Morgunblaðið - 03.01.1957, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3. jan. 1957
GULA
Sfúlka óskast
herhergið
eftir MARY ROBERTS RINEHART
til almennra skrifstofustarfa hjá vélsmiðju hér í
bænum.
Umsóknir, ásamt nauðsynlegum upplýsingum,
merktar: „Vélsmiðja — 1957 — 7469“ sendist
afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir föstudagskvöld.
4----------------------—-----
Framhaldssagan 17
þá finnst mér þetta ekki koma
akkur neitt við. Nema náttúr-
lega ef það er njósnamál.
— Nei, ég er hér um bil full-
vUc um, að þetta er ófriðnum
algjörlega óviðkomandi, og að
einhver hefur bara þurft að losna
við þennan stúlkuræfil. Að því
er bezt verður vitað, er hún langt
að komin. Hér er engrar stúlku
saknað. Og hvernig hefur hún
komizt þarna inn í húsið, rétt við
hliðina á okkur? Og hvers vegna?
Ekki var fjölskyldan heima. Eng-
in nema þessi Nortor.kerling og
þú hefur heyrt hennar sógu.
Aiex ókyrrðist. — Eg skil ekki
hvers vegna yður langar til að
grennslast eftir þessu frekar.
— O, sennilega til þess að
hafa eitthvað fyrir stafni. Eg er
nú orðinn svo langþreyttur á
spítölum, læknum og hjúkrunar-
konum, að það er gott að fá
einhvers konar tilbreytingu. En
hvað veiztu um þessa Norton-
kerlingu? Á hún nokkra fjöl-
skyldu?
— Ekki nema Jóa gamla, mann
inn sinn.
— Engin efnuð skyldmenni?
Enga frænku, sem væri líkleg
til þess að heimsækja hana í
loðtreyju?
Alex taldi slíkt mjög ósenni-
legt, og síðan viku þeir talinu að
Spencer-fjölskyldunni. Aldrei
fékk hann að vita, hvaðan Alex
hafði alla vitneskjuna um það
fólk. Kannske stóð það í sam-
bandi við langa starfsemi hans á
vegum lögreglunnar, fyrir ófrið-
inn. En Alex vissi furðanlega
margt um fólkið, t. d. um trú-
lofun þeirra Carol og Don
Richardson, og þrákelkni gamla
ofurstans að vilja aldrei trúa því,
IJTVARPIÐ
Fimmtudagur 3. janúar.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlendsd.)
— 18.30 Framburðarkennsla í
dönsku, ensku og espiranto. —
19.00 Harmonikulög. — 20.30
Erindi: Lönd í fjötrum frosta; I:
Ferðatækni í heimskautslöndum
(Guðm. Þorláksson kand. mag.).
— 20.55 Islenzkar hljómplötur;
fyrri þátttur: Jón R. Kjartansson
flytur erindi með tónleikum, í til-
efni þess, að liðin eru 50 ár frá
því, er íslendingur söng fyrst inn
á grammófónplötu. — 21.30 Út-
varpssagan: „Gerpla“ eftir Hall-
dór Kiljan Laxness; XIV. (Höf-
undur les). — 22.10 Sinfónískir
tónleikar (plötur). — 23.00 Dag-
skrárlok.
að Don væri dáinn; ennfremur
góða frammistöðu Gregs í ófriðn
um, þrátt fyrir orð það, er hann
hafði haft á sér sem landeyða,
og loks um hjónaband þeirra
Elinor og Williards, með öllu,
sem því fylgdi.
Hann var orðinn hugsi, þegar
frásögninni lauk.
— Við getum þá afskrifað
Nortonstjónin, sagði hann. — Og
sennilega þorpið líka. Þá er eig-
inlega ekkert eftir nema fjöl-
skyldan, eða finnst þér ekki?
Dane át síðan hádegisverð sinn
úti fyrir dyrum, hálf-utan við
sig, og horfði öðru hverju út yfir
víkina. Hann var í hálfgerðum
vandræðum með þetta allt sam-
an. Jim Mason hafði athugað
lauslega svefnherbergin í Crest-
view og engin föt fundið. En
hefði stúlkan dvalið eítthvað í
húsinu, hlutu fötin hennar að
yera þar einhvers staðar. Það
var því tvennt til: annaðhvort
hafði hún alls ekki dvalið í hús-
inu, eða hún hafði dvalið þar,
og þá höfðu liðið þrír dagar, þeg-
ar hægt hefði verið að losna við
fötin, sem hún hafði verið i.
Þegar Alex kom aftur að sækja
bakkann, hafði hann kveikt I
pípu sinni, en vindlingurinn, sem
hann hafði fundið í ruslakassan-
um hjá Maggie, lá fyrir framan
hann.
— Hugsum okkur, að þú vildir
koma af þér fötum af stúlku, og
hefðir nógan tíma til þess, hvern-
ig myndirðu fara að því?
Alex hugsaði sig um. — Hvern-
ig væri að brenna þau? Þarna
eru nóg eldstæði.
Dene hristi höfuðið. — Þýðir
ekki neitt. f kvenfatnaði er ails
konar drasl, sem ekki er hægt að
brenna: rennilásar, krókar, lykkj-
ur, smellur. Og meira að segja
naglar úr skóm. Þú ættir að
þekkja það.
— Nú, ef til minna kasta kæmi,
mætti láta sér detta í hug að
senda það burt með skipi. Það er
erfitt að rekja ferilinn, ef þannig
er farið að. Ég man einu sinni....
— Ég skil. Jú, þetta maetti láta
sér detta í hug. Þú gætir rann-
sakað skipaferðir héðan. Fengið
að vita, hvort fjölskyldurnar
hérna í kring hafa sent nokkra
böggla alveg nýlega.
Dane stóð upp. — Ég ætla á
spítalann. Ég skal aka þér inn í
þorpið.
Meðan Alex var að þvo upp,
fór Dane að hugsa um möguleik-
ana á því að framkvæma fyrir-
ætlun sína. Næsta hús þarna var
Rockhill, sem Ward átti. En þau
hjónin voru gömul og hreyfðu
sig lítt af staðnum, og sama máli
gegndi um Richardson ofursta.
Svo var Daltons-húsið hinum
megin við kofa Richardsons. Það
vissi út að sjónum. Síðan kom
—----------------------------—+
Burtons-húsið, þar sem hann var
sjálfur, og þá var byggðin þarna
eiginlega upp talin.
Þarna var engin sála, sem væri
líkleg til þess að fremja morð
með köldu blóði. Og svo þetta,
að fötin skyldu vera horfin; það
gerði honum að öllu leyti erfið-
ara fyrir. Ef stúlkan hafði eitt-
hvað dvalið þarna í Crestview,
hvers vegna í dauðanum var þá
verið að fela fötin, úr þvi ætl-
unin var að brenna húsið?
Hann sté stirðlega upp í bíl-
inn, og Alex horfði á húsbónda
sinn með vanþóknun.
— Þér ættuð að vera í rúminu,
húsbóndi. Hvaða gagn er að því,
sem ég er að reyna að gera fæt-
inum á yður til góða, ef þér gætið
hans ekki betur en þetta?
— Ég hvíli hann seinna og ég
verð ekki lengi þarna í spítalan-
um.
Það varð hann heldur ekki.
Lucy Norton var ekki það hress,
að heimsóknir til hennar væru
leyfðar. Dane grunaði vitanlega,
að hér væri Floyd að verki, en
sagði samt ekki neitt. Og Alex,
sem hafði snuðrað í þorpinu á
meðan, tilkynnti, að hann hefði
einskis orðið vísari.
— Héðan hefur ekkert verið
sent i heila viku. Eitthvert kven-
félag sendi einhverja tunnu með
hinu og þessu dóti til Grikk-
lands, snemma í vikunni, sem
leið, en síðan hefur ekkert verið
sent.
Dane hafði getið sér rétt til
um Floyd. Um hádegi þennan
dag var hann þegar orðinn þess
vísari, að stúlkan hefði komið á
föstudagsmorgun. Eftir hádegis-
verð hélt hann fund í skrifstof-
unni sinni, þar sem þessir voru
mættir: Harrison læknir, Jim
Mason, fulltrúi frá ríkislögregl-
unni og Floyd sjálfur sá fjórði.
Á borðinu hjá þeim lá hrúga af
hálfbrunnum flíkum og nú benti
Floyd á hana með stuttum fingri.
— Jæja, hérna er það, sagði
hann. — Engin merki eða neitt
til að átta sig á. Dettur ykkur
nokkuð í hug, herrar mínir?
En engum hafði dottið neitt í
hug, svo að Floyd hallaði sér aft-
ur á bak í stólnum og skýrði
þeim frá því, sem hann hafði orð-
ið vísari um ferðir stúlkunnar,
eftir að hún kom á staðinn.
— Eitt er víst, sagði hann. —
Stúlkan lagði af stað til Crest-
view og komst alla leið þangað.
Hún var ekki elt þangað; var
sem sé eini farþeginn í vagnin-
um, sem kom hingað klukkan
hálf-sjö um morguninn, svo að
hver svo sem hefur kálað henni,
hefur verið fyrir hérna á staðn-
um.
Enginn hreyfði mótmælum og
Floyd stóð upp. — Ég ætla í
spítalann, sagði hann. — Lucy
Bíleigendur
Vil kaupa 4ra manna bíl. Eldra model en ’46 kemur ekki
til greina. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 5. þ.m.
merkt: Staðgreiðsla.
Engin tár í augun
frá sápu lengur
LOKSII\IS ! Hárþvottalögur, sem
ekki sviöur af þótt fari / augun
JOHI\ISOIM9S
HÁRÞVOTTALÖGIiR
freyðir fljótt — hreinsar vel, gerir hárið
mjúkt og gljáandi, auðveldara að bursta og
leggja. Óviðjafnanlegt fyrir alla fjölskyld-
una. Reynið og þið muriuð sanniærast.
ftvfamun'*$otvmon
Heildsölubirgfðir
Friðrík Berlelsen & Co. h.f. sími 6620Hafnarhvol
Föstudagur 4. janúar.
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Framb.kennsla í frönsku. —
18.50 Létt lög (plötur). — 20.30
Daglegt mál. — 20.35 Kvöldvaka:
a) Richard Beck prófessor flytur
síðara erindi sitt um tvö nýlátin
vestur-íslenzk skáld, og fjallar það
um Sigurð Júlíus Jóhannesson. b)
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur
syrpu af jólalögum í útsetningu
Jóns Þórarinssonar, sem stjórnar
hljómsveitinni. c) Bergsveinn
Skúlason flytur frásöguþátt: 1
Skor. d) Svala Hannesdóttir les
afrisk ljóð í þýðingu Halldóru B.
Björnsson. — 22.10 Erindi: Einn
dagur á Mallorca (Margrét Jóns-
dóttir rithöfundur). — 22.25
„Harmonikan". — Umsjónarmað-
ur þáttarins: Karl Jónatansson.
23.10 Dagskrálok.
MARKÚS Eftir Ed Dodd
FONVILLE. I NEVER.
DREAMED I OOULD
EAT A CRAWFISH,
. BLTT I f
[ CANT WAIT » )
THEY’RE
AUVOST
READY,
MOTHERj
1) — Nú eru krabbarnir næst-
um til, mamma.
— Mér hefði aldrei dottið í
hug, aö ég gæti borðað vatna-
krabba, en nú er mig farið að
dauðlanga í þá.
2) — Mig líka, ég er glorhungr-
aður.
3) — Og ég er pað líka, segir
skuggalegi maðurinn.
■i) Þau eru að byrja að borða,
en þá kemur skuggalegi maður-
inn að.