Morgunblaðið - 16.11.1956, Page 8

Morgunblaðið - 16.11.1956, Page 8
t MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 16. nóv. 1956 Kaffi í rúmið Gamanþáttur eftir Johan Borgen AÐ SÍÐASTA, sem húsmóðirin sagði áður en farið var að hátta um kvöldið, var þetta: — Og þér skuluð ekki láta yður detta í hug að fara á fætur fyrr en þér hafið fengið kaffi í rúmið. Ég hefi verið gestur á mörgum heimilum og yfirleitt getað, með glöðu geði, samið mig að siðum heimamanna. Það er ekki fyrr en nú í seinni tíð, að ég hefi tekið upp ýmiskonar undarlega háttu. En það hefi ég sannfærzt um að eigi að sýna gesti þann sóma að færa honum kaffi í rúmið, þá eru mótmæii gegn því stærsta brot sem hægt er að fremja gagnvart gestrisni húsbænda. Þetta gerðist úti í sveit og eins og allir vita, eru hvers konar reglur betur haldnar þar en í borgunum. Ég hafði komið seint og var ákaflega forvitinn að sjá lands- lagið. En myrkrið var skollið á og ég sá aðeins ljósin frá hinum strjálu bændabýlum nágrennis- ins. Ég sagði skilið við allar lang- anir og hugmyndir og ákvað að verða fyrirmyndargestur þennan fyrsta morgun, þ. e. a. uppfylia algjörlega þær kröfur, sem heim- ilið gerði til mín. Þess vegna gleypti ég tvær svefnpillur, sem áttu að hafa þau áhrif á mig a,ð ég sofnaði strax og svæfi lengi. En pillurnar hljóta að hafa verið sviknar, því að ég gat hreint ekki sofnað. Rúmið var prýðilegt, betra en ég hafði gert mér vonir um, en þegar ég var lagstur í það ásóttu mig ýmsar óþægilegar tilfinning- ar. Lítilfjörlegustu smáatriði hversdagslífsins urðu, fyrir hug- skotssjónum mínum, að risavöxn- um, lítt leysanlegum viðfangsefn- um. Og er ég loksins blundaði átti ég við þær ófreskjur að etja, sem ómögulegt er, að óreyndu að ímynda sér að birtist í draumum manna. Þegar ég vaknaði fannst mér ég vera nær dauða en lífi. Ég fór að líta í kringum mig í her- berginu og sá að það var svo hlýlegt og vinalegt að ég gladd- ist ósjálfrátt í hjarta mínu. Gólf- ið var hvítþvegið og eftir því endilöngu lá gulur gólfdregill. Fornleg gluggatjöld með hallar- Kjóll frá Fath. — Blússan liggur í fellingum að aftan og framan og nær svo lítið niður fyrir mittið. Tekin saman með belti. Efnið í honum er rauðbleikt „crepé“. myndum prýddu herbergið án þess að útiloka sólarljósið. Sól- skinið flæddi inn og þvoði sort- ann úr sálinni, Ég hélt í fyrstu að komið væri langt fram á dag. Mér er illa við að missa af morgninum. Hann er upphaf dagsins, hreinn og ósnortinn. Þar að auki hafði ég kannske orðið mér til skammar sem gestur. Ég leit óttasleginn á úrið mitt, sem lá á borðinu. Það vantaði fjórðung í sex. Ég þreif það upp og hélt því upp að eyranu. Það tifaði. Ég starði stundarkorn á sekúnduvísinn. Jú, það var engum blöðum um það að fletta, úrið gekk. Skyldi það hafa hvílt sig einhverja stund um nóttina og tekið svo til aft- ur með morgunsárinu? Ég hlustaði. Það var stein- hljóð í húsinu. Mér varð hugsað um fánýti svefnmeðala. Svo stökk ég fram úr rúminu og hljóp út að glugganum. í norð- austri sá ég döggvotan bjarka- skóg, sem glóði í sólskininu. Grannir, hvitir stofnar og græn- ar laufkrónur seiddu mig til sín. Utsýnið í suðvestur var eins og málverk. Lítið vatn, iðgræn engi og smáhýsi hér og þar. Allt þetta hrópaði á mig og bauð mig velkominn. Ég stóð þarna nokkra stund og var á báðum áttum. Ætti ég að taka saman allt mitt hafurtask og hverfa, skilja bara eftir nokk- ur orð á bréfmiða, eins og maður, sem framið hefur sjálfsmorð? Með því myndi ég særa djúpt tilfinningar húsráðenda og skapa sjálfum mér megnasta óorð. Ó- hugsanlegt! Það var allsendis ó- hugsanlegt fyrir veiklyndan mann eins og mig, sem öllum vildi gera til geðs, sjálfum mér auðvitað líka. Ætti ég að læðast út og njóta dásemda morgunsins örskamma stund og laumast svo inn aítur, skríða í rúmið og láta sem ekk- ert væri? Þetta var óneitanlega miklu betra áform, en dálítið erfitt að framkvæma það af pví að ég var ókunnugur herbergjaskipun hússins. Allt gæti komizt upp og mér væri nauðugur einn kostur að viðurkenna hversu illa mér félli að liggja í rúminu fram eft- ir degi. Slík játning myndi að líkindum særa meira en algjört hvarf mitt. Mér varð illt þegar ég hugsaði til þess að fá kaffi í rúmið. Sú athöfn var mér slíkt kvalræði að ég get ekki lýst því. Þegar stúlkan kæmi með kaffið yrði ég að brosa, ljóma af þakklæti og dásama með mörgum fögrum orð um vellíðan mína í rúminu. Þess- ar lygar voru mér viðurstyggð. Eins og það sé ekki sjálfsagt að mæta hverjum nýjum degi al- klæddur, vonglaður og tilbúinn til starfa. Jafnvel þó að sérhver Kelvinafor kœliskápar eru óskadraumur allra hagsýnna húsmæðra 8 rúmfet Höfum nú aftur fengið hina vinsælu og eftirsóttu Kelvinafor kceliskápa 8 rúmfeta Kelvinator kæliskápurinn rúmar í frystigeymslu 56 pund (Ibs.) og er það stærra frystirúm en í nokkrum öðrum kæliskáp af sömu KELVINATOR if Rúmgóð og örugg mat- vælageymsla. if Hefir stærra frystirúm en nokkur annar kæli- skápur af sömu stærð. ic Er ekki aðeins falleg- astur, heldur líka ódýr- astur miðað við stærð. if Kelvinator er sá kæli- skápur, sem hver hag- sýn húsmóðir hefir í eldhúsinu. — Verð kr. 7,450.00 — Skoðið og sannfærist. — Gjörið svo vel að líta inn — Jfekla Austurstræti 14 — sími 16X7. SÍærð — ® ára ábyrgð á frystikerfi. Hillupláss er mjög mikið og haganlega fyrir komið. Stór grænmetisskúffa. — Stærð 8 rúmfeta Kelvinator. Breidd 62 cm. — Dýpt 72 cm. Ilæð 136 cm. 8 rúmfet. Skipuleggið heimilis- störfin TIL ÞESS að dagleg störf hús- móðurinnar vinnist sem bezt og taki sem stytztan tíma, er mjög mikilsvert að þau séu vel skipulögð þ. e. a. s. hverju verki sé ætlaður ákveðinn tími dags- ins. Bezt er fyrir húsmóðurina að gera áætlun fyrir hvern dag, eða hverja viku, og fylgja henni, eft- ir því sem auðið er. Þessi áætlun gerir það að verkum að húsmóð- irin öðlast öryggistilfinningu þess, er veit að störfum hans verð ur lokið á tilsettum tíma og auk þess fær hún, undantekningarlít- ið, meiri tíma en ella til að sinna þeim hugðarefnum sínum, sem ef til vill, liggja utan heimilisins. í stuttu máli: Húsmóðirin stjórnar heimilisstörfunum en ekki heim- ilisstörfin húsmóðurinni. Að sama gagni kemur þessi tilhögun ef hjálparstúlka er á heimilinu. Störf hennar nýtast betur og hún verður ánægðari við verk sitt. Auðvitað er ekki hægt að gefa neinar fastar reglur um þessa starfsáætlun. Heimilin eru marg- vísleg og hver kona verður að haga sínum störfum eins og henni bezt hentar. Hægt er þó að benda á ýmis atriði, sem öllum mega að gagni koma. Skrifið upp þau störf er þið þurfið að koma af yfir daginn og gleymið ekki að ætla einhverja stund dagsins til hvíldar, þó að hún sé stutt er hún betri en ekki neitt. Reynið að gera innkaup í verzlununum á þeim tíma sem rninnst er ösin. Dýrmætur tími húsmóðurinnar fer oft í bið í verzlunum. Munið að taka alltaf vel til í eldhúsinu að kveldi og skilja ekki eftir óuppþvegið leir- tau eða annað frá kveldmat eða kveldkaffi. Morgunstörfin mega helzt ekki koma okkur í vont skap, það gera þau ef byrja þarf daginn á uppþvotti í stórum stíl. Gott er að byrja á því að taka til í stofunum, þá svefnherbergj- um baðherbergi. Síðan í and- dyri, göngum og stigum og síðast í eldhúsinu. Gleymið ekki að ryksjúga og þvo miðstöðvarofnana. Viðrið sængurfötin úti eins oft og þið getið og skiftið eigi sjaldn- ar á rúmum en hálfsmánaðarlega. Ef þið eigið ísskáp, munið að hreinsa hann reglulega einu sinni í viku. Sé um lítið heimili að ræða er hægt að gera aðalhreingerningu vikunnar á einum degi, en sé heimilið stórt og húsrými mikið, er rétt að gera hana á tveim dög- um, t. d. fimmtudegi og föstu- degi. Nú er það mjög sennilegt að fyrsta starfsáætlunin, sem hús- móðirin gerir sé ekki að öllu leyti svo sem bezt verður á kosið. En hún lærir af reynslunni og breytir áætluninni eftir því, og áður en langt um líður fær hún full not af henni og má ekki án hennar vera. Kjóll frá Balenciaga. — Jakkinn 7/8 sídd., hálsmálið vítt, vasarnir óvenju netfarlega. Hnepptur racj tólf linöppum atf framan. Pilsið þröngt metf klauf á annarri hlitf- inni. Kjóllinn er úr gráu þéttu ullarefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.