Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. des. 1956 MORCUNBLAÐIÐ ▼el þótt hann liggi þétt við veg- inn, þá er hann samt út af fyrir sig, með því líka allhár grjót- garður skýlir honura við vegin- um, og má þar njóta friðar og kyrrðar, þótt sífelld umferð sé á veginum af fótgangandi og ríð- andi mönnum, eða þá vögnum. Þá er til vinstri handar og þar gagnvart hús Sveins Sveinssonar snikkara, biskupsbróður (síra Hallgríms), allsnoturt hús og vel byggt, því að Sveinn er mesti smiður; það hús er einloftað, en mjög rúmgott og vel um vandað. Gagnvart því eða lítið eitt á ská er stórt hús með kvisti, mjög reisulegt, þar bjó Bergur Thor- berg amtmaður, en húsið var til- höggvið í Noregi og flutt þá til Stykkishólms, því Bergur sat þar þá; en er hann flutti til Reykja- víkur, þá lét hann og flytja hús- ið og setja þar upp, sem það nú er. Eftir lát Bergs landshöfðingja keypti síra Helgi Hálfdánarson húsið og þar andaðist hann, og býr nú ekkja hans, frú Þórhild- ur, dóttir Tómasar Saemundsson- «r, og síra Jón Helgason guð- fræðikennari, sonur þeirra. Það er mikilhæft hús og liggur þai til garður með blómum og hvanr.a lundi“. Ekki þarf að minna á, að þetta hús stendur enn við Bankastræti og sómir sér Vel, en þar hafa verið verzlanir árum saman, fyrst Málarinn og nú Hljóðfærahúsið. Það yrði oflangt mál að taka upp alla lýsmgn Gröndals á Bankastrætinu, en hann telur þar upp hvert hús: sláturhús Jóns Þórðarsonar, vind- mylnuna og smiðju Jónasar tón- skálds Helgasonar, en dvelst einna lengst við hús Sigurðar Kristjánssonar bóksala, sem Landsbankinn var í um tíma og gaf þá götunni hið nýja nafn Bankastræti, „sem bráðum mun verða úrelt nafn og óskiljanlegt eftirkomendunum, nema þeir lesi það, sem hér hefur verið ritað“, segir Gröndal, og hittir naglann rétt einu sinni á höfuðið, því hve mörg ágætis örnefni hafa ekki týnst og farið forgörðum hér í bæ vegna þess að eftirkomend- urnir hættu að skilja nafngift- irnar? m. Það er ágætt að eiga bæjarlýs- útgu Gröndals og Reykjavíkur- myndir biskupsins, en það er ekki alveg nóg. Gömlu húsin eru að hverfa, flestum er breytt svo að þau eru nær óþekkjanleg, önnur verða að víkja fyrir nýjum bygg- ingum. Hvert gamalt hús, sem hverfur fyrkr straumkasti tímans, tekur með sér minningar um það fólk, sem þar lifði og dó. Meðan enn er tími til að bjarga e*n- hverjum af hinum helztu sögu- ríku húsum, verður að stefna «8 því að finna þeim nýtt umhverfí, fagran og vel skipulagðan reit sem næst bænum, og xlytja þau þangað í heilu lagi eða sundur- tekin og byggja upp að nýju eins og þau voru, er saga þeirra gerð- ist. Þá eignast Reykjavík verð- ugt byggðarsafn — „gamla bæ- inn“ endurbyggðan í smækkaðri mynd, en sannan utan og innan. Vegamótin Laugavegur—Bankastræti, um 1894. I GLEÐILEG JÖL! Skinasmíðastöðin DRÖFN h.f., Bygginarfélagið ÞÓR h.f., Hafnarfírðl GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár, með þökk fyrir við- skiptin á því liðna. Efnalaugin GYLLIR, Langholtsvegi 14 GLEÐILEG JOL! Vélsmiðjan KLETTUR h.f., Hafnai-firðL ALLT Á SAMA STAÐ Sparið tíma, eldsneyti og peninga, notið aðeins CHAMPION KERTI Það er sama hvaða bílatcgund þér eigið, það borgar sig að nota ný CIIAMPION KERTI •• Oruggari ræsting, meira afl og allt að 10 % eldsney tissparnaður Það er um loo.ooo.ooo.— hundrað milljón CHAMPION KERTI daglega í notkun í heiminum EGILL VILHJÁLMSSÖN HF. Laugaveg 118 — Sími 81812

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.