Morgunblaðið - 16.11.1956, Side 6
V
MORGVNBLAÐIÐ
FSstudagur 16. ndv. 1956
/ fáum orðum sagt:
>rTTTTTTTTYt
fTTTTTTT^
4
4
4
4
<
Ég ldna persónunum í
bili eitthvað af sjdlfum
mér
segir Jón Aðils á 25 ára leikafmæli sínu
ÞEGAR ég hringdi til Jóns
Aðils og spurði hann, hvort
við gætum rabbað dálítið sam-
an í tilefni af 25 ára leikafmæli
hans, sagðist hann ekki hafa mik-
inn tíma til slíkra hluta, hann
þyrfti að fara á leikæfingu eft-
ir hálftíma. Hann spurði, hvort
það væri nægur tími — og auð-
vitað varð svo að vera. —
Þjóðleikhúsið hyggst halda upp
á 25 ára leikafmæli Jóns með
sýningum á Tondeleyo, og var
hann í óða önn að undirbúa sig
undir þær. — Mér þykir vænt
um hlutverk mitt í því leikriti,
sagði Jón, þegar ég hitti hann
i búningsherbergi hans í Þjóðleik
húsinu — og sýningin í heild var
ákaflega vönduð á sínum tíma.
___... ^
JÓN kveikir sér í sígarettu,
leggst upp í dívan og lætur
fara vel um sig. Hann býður
mér dús, og ég fæ tækifæri til
að kynnast manninum sem gerði
Ben frænda svo úr garði að ó-
gleymanlegt er.
Ég sé strax að mér hefur skjátl-
azt. Ben frændi og Jón Aðils
eru ósköp ólíkir! Ég hafði látið
mér detta það í hug að þeir væru
steyptir í sama móti. Góður leik-
ur ruglar mann oft í ríminu.
Jón er að vísu rólegur og getúr
vafalaust verið kaldhæðinn raun-
hyggjumaður, en hann er fyrst
og fremst gáskafullur og glett-
inn alvörumaður. Ég játa að bað
kom mér á óvart. Og þessi rödd
sem hefir verið færð í munn
svo margra óhugnanlegra persóna
er óvenju alúðleg, þegar farið er
að ræða við Jón Aðils í góðu
tómi. Það er annars undarlegt,
hvað góður leikari getur breytt
sér á sviðinu.
— Ha, röddin, segir Jón, þegar
ég minnist á hana, mér finnst
hún alltaf annkannaleg, þegar
ég hlusta á sjálfan mig á bandi,
en er ekkert hræddur við hana,
aðeins hálffeiminn! Svo bætir
hann við, þegar ég spyr, hvort
það hafi ekki áhrif á sálarlíf
leikarans að bregða sér í öll þessi
undarlegu gervi:
— Nei, það hefur engin áhrif.
Ég skal segja þér, ég lána per-
sónunum í bili eitthvað af sjálf-
um mér. Það er allt og sumt.
★ ★ ★
EG skyggnist um í búningsher-
berginu. Hér má sjá hluta af
þeim furðulegustu persónum sem
hugsazt getur; hér eru t.d. 3. hár-
kollur með ýmsum litum. Þó að
þær séu kannski allmikilvægar
á leiksviði Þjóðleikhússins, eru
þær einar heldur ófullkomnar, ef j
skapa á nýja persónu. Það þarf
meira til; mikinn lærdóm,
reynslu og þennan eilífa neista
sem breytir lífi í list — eða öllu
heldur list í líf. Hér fyrir fram-
an mig er einn þeirra manna
sem hefur þennan neista í sér
og hefir kunnað að nota hann
með góðum árangri. — Jón segir
og bendir á svörtu hárkolluna: —
Þessi er t.d. úr Tehúsinu. Ég
nota hana ekki sjálfur. En þessi
gráa þarna fyrir framan þig, það
er mín kolla.
Ég hugsa með sjálfum mér:
Hvernig skyldi maður nú líta út,
ef maður setti þessa upp?; en
segi ekkert í þá átt, óttast að
Jón bjóðist til að lána mér hana
um stundarsakir. En auðvitað er
ekki á það hættandi. Það gæti
komið sér illa að missa persónu-
leikann, eins og Þórbergur, já
og það svona í ókunnum húsum.
Ég sný mér því að öðru:
— En hvað er þetta hér, Jón?
— Ja, þetta, svarar hann og
hlær, þetta er ether og brennslu-
spíritus.
— Til drykkjar?
— Nei — nei. Notum það til
að ná af okkur skegglími.
— En þessar byssur þarna?
— Önnur er úr Tondeleyo. En
fílabyssuna hef ég aldrei notað.
Fyrir ofan einn spegilinn hang-
ir orða með rauðu bandi. Ég
spyr Jón, hvort hann sé nýbú-
inn að fá Fálkaorðuna. Hann
hristir höfuðið, hlær: Ævar Kvar-
an hefur notað hana þessa í
einhverju leikriti.
★ ★ ★
OG nú er þessum stutta formála
lokið og ástæða til að hefja
samtalið. Þetta er ekki nema hálf
tími og nauðsynlegt að ganga
rösklega til verks.
Jón Aðils segir:
— Nei, þú vilt ekki skrifa
neina ævisögu. Það er of snemmt.
Hann hlær kaldhæðnisiega. Ben
frændi? — hugsa ég. Nei — nei,
það er ómögulegt.
Jón heldur áfram:
— Ég hefði gaman af að þú
byrjaðir með því að minnast á
Litla leikfélagið. Hjá því lék ég
fyrst. Já, að því stóð áhugafólk
sem sá um sýningar á barnaleik-
ritum Óskars Kjartanssonar.
— Og hver var fyrsti leikstjór-
inn þinn?
— Valur Gíslason. En fyrsta
hlutverk mitt var Hervarður líf-
varðaforingi í Hlyna kóngssyni.
Jón hlær.
— En hvers vegna tókstu upp á
því að fara allt í einu að leika?
— Það var tilviljun eins og
hjá flestum. En heyrðu láttu það
koma með, hvað gömlu leikararn-
ir voru hjálplegir. Þeir vildu
undantekningarlaust allt fyrir
okkur yngri leikarana gera. Ég
minnist ekki sízt vináttu þeirra
Brynjólfs Jóhannessonar og Vals
Gíslasonar, já og ekki má gleyma
gömlu leikstjórunum okkar, Ind-
riða Waage og Haraldi Björns-
syni.
— Það hefur margt breytzt síð-
an þú fórst að leika.
— Já, það má nú segja. Það
hefur margt breytzt. Ég man t.d.
eítir því, þegar vatnið var í ökla
x kjallaranum í Iðnó gömlu og
rotturnar átu allt „smynkið" okk-
ar, þar sem það stóð á borðunum.
Þær átu allt sem tönn á festi,
blessaður vertu.
Jón Aðils: — Mér þykir vænt um hlutverk mitt í Tondeleyo.
— Þið eigið víst eltki von á
neinum slíkum heimsóknum hér
í Þjóðleikhúsinu.
— Nei, hér eru engar rottur
og ekkert vatn — nema heitt og
kalt vatn í krönunum. Hér er
aðbúnaður ágætur. í alla staði.
shrifar úr
daglega lifinu
SKAMMT gerist nú stórra högga
á milli í umferðarslysum þeim
sem ávallt eiga sér stað. Tvö
dauðaslys um eina helgi og ör-
kuml að auki er mikið skakkafall
fyrir fámenna þjóð. Furðulegt má
heita að þrátt fyrir síendurtekin
dauðaslys skuli bifreiðastjórar
og aðrir ekki gæta betur að ferð-
um sínum. Víst eru nú dauða-
slysin í Reykjavík einni komin
upp í nær tuginn á þessu ári. Mun
það eflaust mjög há hlutfalls-
tala.
Hver eru úrræðin?
17’N hvað er til ráða?
Vandamál þetta er nú þegar
orðið svo alvarlegt að hefjast
verður handa af festu og dugnaði
til þess að ráða bót á því.
Hér dugir ekkert hálfkák. Við
Islendingar erum allt of fámenn
og lítil þjóð til þess að við höfum
efni á því að glata tugum manns-
lífa á ári hverju undir aurugum
hjólum gálausra bifreiða.
En hvað hefir verið gert? Sam-
keppni um umferðarmál er hald-
in með miklum auglýsingum og
háum verðlaunum. Vitrir menn
senda inn tillögur, margar ágæt-
ar. Umferðarnefnd er stofnuð sem
er þó gjörsamlega valdalaus, hef-
ir aðeins tillögurétt, og kemur
með margar góðar úrbótatillögur.
En þær eru ekki framkvæmdar.
Lögreglan í höfuðborginni horf
ir steinþegjandi á mannfjöldann
á aðalgötunum brjóta allar um-
ferðarreglur. Sjálfur hefi ég
gengið yfir götu móti rauðu ljósi
fyrir framan nefið á lögreglu-
þjóni. Hann draup höfði, samúð-
arfulkur á svipinn og mælti ekki
orð frá vörum. Áhugamenn hafa
stofnað með sér slysavarnafélög
til þess m. a. að fækka bílslysun-
um. Bindindisfélag ökumanna
hefir verið stofnað í sama til-
gangi.
Engar raunhæfar
aðgerðir.
EN slysunum íjölgar frekar en
en að þeim fækki og engar
raunhæfar aðgerðir sjást neins
staðar. Félög áhugamanna eins
og þessi tvö hafa heldur engin
völd, hið opinbera verður að
Þ
1.
Þetta er leiðin.
AÐ sem hér þarf að gera er:
ganga hér á undan. Hér þarf starf
og dugnað en ekki svefn og rúm-
leti, sem drepið hefir gjörsam-
lega mátt úr þeim opinberum að-
ilum, sem um þetta eiga að sjá.
Lögreglumenn sem með rann-
sókn umferðarslysa fara, hafa
sagt mér hve sárgrætilegt þeim
sjálfum þyki að yfirheyra sömu
ökuníðingana mánuð eftir mán-
uð. Það eru tiltölulega fáir menn
sem flest brotin fremja, en lögin
virðast ekki ná yfir þá. Þeir eru
kannske sviptir ökuleyfi stuttan
tíma og farnir að keyra nær jafn
ótt aftur eða þá rannsókn máls-
ins tekur langan tíma og dóms-
uppsaga dregst von úr viti — og
þeir aka eins og ljón á meðan og
fremja ný afbrot.
Það er t. d. engin tilviljun að
í bæjum eins og Akureyri, sem
telur þó um 8.000 manns, skuli
ekkert dauðaslys né alvarlegt um
ferðarslys hafa átt sér stað í ára-
tug. Þar er gætnin og löggæzlan
með ágætum, tillitssemi og aðgát
1 bifreiðastjóranna í bezta lagi.
miklum mun, jafnt með því
að bifreiðar haldi umferðarreglur
sem gangandi fólk.
2Þyngja mjög dóma fyrir um-
• ferðarbrot, og svipta menn
ökuleyfi ævilangt fyrir stórfelld
gáleysisbrot öðru eða þriðja sinni.
3Svipta menn ökuleyfi ævi-
• langt fyrir að aka bifreið und
ir áhrifum áfengis, við fyrsta
brot. (Frumvarp þessa efnis frá
Skúla Guðmundssyni liggur nú
fyrir þinginu).
4Þyngja að mun skilyrðin til
• þess að fá að stjórna bifreið,
og taka upp sérstakt próf og öku-
skírteini fyrir hjólreiðamenn,
svo sem Danir hafa nú í hyggju.
Þetta eru stór spor og miklar
breytingar frá núgildandi ástandi
í umferðarmálum þjóðarinnar. En
dauðaslysin falla ekki úr sögunni
við það eitt að tala um málin,
halda verðlaunasamkeppnir og
góðaksturskeppnir eða negla
blinda lögregluþjóna niður á
stærstu gatnamótin, þótt þénan-
legt sé, á sína vísu.
Ilvað verður biðin
löng?
ÉR hefir alltaf virzt að um-
ferðarmálin séu eitt þeirra
stóru hagsmunamála sem allri
þjóðinni ber skylda til þess að
sameinast um, líkt og skógrækt-
armáiin. Þótt einu mannslífi að-
eins væri borgið með þessum ráð-
stöfunum, sem hér hafa verið
nefndar hefðu þær þegar gold-
ið sjálfar sig margsinnis. En
hve lengi eigum við hóglátir og
valdalausir borgararnir að bíða
eftir því að opinberir aðilar hefj-
ist handa?
Því kannske fylgir valdinu
hvergi eins mikil ábyrgð eins og
i þessum málum.
— En hugsaðu þér aðbúnað þeirra
leikara sem voru upp á sitt
bezta, áður en mín kynslóð kom
til sögunnar. Þá var ekki einu
sinni komið gas, hvað þá raf-
magn. Ekkert nema ofn ein-
hvers staðar úti í horni.
— Hverjir voru eftirlætisleik-
arar þínir á þessum fyrstu leik-
árum?
— Ja, þeir voru margir, en við
skulum ekki fara að nefna nein
nöfn. Annað máttu minnast á.
Það er mikið talað um að sam-
komulagið sé slæmt milli leikar-
anna. En ég er viss um að það
er mun betra en gengur og ger-
ist.
— Já, það er ýmislegt sagt um
leikarana — en eru þeir ekki
einmitt ágætt umræðuefni?
—- Jú, ágætt, eins og gefur að
skilja.
Hárkollurnar eru enn á sínum
stöðum og mér er tíðlitið á þær.
Hvað er þetta eiginlega, eru þær
byrjaðar að fara í taugarnar á
mér? Nei, það er ómögulegt. En
mér finnst samt full ástæða til
að spyrja:
— Hvers konar tilfinning er
það að setja svona nokkuð á
hausinn á sér?
— Tilfinning, segir Jón og
glottir. — Ja, maður vonar að-
eins að maður komizt í persón-
una sem á þetta.
— Og það er auðvitað misjafn-
eins að maður komist í persón-
urnar“?
— Jú. En það er alltaf erfið-
ast að túlka þær persónur sem
verst eru skrifaðar. — En eigum
við ekki heldur að taka upp létt-
ara hjal?
— Jú, ekki er ég á móti þvl.
Hverju hefurðu til að tjalda í
þeim efnum?
— Ja, það er ýmislegt skemmtl
legt sem komið hefur fyrir. Ég
ætti kannski að segja þér frá
því, þegar við fórum með Top-
aze til Vestur- og Norðurlands-
ins. Við urðum að selflytja allt
okkar hafurtask — og það vakti
mikla kátínu, þegar við Haraldur
Björnsson bárum sófann útí bát
á Barðaströndinni. Það þótti mik-
ið afrek.
— En hvernig gekk það?
— Jú, hann komst um borð.
Siðan fórum við að rabba um
það, hvaða hlutverk Jóni hefði
þótt skemmtilegast að leika.
Við minntumst þá fljótt á Ben
frænda í Sölumanninum eftir
Miller. Jón sagði:
Framh. á bls. 11.