Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 4
28 MORCUl\BLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1956 A4 þvotti, fötum og sfcóm, og htfeiasa bæinn, hvern krók og kfcna. Venjulega var baðstofu- gótfið seinast þvegið rétt í rökk- wbyrjun og göng og bæjardyr sópað út á hlað. Um það leyti var öllum gefið sætt kaffi með brauði, af því miSdegisverður var þá eigi borðaður á venjuleg- ua tima. Bað 1 rökkrinu hófst líka hreingem- ing á fólkinu. Þá var farið með okkur börnin hvert af öðru fram 1 fjós. Þar á fjóströðinni, aftan við kýrnar var stór trébali með volgu vatni, ofan í hann vorum við látin alstrípuð og okkur þvegið hátt og lágt, og svo hlaup- ifl með hvern kropp jafnóðum »g þvotti var lokið inn í eitthvert rúmið í baðstofunni, þar sem við biðum eftir að verða klædd í jólafötin. Meðan á baðinu stóð jórtruðu kýrnar í ró og næði á básunum og hristu klafana við og við, en verst þótti okkur ef þær tóku upp á því að standa á fætur, hver af annarri og veifa hölunum óþægilega nálægt okkur sem í baðinu vorum. Þegar búið var að afgreiða okkur börnin, þurfti kvenfólkið að skola sig, og svo karlmennimir síðast, þegar þeir komu úr húsunum. Nú fór hver að klæða sig í sínar betri spjarir. Ekki gátu allir farið í ný föt, en gott þótti að hafa einhverja flík að fara í í fyrsta sinn, þó ekki væri annað en milliskyrta, háls- klútur eða nýir sokkar. Piltarn- ir voru vanalega aðeins í vesti og laglegri skyrtu inni í baðstof- unni á jólanótt, því þá var þar heitt bæði af því fólkið var þá allt inni og Ijósin fleiri en endra- nær, — kertaljós, sem mikinn yl lagði frá . Ekki var um ofnhitann að ræða. Talið var að um kl. 6 að kvöld- inu væri orðið heilagt. Þá urðum við hljóð, sem góðum börnum sæmdi. Jólasveinar gátu verið á ferð á gluggum og í gættum og svo áttum við líka von á góðvætt- um og englamergð umhverfis okkur, á hinni helgu nótt. Við horfðum á blaktandi ljósin í bað- stofunni og gutum við og við hornauga fram í göngin. Ekki var það þó af ótta við jólasveina þar frammi í skugganum, heldur af því, að þaðan lagði ilmandi matarlykt, og von var á stúlkun- um með hvítan dúk til að breiða á borð ‘og bera inn diska hlaðna af krásum. Jólin voru að koma. Ef til vill töfðust stúlkurnar eitthvað við að laga sig til, eða rétta piltunum skyrtu eða skó. Hjá foreldrum mínum voru oft- ast 2 til 3 vinnumenn og jafn- margar vinnukonur, allt á bezta skeiði og jafnan laglegt og mynd- arlegt fólk, enda kom alloft fyrir, að það trúlofaðist þar, og fór eft- ir það í sjálfstæða stöðu. Jólaborðhald Nú fóru slúlkurnar að koma hver af annarri með eitthvað i höndum. Þær voru í ljósleitum treyjum, oftast úr sirzi eða öðru útlendu efni, svörtu vaðmálspilsi og með dúksvuntu. Langar flétt- ur höfðu þær, sem löfðu niður á bakið og náðu stundum jafnvel lengra en í beltisstað. Dúkur vat breiddur á stórt borð í miðher- bergi baðstofunnar og margir diskar smærri og stærri bornir þangað. Þar átti fjölskyldan að borða. En diskar vinnufólksins voru settir á borð í fremsta hluta baðstofunnar, sem var stærstur, og var hverjum skammtað út af fyrir sig. Var hlaðinn svo mikill að varla komst fyrir á diskunum. Var ætlast til að fólkið hefði þennan mat sér til gamans að grípa í um hátíðarnar og sumit geymdu jafnvel eitthvað af hangi kjöt- og brauðforða á diskinn yfir nýjár. Næstu daga var fólk- inu skammtað eins og vant var og á Gamlársdag fékk það nýjan kjöt- og brauðforða í diskinn sinn. Ekki man ég nú hversu mikið hverjum var útbýtt af þess uíú aðaljólamat, minnir mig þó baðstofu. að karlmaður fengi 4 laufabrauðs kökur en stúlkurnar 2 og að þeir fengju líka hálfan magál og hálf- an bringukoll hver, auk annars. Ekki höfðu allir hnífapör þegar ég man fyrst eftir, líklega aðeins foreldrar mínir og við elztu syst- kinin. Stúlkurnar höfðu senni- lega borðhnífa, en piltarnir sjálf- skeiðungana sína. Allt breyttist þetta er nær leið aldamótunum. Þó fóru gömlu siðirnir að hverfa. Þá borðuðu allir við sama borð- ið með hnífapörum og þá var far- ið að borða heitan mat á jólanótt. ina, nýja kindasteik, rjúpur og brúnaðar kartöflur. Með þessum kalda mat, sem ég nefndi fyrst var ætíð borinn hnausþykkur hrísgrjónagrautur úr nýmjólk með rúsínum í og steittum kanel og sykri dreift yfir. Þetta var nefndur jólagrautur. All-lengi var setið við að borða og var fólkið að skrafa saman á meðan og gleðskaparkliður í bað- stofunnL Húslestur Að lokinni máltíðinni voru húslestrarbækurnar teknar nið- ur af hillunni, í innsta herbergi baðstofunnar, þar sem foreldrar mínir sváfu eftir lát afa míns. Settist þá faðir minn í stól í hús- dyrunum með Péturs hugvekjur og sálmabækur. Byrjaði móðir mín sönginn, en þeir tóku undir með henni, sem sungið gátu, eink um stúlkurnar, sem margar höfðu laglega söngrödd. Þegar faðir minn hafði lesið jólanætur- hugvekjuna, faðir vor og bless- unarorðin, var jólasálmur sung- inn og allir gerðu svo bæn sína á eftir. Þá sagði faðir minn „Guð gefi ykkur góðar .stundir“ og tók svo í hönd á öllu fólkinu. Við börnin sátum róleg og með mestu andagt meðan lesinn var húslesturinn, og vorum venju fremur stillt á jólanóttina, vegna hinnar miklu helgi, sem við viss- um að hvíldi yfir því kvöldi. Þegar búið var að lesa lestur- inn fór einhver stúlknanna fram til þess að skerpa á katlinum, því nú var eftir að gefa öllum kaffi með miklu brauði. Þá þurfti líka að mjólka kýrnar. Oftast var skepnunum gefið betur þetta kvöld en endranær, einkum var þess gætt að gefa kettinum og hundunum eitthvað, sem þeim þætti sælgæti. Kisi þurfti að fá nýmjólk og hundarnir eitthvert hangikjötsbragð, því talið var, að þeim hlyti að þykja það betra en Kaffi drukkið Að loknum þessum frammi- störfum var farið að bera inn kaffibrauðið, sykurkar og rjóma- könnu, og var það allt látið á stóra borðið í miðhúsinu, þar sem allir drukku saman, því engum var skammtað kaffibrauðið sér- staklega. Um leið og kaffið var drukkið var jólakertunum skipt á milli manna, en fæstir kveiktu þó á þeim því nóg var af Ijósum í baðstofunni og í öllum þeim herbergjum í bænum, sem nokk- ur umgangur var um. Á jólanótt var aldrei vakað lengi fram eftir, sjaldan lengur en til miðnættis, bæði vegna þess, að þá mátti aldrei spila á spil og svo þurfti að fara tímanlega á fætur á jóladagsmorguninn, ef hugsað var til þess að fara til kirkju. Þegar allir höfðu drukkið kaffi eins og hver vildi var skrafað saman um stund og börnin fengu að leika sér og horfa á kertaljós- in. Þó var þeim og boðin og borin nýmjólk, sem hana vildu þiggja. Lítið var um jólagjafir, þegar ég man fyrst eftir. Þó má vera að móðir mín hafi vikið fólkinu einhverju, og við börnin fengum myndablöð eða vasaklúta, og ef til vill lítil barnaspil. Á sumar- daginn fyrsta voru líka stundum gefnar smágjafir. Á jóladagsmorgun vaknaði fað- ir minn jafnan árla og gætti til veðurs. Þegar hann kom inn í baðstofuna sagði hann við þá, sem vakandi voru: „Guð gefi ykkur góðan dag og gleðileg jól“ og tóku þá allir undir og óskuðu honum hins sama. Ef veður og færi var gott, var farið að búa undir messuferð. Þó fór kvenfólk sjaldan þann dag frá heimili okk ar, því svo langt var að ganga að Laufásskirkju, og aðrar samkom- ur, en messu, var þá ekki um að ræða. Fór þó venjulega eitthvað af piltunum til kirkju. Á jóladagsmorgun gaf móðir mín fólkinu oft súkkulaði í stað kaffis til tilbreytingar, og var svo hraðað sér við morgunstörfin, svo hægt væri að fara í betri föt- in aftur, og gera sér eitthvað til gamans. Þegar morgunverði var lokið var húslestur lesinn ef faðir minn var heima, en færi hann til kirkju, drógst lesturinn þangað til hann kom heim aftur að kvöldinu. Á fyrstu árum mínum var jafnan lesið í Vídalíns post- illu, sem líka var nefnd Jónsbók, en um eða eítir 1886 var farið að predikunum Helga biskups Thord arsen. Þótti meira nýjabragð að þeim, en ekki voru þeir lestrar styttri en í Jónsbók nema hlaup- ið væri yfir kafla í þeim, á milli strika. Kom fyrir að ég gerði það, eftir að ég fór að lesa húslestur, því fólki leiddist að sitja undir mjög löngum lestrum. Spilamennska Þegar svo morgunstörfum og lestri var lokið, var tekið til spil- anna. Þurfti þá helzt að spila eitthvað það sem flestir gátu tek- ið þátt í og var það því oftast „púkkið“. Það þurfti eigi heldur mikla kunnúttu til að spila það. En svo mikill hávaði og glaumur fylgdi því að jafnaði líkt og verið væri í stekk á vordegi. Fyrstu spilin, sem börn lærðu á þeim ár- um voru blindtrú — þjófaspil — Svarti Pétur — Gosi, lauma, hjónasæng, langhundur og svo síðar Marías, Whist, Píquet og Kasína og þótti meiri vandi að spila þau. Ekki voru nema sár- fáir í sveitum, sem þá kunnu Lhombre, og Bridge þekktist ekki fyrr en mjög löngu seinna. Gamla fólkið kunni varla önn- ur spil, en „alkort" og „treikort". Það hafði verið spilað á æsku- dögum þess, og því hélt það tryggð við þau spil. Sumir yngri menn vildu spila „kött“ en þó þótti lítið varið í, nema spila það upp á peninga, en ekki þótti þó vel viðeigandi í sveitum að spila peningaspil, enda lítið til af aur- um manna á meðal. Oft bar það við á jólum, ef tíð var góð og færi, að einhverjir komu af næstu bæjum, einkum yngra fólk. Fékk það auðvitað góðgerðir, þ.e. veitingar, og var við tóskap eða ö 'nur bústörf var ekki átt þá daga. Bar þá oft við, að fólkið brá sér á næstu bæi, eða til ættmenna sinna og kunningja, sem ekki voru mjög fjarri, og var þá einhver fenginn til þess að taka á sig á meðan þau nauð- synjaverk, sem hann eða hún höfðu á hendi, í sambandi við skepnurnar. Á Gamlárskvöld og á Nýjársdag voru veitingar svip- aðar á heimilunum og á jólum, nema hvað undirbúningur undir þá daga var minni en fyrir jólin, og minna á borð borið handa fólk inu en á jólakvöldið. Þó var þá enn borinn hlaði af laufabrauði og hangikjötL « Jólaföstugestir Eitt af því sem menn höfðu sér oft til gamans á jólum var að draga úr jólaföstugestunum hina útvöldustu. Með jólaföstukomu var tekið að skrifa upp á blað aHa þá gesti, sem komu, karla og konur. Elzti karlmaðurinn á heimilinu fékk fyrsta kvengest- inn sem kom og hinn næstelzti þá, sem næst kom o.s.frv. Eins var það með kvenfólkið. Elzta konan fékk fyrsta karlmanninn, sem kom o.s.frv. upp aftur og aftur. Hver heimilismaður gat því fengið marga gestina alla jólaföstuna, þar sem gestkvæmt var og þurfti því að draga úr hina útvöldu á jólum. Hafði unga og ógifta fólkið einkum gaman af þessu. Hátíðisdagarnir voru fljótir að líða, og þegar fólkið hafði skemmt sér þessa fáu daga eftir því sem föng voru á, var tekið til óspilltra málanna við störfin aft- ur, strax eftir nýjárið. Eldra fólkið var þá líka búið að fá nóg Við hlóðaeldstæði. annað kjöt, eins og mönnunum. lesa á sunnudögum og hátíðum íl skepnunum þá daga sem aðra, en því boðið í spil og jafnvel farið í snúning, dans, frammi í stofu. Unga fólkið langaði mikið til að æfa sig í því að iansa, en músikina vantaði oftast, því har- mónikur — eða hljóðfæri yfirleitt voru þá sárfá í sveitum, og fáir þeir, sem á þau kunnu að leika. Gott þótti ef gestirnir máttu dvelja fram á kvöld, því að þá gátu fleiri verið saman og gert sér eitthvað til gamans. Piltar, sem að deginum til þurftu að annast skepnuhirðingu, höfðu þá lokið störfum sínum, er kvöld- aði. Þá var farið í ýmsa leiki, svo sem jólaleiki, fríunarleiki og ýmsa smáleiki, sem unglingar höfðu gaman af, er gerðu sér flest að góðu. Oft var vakað langt fram á nótt þessi jólakvöld, eink- um þó á kvöld annars dags jóla, og milli jóla og nýárs var oftast meira um leik og vöku lengra fram eftir nóttu, en endranær. Vikan milli jóla og nýárs var nokkurskonar frívika fyrir vinnu fólkið. Að vísu þurfti að sinna af þessu „iðjuleysi" sem það kalL aði. Það var svo vant vinnunni og samgróið henni að heita mátti að það kynni varla við sig öðru- vísi en við vanastörfin. Aftur á móti hafði yngra fólkið gaman af tilbreytingunni og auknu frelsi og glaðværð þessa daga, sem það hafði lengi verið búið að hlakka til. ,v . 7>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.