Morgunblaðið - 16.11.1956, Qupperneq 20
MORCVNBL4Ð1Ð
Fðstuclagur 16. nóv. 1956
20
LOUIS COCHRAN:
SONUR HAMANS
Framhaldssagan 77
líka, höíuðsmaður?"
„Kannske“, svaraði vinnuveit-
andi hans. — „Hvað sem öðru
líður, þá höfum við nú eignazt
hér fyrsta flokks vinnsluvélar til
þeirra hluta.“
Svo þagnaði hann, annars hug-
ar og leit ástúðlega til dóttur
sinnar, sem gaf honum leynilegt
merki með örlítilli höfuðhneig-
Wigu, sem enginn annar við-
jtaddra tók eftir.
Höfuðsmaðurinn snéri sér aft-
ur að Lije: — „Heyrðu annars
Lije“, sagði hann svo. — „Ég var
húinn að lofa Elizabeth dóttur
minni að ganga hér um staðinn
með henni og sýna henni allt það
markverðasta, en Trimble er nú
á förum með morgni og við þurf-
um alveg nauðsynlega að ræða
nokkur áriðandi viðskiptamál áð-
ur en hann fer. Þess vegna verð-
ur þú nú að koma í minn stað,
sýna henni það sem hana langar
til að sjá og segja henni svo að
fara heim. Segðu henni líka að
senda mér miðdegisverðinn hing-
að.“
Lije yfirgaf mennina tvo, svo
að þeir gætu hafið að ræða við-
skiptamál sín og gekk hægum
skrefum til stúlkunnar, þakklát-
ur yfir því tækifæri sem bauðst
honum til að tala við hana, en
engu að síður gripinn einhverjum
innri óróa, sem hann gat naum-
ast gert sér grein fyrir.
Hann gekk niðurlútur, þar til
hann staðnæmdist frammi fyrir
henni og leit upp með vandræða-
legu brosi. Því næst tók hann af
sér hattinn og strauk hárið aftur,
með hinni hendinni:
„Halló, Elizabeth", sagði hann.
— „Fortenberry höfuðsmaður
ÚTVARPIÐ
Föstudagur 16. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10 Þing
fréttir. — Tónleikar. 20,30 Dag-
legt mál (Grímur Helgason kand.
mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Guð-
mundur Þorláksson kand. mag.
talar um ferðir íslenzkra farfugla.
b) Kristmann Guðmundsson skáld
les kvæði. c) Kórar úr Kirkjukóra-
sambandi Suður-Þingeyjarpróf-
astsdæmis syngja (Hljóðritað að
Skjólbrekku í Mývatnssveit í júní
S.I.). d) Ólafur Þorvaldsson þing-
vörður flytur erindi: Uppgrónir
þjóðvegir. 22,00 Fréttir og veður-
fregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10
Þýtt og endursagt: Ástir og land-
ráð. — Frá Erlendi Nikulássyni;
síðari hluti (Helgi Hjörvar). 22,*35
Tónleikar: Björn R. Einarsson
kynnir djassplötur. — 23,15 Dag-
skrárlok.
Laugardagur 17. nóvemiier:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimilis-
þáttur (Þóra Jónsdóttir). 16,30
Veðurfregnir. — Endurtekið efni.
18,00 Tómstundaþáttur barna og
unglingá (Jón Pálsson). 18,30
Utvarpssaga barnanna: „Leifur“
eftir Gunnar Jörgensen; IV.
(Elísabet Linnet). 19,00 Tónleik-
ar (plötur, 20,30 Einsöngur:
Beniamino Gigli syngur syngur í
Carnegie Hall í New York; Dino
Fedri leikur undir (Hljóðritað á
tónleikum í apríl 1955). 21,05 Leik
rit: „Æskuvinur" eftir Edmond
Sée, í þýðingu Emils H. Eyjólfs-
sonar. — Leikstjóri: Lárus Páls-
son. 22,10 Danslög (plötur). —
24,00 Dagskrárlok.
sagði mér að fylgja yður um
bygginguna. Og hann bað þess
líka að sér yrði sendur miðdegis-
verður að heiman. Hann er víst
önnum kafinn við einhver við-
skiptamál.“
Stúlkan kastaði hnakka, óeðli-
lega föl yfirlitum, að því er hon-
um virtist og leit til hans kulda-
lega. Svo snéri hún sér hægt að
gamla þjóninum: — „Joe“, sagði
hún skipandi röddu. „Farðu heim
og segðu mömmu að senda mið-
degisverðinn hans pabba hingað.
Og segðu henni líka að ég muni
koma mjög fljótlega."
Hún gekk til hliðar, til þess
að hleypa svertingjanum framhjá
sér, sem tautaði eitthvað lágt við
sjálfan sig um leið. Lije stóð í
sömu sporum vandræðalegur
yfir hinni hálfleyndu lítilsvirð-
ingu negrans og skyndilegri breyt
ingu í látbragði stúlkunnar. Fram
koma hans sjálfs breyttist, hann
varð þurrlegur, rödd hans kulda-
leg og hás.
Hann setti hattinn hægt á höfuð
sér aftur og lét hann hallast fram
á ennið.
„Og faðir yðar sagði líka, að
þér ættuð að fara heim.“ — Hann
talaði hörðum rómi og stærilæti
hans var misboðið. — „Hann er
önnum kafinn". *Hann hikaði og
vissi ekki hvort hann ætti að
| ganga í burtu eða halda kyrru
fyrir.
Unga stúlkan rétti úr sér og á
andlit hennar kom sami þóttasvip
urinn og sá, er hann mundi svo
vel eftir frá því um kvöldið er
þau komu heim úr boðinu frá
Molly frænku.
„Ég fer, þegar ég kæri mig
sjálf um það“, svaraði hún fast-
mælt. „Ég kom til þess að skoða
þessa byggingu og ég ætla mérj
að skoða hana. Segðu mér, hvað
er þetta?“
Hún benti á pressukassann, sem
nú var því sem næst alveg fullur
af samanþjöppuðu línskari.
„Auðvitað gerið þér það sem
yður sýnist“, sagði Lije stuttur
í spuna. — „En það væri betra
fyrir yður að fá einhvern svert-
ingjann til þess að leiðbeina yður.
Ég þarf að sinna öðru.“
Hann bjóst til að hraða sér
framhjá henni, en stúlkan rétti
snöggt fram aðra hendina og
greip í handlegg nans: — „Nei,“
sagði hún og dró andann ört. —
„Ég vil að þú sýnir mér allt það,
sem mig langar til að sjá hér.
Pabbi sagði þér líka að gera það“.
Lije starði á hana og hið til-
finninganæma stærilæti hans
særðist enn meiya af hinni
óvæntu framkomu hennar. — „Ég
er alls enginn þræll, þó að þér
e. t. v. haldið það. Ég ætla að ná
í einhvern niggarann. til þess að
leiðbeina yður.“
Aftur bjóst hann til að yfirgefa
stúlkuna og fingur hennar
slepptu takinum, um leið og and-
litsdrættir hennar mýktust:
„Þá það, ef þú vilt alls ekki
gera það sjálfur. En það er dálítið
sem mig langar til að spyrja þig
um, — aðeins ein spurning.“
„Við skulum þá koma út“, svar
aði hann og gat ekki leynt ákafri
eftirvæntingu sinni. — „Hérna er
varla staður fyrir persónulegar
yfirheyrslur."
Hún fylgdi honum þögul út
fyrir dyrnar og gekk svo á undan
honum bak við skemmuna. Þeg-
ar þau voru horfin sjónum hinna
forvitnu áhorfenda, sem störðu
á eftir þeim, nam Kún staðar og
beið þess að hann staðnæmdist
fyrir framan sig, í fyrsta skiptið
hræddur við hin athugulu, rann-
sakandi augu hennar.
„Jæja og hvað er það svo sem
stendur til?“ spurði hann
þrjózkulega. — „Þér breytið svo
stanzlaust framkomu yðar og við-
móti, að ég er alveg hættur að
skilja yður. Hvað er það nú sem
amar að?“
Hún leit fast á hann og reyndi
eftir megni að skoða hann seitt
hvern annan óbreyttan þjón. Höf
uðið bar hún hátt og sjálfbirg-
ingslega og það var djúpur roði
í kinnum hennar.
„Ég ætti ekki að eyða tíma
mínum í það að tala við yður“,
sagði hún svo. — „En kannske er
það skylda mín. Pabbi hefur feng
ið álit á þér, að því er virðist og
vissulega hefur þú þörf fyrir ein-
hvern, til þess að leiðbeina þér.
Ég — ég —“
Hún leit undan hinu hvassa
augnaráði hans og horfði svo aft-
ur á hann, drembilega: — „Mér
skilst, að þú hafir nýlega verið
með þessari Carrie Finney, —
henni sem þú varst svo upptek-
inn af, kvöldið er við vorum í
boðinu hjá Molly frænku.“
Lije virti hana fyrir sér,
þrjózkulegur á svip og fann til
vaxandi gremju innra með sér.
„Ég hafði sosum engan áhuga á
henni“, mótmælti hann. — „Ég
bara spurði sem svo, hvort hún
hefði ekki komið til boðsins."
„Það skiptir engu máli. Er það
satt, að þú hafir verið heilt kvöld
og jafnvel langt fram á nótt,
heima hjá henni, núna nýlega? Er
það satt, Lije?“
Lije tvísté órólegur í skapi, fyr-
ir framan stúlkuna.
„Hver sagði yður það?“, spurði
hann og fór' undan í flæmingi.
„Þarf ég kannske að gefa yður
skýrslu um allt það sem ég geri
og segi, vegna þess eins að ég
vinn hjá föður yðar?“
„Hún sagði mér það sjálf —
þessi stúlka, Carrie Finney. Ég
fór til borgarinnar með pabba
í morgun, áður en ég kom hingað
og þessi stúlka kom inn í búð-
Nýjar uppskriftir, áður ill-
framkvæmanlegar, sér
KENWODD CHEF
um á stuttum tíma.
Með KENWOOD
verður matreiðslan leikur einn.
KENWOOD CHEF er traustbyggð, einföld í notkun
og umfram allt: afkastamikil og fjölhæf.
Verð með hjálparvél kr. 2.730.00.
Jjekla
Austurstræti 14
sími 1687
* Aukið þægindin * þvottovélin
hefir um árabil notið
mikilla vinsælda
meðal húsmæðra . . .
og nú í vaxandi mæli.
MMa
^ Eignist Rondo ^ Austurstræti 14 sími 1687
SjáGfsafgreiðsltsbuð
óskar eftir stúlku. — Tilboð með upplýsingum um
fyrri störf sendist Mbl. fyrir laugardagskvöld merkt:
„3333“.
**X**X**X**H***,*X***H**X**H,MXM«**X’*H4*í*i“X**í**4**X4*X**X**l**«**J*****«**»**t**^*i**t**í4*
M ARKÚS Eftir Ed Dodd
i Fonville had beén 50
ANXIOUS TO PRACTICE HIS
COOKING THAT HE FAILED
tO CLEAN AWAV THE TRASH
AROUND H15 CAMPPlRE
1) — Finnur hafði haft svo
miklar áhyggjur af því hvemig
matartilbúningurinn gengi, að
hann gleymdi að ganga frá eldi
sínum.
2) Þremur klukkustundum síð-
ar: Eldurinn hefir náð ískyggi-
legri útbreiðslu.
3) Tommi vaknar við reykjar-
lykt. — Eldur, eldur, hrópaði
hann.
4) Drengirnir berjast við eld-
inn og ráða niðurlögum hans.
Tommi: — Hver átti þennan
eld?