Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1956 wmnverulegum forsendum, en »Mtan skilning á henni faer mað- ■r ekki, ef maður heldur að hér sft aðeins um ævisögu að ræða. Tíiveran er skáldið mesta, en hún leetur ekki prenta sögur sínar, hún framkvæmir þær. Við hinir verðum að víkja hlutunum við til þess að heildarbragurinn njóti sín, draga úr eða ýkja, eftir því sem við á það og það skiptið. Tökum t. d. mannlýsingar þær í Fjallkirkjunni sem eiga sér fyr- irmyndir. í sögunni kemur ekki fram nema brot af þessum mönn- una, eins og þeir voru í raun og veru. Frá sögulegu sjónarmiði eru persónumyndir þessar rangar, en í sögunni þjóna þær hver sínu markmiði. Listamaðurinn verður að hafa dirfsku til að fara sínu fram, þótt svið hans sé snöggt- um þrengra en skaparans. Sannleikur listarinnar á hvergi rót nema í hjarta þess sem að vinnur. Þar sem tekizt hefur að sameina list og raunveruleika, eru áhrifin skýrust frá manni til manns: allt þetta í listinni sem við getum ekki hönd á fest: draumar, sýnir, jafnvel missýn- invar ráða því, hvort rétt sé með farið. — En hvað um Ugga Greips- son, verður mér á að spyrja. Má þá segja að hann sé sambland af skáldinu Gunnari Gunnarssyni og manninum Gunnari Gunnars- syni? — Kann að vera. Og eitthvað þriðja. — Annars er ekki hægt að rekja þá þætti saman, svo að vit sé i Það er of flókið mál. í Kirkjunni á Fjallinu, eins og hún •r til orðin, lifir auðvitað líf sem geymir á sína vísu andblæ og angan_ þeirra ára sem hún gerist á. Ég reyndi að varðveita þetta líf í bókinni. Nú er að duga eða drepast, bezt að reyna að gera eina atlögu enn: , — Hvað um Afa á Knerri, á hann sér t. d. fyrirmynd úr líf- inu, spyr ég. — Ætli ekki það, svarar skáld- ið brosleitur. — Og er hann líkur raimveru- legri fyrirmynd sinni? — í aðra röndina. Það vantar ýmislegt í lýsinguna og annað er orðum aukið. Og auðvitað er ekki allt tekið með, t. d. vantar frásögnina af því, þegar hann fór tii Færeyja, lét ljósmynda sig, og gerðist milligöngumaður um kálfskaup! Þórarinn Hálfdánar- son var svo vanur að verzla við íranska duggara heima á Bakka- firði. 10. ÞAÐ er komið að kvöldmat. „Litla mín“ býður okkur að borða. Það er þegið með þökk- *tm. Undir borðum röbbum við saman um allt milli himins og jarðar. Skáldið fer að segja mér frá Rússlandsför sinni á 10 ára byltingarafmælið 1917. Hann fór sem blaðamaður á vegum Poli- tiken — og það munaði ekki nema hársbreid að hann yrði handtek- inn í miðjum hátíðarhöldunum, fyrir að rita í vasabók sína á al- mannafæri. Við förum að ræða um kynni þeirra Gunnars Gunnarssonar og Joh. V. Jensens og skáldið segir mér margar skemmtilegar sögur af Jensen. Hann hlær glaðlega og er í essinu sínu.'Það skíðlogar í aldstæðinu og bjarminn varpar þægilegri birtu inn í hálfrökkv- aða stofuna. — Eitt sinn varð Joh. V. Jen- sen háskalega veikur, segir skáld- ið, og var fluttur í sjúkrahús. Afi á Knerri — eða Þórarinn Hálfdánarson. Þar heimsótti ég hann nokkrum dögum síðar og segi við hann: — Hvernig líður þér. — Vel, svaraði Johannes, ég var dauður, en þeir vöktu mig upp. En ég var aldauður — og það var ekkert hinum megin, bætti hann við, viss í sinni sök. Við hlæjum báðir. Þannig var Jenson; efnishyggjumaður fram í fingurgóma. Gunnar kynntist honum, þegar þeir unnu saman að þýðingu og útgáfu íslendinga sagna á dönsku og urðu þeir mikl- ir mátar. Talið berst að æskunni: — Það er auðvelt fyrir. okkur sem eldri erum að misvirða verk æskunnar. En ungir menn verða að byrja í vandræðum. Leikni frá byrjun getur oft orðið hættuleg og hún er alls engin trygging íyrir því að skáldið nái langþráðu marki. Og hann bætir við: — Það er hættulegt að kunna hlutina út í æsar. Það dregur úr manni að gera nýjar tilraunir, kanna ókunna heima. Maður á H.f. Eimskipafélag íslands óeyiclir v'dóLip tamönn am, óíruiwi um lan,d aíit beztu jóíuóób ir alltaf að reyna að gera það sem maður getur ekki. Ein mesta hætta fyrir listamann er sú að kunnáttan nái yfirhöndinni. Það hefur aðeins eitt í för með sér: andlegan dauða. — Það erfiðasta? Það sem mér hefur alltaf reynzt erfiðast er — glíman við efnið. Aðrir erfið- leikar geta vaxið manni í aug- um í bili, en þetta er eins og skýjabrok. Talið berst nú að ýmsum skáld- um bæði innlendum og erlend- um og segir Gunnar Gunnarsscn mér að hann hafi alltaf haft sér- stakar mætur á H. Pontoppidan og józka snillinginum St. Blicher. — Það er svo mikil alúð á bak við allt sem hann skrifaði, enda verður hann einhver endingar- bezti höfundur Dana. Fáir sam- tíðarmenn hans sem hafa þolað fjarlægðina. Og hann bætir við með áherzlu: — Það er ekki nóg að vera skáld, það er líka nauðsynlegt að vera maður. Blicher var maður. Hann segir mér frá því að það hafi ekki verið til það skáld sem honum þótti ekki vænt um í æsku. Hann nefnir mörg nöfn, en staldrar svo snöggvast við Jón á Bægisá og Jónas Hallgrímsson, segir að föðursystir sín, Margrét Gunnarsdóttir hafi haldið upp á Jónas öllum öðrum fremur, svo að lá við dýrkun. Auðvitað hafði það sín áhrif, bætir hann við. Svo er komið að Grími Thomsen. Ég heyri strax að þar er maður og skáld sem er Gunnari Gunn- arssyni að skapi: — Hann hefur einhvern veginn enzt mér sérstaklega vel. Hann er rammíslenzkur. Þetta er forn- eskja. En dvölin erlendis hefur haft mikil áhrif á hann. Skáldið snýr sér að sonardótt- ur sinni og biður hana að sækja úrið Gríms. Hún kemur með það að vörmu spori. Hann segir: — Þetta er innvolsið úr úri Gríms Thomsens. Ég komst yfir það á stríðsárunum. Það var búið að flá af því gullið. En það er svo með Grím að innvolsið er eignin mest. Að mér förnum vona ég að askjan lendi hjá einhverj- um sem ann Grími og kann að meta skapgerð af tagi hans og Halldórs Snorrasonar. 11. ÞAÐ er orðið áliðið kvölds. Nauðsynlegt að snúa sér aft- ur að verkum skáldsins, ef kvöld- ið á að endast. Ég spyr um Svart- fugl, Aðventu og Brimhendu, hlusta: Aðventa er þannig til komin að ég árið 1936 var beðinn um sögu í Reclams Universal-Biblio. tek. Hún átti að vera af sérstakri lengd, og ég tók það til bragðs að lengja eldri smásögu sem ég hafði kallað Góði hirðirinn. Hafði skrifað hana fyrir danskt jólablað og hefur hún hvergi birzt nema þar. — Nei, það er enginn vafi á því, hver fyrirmyndin er. Það var Benedikt, Fjalla-Bensi var hann kallaður. — Ég hafði fyrir mér frásögn hans og studdist við hana. Þegar sagan kom út, fékk ég bréf frá honum, þar sem hann telur hana mjög nærri lagi, en einhverjir nágrannar hans voru víst ekki alveg á sama máli. Sjóndepra samtíðarmanna er stundum með ódæmum. — Tilgangurinn? Nú, þetta er maður sem sigrar heiminn. Menn geta borið hann saman við fræga samtíðarmenn svo sem Hitler eða Stalín og séð, hver hefur betur. Hann er af þeim, sem hafa erft himnaríki á jörðu. — Mér var ljóst að ekki var hægt að gera vetrargöngu Bene- di.kts full skil. En ég lagði mig fram. — Svartfugl? Þegar ég sumarið 1913 stakk fæti við Steinkudys, fór eitthvað að gerast innan í mér. Utangarðsmenn eiga hug minn. Ég hugsaði oft um það, hvernig hið fegursta í mannltf- inu, ástin milli karls og konu, gæti umhverfzt í slíkar hörmung- ar. Leitaði eftir svari við því, hvernigþetta aumingja fólk leidd ist út í höfuðsynd og hlaut laun syndarinnar — og hvernig þau tóku þeim. — En segið mér eitt, Gunnar, vakti ekki líka fyrir yður að sýna, hve lítill munur var í raun og veru á dómurum og sakborn- ingum? — Ég vil ekki taka fyrir að svo kunni að vera. Annars er hitt mikilvægara: munurinn á sr. Eyjólfi og Ólöfu konu hans ann- ars vegar, Bjarna og Steinunni hins vegar er aðeins stigsmunur. Þó skilur á milli þetta sem maður hvað eftir annað hnýtur um í líf- inu — þegar skiptast í tvö horn hamingja og óhamingja. Og svo annað líka: matið á hamingju og óhamingju, því að auðvitað áttu Bjarni og Steinunn sínar ham- ingjustundir, enda goldnar fullu verði. — Þegar ég skrifaði Svart- fugl, voru liðin mörg ár frá því ég fyrst fór að hugsa um efni hennar. Ég hafði enga lýsingu séð á Steinunni, þegar ég lagði út í að segja söguna. Nýverið las ég einhvers staðar lýsingu á henni. Þar var sagt að hún hafi verið grönn og spengileg. All- glæsileg kona hefur hún áreiðan- lega verið. Og hann heldur áfram: — Ég skrifaði söguna undir nafninu Sjöundá, en Syvendeaa segir ekki neitt á dönsku. Ég breytti því í Svartfugl. Sú nafn- gift felur í sér óhemjuskap lífs þess sem lifað er í brimsogi undir fuglabjörgum, þar sem saman renna rautt blóð og rammsaltar unnir í tryllingi þeim sem tilver- an á til. — Annað gat bókin ekki heitið. 12. VIÐ förum aftur að tala um æskustöðvar skáldsins. Hin ólíkustu umræðuefni ber á góma. Hann tók sem unglingur þátt í gangnaferðum upp á Vopnafjarð- arheiðar, gjörþekkti svipað um- hverfi og Fjalla-Bensi ferðaðist í og á enn gamlan gangnakofa á þessum slóðum og ef til viii einnig fjallaklasann Súlendur: — Fjallgarður þessi liggur á milli okkar Jóns í Möðrudal, ég á landrýmið austan að Súlend- um, en Jón vestur af. Eitt sinn spurði ég Jón að því, hvor okkar ætti eiginlega Súlendurnar. — Ætli ég eigi þær ekki, svar- aði Jón. — Ég maldaði í móinn, minnti Gunnar Gunnarsson, hausíið 1907. Nýkominn á Askov: „Veröldin hefur breytzt — og við líka“. á fornar þrætur, þá segir Jón Aðalsteinn: — Jæja, sama er mér. Ég á svo mörg fjöll. Jón í Möðrudal á hins vegar ekki sinn líka, göfugri gestgjafa hefur Frón aldrei framfleytt á auðnum sínum. 13. BRIMHENDA? Hún er þannig til orðin að Páll ísólfsson sagði mér eitt sinn sögu frá Eyr- bakka sem í falst efniviður. Ég festi hana í huga mér. Var þó ekki viss um, hverjum tökum ég ætti að taka hana, langaði alltaf að spyrja Pál frekar um stað reyndir og sögupersónur, en þorði ekki fyrir mitt líf. Var þó í eilífri freistingu, þegar ég hitti Pál, en — segði hann mér meira kynni það að trufla mig. Það fór svo að ég skrifaði söguna án þess að forvitni minni væri sval- að. Mikið gagn b - fði ég af Aust- antórum Jóns Pálssonar, kynnti mér einnig rækilega Sögu Eyra- bakka eftir Brynjólf frá Minna- núpi. En fór að vanda frjálslega með staðreyndir. — í listinni má ekki segja allt. Raunar á að segja sem minnst að hægt er að komast af með. Ég gerði mér far um að íylgja þeirri reglu í Brimhendu með þeim af- leiðingum að eitt mikilvægasta atriði sögunnar hefur alveg farið fyrir ofan garð og neðan hjá gagnrýnendum. Maður sem ég ekki man hvað hét, en kallaði Sesar eða Sesam er að skera torf á árbakka, en ristir fulldjúpt, jörðin kippist við, eins og iiom- ið væri við kviku: eins og til að hrista hann af sér. Þetta er mönd- ull sögunnar, ef vel er að gáS og sér þó aðeins í endann: tilvera mannsins er ofin inn í líf höfuð- skepnanna. Mönnum hættir til að gleyma hinni nánu snertingu við jörðina, umhverfið í heild, al- veruna. Auðvitað eru fleiri hlið- ar á sögunni, efninu þjappað sam- an með ýmsu móti. — Ég skrif- aði hana undir nafninu Terra infírma, ekki fyrr en í síðustu próförk datt mér í hug viðun- andi heiti á bókina. Samt hefði hún ekki getað heitið annað, eins og ég sagði áðan. — í Víkivaka, heldur skáldið áfram, kemur fram ekki ósvipuð tilraun að ná áhrif- um með frásögn sem ekki þræðir alfaraleiðir. Skyldleikinn leynir sér varla, sé vel að gáð. 14. ÞAÐ er komin nótt. Ég sé að skóldið er farið að þreytast og bý mig til brottfarar. En sam- talinu er ekki alveg lokið og ég hendi enn á lofti nokkrar athuga- semdir sem mér fannst of merki- legar til þess að þær falli I gleymsku: — Maður er svo skammlífur, það er það versta. Mér finnst ég hafa orðið ofurlítið skynsamari með árunum, þó að hægt gangi. En það verður svo margt uin seinan. „Litla mín“ hlær að þessari játningu afa, en hann heldur áfram: — En þetta er kannski þægileg sjálfsblekking? Hvað sem því líð- ur: mér finnst ég eiga margt ó- gert. Að vinna á tveimur málum, það er ekki fyrir sjálfan — Við stöndum upp. Það er kom- inn tími til. — Mig dreymdi draum, þegar ég var ungur, heldur skáldið áfram. Ég gekk eftir götu og í hallinu hinum megin við götuna lágu bók við bók og ég vissi að þessar bækur voru mitt verk. Ég reyndi að lesa í þeim, ætlaði að læra þær í snatri, en vaknaði af ákafanum og mundi ekki orð af því sem í þeim stóð. Að þessi draumur hafi haft einhver ahrif á líf mitt? Það má vera. Sann- trúaðir menn mundu líklega kveða sterkar að orði, en mór finnst enga ályktun vera hægt að draga af honum: þetta er svo augljós óskadraumur. Þegar ég kvaddi Gunnar Gunn- arsson sagði hann loks við mig að gefnu tilefni: — Tilgangurinn með lífsstarfi mínu hefur eiginlega alltaí verið sá að nálgast sannleikann, reyna að skýra hið óskýranlega fyrir sjálfum mér og öðrum. Það eina sem er óþolandi er að skilja ekki hin yztu rök. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.