Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ Sunrmdagur 23. des. 1956 LÁRUS SIGURBJÖRNSSON, S K J A L AVÖ RÐ U R: GAMLAR UiiMHH IHIIiUU UUIIUIII UIIIUIIIJ IUIIIIIIII IIIIHUlll UIIIHIil UUIIIIU REYKJAVfkllR- IUYIMDIR HAUSTIÐ 1945 keypti bæjar- stjórn Reykjavíkur úr dán- arfc>úi Jóns biskups Helgasonar Reykjavíkurmyndasafn hans, mál verk og teikningar, sem hann hafði gert ýmist eftir eldri fyrir- nayndum eða frumgert eftir minni og sjón, af húsum og göt- u*n í bænum. Er þetta mikið safn, 118 teikningar og málverk talsins, og segir það á sinn hátt byggingarsögu bæjarins frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1786 og fram á fyrstu ár tuttug- ustu aldar. Olíumálverkin eru 38 að tölu,, vatnslitamyndir 29 og ÍH teikning með blýanti eða penna. Safn þetta er einstakt í súani röð og má segja, að það myndskreyti á fagurlegan hátt hin mörgu og greinargóðu rit Jóns biskups Helgasonar um Reykjavík, ævistarf hans unnið við hliðina á embættisstörfum, fræðimennsku, sem lengi mun í hávegum höfð. Hefur enginn einn maður unnið sögu Reykjavíkur eins mikið og gott starf og Jón biskup, en þess má geta, að hinn mikli eljumaður átti auk Reykja- víkurmynda sinna mikið safn teikninga og málverka af kirkj- um lendsins, sem hann hafði gert í yfirreiðum sínum á kirkjustaði, og ar það önnur myndaroð, sem mun halda á lofti minningunni lun hinn drátthaga biskup. Með því að festa kaup á Reykja víkurmyndum Jóns biskups var lagður grundvöllurinn að minja- og byggðarsafni Reykjavíkur- bæjar. Á styrjaldarárunum komst skriður á að safna skjölum og bókum bæjarstjórnar og stofnana bæjarins á öruggan stað og ganga frá til geymslu, því að Þjóð- skjalasafnið hafði þá um langan tíma ekki haft húsrum aflögu fyrir nýrri skjalagögn. Upp úr þessu myndaðist skjalasafn bæj- arins og var því fengið til vörziu myndasafn biskups. Frá því haust M5 1949 hefur safnið verið til húsa í kjailara hússins Ingólfs- stræti 5, en í því húsnæði hefur alls ekki verið hægt að hafa opið safn fyrir almenning eða sýning- ar á myndum og munum, sem safnið á, sökum þrengsla og ó- hentugs aðbúnaðar í alla staði. Minja- og skjalasafn Reykjavík- urbæjar hefur þó aukist verulega á undanförnum árum, en lang- stærst viðbót við safnið kom frá Þjóðskjalasafni, er það afhenti Minja- og skjalasafninu bækur og skjöl bæjarmálefna samkvæmt ákvæðum laga frá 1946 um héraðs skjalasöfn. Kjallara-húsnæði safnsins var vitanlega ófullnægjandi til lengd- ar enda stendur fyrir dyrum að safnið flytji í ný og rúmgóð sal- arkynni í hinni nýju skrifstofu- byggingu bæjarins við Skúlatún. Verður safnið þar á neðstu hæð og standa vonir til þess að minja- og byggðarsafnið fái bjartan og rúmgóðan sýningarsal til umiáða. Trúlegast verða Reykjavíkur- myndir biskupsins um langan aldur ekki einaeta aðal-uppístað- an í Minjasafninu, heldur líka eitt hið girnilegasta trl fróðleiks. Bæjarsagan er þar sögð á skemmtilegan hátt, einkum aá þátturinn, sem snertir byggingu bæjarins. Gildi þeirrar sögu, sem biskupinn segir með blýant og pensli, má auka og dýpka með því að leita uppi gamlar myndir, helzt Ijósmyndir, og síðan bæta við nýjum myndum af þeim stöð- um, húsum og götum, sem hann hefur augum leitt í myndum sín- um. Hlýtur það að verða eitt aðal-viðfangsefni Minjasafnsins í hinu nýja húsnæði að auka myndasafnið stórlega og setja al- menningi fyrir sjónir á skilmerki legan hátt. Hér á ekki heima að ræða um listgildi málverka Jóns biskups, það væri líka óréttmætt, því að listamaðurinn hefur ekki haft listina fyrst og fremst í huga, heldur söguna, að draga upp sem nákvæmast og skýrast fyrir sjálf- an sig og aðra myndir af því sem hann hafði séð eða hafði glöggar heimildir um. Það er eftirtekt- arvert, að fyrsta myndin, sem hann teiknar og er í safnmu nú, er mynd „tekin út um“ glugga í Latínuskólanum í kennslustund í 6. bekk. Hugur skólapiltsins hef- ur ekki verið við námið þá sund- ina, meðal annars sér hann á Lækjargötunni framan við hús dr. Jónassens dömu að þeirra tíðar hætti með „parasoll“ og í „krínólíni". Annars gnæfir upp yfir þakið á Jónassens-húsinu þá nýreist stórhýsi Magnúsar snikk- ara Ólafssonar, kallað „Hæsti- réttur“ af almenningi. Mann renn ir grun í, að þetta útsýn hafi verið meira spennandi en náms- greinin. En nú lagði Jón Helga- son fyrir sig guðfræði og það með þeirri afleiðingu, að hann varð biskup, svo að segja má að námsgreinin hafi . orðið heldur betur ofan á. En hann afneitaði aldrei listamanninum, svo að jafntrúlegt er, að hefgii hann siglt upp á handverk eða til að full- nema sig í dráttlist, hefði hann í verki orðið mikill byggingar- meistari þessarar borgar, sem hann hefur uppteiknaða látið í tvöföldum skilningi, í ritum sín- um og myndum. n. Einhver ákjósanlegasti og skemmtilegasti leiðsögumaður um bæinn eins og hann var í byrjun þessarar aldar er „leiðar- vísir“ Benedikts skálds Gröndals „Reykjavík um aldamótin 1900“, sem birtist í 6. árgangi Eimreið- arinnar, en síðar sérprentuð og nú af nýju í öðru bindi Ritsafns Gröndals (Isafoldarprentsmiðja, 1951). Gröndal var ágætlega drátthagur, en því miður liggja ekki eftir hann margar Reykja- víkurmyndir. Hann var þó við uppmælingar fyrir bæinn og seg- ir sjálfur frá, þegar hann lítur yfir bæinn frá Skólavörðunni og sér Grænuborg: „Þar átti ég einu sinni að mæla fyrir bæjarstjórn- ina“, en þegar sást til mín frá „borginni”, þá kom einhver kerl- ing staulandi með áköfum óhljóð- um — hefur víst hugsað að nú væri bæjarstjórnin að láta gera einhvern galdurinn; — en ég vai búinn að öllu þeim megm áður en hún kom“. Minjasafnið á ein- mitt þennan uppdrátt af Þingholt- unum eða allri byggð sunnan Skólavörðustígs og Bakarastígs 1884. Þetta er árið áður en Jón biskup situr í 6. bekk og lítur yfir húsin næst sér við Austur- völl. „Þá er að minnast á Aust- urvöll", segir Gröndal „hann er í miðjum bænum og var áður eintóm flög og jarðföll og gryfj- ur, sem fylltust vatni á veturna, og var þar þá illt yfirferðar, þeg- ar engin Ijós voru til að lýsa á götunum". Síðan telur Gröndal upp húsin umhverfis Austurvöll að sunnan og norðan. Við aust- urhliðina er húsahyrfingin, sem skólapilturinn sér út um glugga sinn. Leiðarvísir Gröndals fer út í aðra sálma, og er hér stíft aft- an af lýsingunni. „Að austan- verðu og inni í garði nálægt húsi dr. Jónassens er lítið hús, þar sem nú búa systur Magnúsar lands- höfðingja; áður bjó þar Hendrik Hansen*) mágur Hannesar John- sens, og síðan Teitur Finnboga- son og Jón Jónsson (Álaborg) landritari; allir þessir hafa and- ast þar. Þétt við Austurvöll er hús Kristjáns assessors, sem þeir létu byggja Guðmundur Thor- grimsen og Tómas Hallgrímsson læknir, mjög vandað hús og stórt, einloftað; þar andaðist Tómas.“ Þetta hús sést ekki á myndinni en það er við lýði enn, þó breytt. Lengra til norðurs kem ur gamla pósthúsið, upphaflega byggt af Hallgrími Scheving yfir- kennara, en hinum megin við vesturhlið Austurvallar „er fyrst Lyfjabúðin (Apótekið), gamalt hús en allgott, einloftað með kvisti; þar var fyrst Möller lyf- sali, móðurbróðir Vilhjálms Finsens; síðan Randrup, hann var Frakka-konsúll og var þar þá krökkt af Frökkum; eftir nann kom Krúger og lét hann gera útbyggingu við innganginn og svalir uppi og prýða með mynda- styttum; þá var frelsistími í apó- tekinu, því þá gat maður fengið allt receptslaust: blásýru og klóral og arsenik og allt og allt, en nú fæst ekkert receptlaust nema saltsýra og brennisteins- sýra og kamfórudropar“. Bene- dikt Gröndal vissi eins og Jón Helgason biskup að saga húsanna í bænum er saga fólksins, húsin bera keim af íbúunum á hverjum tíma, þess vegna er það þýðingar- mikið að eiga myndir biskups- ins og lýsingar Gröndals. Ferðasaga Gröndals um bæinn aldamótaárið hefst hjá Skólavörð unni og verður honum fljótt geng ið niður á Laugaveg, því að eng- in byggð er til austurs að sjá nema „barónsfjósið", en við Laugaveginn „hefur Gísli Þor- bjarnarson búfræðingur byggt snoturt hús og einkennilegt og yrkt land þar í kring“. Niður Laugaveginn liggur leiðin fram hjá mörgum merkilegum húsum bæði af sjálfum sér og eigend- unum. „Eru þau öll til komin á örstuttum tíma og þar með auk- inn fólksfjöldi“. Þar er stórt og stæðilegt hús tvílofta, sem Samúel Ólafsson söðlasmiður hefur látið byggja, „það liggur fyrir öllum sveitamönnum, sem koma þenna *) Það er misritun hjá Gröndal, að Hansen kaupmaður hafi heitið Hendrik að forna'fni. Hanp hét Símon. — L.S. veg til bæjarins“. Þar er hús, „sem minnir á „skýskafara" í Chicago, allt járnklætt“ og þar er annað hús frægt af eigandan- um, Benedikt sótara, sem er „einhver mesti kvæðamaður og einn af þeim fáu, sem heldur uppi rímunum, sem hin yngri skáld og fagurfræðingar hafa viljað út- skúfa og róið að því öllum árum að svifta fólkið þessari litlu skemmtun, sem það hefur lengi haft, og komið inn hjá því óbeit og fyrirlitningu fyrir því, sem þjóðlegt er, en ekki getað sett neitt í staðinn nema lélegar þýðingar, útlent rómanarusl og kvæðarusl með útlendu siði“. Svóna verða útúrdúrar Gröndal* einatt, nema hvað þessi er enn þá lengri, því að hann þarf að hella sér yfir nýju skáldin í neð- anmálsgrein að auki. Fram hjá furðuverkum í sýningarglugga Péturs Hjaltesteds úrsmiðs, þar sem eru „gluggarúður svo stórar, að heila klukkustund þarf til að horfa á hverja þeirra", víkur leið- in að lokum í einn punkt neðst á Laugaveginum, en þar á vega- mótum við Skólavörðustíginn „stendur hið reisulega hús Hall- dórs Þórðarsonar, tvíloftað og með útskotum á hornunum, eitt- hvert hið vandaðasta og skaut- legasta hús, og liggja höggvin steinstig með grindum beggja megin upp að dyrunum. Þar byr Halldór Þórðarson og þar bjó Þorsteinn Gíslason, ritstjóri hins margþjáða „fslands", sem dó af því enginn borgaði“. Vegamótin, sem verða við þetta hús, ein hin merkilegustu í bænum, eru alveg óbreytt fram á þennan dag, sem sjá má á einum þremur teikn- ingum Jóns biskups, enda má segja, að þessi vegamót og Bak- arastígurinn, sem nú heitir Banka stræti, hafi legið næst æskustöðv- um hans og verið honum hugleik- in. Nú sem oftar standast á lýs- ingar Gröndals og teikningar biskups. „Vér staðnæmumst þá aftur við hús Halldórs Þórðar- sonar“ — með Gröndal — „og gefur þá að líta hús háyfirdómara Jóns Péturssonar (Laugavegur 1, nú verzlunin Vísir); þar býr nú (1900) ekkja hans, frú Sigþrúður, og tveir synir hennar, Sturla kaupmaður og Friðrik, cand. theol.; hafa þeir prýtt húsið mjög bæði utan og innan með dýrindis- málverkum og ýmsu sktauti, ea í hallanum þar iyrir neðan er fagur aldingarður skrýddur morg um tegundum fagurra blóma og jurtagróða; er hann upp'naflega lagaður af mági þirra, Guðmundi lækni Guðmundssyni, sem bjó á Laugardælum. Sá garður er einna skrautlegastur og þægileg- astur allra garða hér, því að ja. o- Smiðja Jónasar í Bankastræti og Þingholtabæirnir, um 1870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.