Morgunblaðið - 02.12.1956, Page 20

Morgunblaðið - 02.12.1956, Page 20
20 MORCVTVBLAÐ1Ð Sunnudagur LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS Framlialdssagan 91 aði frá hvössum augum hans, sem fyilti afgreiðslumanninn óljósum óróleika. — „O, ég hefi verið •vona hér og þar“, svaraði hann k>ks eftir stundarþögn. — „Hvar •r sjálfur höfðingi hússins?“ Hooks benti með kubbslegum fingri aftur yfir öxlina á sér: — „Þarna fyrir innan. Hann er ekki kominn á fætur ennþá. Hvers vegna ekki að fá sér eitt glas og rabba saman á meðan þú bíður?“ Lije afþakkaði boðið með ör- lítilli handarhreyfingu og gleði- •nauðu brosi. — „Nei, ekki í dag, Hooks. Við Dink þurfum að ræða mikilsverð viðskiptamál og þá er nú betra að hafa kollinn í sæmi- iegu lagi.“ Hann gekk í áttina til bakkomp unnar, en Hooks gaf honum merki með ákaflegu handapati og bendingum. — „N.ei, nei, gerðu þetta ekki, Lije. Þú veizt að Dink vill ekki láta vekja sig. Hann kem ur sjálfsagt mjög fljótlega. Leyfðu honum að hvíla sig í íriði.“ „Er hann kannske með kven- mann hjá sér?“ „Nei, það er ekki það. En þú gerðir réttast í því að bíða, Lije. Honum líður betur þegar þetta hérna er búið að opna á honum augun“. Hann ýtti lítilli flösku fram á borðið með vonarsvip. — „En með öðrum orðum, Lije. — Stendur annars nokkuð til? Mér sýnist þú eitthvað svo uppdubb- aður“. Lije strauk niður eftir jakka- boðungunum: „O, það er sosum ekki neitt á að minnast. Ég átti leið framhjá Gyðingaverzlun í ÚTVARPIÐ New Orleans og það kom náungi út úr henni í sömu svifum og sýndi mér þessi föt og sagði að þetta væru regluleg brúðkaups- föt og þá mundi ég eftir því að ég ætlaði að halda brúðkaup, svo að ég keypti þau. Og ég borg- aði fimm dollara fyrir þau“. ' „Brúðkaup". Hooks starði á hann og bókstaflega talað gapti af undrun. „Þú ert vonandi ekki að missa vitið, Lije, eða hvað? Það er næstum mánuður síðan þessi Fortenberry-stelpa giftist lögfræðingnum". Hann þagnaði skyndilega, þeg- ar Lije sneri sér að honum með svip er virtist eins og stirnaður eða höggvinn i stein, en úr aug- unum sem voru hálflukt, brá snöggum glampa: „Og ég keypti marga aðra hluti líka“ hélt hann áfram kuldalegum rómi. „Ég keypti mér stóran sjálfskeiðung og tappatogara. Og svo þessa hérna.... “ Á meðan hann talaði, dró hann hendina hægt upp úr jakkavas- anum og hélt langhleyptri skamm byssu fyrir framan augun á hin- um undrandi Hooks. „Ég keypti hana, til þess að halda úlfunum frá lömbunum, eins og prédikar- arnir segja og til þess að varna fólki frá því að verða of forvitið. Ég? Ég er ekki forvitinn sjálfur, en sumt fólk er það og ég hef alltaf fundið, að ég þarfnaðist hennar. Og þess vegna keypti ég hana“. Hooks virtist allt í einu verða svo önnum kafinn innan við af- greiðsluborðið og hann reyndi að setja upp kæruleysissvip: „Þú hefur alveg rétt fyrir þér, Lije“, sagði hann. „Látum hvern og einn blanda sinn eigin drykk — segi ég — og hugsa um sín eigin málefni". Hann leit hikandi og óákveð- inn á Lije: „Mér sýnist þetta helzt vera gömul Yar.kee-skammbyssa. Hvers vegna ferðu ekki inn og sýnir Dink hana? Hann hefur gaman af hlutum eins og þess- um“. Lije stakk vopninu niður í jakkavasann aftur og glotti harð- neskjulega: „Já, ég vissi að Dink myndi hafa gaman af að sjá hana. Þess vegna kom ég líka með hana hingað“. Hann sneri sér snúðugt á hæli og gekk að dyrunum, sem lágu inn í svenfherbergi Dinks og fótatak hans glumdi á skrauf- þurru fjalagólfinu. Án nokkurs hiks hratt hann opnum dyrunum og sá hvar Dink Malone stóð sokkalaus og skyrtu- laus inni á miðju herbergisgólf- inu og hlt upp um sig buxunum með annarri hærðri og beina- stórri krumlunni. Hann horfði á Lije, án sýnilegrar undrunar og varirnar opnuðust í óvæntu, vin- gjarnlegu glotti: „Mér fannst ég heyra röddina í þér, Lije“, sagði hann. „Varstu í skemmtulegu ferðalagi?“ Lije settist á baklausan koll við innbyggða bjálkaborðið og þreif- aði til vasans, áður en hann svar- aði. Andlit hans var orðið óvenju- lega rautt að sjá. „Heyrðu Dink. Hvað ætlarðu að hafast að í dag? Nokkuð sér- stakt?“ „Hvers vegna spyrðu að því? Nei, ekki það ég man. Ætli við höldum ekki dólitla veizlu í til- efni þess að þú ert kominn í leit- irnar. Heyrðu, viltu rétta mér jakkann þarna7 Já, þnnan þarna. Þakka þér fyrir. Hvað hefurðu annars verið að gera undanfarna daga og hvar varstu?“ Lije hneppti jakkanum þétt að sér, enda þótt heitt væri í her- beiginu og stakk stóru tóbaks- blaði upp í sig og tók að tyggja það í mesta ákafa. Því næst reis KELVINATOR — 8 rúmfet — Höftum nú aftur fengið hina vinsælu 8 rúmfet* Kelvinator kæliskápa ÍC Kelvinator KÆLISKÁPURINN er rúmgóð og örugg matvælageymsla. ★ Kelvinator KÆLISKÁPURINN hefir stærra frystirúm en nokkur annar kseh' skápur af sömu stærð. ★ Kelvinator KÆLISKÁPURINN er ekki að eins fallegastur, heldur líka ódýrastuf miðað við stærð. ic Kelvinator er sá kæliskápur, sem hver hag sýn húsmóðir hefir í eldhúsinu. — Verð kr.: 7,450.00. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er' Gjörið svo vel að lita inn Sunnudagur 2. desember: 9.10 Veðurfreg-nir. 9.20 Morgun tónleikar (plötur). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur sr. Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Páll Isólfsson.) 12.15 hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Bardaginn í Rifi og afleiðingar hans; fyrra erindi (Bjöm Þorsteinson, sagnfræðing- ur). 15.15 Fréttaútvarp il Islend- inga erlendis. 15.30 Miðdegistón- leikar. 16.30 Veðurfregnir. Á bókamarkaðnum: Lesendur, útgef- endur og höfundar (Vilhj. Þ. Gísla son, útvarpsstjóri). 17,30 Bama- tími (Baldur Pálmason). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar: Lúðrasveit Reykjavíkur. 20,20 Um helgina. Umsjónarmenn: Bjöm Th. Björnsson og Gestur Þor- grímsson. 21.20 Ungversk þjóðlög o.fl. Guðmundur Jónsson flytur skýringar. 22.05 Danslög: Ólafur Stephensen kynnir plöturnar. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 3. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Búnaðarþáttur: Úr sveit- inni; XIV. (Pétur Pétursson bóndi á Höllustöðum í Rlöndudal). 18.30 Skákþáttur (Baldur Möller). 19.10 Þingfréttir. — Lög úr kvikmynd- um (plötur). 20.30 Útvarpshljóm- •veitin; Ragnar Björnsson stjóm- ar. 20.50 Um daginn og veginn (Kjartan J. Jóhannsson, alþingis- maður). 21.10 Einsöngur: Guð- munda Elíasdóttir syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Gerpla“ eft ir Haildór Kiljan Laxness; VII. (Höfundur les). 22.00 Kvæði kvöldsins. 22.10 Upplestur: „Saga og sex lesendur", bókarkafli eftir Claude Haughton (Séra Sveinn Víkingur þýðir og les). 22.30 Kammertónleikar (plötur) 23.15 Dagskrárlok. Þýzkir gólflampar vegglampar Mjög smekklegir og sérlega ódýrir Jfekla Austurstræti 14-sími 1687 Austurstræti 14 — sím* ími 1687, PELSAR Saumum pelsa eftir máli. Nokkrir tifoú . * 0lík^r pelsar fyrirliggjandi. Tökum einnig breytingar og viðgerðir. Laugavegi 105, 5. hæð. IKMH*<‘<,<*^‘X»<KK*<‘<*<>‘>*>*X‘,>,X**í”í*‘H‘****I**H4*H*,*,***‘‘**»**H***M‘”*4*******»*A**MW‘‘M‘,>,H”>‘H'*Koy,*X”I‘*H**!,,I**I,*>*>*I”>*5*,***H*,!,‘K‘*I0'*****‘*v'*H* * AND A5 TIM UAND5 IN THE WATER, THE STRAP OF A BACK. PACK WRAPS AROUND HI5 ANK.LE M ARKÚS Eftir Ed Dodd In THROWIN& FONVILLE MANLEY OVERBOARD, TIM ACREE HA5 UNEXPECTEDLY OVEKTURNED THEIR CANOE FONVILLE...\ MY FOOT'S 1 CAUGHT... I'M GOING UNDER i Þegar Tommi ætlaði að láta í detta útbyrðis, fór svo illa oátnum hvolfdi. 2) Og um leið og Tommi hent- ist útbyrðis flæktist annar fótur hans í böndin á stórum bakpoka. 3) — Finnur, hjálpaðu mér. | 4) — Tornmi í* ) — p umui, ujaipauu mci. 1-3/ — Ég er fastur og ég er að dragast verð að gera niður. I inu - eitUiV^0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.