Morgunblaðið - 14.11.1956, Síða 3
Miðvikuðagur 14. nóv. 56
MORGTJNBLAÐ1Ð
3
Umræður á Alþingi um togarakaup
IGÆR fór fram í Neðri deild Alþingis 2. umr. um togarakaup
fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur og um skipakaup o. fl. All-
miklar umræður urðu um síðara frumvarpið. — Emil Jónsson
framsögumaður fjárhagsnefndar skýrði nefndarálitið og gerði
nokkra grein fyrir efni frumvarpsins. Kvað hann nefndina hafa
verið einhuga um að samþykkja frumvarpið, að undanskildum
fyrirvara Ólafs Bjömssonar, er áskildi sér rétt til að flytja eða
styðja breytingartill. við það. Jóhann Hafstein var fjarverandi er
málið var afgreitt í nefndinni.
Næstur tók þar til máls Björn
Ólafsson. Kvað hann sig vera
mótfallinn 4 grein frumvarpsins,
sem fjallar um heimild til handa
ríkisstjóminni til þess að setja á
stofn ríkisútgerð togara. Ekki
kvaðst ræðumaður vera á móti
togaraútgerð hér á landi eða tog-
arakaupum þeim er fælust í
þessu frumvarpi. Hins vegar kvað
hann það myndi heppilegri leið
að kaupa 2—3 togara á ári. Bjöm
kvað hins vegar ákvæðið um rík-
isneksturinn vera stærsta skref,
sem stigið hefði verið tii þjóðnýt-
ingar hér á landi. Kvað hann
þetta mjög varhugavert, þar sem
þetta gæti leitt til heildarþjóð-
nýtingar sjávarútvegsins, er hann
taldi mjög óheppilegt rekstrar-
foi'm. Kvaðst Bjöm mundi gera
breytingartillögu við 4 greinina.
VANTAR FRUMVARP
UM RÍKISÚTGERÐ
Magnús Jónsson benti á þörf
hinna ýmsu kauptúna og sveitar-
félaga úti á landi fyrir ný at-
vinnutæki og taldi, að þar sem
skilyrði væru fyrir hendi, væri
togaraútgerð einhver hin heppi-
legasta lausn á því vandamáli.
Magnús kvað sig vera sammála
Bimi Ólafssyni um að heppilegt
væri að kaupa nokkur skip á ári,
einkum með tilliti til þess að
hagnýttar væru nýjungar, sem
fram kæmu á sviði togarasmiða.
Magnús taldi einnig að ríkisút-
gerð væri varhugaverð nema sem
neyðarúrræði. Einnig taldi Magn-
ús að heppilegt væri að lagt væri
fram frumvarp það um ríkis-
útgerð, sem 4. gr. gerir ráð fyrir,
áður en þetta mál væri afgreitt.
Pétur Ottesen gerði nokkra
grein fyrir breytingartillögu, sem
hann flytur við frumvarpið, en
tillaga hans verður nánar rædd
við 3. umræðu frumvarpsins.
Gísli Guðmundsson benti á að
ákvæði 4. gr. frv. væri aðeins
heimildarákvæði og ekki hætta á
að útgerðin yrði þjóðnýtt í heild.
EKKI BYRJAÐ
AÐ LEITA LÁNA
Hermann Jónasson taldi ekki
mikinn mun á bæjar- og ríkis-
útgerð, ekki sízt þegar rikið
greiddi nú orðið bæði afborganir
og vexti af lánum er hvíla á
mörgum togurum, þ. á. m. öllum
10 togurunum, sem síðast voru
keyptir til landsins. Varðandi lán
til þessara skipakaupa nú svaraði
ráðherrann því til að ekki hefði
á útvegun þess reynt enn, þar
sem ekki væri búið að samþykkja
þetta frumvarp, en taldi eðlilegt
að leitað yrði lána þar sem skip-
in yrðu smiðuð.
Kjartan J. Jóhannsson taldi
ekki hættu stafa af ákvæði 4. gr.
þar sem ekki væri líklegt að
fleiri togarar yrðu smiðaðir á
næstu árum, en sem kaupendur
væru nú þegar að. Kjartan benti
á samvinnu bæja og kauptúna á
Vestfjörðum um togaraútgerð,
sem gefizt hefði vel, en þar hefði
aflinn verið fluttur landleiðis til
hinna ýmsu staða til vinnslu.
Benedikt Gröndal hleypti dá-
litlum hálfkæringi inn í umræð-
urnar með eldgamalli skætings-
plötu kratanna um hug Sjálf-
stæðismanna til atvinnulífsins. —
Ræðumaður lýsti sig samþykkan
breytingartillögu Péturs Ottesen.
Ólafur Björnsson gerði stutta
grein fyrir fyrirvara þeim sem
hann gerði við samþykkt nefnd-
arálitsins um frv.
Magnús Jónsson svaraði Ben.
Gröndal nokkrum orðum.
Emil Jónsson tók lítillega undir
ummæli Ben. Gröndals, en ræddi
síðan nokkuð efni frumvarpsins
og þá einkum skiining sinn á 4.
gr. þess.
SAKARAÐILUM SVARAB
Jón Pálmason var síðastur
ræðumanna. Kvaðst hann mundi
greiða frv. þessu atkvæði. Vildi
hann og vegna ummæla þeirra
Skorað d rífcisstj. að hraðo fyrir-
greiðslu um byggingu hrað-
frystihúsa
ÞINGMENN Akureyrar, Hafnarfjarðar, Seyðisfjarðar og fsafjarð-
ar flytja þingsályktunartill. svohljóðandi:
Emils og Benedikts svara þeim
nokkrum orðum. Taldi hann að
nú væri ekki hægt að tala um
opinberan rekstur né einkarekst-
ur, sem svaraði arði, hvorki tog-
araútgerð né bátaútgerð, þar sem
hvort tveggja nyti stórstyrkja úr
ríkissjóði. Kvað hann þess
vegna fara illa á því að stærstu
sakaraðilarnir í þessum málum
eða þeirra fulltrúar væru með
ádeilur á Sjálfstæðisflokkinn
vegna þessa ástands, þar sem
hann hefði jafnan verið í varnar-
aðstöðu á þessu sviði. Nú væri
svo komið að togararnir þyrftu
9.500 kr. á dag til þess að hægt
væri að gera þá út hallalaust.
Þetta væri vegna hins hækkaða
rekstrarkostnaðar, sem stafaði
fyrst og fremst af vísitöluskrúf-
unni á liðnum árum og að hinu
leytinu af hóflausum sköttum og
tollum, sem nú ætluðu að sliga
allan atvinnurekstur í bæjum og
sveitum.
D A G S K R A
Sameinaðs Alþingis
miðvikudaginn 14. nóv. 1956,
kl. m miðdegis.
1. Jarðgöng og yfirbyggingar á
fjallvegum, þáltill. Fyrri umr.
2. Dráttarbraut á Seyðisfirði,
þáltill. Fyrri umr.
3. Endurskoðun hjúkrunarkvenna
laga og laga um hjúkrunar-
kvennaskóla, þáltill. Ein umr.
4. Aðstoð vegna fjárskipta í Dala-
og Strandasýslum, þáltill. Ein
umr.
5. Hraðfrystihús. Fyiri umr.
6. Ungverjalandssöfnun Rauða
krossins, þáltill. Fyrri umr.
Þingsályktunartill. um
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að hraða, svo
frekast má verða, nauð-
synlegri fyrirgreiðslu varð-
andi lántökur til þess að full-
gera þau hraðfrystihús, sem
nú eru í smiðum í landinu.
Jafnframt heimilast ríkis-
stjórninni að ábyrgjast allt að
80% af kostnaðarmatsverði
hraðfrystihúsanna, enda komi
þá einnig til ábyrgð bæjar- og
sveitarfélaga fyrir þeim hluta
lánanna, sem er umfram 60%.
í langri greinargerð, sem fylg-
ir tillögunni er skýrt frá því að
mjög erfiðlega gangi að ljúka
byggingu hraðfrystihúsa, sem nú
eru í smíðum í landinu vegna
fjárskorts og séu frystihúsabygg-
ingar bæði í Hafnarfirði og á Ak-
Stofnað verði uppeldisheimili
fyrir ógæfusamar sfúlkur
Sjálfstæðiskonur í Hvöt styðja
eindregið till. Bandalags kvenna
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
kvennafélagsins Hvatar, ræddi
ýtarlega um framkomna ályktun
á aðalfundi Bandalags kvenna
hér í Reykjavík, um barna- og
unglingavernd og stofnun upp-
eldisskóla fyrir ungar stúlkur,
sem leiðzt hafa á glapstigu.
Ályktunin er svohljóðandi:
Aðalfundur Sjálfstæðiskvenna-
félagsins Hvatar 12. nóv. ’56 tek-
ur undir þá ályktun um barna-
og unglingavernd er aðalfundur
Bandalags kvenna í Rvík 6. nóv.
samþykkti og hljóðar svo:
Fundurinn skorar eindregið á
hæstvirtan félagsmálaráðherra
að stofnsetja nú þegar uppeldis-
skóla fyrir ungar stúlkur, sem
leiðzt hafa á glapstigu. (Sbr. 37.
gr. laga um vernd barna og ung-
menna frá 9. apríl 1947). Fund-
urinn leggur áherzlu á, að vand-
að sé vel til þessa uppeldisskóla,
og að í honum verði kenndar
bóklegar og verklegar námsgrein
sur. Ennfremur leyfir fundurinn
sér að benda á nauðsyn þess að
skólinn verði staðsettur á jarð-
hitasvæði, svo að hægt sé að
kenna þar fjölbreytta garðrækt.
Fundurinn fer þess eindregtið
á leit við háttv. fjárveitingar-
nefnd alþingis, að hún samþ. 37.
gr. laga um vernd barna og ung-
menna, frá 9. apríl 1947 og að
hún veiti nú þegar á fjárlögum
næsta árs á sérstökum lið fé til
stofnunar uppeldisskóla fyrir
ungar stúlkur, sem leiðzt hafa á
glapstigu.
Auk þeirra kvenna er taldar
voru í gær í frásögn Morgun-
blaðsins af fundinum eiga þessar
konur sæti í stjórninni:
Helga Marteinsdóttir, Jónína
Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafs-
dóttir, Lára Sigurbjörnsdóttir.
Kosið var í nefndir sem starfa
á vegum félagsins, svo sem:
Mæðrastyrksnefnd, Hallveigar-
staðanefnd, Kvenréttindanefnd,
Áfengisvarnanefnd, Bandalags-
nefnd. — Þessar nefndir gáfu
fundimun skýrslu.
stöðvaðar af
ureyri nú þegar
þessum sökum.
Er bent á hið mikla tjón sem
af þessu stafar, þar sem þegar
er búið að festa í byggingum
þessum tugmilljónir króna og við
þessar framkvæmdir er tengd at-
vinna mikils fjölda fólks.
ÞINGMENN Sjálfstæðisflokks
ins þeir Gunnar Thoroddsen,
Pétur Ottesen, Jón Pálm-'son,
Ragnhildur Helgadóttir, Jó-
hann Jósepsson, Jón Kjartans-
son, Sigurður Bjarnason og
Kjartan J. Jóhannsson flytja
í Sameinuðu þingi tillögu til
þingsályktunar um framlag til
Ungverjalandssöfnunar Rauða
krossins.
Segir þar að Alþingi álykti
að leggja fram 250 þús. kr. til
Ungverjalandssöfnunar Rauða
krossins.
Segir svo í greinargerð:
„Aiþjóða Rauði krossinn
hefur efnt til fjársöfnunar til
líknar Ungverjum í þeim
hörmungum, sem ganga yfir
þá þjóð. Rétt þykir og sjálf-
sagt að Alþingi íslendinga
leggi fram nokkurn skerf til
þess að lina þrautir Ungverja
í sárum þeirra og svelti, er
þeir berjast í örvæntingu fyrir
frelsi sínu.“
Afhenti Irúnaðarbréf
MÁNUDAGINN 12. nóvember af-
henti Pétur Thorsteinsson herra
Mihai Sadoveanu varaforseta
forsætisráðs þjóðþings Rúmeníu
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
íslands í Rúmeníu með búsetu
í Moskva.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Krakkarnir sögðu frá
ferðum sökudólganna
FY RIR helgina varð harður
árekstur inn við Höfðaborg.
Þar voru ekki nærstaddir aðrir
en börn, þegar þetta gerðist, en
það var lítill bíll sem ók á vöru-
Sjúkraskýli v/ð flug-
völlinn á Melanesi
EINS og kunnugt er, þá vann
slysavarnadeildin „Sigurvon“ í
Gufudalssveit að því af miklum
dugnaði að koma upp sjúkraflug-
velli á Melanesi í Gufudalssveit
eftir að nákvæm athugun hafði
farið fram í því sambandi við
Björn Pálsson flugmann hvar
heppilegast væri að reisa slíkan
flugvöll þar innanhéraðs. Mela-
nes, sem er yzt í Gufufirðinum
vestanmeginn, er allt skógi vax-
ið og var það mikið verk að ryðja
skóginn og jarðveginn, sem var
holóttur og var verk þetta unnið
undir umsjón Magnúsar Ingi-
mundarsonar hreppstjóra í Bæ í
Króksfirði, en Vestfjarðavegur-
inn til Patreksfjarðar liggur rétt
ofan við flugvöllinn.
Það sýndi sig strax að mikil
þörf var fyrir þennan flugvöll og
þá sérstaklega til sjúkraflugs, en
sjúkt fólk hefur ekki verið hægt
að flytja þarna öðru vísi en yfir
fjallvegi eða þá á sjó, sem hvort-
tveggja er oftast ófært á vetrum.
En þar sem flugvöllurinn liggur
einnig allfjarri bæjum, hefur það
og einnig valdið óþægindum fyrir
sjúklinga og fylgdarlið þeirra að
ekkert hús eða skýli er- nálægt
flugvellinum og hefur slysavarna
deildin haft mikinn áhuga á að
bæta úr þessu og nú hefur kvenna
deild Slysavarnafélagsins í Rvík
hlaupið undir bagga og sent slysa
varnadeildinni mjög myndarlegt
sjúkraskýli, sém nýbúið er að
koma fyrir á staðnum. Er sjúkra
skýli þetta byggt samkvæmt
hinni merkilegu og nýju bygg-
ingaraðferð Sigurlinna Péturs-
sonar byggingameistara, Hraun-
hólum við Hafnarfjörð og úr
hraungjallssteypuhellum frá hon-
um er fluttar voru með bifreið
þangað noi’ður.
Var skýlið reist og gengið frá
því á einum degi, en hellur þessar
sem eru 240 cm á lengd, eru bæði
tiltölulega léttar .í meðförum og
fljótlegt að setja þær saman.
Nokkur íbúðarhús hafa verið
reist á þennan hátt vegna þess
hvað fljótlegt hefur verið að reisa
þau og þar eð þau hafa reynzt
mun ódýrari en önnur hús.
Slysavarnadeildin í Gufudals-
sveit sá um að undirbúa grunninn
undir skýlið og eins um að inn-
rétta skýlið.
Skýli þett, sem eins og áður er
sagt, stendur á fögrum stað við
mikilsverðan sjúkraflugvöll í
þjóðbraut, er mikið fagnaðarefni
byggðarlags sem um aldir hefur
búið við hinar allra erfiðustu sam
göngur og á vonandi eftir að
koma að miklu gagni og létta af
miklu harðræði við sjúkraflutn-
ing í kuldatíð, þá beðið er eftir
flugVél og farartækjum.
Hinn 9. nóv. s.l. kom frú Guð-
rún Jónasson formaður kvenna-
deildar Slysavarnafélags íslands
í Reykjavík og varaformaður frú
Gróa Pétursdóttir, á skrifstofu
félagsias og afhentu mér kr.
30.000,00 — sem er hagnaður af
síðustu hlutaveltu deildárinnar.
Af peningum þessum skal greitt
upp í sjúkraskýli, sem búið er
að byggja við flugbrautina á
Melanesi á Barðaströnd.
F.h. Slysavarnafélags íslands
þakka ég þetta höfðinglega fram-
lag.
Guöbjartur Olafsson
(sign)
bíl er þar stóð. Stórskemmdist
litli bíllinn, en báðir mennirnir í
honum sluppu ómeiddir. Eftir á-
reksturinn lögðu þeir bílnum sín-
um skammt frá. Þegar þetta gerð
ist kom þar að maður er tengdur
er þeim, er vörubílinn átti, en eig-
andinn vissi ekkert um þetta, —
Krakkar voru þarna og spurði
maðurinn þá, hvað orðið hefði
af mönnunum í bílnum, sem þess-
um árekstri olli. — Þeir gengu
áfram austur Borgartúnið, svör-
uðu krakkarnir. Þessi maður var
í bíl og ók hann án tafar á eftir
mönnunum. Renndi hann bílnum
sínum upp að þeim, þar sem þeir
voru á gangi, og spurði hvort
þá vantaði ekki far. — Jú, þeir
tóku slíku boði með mestu
ánægju og báðu manninn að aka
eitthvað út fyrir bæinn. Báðir
voru mennirnir ölvaðir. — En nú
lék bílstjórinn illa á þá. í stað
þess að aka upp í sveit ók hann
þeim á árekstrarstaðinn, sagði
þeim að ekki yrði úr sveitareis-
urmi í bili, lét gera lögreglunni
aðvart, sem kom skömmu síðar
og har.'' ' k báða mermina.
[ . síld hjá
Akranesbátum
AKRANESI, 13. nóvember. —
Fjórir bátar héldu á veiðar héð-
an í gær. Höfðu þeir ekki erindi
sem erfiði. Einn sneri aftur, e»
þrír lögðu netin. Fékk einn þeirra
26 tunnur, annar 12 tunnur, en
sá þriðji 4 tunnur. Sunnan og
suðvestan stormur var á miðun-
um. — Oddur.
Úrslil danslaga-
keppni SKT birl
ÚRSLIT danslagakeppni SKT
verða birt á samkomu í Austur-
bæjarbíói, sem hefst kl. 11,15 i
kvöld.
Þátttaka hefir verið mjög miktt
í keppninni. Þannig hafa alls
verið greidd 7800 atkvæði (sami
maður getur greitt þremur lög-
um atkvæði í hvorum flokki).
og er þátttaka víðs vegar að ai
landinu.