Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 11
Fostudagur 16. nðv. 1936 MORGUNBLAÐIÐ lt kallaður sósíalismi, er það ljóst, Það er sannarlega mál til þess komið, að íslendingar leggi niður þann molbúa og útskagahugsun- arhátt sem hér er að verki og þó framar öðru að þeir hætti að afsaka hann og réttlæta með einhverju yfirskinsfrjálslyndi. VESXRÆN MENNINGAR- ARFLEIFÖ Innsti kjarni sameiginlegrar menningar vesturlanda er enn óspilltur, og við höfum ástæðu til þess að vona, að yngingar- máttur hans sé slíkur, að sigra megi aðsteðjandi vandamál. Á okkur hvílir sú ábyrgð að ávaxta þennan arf, svo að frarn- þróun megi haldast. En þegar slíkt verk er fram undan, stendur okkur næst að líta í eigin barm á þann þátt menn- ingararfsins, sem frá þjóð okkar er runninn og lífga með sjálf- um okkur það, sem hann hefur að geyma lífrænast á sviði mann- ræktar og heimsskoðunar. Yrði það allri framþróun drjúg um hollara en þær dauðu 19. aldar bókstafskenningar komm- únista, sem allt mannkynið er löngu vaxið upp úr, og leitt hafa slíkt böl yfir einstaklinga og þjóðir sem nú er ljóst orðið. Fjarlæg þjóð er nú að úthella blóði sinu fyrir málstað frels- isnis. Hún hefur vísað veginn. Á þetta höfum við viljað minna i dag um leið og við hvetjum til þess að gefa atburðum þessum nákvæman gaum. Svo og öðrum þeim atburðum sem í aðsigi virð- ast vera handan járntjalds. CMMÆLI ÞÓRBERGS Þá vil ég um leið biðja menn að hafa í huga ummæli eins höfuðrithöfunda kommúnista, Þórbergs Þórðarsonar, en á þau held ég, að allir geti fallizt: »Og valdhafar þjóðanna myndn hafa gott af að minn- ast þess, áður en það er um seinan, að ekkert það ríki, sem beitir þegna sína kúgsm og ofbeldi á sér siðferðilegan til- verurétt". PÍSLARVOTXCR FRELSISINS Það svartnætt kúgunar, morða og mannréttindarána, sem komm- únisminn hefur nú leitt yfir Ung- verjaland gefur vissulega ekki nein fyrirheit um það siðferðis- afl, sem megna mundi að létta af fári þessu. En neyðarköllum ungversku- þjóðarinnar, sem við höfum heyrt í dag, munum við aldrei gleyma, og þau verða hvorki kæfð með dreyra né dýflissum. Enn hefur frelsið eignazt marga píslarvotta og enn sem fyrr mun blóð pislarvottanna verða útsæði frelsishugsjón- anna. að sagnfræðingurinn hefur hitt naglann á höfuðið. Það er einmitt önnur mann- gerð, sem kommúnisminn þarfn- ast og hana er leitazt við að skapa. Þessa manntegund einkenn- ir einkum, þumbaldaleg sjálf- umglöð þröngsýni, þannig að ákveðnar aðfengnar hugmynd ir um æskilegt þjóðfélag telj- ast einar réttar og það hvernig sem allt veltist, ískaldur, and- laus og jafnframt þaulhugs- aður ruddaskapur, sem rétt- lætt getur allt ofbeldi og öli hryðjuverk, er teljast í þágu framkvæmda á þessum fyrir- fram gefnu hugmyndakredd- um, einfeldnisleg aðdáun á öllu því sem hægt er að kenna við kommúnisma, algert and- legt þurftarleysl og helstirðn- aðar hugsanavenjur. Þar, sem þessi nýja mannteg- und hefur verið sköpuð, skipta atburðir eins og þeir, sem eru að gerast í Ungverjalandi engu máli. Þeir hafa eftir sem áður „jafn bjargfasta trú á sósíalismanum og kommúnismanum". Þetfa er sá fagnaðarboðskapur um manninn sem kommúnistar hafa flutt og flytja enn. Ég veit ekki hvernig þessari sköpun nýrrar manngerðar miðar hér á íslandi. Það mim þó senni- lega koma í ljós áður en langur tími er liðinn, þegar viðbrögð kommúnista gagnvart atburðun- um í Ungverjalandi koma í ljós. Hitt er víst, að sáralítið hefur ágengt orðið um endursköpun þessa í Ungverjalandi, það hafa atburðirnir síðustu daga sannað rækilega, svo að ekki verður um villzt. Sá boðskapur verður hér eftir ekki kæfður, hversu margir sem þeir skriðdrekar verða, er Rússar senda inn í landið, og sú skot- hrið sem þeir nú halda uppi mim heldur ekki þagga hann niður. HLUTUR fSLENDINGA Ungverjar hafa fórnað lífi sinu og úthelt blóði sínu. Eftir er þá okkar hlutur ís- lendinga. Hann er að vísu drjúg- um minni einungis sá að við höldum vöku okkar og gætum grundvallarverðmæta. Kommún- istar hreiðra um sig í þjóðfélagi okkar og það fyrir tilstilli ým- issa lýðræðisafla. Slíkar og því „Islenzkir pennar“ — „KvenSeg fegurif — „Vib, sem byggð- um þessa borg’’ o.fl. bækur frá Setbergi SETBERG gefur út níu bækur í þessum mánuði, sagði Arnbjörn Kristinsson, er hann ræddi við blaðamenn í gær. Sex bækumar koma út á morgun, föstudag, en hinar þrjár síðast í mánuðinum. Bækumar, sem út koma í dag eru þessar: ÆVINTÝRI H. C. ANDERSENS 3. og 4. bindi 150 ára afmælis- útgáfu ævintýra H. C. Ander- sens, en sú útgáfa er gefin út á fjölda tungumála, með teikning- um eftir Gustav Hjortlund. í þessum tveimur bindum eru æv- intýrin Prinsessan á bauninni, Það er alveg áreiðanlegt, Pápi veit, hvað hann syngur, Nýju fötin keisarans og Hans Klaufi. Alls eru níu af kunnustu ævin- týrum Andersens í þessum fjór- um bindum. KRISTfN LAFRANSDÓTTIR Annað bindi „Kristínar Laf- ransdóttm-“ (Húsfrúin) eftix Sigrid Undset í þýðingu Helga Hjörvar og Arnheiðar Sigurðar- dóttur. — í fyrsta bindi greinir frá æsku Kristínar og uppvaxtar- ámm og áhrifum þeim, sem hún verður fyrir í foreldrahúsum, rakin ástarsaga hennar og Er- lends og því jýkur með giftingu þeirra. f þessu bindi er lýst hjú- saparlífi þeirra framan af árum. Þau höxðu bæði gerzt brotleg við siðferðislögmálið, troðið rétt ann arra undir fótum og valdið þeim hjartasorgum, og verða nú að þola hugarangur fyrir brot sín og bæta fyrir þau. SÝNISBÓK ÍSLENZKRA SMÁSAGNA „íslenzkir pennar“ nefnist sýn- isbók íslenzkra smásagna á 20. öld. Eru þar birtar smásögur 25 höfunda, er fimm bókmennta- gagnrýnendur dagblaðanna hafa valið, þeir Andrés Kristjánsson, Bjami Benediktsson frá Hofteigi, Guðmundur Daníelsson, Helgi Sæmundsson og Kristmann Guð- mundsson. Sögumar, sem birtar eru, eru eftir þessa höfunda: Einar H. Kvaran, Guðmund Frið- jónsson, Jón Trausta, Kristínu Sigfúsdóttur, Þóri Bergsson, Jaob Thorarensen, Friðrið Á. Brekkan, Helga Hjörvar, Hall- dór Stefánsson, Guðm. G. Haga- lín, Davíð Þorvaldsson, Krist- mann Guðmundsson, Vilhj. S. Vilhjálmsson, Sigurð Helgason, Stefán Jónsson, Þórleif Bjarna- son, Guðm. Daníelsson, Sig. Magnússon, Jón Dan, Ólaf Jóh. Sigurðsson, Jón Óskar, Thor Vil- hjálmsson, Indriða G. Þorsteins- son, Jóhannes Helga og Ástu Sigurðardóttur. Útgefandi segir m. a. í eftir- mála að það sé von þeirra, sem að bókinni standa, að hún gefi skýra mynd af íslenzkri smá- sagnagerð á 20. öld. Þá getur hann þess að ekki hafi tekizt að afla birtingarleyfis þriggja smá- sagna, sem valdar höfðu verið í bókina, eftir Gunnar Gunnars- son, Halldór Laxness og Sigurð Nordal. Gagnrýnendurnir fimm urðu sammála um ellefu höfunda og sögur þeirra, fhnm hlutu fjög- ur atkvæði, en fjórir þrjú og að lokum valdi hver sína söguna til viðbótar. „Vegna rúmleysis hafa ýmisir góðir höfundar ekki komizt í safn þetta“, segir út- gefandi, „sem sjá má af því, að 44 rithöfundar voru til- greindir." ENDURMINNINGAR NÍU REYKVÍKINGA „Við, sem byggðum þessa borg“, nefnast endurminningar níu Reykvíkinga, sem Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson hefir skráð. Hyggst höfundur með þessari út- gáfu og ef til vill öðrum síðar, að bjarga frá glöt- un „sögum frá f rumbý lingsár- um R ey k j avík- ur“, sem skaði væri að tapa. Þeir, sem segja frá eru: Steinunn Þórarinsdótt- ir, sr. Bjami Jónsson, Runólfur Stefánsson frá Holti, Pétur Bjömsson skipstjóri, Jón Björns- son trésmiður, Eiríkur Hjartar- son, raffræðingur, Jónas Ey- vindsson símaverkstjóri, Pétur Pétursson verkamaður og Þór- arinn Jónsson á Melnum. — Bók- in er tileinkuð Guðmundi Snorra syni verkamannL KVENLEG FEGURÐ Sjötta bókin, eða sú fyrsta, sem Setberg gefur út í dag, er Kvenleg fegurð —■ fegurð — snyrting — líkamsrækt, en frú Ásta Johnsen fegurðarsérfræð- ingur, hefir annazt ritstjóm hennar. Bók þessi nefnist á frummál- inu „Frau ohne Alter“, og hafa margir sérfræðingar lagt þar hönd á plóginn. Hersteinn Páls- son gerði íslenzku þýðinguna, en Verkstférn Kvenmaður vanur saumaskap, sem vill taka að sér verkstjórn í iðnfyrirtæki, getur fengið vellaunaða fram tíðar atvinnu. Umsókn er greini aldur og fyrri störf, send ist Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Undirfatnaður — 3344“. líkar aðfarir eru gjarnan réttlætt- ar með orðunum: frjálslyndi, öfgaleysi og víðsýnL Hitt verður öllum mönnum að vera ljóst, að allar eiga dyggðir þessar sér nokkur tak- mörk — það er ekki hægt að sýna yfirlýstum fjandmönn um þjóðfélagsins takmarka- lítið umburðarlyndi, og vissu- lega er hægt að vera bæði frjálslyndur og víðsýnn, þótt slík samtök sem kommúnista- flokkar séu eigi til oddaað- stöðu leidd í þjóðfélaginu. frá Ásta Johnsen hefir stytt hana og staðfært og á nokkrum stöðum bætt nýjum köflum inn í hana, í bókinni eru um 300 myndir og útgáfan mjög vönd- uð. — Það má ganga út frá því sem gefnu að þetta verði kjörbók allra kvenna, sem karlmönnum beri aðeins að kaupa, en ekki hnýsast í þótt þeim sé helgaður þar einn lxafli, „þessum lífverum, sem eru okkur til eilífs hugar- stóðs og ævinlegrar sælu, sem við féflettum daglega, og við játum stundum um, þegar við erum alveg einlægar, að við get- um ekki án verið.“ — I féttm oriíum sagt Framhald af bls. 6. —- Ben er stórt symból, hann verður allan timann að vera við hliðina á sölumanninum — en þó verður haim alltaf að vera ó- verulegur; hugarsýn sölumnnns- ins, ef svo mætti segja. Ég vona að manni hafi tekizt að gera Ben frænda sæmilega úr garði. En ég vil endilega að þú minnist hér á eitt: hversu vinnubrögð Indriða Waage eru skemmtileg. Hann nær svo góðu sambandi við leik- arana og á svo auðvelt með að finna rétta tóninn. Það er ekki þar fyrir að samstarf okkar við aðra leikstjóra hafi ekki verið gott. Síður en svo. T.d. hefur san»- starf okkar Lárusar Pálssonar alltaf verið prýðilegt og hann hef ur gefið mér mörg ágæt tækifæri. — En svo við snúum okkur að öðru. Þú hefur aldrei séð eft- ir því að hafa gerzt leikari, Jo»T — Nei, síður en svo. — Og þér finnst gott að vera leikari á íslandi? — Já. Leiklistaráhuginn hér w logandi. Og fólkið lifir ákafleg* vel með okkur. Það getur ekkl verið> betra. — En nú verð ég að biðja þig um að afsaka, þaS er beðið eftir mér niðrL íW VIÐ stöndum upp, förum niðar stigann og kveðjumst. Ég sé hann hverfa inn á sviðið. Hann er í hvítri skyrtu, ermarnar brettar upp. Já, það er ekki tekið út með sældinni. Það er stundum nauðsynlegt að fara úr jakkan- um, ef maður ætlar að „lána öðrum persónum í bili eitthvað af sjálfum sér“ — og halda síðan áfram að vera maður sjálfur, eins og ekkert hefði í skorizt. — M, Höíum til leigu í lengri eða skemmri tíma BÍLKRANA með ámoksturs- skóflu og B-ÍLPRESSU. BYGGINGAFÉLAGIÐ BRÚ H.F. Sími 6298. Clæsileg hæð í smílum 115 ferm., 3 herbergi, eldhús og bað, með sér geymslu og sér þvottahúsi, í Laugarneshverfi. Rúmgóðar svalir eru á íbúðinni. íbúðin selst fokheld, einangruð, með sér- miðstöðvarlögn og er í því ástandi nú. Útborgun helzt kr. 150 þúsund. Nýja fasteignasalan, Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546, Gott úrval. MARKAÐURINN Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.