Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 13
Sunttudagur 23. de«. 193® MORCUNBL AÐIÐ 3T andann. EVr. Soukup, tékkneski menntamaðurinn sem hér var um daginn, sagði við mig sem svar við spumingu: — Ég trúi á Gwð. Ég bætti við: — Og manninn. — Hann þagði við þessari við- bót minni, og ekki veit ég hvort þögn hans var sama og samþykki. Hann hefur ýmislegt reýnt. Oil þessi hryllilega reynsla, en samt vonarneisti og trú á lífið — og vonandi manninn. En það þarf nokkuð til fyrir Austur-Evrópu- búa að trúa á guð á þessum tím- um, finnst yður ekki? — Jú, og kannski er líka dá- litið erfitt að trúa á manninn? — Má vera. Við fórum aftur að tala um ritverk Gunnars Gunnarssonar og tókum upp talið, þar sem frá var horfið, snerum okkur að Borgarættinni: — Það er ástæðulaust að fjöl- yrða um hana hér. Ég fór allt í einu að skrifa þessa sögu og þeg ar Ormar Örlygsson kom heim aftur fannst mér vera kominn endir sem una mætti við í bili. Bókin átti þó að verða lengri, en ekki tiltök að ljúka við hana í einni lotu. Svo kom Danska frú- in 1913. Gyldendal var búið að greiða mér fyrir hana í beinhörð. um peningum, samt voru þeir í vafa um, hvort þeir ættu að gefa hana út. Það varð þó úr. Um haustið kom svo Gestur eineygði — og fékk góðar viðtökur. Við höfðum gift okkur 1912 upp á fyrstu bókina, og sýnir það talsverða bjartsýni. Lagði ég rit- launin 300 krónur, i banka----- — og þær voru auðvitað not- aðar í heimferðinni 1913? — Nei, þær voru nú farnar áð- ur! En ég var nýbúinn að selja þýzku réttindin að Borgarættinni og upp á það fórum við heim. — Skrifuðuð þér Borgarættina í nokkrum sérstökum tilgangi, Gunnar? — Það er of flókið mál til að ræða hér. Þetta er ungs manns verk og það var ýmislegt að brjótast í manni um listir í þá daga. Og svo vantaði okkur skip. Þetta var ósköp barnalegt. En á bak við þetta liggur ýmislegt annað sem er óljóst. f Borgarætt- inni er t.d. þessi sektartilfinning sem safnast fyrir hjá okkur öll- um, bæði mér og öðrum, og er hún ekki ómerkur þáttur í sálar- lífi bræðranna beggja. fullur, lítur svo á mig og segir upp úr eins manns hljóði: — Heyrðu Gunnar, farðu úr vestinu! Og fór úr sínu. Ég man ekki, hvort við feng- um 1.25 krónur fyrir vestin bæði, en það var ódýrt að lifa í þá daga og litlar upphæðir gátu komið sér vel. Jóhann var ókval- ráður. Það var nauðsynlegt. Konu minni og mér þótti óskaplega vænt um þau hjón bæði. Þau höfðu verið vottar, þegar við vorum gefin saman í hjónaband; komu auðvitað ofseint, en prestur lét það slarka, úr því einhver kom, sem vildi skrifa undir að allt væri gott og gilt. Þetta var síðsumars 1912. 6. NÚ berst talið að dvölinni í Charlottenlund á þessum ár- um og einkum að Jóhanni Sig- urjónssyni og vináttu þeirra Gunnars Gunnarssonar. Hann segir mér frá því að Jóhann hafi keypt tvær kartöflutunnur, þeg- ar styrjöldin blossaði upp, og grafið niður í garð sinn. Var önn- ur ætluð Gunnari og konu hans. —■ Annars var oftast einhver matarbiti til á þessum árum, seg- ir skáldið, við áttum að hýsa tvo danska hermenn, eins og lög gerðu ráð fyrir, og komu þeir með mat með sór sem oftast dugði handa allri fjölskyldunni. Einkum var kjötskammtur þeirra vel þeginn. Og Gunnar skáld heldur áfram og ég sé að minningarnar um Jó- hann cru hugljúíur strengur í sál hans: — Hann var mjög ljóð- rænn, segir hann. Ljóðrænan og dramatíkin ógu salt. Og svo: — Við Jóhann höfðum ýmislegt saman að sælda á þeim árum. Fylgdumst vel með þvi, hvað hinn var að gera hverju sinnL Ég tók t.d. þátt í því að þýða FjaHa-Eyvind á íslenzku. Það voru eiginlega fyrstu kynni okkar að ég réði mig til hans sem skrifari upp á óvissa borgun, en vísan hádegisverð. — Jóhann átti spegil einn merkilegan sem hékk uppi á vegg, þegar ein- hverjir aurar voru til, en þegar ekkert var að hafa, var hann veðsettur, en sóttur aftur óðara og betur blés. Eitt sinn var Jó- hann nýbúinn að veðsetja spegil- inn og sáum við enga leið fram- undan. Hann var mjög áhyggju- 7. ÞAÐ er orðið langt siðan. Um- ræðurnar snúast um heim sem við „Litla mín“ þekkjum ekki, fjarlægan, horfinn heim. Samt er hann stór hluti af lífi mannsins sem situr hér á móti mér, horfir inn í logandi eldstæð- ið og leiðir okkur á vit Ugga Greipssonar og áranna sem mót- uðu hann og hertu og gerðu hann að manni. — Skáldið ýtir gler- augunum lengra upp á nefið og hallar sér fram í stólnum, segir: — „Litla mín“, bættu svolítið á stóna. Hann kveikir sér í vindli. Það snarkar í eldinum og logarnir glæðast. Og endurminningin fær vængi: — Með hermenn í húsinu tók ég upp nýtt vinnulag, heldur hann áfram og brosir með sjálf- um sér. ’Skáldið er í prýðilegu skapi. — Ég fór á fætur kl. 2 á nótt unni og skrifaði Ströndina. Þettc gekk sæmilega og það stóðst á endum að sögunni var lokið um vorið, þegar fór að verða þröngt í búi. Ég klæddi mig í sparifötin og ætlaði að fara með hádegis- lestinni og færa Gyldendal hand- ritið. Á meðan ég beið fór ég að gamni mínu að glugga í handrit- ið. Lestina lét ég fara. Þegar á leið daginn brenndi ég öllu nema fyrsta kaflanum. Það var tölu- verð bálför. Síðan hófst ég aftur handa, en lengi vel kom ég ekki nokkrum stafkrók á blað, hreyfði mig samt ekki frá skrifborðinu. Einn góð- an veðurdag losnaði um: mig minnir það hafi ekki tekið nema tvo þrjá mánuði að skrifa bókina af nýju. Fyrsta kaflann af brennda handritinu skeytti ég framan við og skyldi hann vera eins konar formáli. En þeir vildu ekki hafa hann með hjá Gylden- dal.'fannst hann stinga í stúf við framhaldið, og það var raunar laukrétt. Samt tók mig það sárt að öll vetrarvinnan skyldi vera unnin fyrir gýg og skaut einni línu úr formálanum inn í miðja söguna, eins og hún var prentuð að lokum: Skimandi mávur, hvað sérðu í djúpinu? — Svolítil á- minning til ungra manna um að gerast ekki skáld. ef þeim er annað fært. — En hvar er svo formálinn niður kominn? — Hann hefur áreiðanlega farið sömu leiðina og sagan. Ég held mikið upp á eld, skal ég segja yður. Það á ekki að liggja á misheppnuðum handritum, þetta snatt í þau er óskaplega leiðinlegt. Bara brenna! — En hvað um næturvinnuna? Vinnið þér enn á nóttunni? — Nei. Síðan þetta gerðist hef ég aldrei unnið að ritstörfum á nóttunni. Annars fór fyrri helm- ingurinn af Sælir eru einfaldir sömu leið og fyrsta gerðin af Ströndinni. Þegar ég var hálfnað- ur hætti ég, byrjaði af nýju, en brenndi ekki handritinu í það sinn fyrr en að verki loknu. — Það er sem sagt ekki tekið út með sældinni að vera rithöf- undur? — Það er bæði sæld og kvöl, eins og annað flest. Fyrir mig var engin önnur leið, þó að ár- angurinn sé ekki eins og til var stofnað. Hann verður það víst aldrei. Maðurinn er svo skamm- lífur, en svo lengi að vitkast. „Litla mín“ lítur á afa sinn og brosir, en hann heldur áfram: — í því starfi sem öðrum verð- ur maður að vera allur og óskipt- ur. Eigi einhver heil brú að vera í því sem maður er að gera, kem- ur ekkert hálfkák til greina. Og eftir svolitla umhugsun: — Sælir eru einfaldir er í raun og veru stríðssaga. Lífsviðhorfið var t.d. gjörbreytt frá næstu sögu á undan, Vargi í Véum. Sá heimur sem var fyrir fyrra heims stríð má heita gleymdur, og það veit enginn nema sá sem reynt hefur, hversu gjörólíkt viðhorfið var fyrir og eftir 1914. — í Dan- mörku var t.d. sagt að styrjöld væri óhugsanleg, þýzkir jafnað- armenn mundu aldrei greiða at- kvæði með fjárveitingu til styrjaldarrekstrar. En allt í einu var heimurinn kominn á hreyf- ingu sem ekki varð stöðvuð. Af- leiðingin af þeirri styrjöld varð kommúnistabyltingin í Rússlandi sem síðan hefur ráðið því sem gerzt hefur. — Ég veit að hið nýja viðhorf í Sælir eru einfaldir er heldur barnalegt, því að þar er ekkert eftir af fyrri skoðunum mínum nema þetta: hið eina sem gildi hefur er góðmennskan. Sannleikurinn er þó sá, að góð- mennskan hrekkur skammt. Það þarf stundum meira til. Svipurinn sem hefur verið mildur og glaðlegur myrkvast nú skyndilega og það er eins og fár- viðri sé yfirvofandi. Skáldið er aftur kominn inn í atburði sam- tíðar okkar, áður en hann veit af, og í þeim efnum hefur hann ákveðnar skoðanir, eins og kunn- ugt er. Hann segir með þunga: — Það mannkyn sem er ekki Og skáldið heldur áfram: — Um þetta er m.a. fjallað í Sælir eru einfaldir. Aðalpersónan er athafna- og drengskaparmað- ur á sínu sviði, þótt hann bresti þrek þegar á herðir. En svo dett- ur honum allt í einu í hug and- stæðan og hann bætir við: — Góðmennska, eins og við sjá- um hana hjá Gandhí, er aftur á móti bezta hjálp við harðstjórn sagði til sín. Utanfarir íslenzkra listamarvna hlóðu að lokum undir hina er heima sátu. Nú nýt ég þess sjálfur, langt um verðleika fram. Þá var öldin önnur. Bjarni frá Vogi á að hafa sagt, einu sinni er hann sá mig út um glugga á kaffihúsi í Höfn: „Honum væri nær að fara heim í síld“. Raun- hyggilega ályktað. En það var um mig, eins og danskurinn segir: sem til er. — Það sem heimurinn I Har mand taget Fanden paa 1 Ryggen maa man bære ham frem“ (hafi maður axlað andskot- ann verður að skila honum á áfangastað). þarfnast í dag er sem sagt góð- mennska og drengskapur — ásamt fullri andstöðu við lifnað- arhætti sem eru djöfullegir og við viljum ekki ánetjast. Annars er varla hægt að skilja átök vorra tíma án þess að gera sér ljóst að þetta er eins og tilbúin eldraun fyrir mannkynið. Og það er varla vafi á því, að ef mannkynið stenzt hana ekki, þá á það fyrir sér skelfilega göngu. Þó vil ég bæta því við að ég hef ekki trú á að ofbeldið verði síðasti sigur- vegarinn, ef það ólíklega gerðist að það færi um stund með sigur af hólmi í þessum örlagaríku á- tökum. En það verða menn að hafa í huga að sá sem ekki reyn- ir að spyrna við fótum og sigr- ast á ofbeldinu ber, ef illa fer, þunga ábyrgð á herðum sér, hvort sem hann sér það og skilur eða ekki. 8. VIÐ snúum okkur nú aftur að skáldinu sjálfu og verkum hans, förum að ræða um Land- nám, sagnabálkinn mikla sem átti að vera frumdrög að þjóðar- sögu, svona til uppörvunar og leiðbeiningar, eins og skáldið segir. Kyngikrafturinn er nú horf Frú Franzisca, kona skálðsins, ásamt tveimur sonardætrum þeirra hjóna, Katrinu Selju og Franaiscu yngri („Litla mtn“). tilbúið að fórna neinu fyrir sann- færingu sína á enga lífsvon fram- undan. í raun og veru standa Ungverjar í öllum sínum hörm- ungum miklu nær framtíðinni og lífinu, eins og það verður að lif- ast á okkar tímum, heldur en við fslendingar sem lifum við allsnægtir. Það er eldgömul speki að það sé ekki hægt að vinna lífið nema fórna því. Við sjáum það hér heima fyrr á tímum, ekki sízt ef við lítum á lífssögu Jóns Arasonar og sona hans. Við sjáum, hverjir það eru sem lifa frá þeim tíma og hverra líf hefur gildi fyrir framtíðina. Það eru ekki Siðabótamennirnir, heldur Jón biskup og synir hans. Starf þeirra er snar þáttur í öllu fram- tíðarlífi íslenzku. — Og það hefur ekki sízt verið til að benda á það að þér skrifuð- uð skáldsöguna? — Það var ekki sízt til þess. .— En góðmennskan, svo að við höldum áfram, þar sem frá var horfið — gildir hún þá ekki leng- ur? — Jú, auðvitað gildir góð- mennskan enn í dag. Hún gildir eilíflega — ef maður sameinar góðmennsku og drengskap. En án hans er hún einskis virði, bara vella. inn úr málrómi skáldsins og hann talar heldur lágt og rólega. — í þeim bókum mínum hef ég þó ekki eingöngu fjallað um hið þjóðlega; í því sem ég hef skrif- að, hefur rauði þráðurinn alltaf verið staða mannsins í tilverunni. Þar hefur jafnan verið leitazt við að gera upp milli verðmæta og hégóma. Ég spyr skáldið, hvort hann hafi aldrei hugsað sér að flytjast heim á þessum árum og svarar hann spurningu minni á þennan veg: — Það hafði alltaf verið hug- myndin að flytjast heim, en lengi vel virtist fyrir það girt. Ég átti ekki upp á pallborðið hér heima. Þorsteinn Gíslason gafst upp á að gefa út bækur mínar. Jónas Jóns- son hefur látið þess getið að ís- lendingar hafi aldrei kært sig um Gunnar Gunnarsson og ætti að vera dómbær um þá hluti. Margt bar til — sem óþarft er að rekja. Menn sem leggja á ein- stigi, mega ekki verða uppnæmir, þótt fátt verði um föruneyti. Hér heima voru leiðir lokaðar. Ég hefði að vísu getað orðið verka- maður eða bóndi í sveit — og varð það raunar síðar. Mér var áskapað að skrifa og útþráin 9. ÞAÐ er 1923 og Fjallkirkjan er farin að ásækja skáldið. Honum er farið að leiðast þófið, það er ýmislegt að brjótast um í t honum: — Sælir eru einfaldir hafði tek- izt sæmilega, en mér hefur alltaf leiðst að gera það sem ég get. Mig langaði til að semja sögu, þar sem engin aðalpersóna væri, heldur kæmi í staðinn tilveran sjálf, framvinda lífsins, eins og ég hafði reynt það og þekkti. Leikur að stráum hefst á orð- unura: „Þau ár, þegar ég enn var ungur og saklaus að erfða- syndinni undanskilinni; þau ár, þegar viðburðir lífsins miðluðu mér reynslu, som var laus við beiskju; þau ár, þegar vorkunn mín með öllu kviku var ógagn- rýn og einlæg; þau ár, þegar Guð stóð mér fyrir hugskotssjónum sem örlátur og vingjarnlegur föðurafi, Fjandinn eins og dálítið varasamur og duttlungafullur móðurafi, en undir niðri heimsk- ur og meinlaus; þau ár, þegar ljósið var í senn bæði Ijós oíg sigursælt ljós og allt myrkur og allan ótta mátti særa burt með einu faðirvori eða signingu; þau ár, þegar ég grillti ekki kvöldið á morgnana og sat öruggur i skjóli undir grasi grónum mold- arvegg og lék mér að stráum; þau ár eru liðin og koma aldrei aftur“. — Sú bók varð upphaf að nýrri glímu við mál og stíl. En bókin fór fyrir ofan garð og neðan. Sumir réðust á hana fyrir óþarfa málalengingar og annað, bæði í Danmörku og hér heima. Skipum heiðrikjunnar var tekið betur ytra, en svo hallaði aftur undan fæti; þegar fimm bindin voru komin, var forlagið alveg að gefast upp á verkinu — og gafst ég þá upp líka. Annars var hug- myndin að halda áfram, og hver veit nema ég hefði gert það, hefði ég verið kominn heim. Samt er það vafasamt. Þá voru erfiðir tímar, Ragnar enn austur á Eyr- arbakka! Og skáldið heldur áfram að segja mér frá þessum göralu leyndardómum. Ég sit þögull og er allur orðinn eitt stórt eyra. Nú er uœ að gera að missa ekki af neinu. Þetta er bæði orðið spenn- andi og stórskemmtilegt. En eitt er nauðsynlegt: að sitja á sér og gripa ekki fram í: — Hugmyndin var sem sagt að halda blöðum Ugga Greipssonar áfram. Ég ætlaði ekki að skrifa neitt annað verk á meðan ég lifði; en ég hef alltaf verið svo stál- heppinn að einhver hefur tekið í taumana, þegar ég var að viil- aat af leið. En skyldi hann ekki ætia að minnast á efni „Kirkjunnar“ hugsa ég með mér, en læt þó ekki á neinu bera; nauðsynlegt að gefa ekki eftirvæntingunni lausan tauminn. Að hve raiklu leyti er hún skáldsaga og að hve miklu leyti sjálfsævisaga? Ætlar hann ekki að drepa á það? Það varð þögn og nokkur stund leið. Svo varð forvitni minni svalað, enda gat ég ekki staðizt freistinguna. Gunnar Gunnarsson leit á mig og sagði að gefnu til- efni, eins og það skipti ekki máli: — Jú, Fjallkirkjan er sjálfs- ævisaga á sína vísu. En hún er í hæsta máta Dichtung und Wahr- heit — og þá fremur hið fyrra. Þar er alltof frjálslega farið með efni og persónur — sumar eru tilbúnar — til þess að hægt sé að tala um ævisögu. Aftur á móti er sagan að vissu leyti byggð á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.