Morgunblaðið - 14.11.1956, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.11.1956, Qupperneq 6
MORCVNBLAÐ1Ð MiðvIIcudagur 14. n5v. *56 Fórnir Ungverja hafa ekki verið til einskis RAUÐI HERINN hefur nú kæft frelsisbaráttu Ungverja í þeirra eigin blóði. í Búdapest situr nú rússnesk leppstjórn kommúnista en hún getur aldrei þvegið þann blett af sér, hvorki í augum Ung- verja sjálfra né umheimsins, að hún á tilveru sína eingöngu að þakka Rauða hernum, sem al- menningur í Ungverjalandi hat- ar nú af allri sálu sinni. ÞEIR HAFA EKKI FALLIÐ TIL EINSKIS í hinum frjálsa heimi harma menn hinn ungverska sorgarleik. En þegar litið er á atburðina þar í landi geta menn ekki varizt þeirri hugsun að allar þær hörm- ungar og ósköp, sem þar hafa dunið yfir, séu að vissu leyti elding nýs tíma. Allar þær þús- undir, sem látið hafa lífið i októ- ber-byltingunni 1956 í Ungverja- lardi hafa ekki fallið til einskis. Fordæmi þeirra er ekki ein- ungis hvatning öllum heimi, bæði austan og vestan járn- tjalds, heldur er í þessum at- burði fólgið fyrirheit. Það sést nú glöggt að einmitt bylting- in í Ungverjalandi hefur ver- ið siðferðilegt Stalingrad heims-bolsivismans og mun það þó koma enn skýrar í ljós síðar. Það má segja að það hafi ekki kostað Rússa mikið hernaðarlega að berja ungversku uppreisnina niður með bryndrekum og stór- skotaliði. En þessar aðfarir hafa orðið til þess að álit sovét-veld- isins hefur beðið stórkostlegan hnekki. Það hefur komið glöggt í ljós að þrátt fyrir allt tal og allar gyllingar um góða sam- búð og samvinnu þjóða á milli, frið og frelsi, þá eru þó komm- únistar í Kreml ætíð hinir sömu og það er ljóst að þeir svífast einskis til þess að halda völdum, þar sem þeir eitt sinn hafa náð þeim. KROSSTRÉ, SEM BRUGÐUST Það er vert að minnast þess að á Vesturlöndum hafa menn hing- að til haldið að Ungverjar væru að vísu óánægðir en samt sem áð- ur stæði þó kommúnistastjórnin þar föstum fótum. Menn hafa að vísu séð valdastreituna innan kommúnistaflökksins sjálfs en menn hafa litið á það sem inn- byrðis valdabaráttu, sem ekki snerti. almenning, sem væi i ger- samlega undir hinu kommúnis- tiska oki. En nú gerist einmitt það, að þær stéttir, sem komm- únistar hafa sérstaklega lagt áherzlu á að vingast við hafa girpið til vopna gegn þeim. Það var einmitt verkalýðurinn, sem kommúnistar vitna svo oft í, sem myndaði meginkjarna þess liðs, sem að uppreisninni stóð. Slag orðið í verkföllunum var: „Við tökum ekki upp vinnu fyrr en seinustu Rússarnir eru favnir“. Þessum verkföllum var haldið uppi enda þótt ekki væru til neinir verkfallssjóðir og þó ekki væri nein sameiginleg verk- fallsstjórn. Smábændurnir létu heldur ekki sitt eftir liggja. Að vísu hafa bændur alla tíð verið taldir íhaldssamir, í hvaða landi sem er, en kommúnistar í Ung- verjalandi, höfðu einmitt lagt sérstaka áherzlu á að vinna smá- bændastéttina. Svipað er um her- inn. Hermennirnir voru allir skólaðir í kómmúnisma. Þeir bjuggu við tiltölulega góð kjör og á herskólunum hafði þeim ver- ið innrætt stefna Marx og Len- ins og herforingjarnir sjálfir höfðu allir gengið í skóla í Sovét- ríkjunum. En þrátt fyrir þetta hefur ungverski herinn að yfir- gnæfandi meirihluta tekið þátt í uppreistinni. Og hvað var svo um æskumennina? Þriggja ára börn eru send á barnaheimili kommúnista og kommúnistarnir láta ekki ungviðið laust undan áróðrinum frá því það fer fyrst í skóla og þar til það hefur lokið háskólanámi eða öðru námi og er komið í vissar stéttir, þar sem áróðrinum er líka haldið áfram. En menntaskólanemendur og há- skólastúdentar stóðu í farar- broddi byltingarinnar ,einkum þó þeir síðast nefndu. Allur áróður kommúnista meðal æskumanna hefur þess vegna haft mjög tak- mörkuð áhrif. Æskan reis upp, hún reisti sér götuvígi og þeir æskumenn, sem létu lífið í bar- dögunum við Rauða herinn skipta mörgum þúsundum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir heimskommúnismann og foringja hans. Að vísu hefur frelsishreyf- ingin ungverska verið slegin til jarðar, en frelsislöngunin lifir ennþá. Að vísu liggja engar sann- anir fyrir um það að aðstæðurnar í hinum leppríkjunum séu svip- aðar og í Ungverjalandi. En dæm ið þaðan sýnir þó svo ljóslega sem verða má, að kommúnistísku valdhafarnir í þeim löndum geta ekki haldið stöðum sínum þar til langframa, án þess að hafa stuðn- f ing Rauða hersins við hendina. ‘ SVIKIZT AFTAN AÐ Það sýnir betur en nokkuð ann- að í hvílíkum vandræðum Rúss- ar hafa talið sig vera gagnvart frelsishreyfingunni í Ungverja- landi að þeir svífast þess ekki að nota hin svívirðilegustu meðöl til að kæfa hana niður, þó að þeir hefðu hernaðarleg undirtök. Það liggur skýrt fyrir og kom fram í yfirlýsingum stjórnar Nagys að Mikojan, sem var einn af ráð- herrum Rússa, sem heimsóttu Búdapest, lýsti því þar yfir að all- ur her Rússa mundi fljótlega fara úr landi. Fulltrúi Rússa í Öryggis ráðinu, Sobolow, lýsti því yfir á fundi ráðsins, að herinn mundi fljótlega hverfa úr landinu. Þeg- ar kom til samninga milli Ung- verja og Rússa tólf klukkutím- um áður en Rússar gerðu árásina á Búdapest, þá báðu samninga- menn Rússa um 2—3 vikna frest til að flytja her sinn úr landi. Einn af ungversku ráðherrunum, Tildy, fyrrverandi forseti lands- ins, taldi sama dag og þessi beiðni kom fram að það væri útilokað að Sovét-Rússar mundu aðhafast nokkuð gagnvart Ung- verjum og stjórn þeirra, eftir þessa yfirlýsingu. Engum Ung- verja datt í hug að Rússar hefðu þarna brögð í tafli. Það sýnir bezt hve einfald- lega Ungverjar hafa trúað Rússum, að dögunum áður en þeir réðust með skriðdreka sína á Búdapest, þá var byr jað að hreinsa göturnar og setja rúður í glugga í stað þeirra sem brotnar höfðu verið. Rússneskir skriðdrekar leggja til atlögu. Landvarnaráðherran, Maleter, sem kallaður var „hetjan frá Búdapest", fór alveg grunlaus ásamt foringjum sínum, að kvöldi til aðalstöðvar Rússa til að taka upp samninga um brottför Rauða hersins. En hann kom þaðan aldrei aftur, því að Rússar hand- tóku hann og menn hans og sviku þá þannig í tryggðum. Þannig rufu þeir grið á samriingamönn- unum ungversku, en það hefur verið regla, sem staðið hefur una aldir, að skerða ekki hár á höfðá þeirra, sem sendir væru til samn- ingagerða. En Rússar svifusteinsk is til að bæla niður mótspyrnu Ungverja. Skýrar gat ekki komið í ljós fyrirlitning þeirra á mann- helgi og alþjóðlegum rétti. EKKI veit ég hver ástæðan er fyrir því, að hér á landi er svo feikilega mikill áhugi á leik- list, sem raun ber vitni um. Kannski brýzt aldalangt listhung ur þjóðarinnar út í þeirri göfugu ofurást sem við höfum til eðlu gyðjunnar Talíu, og allar hinna þokkafullu dætra hennar. Víst er og um það, að leiklistin hefir all- lengi verið hvað mest alþýðulist- in á fslandi. Hundruð ára eru nú síðan skólapiltarnir á Bessastöð- um settu sín sjónarspil á svið og Sigurður málari lifðL Leiklistin göfug og gleðjandi. LEIKLISTIN hefir verið ívafin skemmtan þjóðarinnar um langan hríð og þar hefir alþýðu- maðurinn gengið umsvifalaust í gervi skrautbúinna hefðarmanna Moliers, eða bara gerzt einfaldur Jeppi á Fjalli, líkur íslenzka bóndanum. En hugur þjóðarinn- ar til leikmenntar og alls þess, sem að henni lýtur hefir verið mikið þroskamerki, því að sá, sem kann að unna góðri leiklist, eða jafnvel líka slæmri, kann jafnframt að gleðjast með öðr- um, hlæja og syrgja jafnt í senn og gengur að því leyti út úr sín- um eigin persónuleika og öðlast þátttöku í lífi annarra. Meiri fjölbreytni. MIKILL áfangi var það þegar Þjóðleikhúsið reis af grunni fyrir rúmum hálfum áratug. Þar situr listin í glæstu veldi, það er \iéM 'geyðuT olympstindur ís- lenzkrar menningar. En einmitt þess vegna má segja að okkur skorti nú í dag meiri fjölbreytni í leiklistina og leiklistarlífið Leikfélag Reykjavíkur er góðra gjalda vert og röggsamlega stjórnað en kannski verður það um of, að hugsa um peningahlið- ina á leiksýningum sínum. Stofnun kjaliaraleikhúss ÞAÐ ER því tímabært að ýta á eftir þeirri hugmynd hvort ekki beri að stofna kjallaraleik- hús hér í bænum. Hann er þegar orðinn svo stór, að vel er rúm fyrir þrjú leikhús. Tilraunaleikhús af þessu tagi tjðkast mjög erlendis, stofnuð tíðast af litlum hópi áhugamanna um leiklist, eins konar Talíu- klúbbar. Þar leika oftast ungir menn kauplítið, ný leikrit í frum legum stíl, sem stærri leikhúsin telja sér ekki efnalega fært að setja á svið. Þar er líka vettvang- ur fyrir ung leikritaskáld, að fá verk sín sýnd og koma þeim auð- veldlega á framfæri. KostUrinn við slík tilraunaleikhús er sá, að þau geta gert margt það, sem stærri leikhúsunum er meinað vegna þess, að þar vinna allir sem að sýningunum standa af á- huganum einum saman og ekki þarf því sífellt að hugsa um peningaskj óðuna. Ég þykist viss um, að þegar er mikill grundvöllur fyrir rekstri slíks kjallaraleikhúss hér í bæ, en enn skortir samtök nokkurra ungra manna, leikara, höfunda og blaðamanna um málið. Tónlistarklúbbur M. R. HÉR ritar gamall Mennskæl- ingur (að sunnan): „Ég las í blöðunum fyrir helg- ina, að stofnaður hafi verið tón- listarklúbbur í Menntaskólanum í Reykjavík, og fylgdi það fregn- inni, að hér væri um nýtt fyrir- bæri að ræða, sem ekki hefði þekkzt 1 skólanum fyrr. Þá var þess einnig getið, að Ásgrímur Jónsson listmálari, halfði gefið klúbbnum hljómplötur með verk um eftir Mozart, og væri þetta í fyrsta sinn, er skólanum bærust hljómplötur að gjöf. Ég var nokkuð undrandi, er ég las þessa fregn, þar sem sams konar klúbbur var stofnaður í Menntaskólanum kennsluárið 1944—1945 og gaf ég við það tæki færi sjöundu sinfóníu Beethov- ens sem stofngjöf og fylgdu aðr- ar gjafir þegar á eftir. Var þann- ig um álitlegt plötusafn að ræða í lok skólaárs 1945. Von okkar var sú, að þetta yrði vísir að miklu safni, er ávaxtað væri frá ári til árs og hlúð að af skólans hálfu. Þá hafði einnig tekizt að Ársþing HSH — Erfitt tíðorfor BORG í Miklaholtshreppi, 30. okt. unni. Auk þess mættu á sam- bandsþinginu forseti. íþróttasam- bands íslands, Benedikt G. Waage og framkvæmdastjóri í- þróttasambandsins, Hermann Guðmundsson. Voru það sannar- lega góðir og kærkomnir gestir á þinginu. Fluttu þeir báðir á- vörp og kveðjur, og auk þess sýndu þeir fræðslukvikmyndir. Margar samþykktir voru gjörð- ar á þinginu. Áður en þingi var slitið kvaddi sér hljóðs Kristjáa H. Breiðdal gestgjafi á Vega- mótum og flutti þinginu eftirfar- andi erindi: S.l. sunnudag var haldið að Vega- mótum ársþing héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu, (H.S.H.). Mættir voru fulltrúar frá 10 ungmennafélögum í sýsl- shrifar úr dagleqa lífinu afla skólanum mjög góðra tækja til flutnings tónlistar, svo að arf- ur þeirra, er við tóku, var ekki lítill miðað við aðstæður á þeim tímum. Nú leikur bæði mér og fleirum hugur á, að fá vitneskju um það hvaðan fyrrgreind fregn kemur og hvernig á því stendur, að þeir, sem hana hafa látið frá sér fara vita ekki betur. Þá er okkur einn ig forvitni á því, hver urðu örlög þess klúbbs, er við stofnuðum um árið og hvað um eignir hans varð. Nemendur eru alltaf að koma og fara úr skólanum, svo að þeir geta ekki hent reiður á starfseminni frá ári til árs. Þeir einir geta viðhaldið erfðavenjum skólans og varðveitt eignir hans, sem. þar starfa um margra ára bil. Þess vegna er okkur spurn, bæði vegna Ásgríms og þeirra annarra, er í góðri trú vilja styrkja hina nýendurvöktu menn ingarstarfsemi: Hvað gerir stjórn Menntaskólans sjálfs til að við- halda merkri félagsstarfsemi eins og tónlistarklúbb þeim, sem hér um getur? Hvernig stendur á því, að klúbburinn sem við stofnuð- um, er nú svo fjarlægur, að nem- endur Menntaskólans í dag hafa ekki heyrt hans getið? Og með hverjum hætti hyggst stjórn Menntaskólans varðveita og á- vaxta þær eignir, sem nú kunna að vera í eigu félagssamtaka Menntaskólanemenda? “ Hér sé líf og hér sé fjör hér sé góðra kynni. Skapi hugsjón æskan ör aldinn svo það finni, þá mun auðnu ýtt úr vör og allt í hendi þinni. — Stjórn héraðssambandsins skipa: Þórður Gíslason, Ölkeldu, form., Kristján Jónsson, Snorra- stöðum, ritari, Erlendur Hall- dórsson, Dal, gjaldkeri, meðstjórn endur eru Stefán Ásgrímsson, Stóru-Þúfu og Páll Pálsson, Borg. ÓTÍÐ Hér hefir verið hin argasta ó- tíð um tíma, mjög úrkomusamt snjókoma og frost suma daga. Taka varð sauðfé í hús nokkrar nætur, en nú hefir hlýnað aftur og hefir fé verið sleppt aftur frá húsi. VART VIÐ DÝRBÍT Heimtur á fullorðnu fé eru víðast hvar góðar, en suma vant- ar nokkuð af lömbum ennþá. Á Skógarströnd hefir orðið vart við dýrbít nú í haust, og er hætt við að hann hafi legið í lömbum í sumar. Frá Miklaholtsseli vantar þrjár veturgamlar kindur, og hafa þær allar farið í kletta í Hafursfelli, og getur verið mjög erfitt að ná þeim þaðan, því þar eru háir klettar og illt að komast að kindum þar. í fyrrinótt rigndi hér afar mikið og urðu þá nokkrar skemmdir á fyrirhleðslugörðum rafstöðvanna á Borg og Miðhrauni. — PálL SAMKVÆMT því sem blaðið Charlotte Observer f borginni Charlotte í Norður-Karólínu f Mecklenborgar-umdæmi í Banda ríkjunum segir, er árleg bein áfengisneyzla talin nema 22 millj. dollara, en óbein eyðsla alls uia 50 millj. íbúatalan er 175 þúsund- ir. Þetta er skattur, sem nemur 400 dollurum á hvert mannsbarn í umdæminu. (Áfengisvji. Rvíkur).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.