Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 11
Suravuclagur 23. des. 1956 MORCUNBLAÐIÐ 36 metrar. Er þessi vöxtur mjðg í samræmi við vöxt hinna eldri trjáa á Hallormsstað. Þau vaxa afar hægt fyrstu tvo áratugina, en herða svo vöxtinn þegar þau komast yfir tvítugt. Stærsta blá- grenitréð á Hallormsstað var ekki nema 2,8 metrar þegar það ¦tóð á tvítugu. Blágrenið er náskylt sitka- greni, en vex við nokkuð önnur skilyrði, einkum að því er úr- komu snertir. Erfitt hefur samt reynzt til þessa, að afla fræs af því frá stöðum, sem okkur henta. Að líkindum mun þó rætast úr þessu mnan skamms. RAUÐGRENI Þessari trjátegund hefur lítið ?erið sinnt um mörg ár. Til eru nokkur rauðgreni á Hallorms- stað, en allt er á huldu um upp- runa þeirra. Við Jökullæk eru 19 tré, sem gróðursett voru ein- hverntíma á árunum 1906—1909. I>au týndust algerlega um mörg ár og birkiskógurinn hafði breiðst svo yfir þau, að vöxtur- inn stöðvaðist um langt skeið. Þegar þau fundust árið 1936 var hið hæsta um metra, en flest að- eins um fet Var birkiskógurinn Einnig var fáeinum plantað rétt eftir 1920. Uppruni er ókunnur. Furan hefur vaxið fremur hægt í samanburði við ýmsar aðrar "v< * *¦ *^r*^^.WHW!m. við hæðina.. Þessar furur hafa orðið fyrir talsverðum áföllum sakir lítilla skorkvikinda, sem sækja mjög á börk og barr. Skógarfura var gróðursett á Hallormsstað um 1906 og svo aftur um 1922. Hún hefur komist upp í 9 metra haeð, en vex fremur hægt. Trén eru bein og orðin nokkuð gUd. Myndin er ai skjól- belti nr skógarfuru norðan elstu gróðrarstöðvarinnar á Hallorms- stað. Ljósm.: Þ. J. Blágrenin á Hallormsstað frá 1905 eða 1906 eru viðamest allra barrtrjáa hér á landi. Hin tvö stærstu, sem eru 11 metrar og þar yfir, mætti nota í símastaura eða saga í battinga eða borð. Viðar- magn stærsta trésins er um hálfur teningsmetri. Þrívegis hafa tré þessi borið þroskað fræ á undanförnnm 10 árum. Auðveldara hefði verið að rækta 500 eða 5000 tré en 5. Og nóg er landrýmið þótt við vildum rækta 5 eða 50 milljónir slíkra trjáa. Ljósm.: Þ. J. ruddur, og þá fór nýtt líf að fær- tegundir. Samt er hæsta furan ast í trén. Meðalhæð þeirra er nú orðin 9,3 metrar. Yfirleitt eru röskir 5 metrar, en hæsta tréð fururnar viðamiklar, því að þær er 9 metrar. Þetta eru falleg og eru býsna gildar í samanburði heilbrigð tré, sem hafa borið fræ tvisvar sinnum. Auk þessa eru til nokkur rauð- greni á öðrum stöðum í Hallorms- staðaskógi. Þau hafa sum vaxið mjög sæmilega og komizt upp í 9 metra hin stærstu. Árið 1948 var aftur hafizt handa um gróðursetningu rauð- grenis, og hefur því verið haldið áfram síðan, meira og minna á hverju ári. Einna bezt hefur rauðgrenið þroskazt í Haukadal í Biskupstungum, sem sett var niður 1949. Margt af því er orðið um metri á hæð, og sýnilegt er, að okkur verður engin skota- akuld úr því að rækta okkar eigin jólatré, er stundir líða. En rauð- greni vex ekki nema í mjög frjórri jörð og einungis í skóg- lendi. Er alveg vonlaust að ætla »ér að fá það til að vaxa upp úr graslendi, SKÓGARFURA 1. Vm 1906 var nokkrum skógar- fwrum plantað á Hallormsstað. Eftir 1938 hafa verið gróður- settar skógarfurur víða um land, sem ættaðar eru úr Norður-Nor- egi. Hafa furur af Málselestofni reynzt mjög vel. Þannig hafa þær t.d. náð ágætum þroska í Haukadal og í Vaglaskógi. Hinar hæstu frá 1942 eru um 2 metrar, og er það eðlilegur vöxtur. — Reynslan hefur sýnt, að mjög þarf að vanda frævalið ef furan á að heppnast, en sé því hlýtt er oft furuðlegt hve furan seettir sig við ófrjóa jörð. AÐRAR FURUTEGUNDHt Hérhafa verið reyndar 5 aðrar tegundir furu. Bezt hefur kon- tortafuran reynzt, en hún er ætt- uð úr vesturhéruðum Norður- Ameríku. Því miður er lítið til af henni ennþá, og erfitt hefur verið að afla fræs af henni. Elzti lund- urinn á Hallormsstað er gróður- settur 1940. Meðalhæð hans er 2,4 metrar en hæsta tré er 3,7 metrar. Þetta er mjög góður vöxtur. Þá var gróðursett hér lindi- fura á árunum 1903—1906, eða henni var öllu heldur sáð á víð og dréif í Mörkina á Hallorms- stað, við Grund í Eyjafirði og á Þingvelli. Hún hefur aðeins náð góðum þroska á Hallormsstað, sem og ekki er að furða, þar sem fræið kom frá Irkutsk í Síberíu. Á Hallormsstað eru ekki til nema 95 tré af þessari tegund, og er hið hæsta þeirra 6,1 metri. Er það lítill vöxtur á svo löngum tíma, en furur þessar stóðu um mörg ár í miklum skugga og þann tíma var vöxturinn sama og enginn. Broddfura var og gróðursett hér á fyrstu árum skógræktar- innar á Hallormsstað. Hún er ein- kennileg um margt. Er þetta há- fjallatré úr sunnanverðum Klettafjöllum, sem er afar sein- vaxið og verður aldrei mjög hátt. Hins vegar er það eitt harðger- asta tré heimsins og nýlega hafa menn komizt að raun um, að það er eitt hið elzta tré, ef ekki elzta tré jarðar. Aldur þess hefur verið talinn rösk 4000 ár. Hér hefur þessi tegund aldrei látið á sjá, hversu illa sem árað hefur. En hún hefur ekki orðið nema 4,5 metrar hæst, og meðalhæðin er um 4 metra. Oft hefur hún borið fræ, og til eru afkvæmi hennar á nokkrum stöðum. Þá hefur og verið reynd hér sveigfura frá vesturhéruðum Ameríku en árangur er ekki nógu góður. En það kann að stafa af óheppilegu frævalL Og fjalla- furuna kannast allir við, sem hjarað hefur við Rauðavatn um tugi ára. Sú tegund er ekki tré heldur margstofna runnur, og því er ekki að vænta betri árangurs af henni eii raun er á orðin. AÐRAR TRJÁTEGUNDIR Þá má að lokum geta þess, að hér hafa verið reyndar margar fleiri tegundir hin síðari ár, bæði barr- og lauftré, en of langt mál væri að rekja það.Nefna má f jalla þin, marþöll, fjallaþöll, hvít- greni, og af lauftrjám nokkrar aspartegundir og álm. Þetta vex allt vel, en þar sem skammt er síðan tegundirnar komu hing- að, að þin og hvítgreni undan- skildu, er betra að bíða enn um stund, áður en skýrt er frá þrif- um þeirra. Af því, sem sagt hefur veriS hér að framan, svo og af mörgu öðru, sem of langt væri upp að telja, þurfum við ekki að v:ra lengur í nokkrum vafa um, að álitlegir og gagnlegir barrskógar geta vaxið hér á landi, ef rétt er að farið. í framtíðinni getum við ræktað mestan hluta þess timb- urs, sem þjóðin þarl Við skul- um ekki láta okkur tíi hugar koma, að timbur og viður verði ekki sama nauðsynjavaran og áður, þótt ný efni komi á mark- aðinn, því að úr viði em nú ótal efni unnin, sem áður voru óþekkt^ Hinn nýi viðariðnaður eykur mjög eftirspurn viðar og veldur verðhækkun, en slík verðhækkun kemur auðvitað verst niður á þeim, sem neyðast til að flytja inn allan sinn við. Nú hefur töluvert verið unnið að skógrækt á undanförnum ár- um, og yfirleitt tekizt vel. En samt er langt í land til þess, að síðari tíma menn muni um störf okkar. Fjölmargar ástæður liggja til þess, að okkur ber skylda tól aS búa í haginn fyrir framtíð- ina, og auðvitað er unnt að gera slíkt á ýmsan veg. Eitt af því óbrotgjarnasta og drýgsta « samt að bæta landið og þá ekki sízt að rækta hér nýja skóga. Hér á landi eru nú 4 stórar uppeldisstöðvar íyrir trjáplöntur og 3 smærri. Hinar stærri eru í Fossvogi við Reykjavík, og er sú stöð eign Skógræktarfélags Reykjavíkur, en hinar eru á Tuma- stöSum í FljótshlíS, Vöglum í Fnjóskadal og á Hallormsstað. Minni stöðvarnar eru við Akureyri, og er sú stöð eign Skógrækt- arfélags Eyfirðinga, við Uaugabrekku í Skagafirði og í Norðtungu- skógi. AUs hafa stöðvamar alið upp nærri eina milljón plantna árið 1954 en nokkru minna s. L tvö ár. Er sífelt verið að stækka stöðvarnar, og innan skamms á árlegt plöntumagn að nálgast t mUljónir. Myndin að ofan er frá Tumastöðum. Fremst á mynd- inni eru sitkagrenitrén frá 1944. Myndin tekin 1954. Ljósm.: G. R. ó. GLEDILEG JOL! H.F. KORKTDJAN ,P^C^^«!=1«P*i=^^Ct=<ö=^ GLEÐILEG JÓL! SjALFSTÆffilSHÚSro -'—.*« *—*^f\ *-r?±*r\ *-=.« ^—^w -^.- -—-« , - .., , /1 GLEÐILEG JÓL! Fjallaþinur var gróðursettur á Hallormsstað fyrir um 50 árum. Hann hefur vaxið mjög hægt framan af ævi og er enn ekki nema um 7 metrar. Hann er eitt hið fegursta tré, sem hingaS hefur komið. Enn reynist erfitt að afla fræ.s af þessari tegund en verður væntanlega auðveldara með hverju ári, sem líður. Ljósm.: Þ. J. Verrf. Tngibjargar Johnson 0==<o^,Q=»«S^«i»<í=i,Q=<(P,<C=<^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.