Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 19
Sunnudagur 23. des. 1958 MORGUNfíLÁÐlÐ 43 Viðtal v/ð Ninu Sæmundsson: Fyrsta listaverkið var gert úr leirkoggli sem lá á ströndirmi ÞAÐ er alltaf dásamlegt a5 koma heim til íslands, en það er bara verst, að ég er varla komin heim, fyrr en ég er byrjuð að kvíða því að fara aftur. Og það eyðileggur ánægj- una að miklu leyti, sérstaklega þegar ég hef nú ekki nema skamma viðdvöl. Annars er ég búin að vera hér í allt sumar og hef notið þess sérlega vel. En eyðilegheitin eru samt farin að né tökum á mér, vegna þess að það líður óðum að brottfarar- deginum. Þannig hefur það alltaf verið“. Þetta sagði listakonan Nfna Sæmundsson, þegar fréttamaður Morgunblaðsins átti stutt samtal við hana fyrir skemmstu. Nína kom hingað 6. júní síðastliðið vor og var á förum til Rómar, snemma í desember. f*ar ætlar hún að vinna að höggmyndinni „Haf- meyjan", sem bærinn keypti af henni í febrúarmánuði í fyrra. SMALASTÚLKA ÚR FLJÓTSHLÍÐINNI Þótt Nína Sæmundsson hafi mestan hluta ævi sinnar dvalizt erlendis, er hún öllum íslendmg- um vel kunn, sem einn afkasta- mesti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur verið sett á bekk með helztu listamönnum í Danmörku, Frakklandi og í New York, raun- ar víðar, og hlotið mikinn hróður sem listakona. Hingað heim hef- ur hún komið við og við og haldið hér sýningar bæði á málverkum og höggmyndum sínum og hafa þær sýningar verið vel sóttar. Þrátt fyrir langa dvöl erlendis, er hún íslenzkur ríkisborgari. „Ég hefi stundum hugsað um að gerast amerískur ríkisborgari, því það væri á margan hátt þægi- legra fyrir mig, en aldrei getað fengið mig til þess, þegar til al- vörunnar hefur komið, því ég vii vera íslendingur", sagði Nína. Hún ólst upp austur i Fljóts- hlið þar t-il hún var 16 ára gömul. Hún er fædd að Nikulásarhúsum þar, dóttir hjónanna Sæmundar Guðmundssonar og Þórunnar Gunnlaugsdóttur. í Fljótshlíðinni vandist hún við öll algeng sveita- störf. Hún rak kýrnar þegar hún v« lítil telpa, og hentist í kring um lambærnar á vorin, þegar hún var um fermingaraldur. Hún elskaði dýrin og náttúru lands- i«s og á fagrar endurminningar um bemsku sína og æsku. For- eldrar hennar fluttust tií Reykja- víkur þegar hún var 16 ára gömul og þá ákvað hún að skoða heiminn, úr því að hún varð að kveðja sveitina sína fyrir fullt eg allt. TIL KAUPMANNAHAFNAR — Hvenær fóruð þér utan í fyrsta skipti? Smalastúlbon úr F1 j ótshlíðinni varð íræg lislakona ■— Það var sama árið sem for- eldrar mínir fluttu til Reykja- víkur. Þá var ég 16 ára gömul. Ég átti -frænku í Kaupmanna- höfn, sem ég vissi að myndi greiða götu mína á einhvern hátt. Ég fór til hennar, óráðin í því hvað ég myndi starfa. Þá var helzt i huga mér að gerast fiðluleikari. Ekkert varð þó af því. Ég var ekki búin að vera lengi í Kaup- mannahöfn, þegar ég veiktist og frænka mín sendi mig til hress- ingar til Svenborg á Jótlandi. Þai bjó ég hjá danskri prestsfjöl- skyldu. FXRSTA LISTAVERKIÐ — Voruð þér ekkert farnar að hugsa um list yðar þá? — Nei, raunverulega ekki. En þessi dvöl mín á Jótlandi, varð samt til þess að gjörbreyta lífi mínu. Það var einmitt þar, sem fyrsta listaverkið mitt varð til, ef listaverk skyldi kalla. — Hvernig atvikaðist það? — Það var mjÖg einkennilegt atvik sem olli því. Það var einn dag, að ég ásamt elztu dóttur prestshjónanna, fór út á baðströndina til þess að dveljast þar allan daginn. Þetta var sól- heitur sumardagur og við höfð- um nestisbita með okkur. Þegar ég var búin að baða mig og liggja í sólinni, fór mér að leiðast að- gerðarleysið. Ég fór að ráfa um ströndina og róta til í sandinum. Ég rakst á litla holu, og fór að grafa niður í hana, eiginlega i þeim tilgangi að stækka hana. í þessari holu, fann ég nokkuð stór- an þéttan leirköggul. Ég fór að leika mér að leirnum, hálfpart- inn annars hugar. Ég kleip hann og kreisti, en þegar ég fór að athuga betur, var ég búin að búa til úr honum mannshöfuð. Ég fór nú að vanda mig og tókst að búa til ekki ómyndarlegan haus. Ég tók þetta „listaverk" heim með mér um kvöldið og einhvern- veginn atvikaðist það þannig, að presturinn sá það. Hann hvatti mig til að kaupa leir svo ég gæti haldið þessari iðju áfram. Það varð úr, að ég fór í verzlun og keypti tvö pund af leir, sem kost- aði fjóra aura. Úr þessum leir fór ég síðan að móta all-t mögu- legt sem mér datt í hug. —■ En hvaða verkfæri höfðuð þér til þess? — Þau voru nú frumstæð. Ég hafði bara hárnál og svo fingurna. En þetta gekk ágætlega og var mér mikil dægradvöl. „Systkini“ FRÆNKA VAR A MÓTI LISTUM Nokkru seinna fór ég aftur til frænku minnar í Kaupmanna- höfn, heil heilsu. Þá var ég ákveð- in í að gerast myndhöggvari. En ég átti enga peninga. Frænka mín vildi ekki hjálpa mér til þess að verða listakona en bauðst til að kosta mig á hvaða skóla sem væri annan. Hún var þá á móti listum, hverju nafni sem þær nefndust, og taldi að ég hefði ekk- ert til brunns að bera í þá átt. Samt sýndi hún kunningja sínum höfuðið sem ég gerði á Jótlandi, en hann fór með það til mynd- höggvara sem hann þekkti. Það var Holger Wederking. Hann kallaði mig á sinn fund og hvatti mig eindregið til þess að nalda áfram á þessari braut. Hann talaði einnig við frænku mína, og það var úr, að ég fór á teikni- skóla Grönvolds. Hann kannast Nína Sæoiundsson á vinnustofu sinni. Fyrir framau hana er brjóst- iriynd sem heitir Sviðin Jörð. - - • „Tvíburar" margir við, og m. a. lærði Mugg- ur hjá honum. Ég var þarna í eitt ár. „ÞÚ VERÐUR AÐ VERA DUGLEG ANNARS .. . .“ Það var erfiður tími. Frænka mín kostaði mig í skólann og hún krafðist mikils af mér við námið. Hún sagði einu sinni við mig, þegar henni fannst mér ekki miða nógu vel áfram: „Þú verður að vera dugleg, helzt með þeim beztu, annars tek ég þig úr skól- anum“. Þá fór ég að vinna við verkefni mín í matartímanum í skólanum en tók mér ekki frí eins og hinir nemendurnir. Einn kennaranna komst einu sinni að þessu og spurði mig hvers vegna ég gerði þetta. Ég vildi ekki segja honum það. Hann gekk á mig, og það endaði með því að ég fór að vola, og tjáði honum, hvers frænka mín ætlaðist til af mér. Ég vissi ekkert fyrr en ég' kom heim um kvöldið, þá skýrði frænka mín mér frá því, að nann hefði sent henni aftur alla þá peninga sem hún hefði verið búin að greiða fyrir mig á skólanum, og tjáði henni það einnig, að héðan í frá, væri ég gestur sinn á skólanum. Þá var hún stolt af mér. „ÞÁ BYRJAÐI MÍN BRAUT“ — Hvað skeði svo næst á iista- braut yðar? — Næsta ár á eftir fór ég í Listaháskólann. Þá byrjaði mín braut. Þar stundaði ég nám næstu fjögur árin. — Hvenær gerðuð þér fyrstu myndina sem kom á sýningu? — Ég gerði hana þar í skólan- um, þegar ég var búin að vera þar í eitt ár. Það var „Sofandi drengur“, sem var keypt hingað til lands. Hún var fyrsta myndin se'm ég fullgerði. Þegar ég var búin í háskólanum, veiktist ég aftur. Ég var send til Sviss á hressingarhæli, og var þar í eitt ár. STAKK AF — Hresstust þér ekki vel i Sviss? — Nei, það var nú einmitt það sem ég gerði ekki. Ég hafði eng- an frið í mínum beinum, og þeg- ar ég var búin að vera þar í eitt ár, og tjáð að ég yrði að vera þar annað til viðbótar, stakk ég hrein- lega af. Já, það er satt, ég bara strauk þaðan. — En hvert fóruð þér? — Ég fór til Róm. Þann tíma notaði ég vel. Ég fór á söfn, kynnti mér ýmislegt í sambandi við list mína. Þá batnaði mér. Ég varð heilbrigð á skömmum tíma, vegna þess að ég elskaði listina meira en iæknana í Sviss. f Róm gerði ég „Rökkurró“. Það- an fór ég eftir eitt ár til Túnis og stundaði þar frumlist um htíð. Þaðan hélt ég aftur til Ítalíu og þar varð til „Móðurást". Síðan hélt ég til Kaupmannahafnar, og gerði „Deyjandi Kleópatra". Báð- ar þessar myndir fóru á sýningu í Danmörk og París. Kleópötru- myndin var síðar keypt í vöru- hús í New York. Ég tel sjálf, að hún sé með mínum beztu mynd utn, ef ekki bezt. MIKILL SIGUR — En þér unnuð mikinn sigur í New York, skömmu seinna með „Afrekshugur"? — Já, það má segja það. Ég fluttist þarna rétt á eftir til New York og hafði þar sjálfstæða sýn- ingu eftir árs dvöl þar. Það voru 30 höggmyndir. Einnig tók ég þátt í mörgum samsýningum. Mesti sigur minn þar var auð- vitað þegar Waldorf Astoria Hótel, keypti „Afrekshugur" af mér, en í þeirri keppni tóku flestar þjóðir þátt. — Hvað bjugguð þér lengi í New York? — Ég bjó þar í fjögur ár. Þá flutti ég til Hollywood og hefi búið þar síðan. — Hvað hafið þér haft margar sýningar þar? — Þrjár sjálfstæða*, en hefi líka oft verið með á samsýning- um. Ég hélt þar síðast sýningu fyrir tveimur árum á 35 málverk- um og 14 höggmyndum. Hún ver mjög vel sótt. — Hvort er yður hugþekkara að mála eða höggva? — Það er mér hvort tveggja jafnkært. En ég get sagt, að mér þykir skemmtilegra að höggva í stein og tré. HAFÐI HÉR SÝNINGU t FYRRA — En þér komið alltaf við og við til íslands? __ — J á, en ekki er það nú oít Ég kom hingað í fyrra og hélt sýningu. Þá var ég hér í ei.m mánuð. — Hafið þér í hyggju að halda sýningu bráðlega? •— Já, ég ætla að halda sýningu í Charlottenburg í maí næst- komandi á múlverkum og nögg- myndum. — Hvert farið þér nú, þegar þér haldið héðan? — Ég fer til Ítalíu og þar ætla ég að vinna við „Hafmeyjuna", í vetur. — Hvar byrjuðuð þér á henni? — f Hollywood. Það tók mig ekki langan tíma. En ég býst við að það sé um þriggja mánaða verk, að ljúka við hana, en það hefur verið gerð afsteypa af henni þar. „ÉG ER ALLTAF REIÐUBÚIN A® VINNA FYRIR ÍSLAND“ — Það hafa mörg listaverk yð- ar verið keypt hingað til lands- ins? — Nokkur. íslendingar þekkja mig ekki eins og aðrar þjóðir. Eg hefi verið lengi í burtu, en samt sem áður langar mig til, að ís- land njóti minna verka ef þjóðin vill það. Ilins vegar fyndist mér ósanngjarnt að láta allar mínar myndir og málverk standa hér og hanga. Ég tel mig vera að vinna fyrir ísland með því að kynna verk mín fyrir öðrum þjóð um. Ég er alltaf reiðubúin að vinna fyrir ísland ef eftir því er óskað. Ég er fslendingur og verð aldrei annað. — Mér finnst raunalegt að vera að fara héðan núna, rétt fyrir jólin. Mig langar svo til að sjá hvít jól, eins og þau voru alltaf í Fljótshlíðinni, sagði Nína Sæ- mundsson. — Eiginlega hefi ég ekki átt nein regluleg jól síðan ág var barn. Nína Sæmundsson hélt héðan áleiðis til Rómar 9. desember. Við óskvwn þess að hún eigi gleðileg jól, enda þótt hún sé fjarri ætt- jörð sinni. M. Th. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.