Morgunblaðið - 14.11.1956, Síða 11
Miðvikudagur 14. nóv. ’S6
MORGU NULAÐIÐ
11
INNRÁS BLAÐAMANNA
Á SUDUREYJAR
,V#ð hertókum ekki fólk, en vi’ð tæmdum mathúr mörg
á eyjunum og þurrkuðúm upp viski-birgðir", segir
Islendingurinn, sem þátt tók i innrásinni
emi
A SKRIFBORÐINU fyrir fram-
an mig liggur gráleitur steinn,
svipaSur penna að lögun og
stærð. Mjórri endinn er til-
höggvinn af mannahöndum, og
enn þá má sjá svitamörkin á
steininum. Þau eru eftir hendur,
sem notuðu hann að verkfæri
fyrir 1700 árum.
Steinninn og illkynjað kvef
eru einu áþreifanlegu minjarn-
ar, sem ég hef um undarlegasta
viðburð í sögu skozkrar blaða-
mennsku: eftiríörin eftir Elísa-
betu drottningu um Suðureyjar.
Ferðalagi drottningar og þessu
umstangi öllu er nýlokið. — Það
var fyrsta heimsókn ríkjandi
þjóðhöfðingja til Suðureyja um
meir en heila öld. Og ég er ekki
í neinum vafa um, að heimsóknin
verður tilefni margra sagna á
löngum kvöldvökum þar úti í
eyjum um ókomin ár, enda gáfu
blaðamenn ærið tilefni til þess.
KARLI LEIZT EKKI Á LÝÐINN
Það er rétt að skjóta því strax
að, sem suðureyskur ferjukarl
frá Eiríksey sagði við mig, þeg-
ar ég spurði hann um álit lians
á öllum þessum blaðamannalýð.
Suðureyingar svara aldrei bein-
línis. Karlinn leit til lofts og
tuldraði í barn sér: „Vindáttin
hefur breytzt, og nú er hann
kominn á suðaustan. Og aldrei
hefur neitt gott komið úr suð-
austri“. Eins og lesendur munu
vita, þá eru helztu borgir Skot-
lands í suðaustri frá Suðureyjum.
Heimsókn drottningar til Suður
eyja stóð rétta viku. í för með
henni var fjölskyldan, Filippus, j
ektamaki hennar, börn þeirra tvö
og Margrét, systir hennar. En
þetta fólk nýtur svo mikillar virð
ingar með þjóðum sínum, að ís-
lendingar eiga örðugt með að
skilja það. Drottningin á forkunn
argóða lystisnekkju, sem heitir
Britannia, og var það farkostur
þeirra. Siglt var, sem leið liggur
frá Óban um Eyjuna helgu, Myl,
Tilefúð vor heimsóbn
Elísahetar drottningar þangað
verri en tíðkast á íslandi. Við
það bættist svo glæfraiegur akst
ur suðureyskra bílstjóra, sem
skeyttu ekkert um krappar beygj
ur, mjóa vegi, brattar brekkur né
illgrýti. Þeir hægðu aldrei á sér.
Og til að gera okkur blaða-
mönnum enn erfiðara um vik, þá
brauzt út nokkurs konar styrjöld
milli okkur og lögreglunnar. —
Suðureyska lögreglan er bæði
fámenn og góðmenn, afskiptalítil
og umburðarlynd. En nú þótti
ráðlegt að auka liðskost hennar
um fjörutíu lögreglumenn frá
meginlandinu, og var það harð-
snúið lið. Brátt kom í ljós, að
lögreglan þurfti ekki að eyða
neinni orku í að halda eyja-
skeggjum í skefjum, enda þurfti
hún á öllum mætti sínum að taka
til að ráða við blaðamenn.
FÁTT UM NÆÐI
FYRIR DROTTNINGU
Blaðamen voru á hnotskóg eft-
ir fréttum af drottningu og fjöl-
skyldu hennar, og reyndu þeir
að slægjast sem mest eftir því,
sem enginn mátti vita. Þegar
lífvörður hátignarinnar bannaði
myndatöku einhvers staðar, þá'
þustu allir Ijósmyndarar á vett-
vang. Stundum fór drottningar-
fólkið allt í stutta ferð, og snæddi
málsverð einhvers staðar úti í
grænni náttúrunni, en þá fékk
það heldur lítinn frið fyrir blaða
mannalýðnum, sem reyndi að
hnýsast eftir hverju smáatriði, og
raunar hverjum munnbita.
Einn daginn átti drottningin
að hvíla sig, og þá vildu blaða-
menn æfir fá að vita, hvernig hún
verði deginum. En hún vildi fá
að vera í friði, og fyrirætlunum
hennar var haldið stranglega
Skíð, Barrey, ívist, Hérað og leyndum. Þetta var á Suður-ívist,
Ljóðhús. Drottningin heimsótti
því sömu eyjar og Magnús ber-
fættur á sínum tíma, þótt ekki
færi hún sömu leið og hann.
Með Magnúsi berfætt voru að
vísu engir blaðamenn og ljós-
myndarar í för. En í þess stað
hafði hann íslenzkt hirðskáld,
sem orti um leiðangurinn.
ÖRÐUGT FERÐALAG
Blaðamönnum reyndist þetta
ferðalag furðu örðugt. Enginn
kostur var á að fylgjast með
drottningarsnekkju án þess að
leigja skip, en það hefði orðið of
dýrt. Því tóku blöðin það ráð
að senda tvö lið, sem skiptust
á að verða á undan drottningu,
hvert sem hún fór. f öðru lagi
eru símalínur svo fáar á Suður-
eyjum, að skammta varð blöð-
unum afnot af síma til að senda
fréttir og myndir af allri dýrð
inni. Og á eyjunum eru fáar
leigubifreiðir, svo að við áttum
erfitt með að elta drottningu,
þegar hún ferðaðist um eyjarnar.
Við vorum tólf manna lið, sem
„Scottish Daily Express" sendi í
þessa för: fjórir blaðamenn,
fjórir ljósmyndarar, tveir sím-
sendarar og tveir ökumenn. Svo
mikil vanhöld urðu, að þriðjung-
ur liðsins varð óstarfhæfur þeg-
ar fyrsta daginn, og eftir það
heltist sá fimmti úr lestinni.
Þetta gefur dálitla hugmynd um
þessa hættulegu för, enda urðu
ýmsir fleiri fyrir skakkaföllum,
áður en yfir lauk.
SLÆMIR VEGIR OG
GLÆFRALEGUR AKSTUR
Vegir í Suðureyjum eru illir
umferðar, margir þeirra miklu
eyjunni, sem verður gerð að her-
stöð, öllum til mikils harms. ívist
arbúar eru löngu kunnir að mik-
illi kurteisi og hollustu við kónga
fólk sitt. Fyrir tvö hundruð ár-
um var Karl Skotaprins á flótta
undan óvinum sínum, sem höfðu
lagt 30,000 sterlingspund til höf-
uðs honum. Prinsinn leitaði á náð
ir búandkai ' og kvenna þeirra í
Suður-fvist, 1 im hann hafð-
ist við í fc :..n um margar vik-
ur, unz hann flýði úr landi.
FÉKK EKKI AÐ DORGA
í FRIÐI
Og þegar drottningin bað um
einveru, þá stóð ekki á eyjar-
skeggjum að verða við óskum
hennar. Þegar hún gekk um
túnin þar, þá litu karlar ekki einu
sinni upp frá slætti. Drottning
komst óáreitt að silungsvatni,
þar sem konan ætlaði að dorga
sér til skemmtunar um daginn.
En friðurinn stóð ekki lengi.
Eftir nokkra stund kom flugvél
svífandi yfir konuna. Eitt blaðið
hafði leigt sér flugvélina til að
leita að drottningu og taka mynd-
ir af henni.
Og allan daginn var hin fjöl-
menna lögregla önnum kafin við
að halda 60 blaðamönnum í
skefjum, sem æddu um alla eyj-
una í leit að drottningu. Þeir
fundu hana að lokum, en eftir það
var styrjöld milli lögreglu og
blaðamanna, og lögreglan bar sig
ur úr býtum.
Næsta skipti, sem drottningin
vildi fara til veiða, lét lifvörð-
ur hennar þá frétt berast út, að
Margrét prinsessa ætlaði að fara
blaðamennirnir hópuðust á ball-
ið — en Margrét lét aldrei sjá
sig. Og meðan þeir biðu skjálf-
andi eftir prinsessunni, læddist
drottningin frá lystisnekkju
sinni og veiddi óáreitt nokkra
sjóbirtinga um nóttina.
AÐFARIR BLAÐAMANNA
MINNTU ÁSTRANDHÖGG
VÍKINGA
íslendingar eru blessunarlega
lausir við konungadýrkun og eiga
eflaust örðugt með að skilja þann
ónáttúrulega áhuga, sem obbinn
af brezkum blaðalesendum hefur
á drottningu og öllu kyni hennar
og slekti. En ritstjórar brezkra
blaða vita vel, hvers konar fréttir
almúga þyrstir mest eftir, drottn-
ing getur naumast gert svo fá-
nýtan hlut, að ekki verði stór-
frétt í blaði, sem kann að hag-
nýta sér það. Og ég cfast um,
að íslendingar hafi nokkurn tíma
orðið fyrir jafnharðvítugri innrás
blaðamanna og Suðureyingar
urðu að þola. Aðfarir blaðamanr.a
minntu á hin hrottalegu strand-
högg, sem víkingar gerðu í Suð-
ureyjum endur fyrir löngu.
Að vísu hertókum við ekkert
fólk, en við tæmdum matbúr
mörg í eyjunum og þurrkuðum
upp viskí-birgðir eyjaskeggja svo
vandlega, að sums staðar varð
enginn dropi eftir. Frægasta
viskí-eyja veraldar heitir Barry,
sem Ormur Barreyjarskáld er
kenndur við. Um Barrey og viskí
hennar hefur skozki rithöfundur-
inn Sir Compton Mackenzie
skrifað bók, og eitthvað hefur
verið á hana minnzt í íslenzkum
bókum. En þessi fræga eyja varð
að þola þá niðurlægingu, að blaða
menn tæmdu þar hverja flösku
og hófst af því illkynjaður þurrk-
ur í eyjunni um hríð.
NÓG UM VISKÍ OG TE —
FÁTT UM TANNLÆKNA
En að öllum þessum ævintýr-
um okkar blaðamanna er þó
býsna gaman — einkum eftir á.
Við kynntumst þarna merkilegri
þjóð, sem er gestrisin og hjálp-
söm. Karlarnir risu oft úr rekkj
um sínum um óttuskeið til að
Elísabet Bretadrottning.
gefa okkur árbít, þegar við þurft
um að leggja svo snemma af
stað í eltingarleikinn. Þeir veittu
okkur ótölulegan fjöida af viskí-
snöpsum og te-bollum. og gerðu
þetta ailt af miklu meiri kurteisi
en tíðkast um borgarlýð. Þó
langar mig ekki til að e.ga þar
heima til langdvalar, þar er fátt
við að vera og heldur dauflegt
bæjarmönnum. Og þar ei u lækn-
ar og tannlæknar íurðu strjáiir
Einn blaðamaðurinn þjáðist af
tannverk alla vikuna og gat
aldrei fengið líkn. Tannlæknar
fyrirfundust ekki.
Og eitt lærði ég í þessari för.
Nýlega smíðaði skozkur upp-
fyndingamaður í Prestwick litla
flugvél, og var hún reynd þárna
um daginn. Hún getur lent og
hafið sig til flugs, fullhlaðin, á
hundrað metra löngum flugvelli
og jafnvel enn styttri. Þessi flug-
vél verður mikið notuð í eyjum,
þar sem flugvellir verða ekki
gerðir vegna þrengsla.
Og að lokum steinninn, sem ég
minntist á. Hann fannst í litlu
hvelhúsi, sem einhverjir Ivistar-
búar hafa notað fyrir 1700 árum.
Við getum aldrei vitað, hverjir
þeir voru. En steinninn minnir
mig þó miklu fremur á Suður-
eyinga, sem nú byggja þar land,
og alla þá kyndugu atburði, sem
urðu á för minni, þegar ég var
að fylgjast með gerðum drottn-
ingar til að geta skrifað um
þær fyrir skozka lesendúr mína.
Magnús Magnússon.
Meginmunur
Morgunblaðið birti í gær út-
drátt úr ræðu Hallvarðs Lange
og umræðum í norska Stórþing-
inu um utanríkismálin.
f frásögn atburðanna og túlk-
un þeirra ber ekkert á milii þess,
sem Morgunblaðið hefur gert og
fram kom af hálfu Langes og
annarra í Stórþinginu, nema
kommúnistans, aff einu atriði
undanskildu. Munurinn kemur
fram í því, að vægilegar var þar
tekið á árás Breta og Frakka en
Morgunblaðiff hefur taliff rétt
vera.
Héffan af skiptir þetta þó ekki
miklu máli. Affalatriffiff nú er
þaff, aff Bretar og Frakkar una
ákvörffun Sameinuðu þjóffanna
og eru fúsir til þess aff kveffja
liff sitt úr Egyptalandi, ef al-
þjóffalögregla tekur viff. Allir
vita, aff Rússar eru ófáanlegir til
þess að gera slíkt hiff sama.
Enn snýst Tíminn
„Þótt atburðirnir í Ungverja-
landi séu hinir hörmulegustu,
hafa þeir ekki komið á óvart.
Sérhver sá, sem eitthvaff þekkti
tii rússncsku kommúnistastjórn-
arinnar vissi þaff fyrirfram, aff
hún myndi ekki á þessu stigi
Ieyfa neinu lepprikjanna fullt
frelsi, þótt hún slakaffi eitthvað
á kúguninni."
Þessa klausu má lesa í Tím-
anum í gær.
En 30. okt. s.l. birtist þar for-
síffu-fregn meff stærstu stöfum
þvert yfir síffuna:
„ALGER SIGUR UNGVERSKU
ÞJÓÐARINNAR Á ALÞJÓÐA-
KOMMÚNISMA OG HARÐ-
STJÓRN MARKAR MIKIL
TÍMAMÓT".
Hinn 2. nóv., segir svo Timinn:
„Aukið sjálfstæði lepprikjanna
og brottflutningur rússneskra
herja úr löndum þeirra, myndu
tvimælalaust minnka striðshættu
úr þeirri átt.“
Ekki stóð á túlkuninni. Allt
átti að sanna, að Hermann Jónas-
son hafi séð þróunina rétt, þeg-
ar hann fékk gerða samþykkt
Alþingis 28. marz.
Nú eiga atburffirnir, sem síðar
urðu, ekki að „hafa komið á
óvart“ og nánast styrkt friðar-
horfurnar!
65 óra almæli háskólakeonslu
1 norrænam fræðum
KENNSLAN í Norðurlandamál-
um og bókmenntum á ríkishá-
skólanum í Norður-Dakota (Uni-
versity of North Dakota) í Grand
Froks á 65 ára afmæli um þessar
mundir, því að grundvöllur var
lagður að þeirri kennslu r.ieð sér-
stakri samþykkt rikisþingsins ár-
ið 1891. Hófst kennslan í þeim
fræðum á háskólanum þegar það
haust, og hefir haldið áfram
nærri óslitið síðan.
Undanfarin 27 ár hefir dr. Ric-
hard Beck verið prófessor við
ríkisháskólann í Norðurlanda-
málum og bókmenntum og for-
seti norrænu deildarinnar, en ný-
lega voru hinar erlendu tungu-
mála- og bókmenntadeildir sam-
einaðar í eina allserjardeild (De
partment og Modern and Classi-
cal Languages) og varð hann for-
á dansleik þarna í eyjunni. Allirseti hennar, jafnframt því sera
hann heldur áfram kennslunni
í sínum fræðigreinum.
Af Norðurlandamálunum er
mest áherzla lögð á kennslu í
norsku, vegna þess hve Norð-
menn eru fjölmennir í Norður-
Dakota, en einnig er kennd is-
lenzka, Noregssaga og úrvalsrit
bókmennta Norðurlandanna
allra lesin í enskum þýðingum,
jafnframt því, sem fluttir eru fyr
irlestrar um þær á ensku.
Á þessu hausti eru innritaðir
rúmlega 50 stúdentar í Norður-
landamálum og bókmenntum,
langflestir í norsku, en einnig
nokkrir í íslenzku. En í allt eru
rúmlega 800 stúdentar í erlendu
tungumáladeildinni; kennsluna í
þeim fræðum annast, auk dr.
Becks, sex aðrir háskólakennar-
ar.
(Lögberg 11. okt. 1956).
Óskadraumunnn
Þjóffviljinn á laugardag sýnir
glögglega, hvernig kommúnistar'
óska að á móti sjálfum þeim
hefffi veriff tekiff viff rússneska
sendiráffiff. Blaffiff segir:
„Eftir aff Pétur Benediktsson
tengdasonur Ólafs Thors hafffi
um skeiff stjórnaff öskrum og
óhljóðum, hrindingum og grjót-
kasti, gaf hann liffi sínu allt í
einu merki um aff hætta. Þaff
komu tveir menn gangandi og
Pétur Benediktsson heilsaffi þeim
virffulega. Heimdellingarnir viku
fyrir þeim og margir tóku ofan,
síffan hurfu tvímenningarnir inn
um dyrnar á sovézka sendiráff-
inu. Sama sagan endurtók sig
þegar þessir tveir menn komu
út.“
Þessi frásaga á aff eiga viff
móttöku tveggja Sjálfstæffis-
manna, sem fóru í sendiráðiff.
Óþarft er aff taka þaff fram,
aff allur er þessi söguburður ein-
ber ímyndun. Menn þessir fengu
sízt betri undirtektir áhorfenda
en affrir gestir. Enn þá verr en
vifftökur mannfjöldans í Tún-
götu fellur þeim þó vafalaust
fögnuður stjórnarblaffanna yfir
heimsókn þeirra. Skýrari sönn-
un fyrir yfirsjón sinni geta þeir
ekki fengiff.
Þaff er mannlegt aff skjátlast,
og þarf ekki um þaff aff fást.
Hitt mun í minnum haft, hvern-
ig kommúnistar lýsa draumi sin-
um um móttökurnar, er þeir
vildu hafa fengiff. Allir áttu aff
taka ofan og hneigja sig!