. Þ. —
Þess vegna eru öll afskipti sam-
takanna af ástandinu í Ungverja-
landi harðlega bönnuð. Þó er
leyft að aðildarríki S. Þ. sendi
matvæli og lyf til Ungverjalands.
AUGU HEIMSINS HAFA
SÉÐ OFBELDI RÚSSA
Það er því augljóst að rann-
sóknarnefnd S. Þ. á ekki að fá
tækifæri til að kynna sér hryðju-
verk, grimmdaræði og morð
Rússa í Ungverjalandi. En við
þekkjum samt hinar hörmulegu
staðreyndir. Ungverjaland liggur
í hjarta Evrópu og Rússum tókst
ekki að fremja glæpi sína á laun,
eins og þeim hefir tekizt á und-
anförnum áratugum. Tugir vest-
rænna fréttamanna voru í Búda-
pest, þegar Rússar hófu ofbeldis-
árás sína. Augu heimsins fylgd-
ust með atburðunum, heimurinn
hlustaði á sprengjuregnið og neyð
aróp kúgaðrar þjóðar. Hann veit,
hvað gerðist — og hann á eftir
að fá að vita meira, þegar frétta-
mennirnir fara að rifja upp þá
Framh. á bls. 2