Morgunblaðið - 16.11.1956, Side 12

Morgunblaðið - 16.11.1956, Side 12
12 M ORCUNBL'AÐIÐ Föstudagur 16 nóv. 1956 tniMtilMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Enn étn kommúnistar ofnn í sig fyrrí ummæli og nfstöðn ÓHÆTT er að fullyrða, að meg- inhluti íslenzku þjóðarinar fagni því að nú hefur verið aflétt lönd- unarbanni á íslenzkum fiski í Bretlandi, og að samkomulag hef- ur tekizt, bæði milli fulltrúa út- vegsmanna og ríkisstjórna fs- lands og Bretlands, um það á- greiningsmáL Löndunarbannið hefur ekki orð ið íslenzkri útgerð til neins tjóns eins og gert var ráð fyrir. Fisk- urinn hefur verið verkaður í land inu sjálfu, saltaður og hraðfryst- ur, í stað þess að vera seldur ís- varinn á erlendan markað. Af þessu hefur leitt stóraukna at- vinnu og aukið framleiðsluverð- mæti vörunnar. Engu að síður er það mikill fengur að löndunarbanninu skuli nú aflétt. Togaraútgerðin þarf að hafa möguleika til þess að njóta hins brezka markaðar, sem um langt skeið var hennar langbezti markaður. Um hvað er samið? En hvernig náðist samkomulag- ið um að aflétta löndunarbann- inu? í>að náðist í stutti máli með því, að fulltrúar útgerðarmanna beggja þjóðanna, íslendinga og Breta gerðu með sér löndunar- samning. Er þar gert ráð fyrir heildarmagni, er farið geti ár- lega á brezkan markað. Ennfrem- ur er mælt þar fyrir um lönd- unarfyrirkomulag. Af hálfu ríkisstjórnar íslands er samkomulagið fólgið í því, að utanríkisráðherra lýsir því yfir að erlend fiskiskip megi hér eft- ir sem hingað til leita vars vegna illviðris eða af öðrum óviðráð- anlegum ástæðum innan fisk- veiðitakmarkananna. Ennfremur lýsir utanríkisráð- herra íslands því yfir, að engin ný skref verði stigin í sambandi við útfærslu fiskveiðitakmarka við ísland, fyrr en umræðum sé lokið á næsta þingi Sameinuðu þjóðanna um skýrslu alþjóða- laganefndarinnar. Á þessum grundvelli, sem fyr- ir löngu er lagður af fyrrverandi ríkisstjórn og fulltrúum fslanús hjá Efnahagssamvinnustofnun- inni í París náðist samkomulagið um afnám löndunarbannsins. Af þessu er það ljóst, að í engu hefur verið slakað á stefnu íslands í sjálfu friðun- armálinu. Þar hefur því aðeins verið lýst yfir af hálfu is- lenzku stjórnarinnar, að hún muni ekki hafa forystu um út- færslu fiskveiðitakmarkana á þessu ári meðan umræður standa yfir á þingi Sameinuðu þjóðanna um skýrslu alþjóða- laganefndarinnar um friðun- ar- og landhelgismál. Long barátta Að baki þessu samkomulagi liggur löng og þrautseig barátta af hálfu íslenzkra stjórnarvalda. Forystuna í þeirri baráttu hafði lengstum Ólafur Thors fyrrver- andi sjávarútvegs- og forsætis- ráðherra. Hann fór sjálfur á ráðs- fund Efnahagssamvinnustofnun- arinnar í Parxs í desember 1952 UTANi UR HEIMI íöncli og krafðist þess að stofnunin léti málið til sín taka á þann hátt, að löndunarbannið yrði afnumið. Síðan hefur málið stöðugt verið þar í deiglunni. Hafa margir menn unnið þar mikið og gott starf. Og innan vébanda stofnun- arinnar hefur samkomulagið í raun og veru náðst. Landráðabrigzl kommúnista Það er kaldhæðni örlaganna, að kommúnistar, sem haldið hafa uppi sífelldum rógi um Ólaf Thors og fyrrverandi ríkisstjórn í sambandi við þetta mál skuli nú bera ábyrgð á nákvæmlega þeirri lausn, sem Ólafur Thors hafði lagt grundvöll að. Ólafur Thors svaraði landráða- brigzlum kommúnista í þessu máli í ræðu, sem hann flutti 17. október s. 1. Komst hann þar m. a. að orði á þessa leið: „í þessum efnum hef ég hvorki beint né óbeint, leynt né ljóst, aðhafzt neitt annað en það, sem allir ráðherrar í stjórn Stein- gríms Steinþórssonar og stjórn minni voru sammála um, og eng- ar þær tilslakanir viljað gera, sem núverandi stjórn, sem komm únistar sjálfir eru í, hefur ekki þegar lagt nafn sitt við“. Dæma eigin orð dauð og ómerk Staðreyndirnar um lausn lönd- unarbannsins í Bretlandi liggja nú fyrir alþjóð. Nú er það ljóst, að kommúnistar, sem sífelld landráðabrigzl hafa haft í frammi um viðleitnina til að fá banninu aflétt standa að því í núverandi ríkisstjórn að leysa málið á ná- kvæmlega sama grundvelli og lagður var af fyrrverandi ríkis- stjórn. Kommúnistum dugir hér ekki að segja, að þetta sé mál Guðmundar í. Guðmundsson- ar eins. Þetta er mál ríkis- stjórnarinnar í heild. Ef komm únistar vildu ekki bera ábyrgð á aðgerðum utanríkisráðherr- ans bæri þeim að láta ráðherra sína segja af sér. um xl standið við austan- vert Miðjarðarhaf er enn mjög alvarlegt. Að visu er komið á vopnahlé í Egyptalandi, en þar fyrir hefur ólgan ekki hjaðnað. Allt virðist benda til þess, að langvarandi og erfið stjórnmála- kreppa sé í uppsiglingu. Stór- veldahagsmunir, sem virðast ó- samrýmanlegir, hafa með síðustu atburðum aftur komið upp_ á yf- irborðið, og fjandskapur Israels og Arabaríkjanna hefur að nýju brotizt út í ljósum logum. Svo að segja allur heimurinn er að meira l^uóóct í í Egyptalandi, hafa verið svo miklar að magni, að sérfræðingar telja óhugsanlegt, að Egyptar hefðu getað fært sér þær í nyt sjálfir í náinni framtíð. Þessi vopn verða því aðeins notuð, að til komi erlendur herstyrkur, og þá auðvitað herir, sem fengið hafa þjálfun sína austan járn- tjalds. Tilgangur Rússa verður enn greinilegri, þegar það er haft í huga, að nokkra síðustu mánuði hafa 2 alþjóðaherdeildir verið í uppsiglingu í löndum kommún- ista, önnur í Rúmeníu og hin í Albaníu. Brezkir hermenn á rússneskum Egyptum í Port Said. eða minna leyti viðriðinn þessi mál — a. m. k. með íhlutun Sam- einuðu þjóðanna. Allir vona og flestir trúa, að hægt verði að komast hjá þriðju heimsstyrjöld, en jafnframt eru allir sér með- vitandi um hættuna á spreng- ingu, sem hafa kynni ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. skriðdreka, sem þeir tóku af ameinuðu þjóðirnar vinna að því sleitulaust undir for- ustu Hammarskjölds að beina ó- friðaraðilum in á braut, sem ekki leiðir til styrjaldar. Hafa þær sýnt aðdáunarverða þrautseigju í þessari viðleitni. En til allrar ó- gæfu eru sterk öfl, sem róa að því öllum árum að ónýta viðleitnina. Sú gagnrýni, sem síðustu vikurn- ar hefur beinzt gegn ísrael fyrir árásina á Egyptaland og gegn Bretum og Frökkum fyrir innrás þeirra á egypzk landsyæði, má undir engum kringumstæðum skyggja á þá staðreynd, að Nasser hefur um lengri tíma tekið við vopnum og herflugvélum frá vopnaverksmiðjum austan járn- tjalds fyrir tilstilli Rússa. Þær vopnabirgðir, sem Bretar, Frakk- ar og ísraelsmenn hafa fundið !« ússar hafa á liðnu ári náð slíkri fótfestu í Egyptalandi, að mikinn óróa vekur á Vestur- löndum, og það því fremur sem Nasser' er sýnilega að leitast við að verða leiðtogi Arabaríkjanna allra. Takist egypzka einræðis- herranum að ná slíkri valdaað- stöðu innan Arabaheimsins, verð- ur það Rússum auðveldur leikur að komast til stóraukinna áhrifa í Arabalöndunum. Það þarf því engan að undra, þótt Vesturveld- in leitist við að koma í veg fyrir slíka þróun málanna. Jr að virðist augljóst mál, að Rússar ætli ekki fyrst um sinn að láta af baráttunni fyrir auknum völdUm í nálægum Austurlöndum, og má í því sam- bandi benda á fregnir um her- flugvélar með rússneskum áhöfn- um, sem komu til Sýrlands, og um skyndiviðgerðir Egýpta á flug völlunum, sem Bretar og Frakkar sprengdu upp, þar sem þeir eigi von á flugvélum frá kommún- istalöndunum. Auk þess hafa bor- izt óstaðfestar fregnir þess efnis, að rússneskar flugvélar hafi þeg- ar lent á leynilegum flugvöllum í Egyptalandi. Einnig er reiknað með því, að Rússar láti frekar til sín taka í Jórdaníu. Jr að er því Vesturveld- unum mikið hagsmunamál að takmarka ásælni Rússa við aust- anvert Miðjarðax-haf. Um það get- ur hinn frjálsi heimur verið á einu máli. Gagnrýnin, sem fram hefur komið á aðgerðum Breta, Frakka og ísraelsmanna, snertir meðulin, sem notuð hafa verið, en ekki sjálft markmiðið, sem hlýtur að vera frá sjónarmiði fsraels og Vesturlanda m.a. það að koma í veg fyrir gerræði og yfirgang Nassers og draga þannig úr ógnun Rússa við Arabaríkin, ef þess er nokkur kostur, að tryggja frjálsar siglingar um Súez-skurðinn — einnig fyrir skip frá ísrael, að hindra bak- inum og að tryggja tilveru ísra- tjaldamakk Egypta f Arabaheim- els. Um það er deilt, hvort þetta hefði verið hægt með friðsamlegu móti, en óneitanlega hefði það verið Vesturveldunum í hag að fara ekki að dæmi Rússa með því að grípa til ofbeldia. Fpsia við ísleozkt ÞAR sem togarinn Fylkir fórst í gærmorgun hafa sjómenn ó tog- urum alloft orðið varir við tund- urdufl. En Fylkir er fyrsti ný- sköpunartogarinn sem tundur* dufl mun hafa sprungið hjá, svo vitað sé. Undir lok heimsstyrjald arinnar sprungu tundurdufl í vörpum þriggja skipa. Tvisvar er varpan var á sjávarbotni, en í þriðja skiptið er varpan kom á síðu skipsins. Var það Þorfinnur, en hann stórskemmdist við sprenginguna. Á undanförnum árum hafa tog Sfúlkan hringés I skakkt númer ■ en samhandið stóð til morguns ★ ★ ★ ER HÆGT að leyfa sér allt í síma? Eða getur ekki fólk sýnt kurteisi í símanum sem annars staðar, þar sem sést til þess? Fólk varð undrandi á þeim ruddaskap og ónærgætni er fram kom hjá símnotanda gagnvart konunni á Vestur- götunni, sem sagt var frá í Mbl. í fyrradag. Hér er svo annað dæmi — og sem betur fer ólíkt — um ónærgætni símnotenda. Fyrir nokkru bar svo til snemma að næturlagi á fæð- ¥ ¥ ¥ ingardeild sjúkrahúss eins, að stúlkan sem á vakt var, hugð- ist hringja í ljósmóður deild- arinnar, því fæðing var 1 að- sigi. Stúlkan hringdi og er svar- að var, sagði hún á hvaða sjúkrahúsi þetta væri og spurði um ljósmóðurina. Karl- maður er svaraði brást hinn reiðasti við og sagði að hér væri engin helv.... ljósmóð- ir. Raddir gesta og glaum mátti heyra hjá manni þess- um, svo ekki var hann vakinn ★ ★ ★ við hringinguna. En hann L’Tði á hefndir. Hann lét ekki tólið á, svo sa-mbandið slitn- aði ekki. Stúlkan á vaktinni mátti hafa önnur ráð til að ná í ljósmóðurina, því sambandið var ekki slitið fyrr en morg- uninn eftir. Henni tókst að ná I ljósmóðurina, en sagan er hér sögð til að sýna, að allir er síma hafa geta orðið fyrir truflunum hans vegna — en maðurinn sem hér á í hlut mætti vel hafa fengið nokk- urt samvizkubit. sem spnngur eitir stríðið arar fengið dufl i vörpu. Munu þrjú þeirra hafa verið virk, cn skipsmenn urðu þexrra ekki var- xr, fyrr en þau lágu á þilfarinu í fiskkösinni. Á styrjaldarárunum var lagt út tundurduflum norður af Straumnesi. Eftir stríðið voru tundurduflaslæðarar sendir á vettvang. Voru það Bretar, sem beltið lögðu, til að þrengja sjó- leiðina milli fslands og Græn- lands. Sérfræðingar segja að ó- gjörningur sé að segja til um það, hvenær tundurdufl verða óvirk, en 1957 telja sérfræðingarnir ör- uggt að flest þeirra sem þá kunna enn í sjónum að vera, verði óvirk orðin. Útilokað er talið að þetta dufl, sem grandaði Fylki, hafi verið rekdufl. Lísa oa Lolla" er íi* „Rauða bókin" í ár ÖLL íslenzk börn og unglingar kannast við „Rauðu bækur“ Bók- feMsútgáfunnar, sem hafa hlotið miklar vinsældir, enda vel til þeirra vandað. „Rauða bókin“ í ár er komin út. Er það „Lísa og Lotta“ eftir Erieh Kastner. Er hún eins og fyrri bækumar í þessum flokki aðaMega fyrir ungar stúlkur. Lísa og Lotta verða áreiðanlega góðar vinkonur þeirra allra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.