Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 13
Föstudagur 16. nóv. 1956 MORCVNBLAÐIÐ 13 Fullkomnus vegirnútím- ans draga úr slysahættunni Hraðbrautir fyrir bíla eru nú yfir 8000 km á lengd í Banda- ríkjunum BANDARÍKJAMENN byggja nú mikið af svokölluðum hrað- brautum (expressways) til að létta á umferðinni á venjulegum þjóðvegum. En víða í landi þeirra er ástandið erfitt, þar sem þar eru 51 milljón fólksbíla og yfir 10 milljónir vörubíla, Hinir nýju vegir eiga ekki ein- Mngis að vera til aukningar á vegakerfinu, heldur einnig til að auka hraðann í umferðinni og draga úr slysahættu, en tekizt hefur að auka öryggið með marg- víslegum varúðarráðstöfunum. Hraðbrautir eru frábrugðnar öðrum aðalþjóðvegum að því leyti, að þær eru beinni, sneiða hjá bæjum og þorpum og hafa því engin umferðarljós, hafa yfir- leitt nokkurt bil milli akbiauta eg eru ekki tengdar neinum þver- brautum. Þannig verður annað hvort að grafa göng undir eða byggja brýr yfir hraðbrautirnar, þegar um þvervegi er að ræða. HINDRUNAR1.AUs umferð öll óviðkomandi umferð er stranglega bönnuð um hraðbraut- irnar og öruggar girðingar hafðar þeggja vegna. Er slæmt fyrir bændur að fá slíka vegi gegnum lönd sín, en auðvitað fá þeir vel borgað fyrir landamissinn. Ef um járnbrautarteina er að ræða, þá er leyfilegt að fara yfir þá, nema þegar lestirnar eru nálægt — enda ekki ráðlegt þau augna- blikin. Ef hraðbraut skiptir lönd- um, verður oft að taka margra km. krók til að komast með skepnur eða farartæki yfir. En þar með eru þeir sem fara eftir hraðbrautinni lausir við alla þvermóðskufulla nautgripi og annað þess háttar. Flestar hraðbrautanna eru 1 norðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem þéttbýli er mest, en einnig eru þær í Kaliforníu og víðar. Á flestum þessara brauta verð- ur að greiða gjald til að fá að aka eftir þeim. Gjaldið er greitt í eins konar tollbúð -eða hliði, enda kallað „tollgate" á ensku. Er það mikið deilumál hvort taka skuli slíkan toll eða greiða vega- gerð með skatti af benzíni eða á annan hátt. Flestir munu þeirrar skoðunar, að ekki sé hagkvæmt að taka vegatoll nema á fáum veg um og aðeins um ákveðið árabil á hverjum stað. öðru máli gegni um stórbrýr og mikil jarðgöng. Sjálfsagt sé að taka gjald af not- endum þeirra, þar sem þeir kom- ist þá yfirleitt hjá miklum óþarfa akstri. Margir munu hafa áhuga á þess um málum hér, því komið hefur til orða að gera veginn frá Hafn- arfirði til' Keflavíkur að „toll- vegi“ um leið og hann verður steyptur. Ætti það vel að koma til greina í svo sem 10—15 ár, en varla mikið lengur. MIKIAR XEKJUR AF VEGATOLLI Tekjur flestra hraðbrauta í Bandaríkjunum hafa orðið mun meiri en búizt hafði verið við, enda þótt þær séu tiltölulega lítið notaðar af vörubílum. Vörubíl- stjórum, sem vinna hjá fyrir- tækjum, er borgað fast kaup, þótt þeir vinni ekki alltaf fullan vinnudag. Hafa slík fyrirtæki því ekki áhuga á að stytta vinnutíma bílstjóranna verulega, og vilja þess vegna ekki greiða gjaldið sem leiðir af notkun hraðbraut- anna. Einnig verða gömlu vegirn- ir mun greiðfærari en áður, þar sem einkabílar halda sig mjög á hinum nýju vegum. Á hraðbrautunum er leyfilegt að aka með 90—100 km hraða á klst. Þrátt fyrir þennan hraða er minna um slys, en á venjulegum vegum þar sem ekki má aka svona hratt. Er margt sem stuðl- ar að auknu öryggi þrátt fyrir liraðann. Mikilvægt er hvernig hraðbrautirnar eru lagðar án krappra beygja og annars þess sem mestum slysum veldur; einnig er mikið um lögregluþjóna á verði, sem ásamt radartækjum fylgjast með að umferðarreglurn- ar séu ekki btotnar. Lengsta hraðbraut í heimi, þar sem vegtollur er tekinn, liggur frá New York til Buffalo í New York-ríki; er hún um 680 km á lengd. Búizt er við, að á þessu ári fari um veginn um 50 milljónir bíla og tekjurnar verði um 28 milljónir dala, en þá er meðtalin 2 milljóna dala greiðsla, sem kem ur frá veitingastöðum og benzín- sölum, sem fengið hafa ieyfi til að starfa við brautina. Árið 1960 er búizt við, að umferðin verði komin upp í 80 milljónir bíla og að minnsta kosti 110 millj. órið 1975, enda verði heildartekjurnar þá yfir 70 millj. dala. Er eðiilegt að þeim, sem búa í litlum löndum eins og íslandi, þyki þetla æði háar tölur. ÞÁTTXAKA ALMENNINGS Þegar byrjað var að byggja hraðbrautir sem þessar í Banda- Vonir standa til þess að hægt verði að hafa reisugildi Sund- hallar Selfoss á þessu hausti. Er þessi mynd af hinni myndarlegu byggingu, sem lokið er við að steypa upp, en eftir er að setja á þakið. Á Selfossi gera menn sér vonir um að byggingafram- kvæmdum við sundhöllina verði ar hefur ekkert verið unnið. Er nauðsynlegt að setja þak yfir húsið áður en veíur gengur í ur um 20 metra löng og 8 metra breið. ríkjunum, skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina, voru það einka- fyrirtæki, sem fengið höfðu sér- stök leyfi, sem stóðu fyrir frám- kvæmdunum. Á síðustu árum hafa nær eingöngu opinberir aðilar slík verk með höndum. Fjár til framkvæmda er aflað með almennri sölu skuldabréfa. Þegar þau hafa verið greidd með tekj- um af vegtollinum, eiga vegirn- ir að verða frjálsir til umferðar án endurgjalds. Virðist þetta hin athyglisverðasta tilhögun. Ohio-hraðbrautin, sem nýlega hefur verið opnuð til umferðar, er gott dæmi þessarra vega, þar sem öryggi er aðaltakmarkið. Milli akbrautanna í hvora átt (en þær eru fjórar alls) er grasi- gróið svæði, sem er 17 til 58 metrar á breidd og er rúmum metra lægra en akbrautirnar. Er það gert meðal annars til að koma í veg fyrir að bílar snúi við annars staðar en þar sem það er leyfilegt. Á hinni 386 km löngu Ohio- hraðbraut eru 15 inn- eða út- keyrsluhlið og þættu það ekki margir þvervegir á jafnlöngum þjóðvegi. Allar beygjur eru af- líðandi, þannig að bílar sjást HHð aS New Jcrsey hrað- brautinni milli New York og Washingfon. Þegar ekið er inn um þetta hlið greiða vegfar- endur vegtoll. gott að vegir séu þráðbeinir mjög langan spöl í senn (og aldrei yfir 9 km). Ef alla tilbreytingu vant ar, eru mun meiri líkur til að svefn sigi á þá sem við stýrið sitja. NÝ VEGALÖG í Bandaríkjunum hefur verið rætt um byggingu margra fleiri hraðbrauta, þar sem vegtollur yrði greiddur: En nú má gera ráð fyrir að minna verði úr fram- kvæmdum en búizt var við, þar sem sambandsþingið hefur sam- þykkt frumvarp forsetans um 10 ára stórkostlegar vegabyggingar í öllum hinum 48 ríkjum. Fáir af þessum vegum verða eins full- komnir og þeir sem hér hefur verið rætt um, en samt ágætir, og munu hafa þann kost að vera öll- um opnir án endurgjalds. Nokkrar jarðal við Djúp í. ÞÚFUM, 2. nóv. — Tíðarfar vár óstöðugt í október, oft miklar úr- komur, snjór og illviðri. Nú er brugðið til betri veðráttu, allur snjór horfinn úr byggð, jörð klakalaus og mikil hlýindi dag- lega. Síðan vegagerðinni lauk hér í Djúpinu hefir jarðýta Djúp- manna unnið nokkuð að jarða- bótum svo og einnig jarðýtur vegagerðarinnar dálítið um leið og þær fóru um í vegagerðinni Nú er allvíða mikil flög opin, sem bíða áframhaldandi vinnu. næstu tíð. Símasamband hefur verið end- urbætt í héraðinu. Er nú lokið við símalagningu að Skálavík- við símalagningu við Skálavík ytri frá Bolungarvík, og þar með hin búsældarlega, en afskekkta sími þar á hverjum bæ. Þá er einnig verið að leggja síma að Hesti í Hestfirði, sú jörð byggðist aftur í vor, eftir að hafa verið í eyði í allmörg ár. — P. P. langt að. Aftur á móti þykir ekki^- Það er mikið vandamál að leysa in sýnir slíkar krossgötur. Til hver yfir annarri. umferðarhnútana þar sem margar stórar bílabrautir mætast. Myn þess að útiloka árekstra eru brautirnar byggðar á þreföldum brú STAkSTEIWl! Hermann markar stefnuna „Það þjónar áreiðanlega ekki innlendum málstað né heiðarlegu viðhorfi út á við, að reyna að tengja ógnaröldina í Ungverja- landi og varnarmálin hér á Iandi“. Á þessa leið komst Tíminn að orði í gær. Mjög kveður nú við annan tón en gerði fyrir viku, þegar Timinn sagði, að þessir atburðir hefðu „breytt ásýnd heimsins“ og „köllúðu á enduc- mat á alþjóðasamskiptum“. Ekki leynir sér, hver tón- breytingunni veldur. Hermann Jónasson skeytir engu öðru en að halda kommúnistunum í ríkis- stjórn til þess að tryggja sín eig- in völd. Vegna kjósendanna og eindreginnar kröfu þeirra um, að varnir landsins séu tryggðar, slær blaðið þó enn úr og í, en glöggt er, hvert stefna skal. T.d. segir berum orðum í Tímanum á mið- vikudag, og eru stafirnir G.K.J. skráðir undir: „Þeir óhugnanlegu atburðir, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, hljóta að skipa öllum stuðningsmönnum ríkisstjórnar- innar þéttar saman um hina nauð synlegu kröfu, að hinn erlendi her hverfi héðan af landi burt“. ti '1 r Ummæli Áka Stuðningsmenn ríkisstjórnar- innar eru þó ekki allir sam- mála um, að svona eiga að fara að. Alþýðublaðið prentar í gær ræðu Áka Jakobssonar á fundi Alþýðuflokksfélagsins fyrr í vik- unni. Þar segir Áki m. a.:- „I væntanlegum samningum við Bandaríkin tel ég óhjákvæmi- legt að af íslands hálfu sé höfð í huga sú stórfellda hætta, sem sjálfstæðum smárikjum stafar af Sovétríkjunum cftir að þau eru komin inn á þá braut, að nota herafla sinn til þess á hinn blygð- unarlausasta hátt að brjóta aðrar þjóðir undir ok sitt“. Undir þessi ummæli mun all- ur almenningur taka, alveg án tillits til þess íl hvaða flokki menn eru. Heimsatburðirnir hafa cinmitt orðið til þess að skýra viðhorfin, og þeir eru fáir, sem fallast á það, að íslendingar eigi nú að leika hlutverk strútsins og stinga höfðinu í sandinn til þess að sjá ekki hvað gerist. Áki lýsir Alþýðu- bandalaginu Áki ræðir einnig nokkuð um innanlandsmálin, og segir í þvi sambandi um Alþýðubandalagið: „í síðustu kosningabaráttu lof- aði það að afnema skattana, sem lagðir voru á í ársbyrjun til að halda útgerðinni gangandi, kr. 250 millj. Þeir lofuðu að leggja ekki á meiri skatta. Þeir lofuðu að hindra gengislækkun og loks lof- uðu þeir að bæta kjör fólksins. Að sjálfsögðu tóku þeir fram að útgerðin ætti ekki að stöðvast heldur aukast. — Nú hafa þeir fengið þau völd, sem þeir stefndu að í kosningabaráttunni. Nú hafa þeir tækifæri til að lækna hið „helsjúka“ atvinnulíf. Ég hef ekki trú á því að þessir menn geti leyst vandamál þjóðarinnar. Til þess vantar þá ábyrgðartilfinn- ingu og þrek. Nú éru liðnir 4 mánuðir síðan þeir Alþýðubanda- lagsmenn tóku við völdunum, en | ennþá bólar ekkert á tillögum þeirra“. Allt er þetta satt og rétt. En gætir Áki þess, að lýsing hans á ekki við um Alþýðubandalagið eitt, heldur stjórnarliðið allt, og þá ekki sízt Alþýðuflokkinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.