Morgunblaðið - 03.01.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.01.1957, Qupperneq 16
Veðrið SV-átt, él, en síðd. vaxandi SA- átt, rigning. Áramótaávarp forsetans á bls. 9. 1. tbl. — Fimmtudagur 3. janúar 1957. Togarinn ísóifur „brýzi út“ úr höfn í Færeyjum eftir kyrrsetningu þar Útgerðin skuldor iæreyskum siómonnum um 200,000 krónur rpOGARINN ísólfur frá Seyð isfirði, er nú „einhvers staðar“ á siglingu, skilríkja- laus eftir að öll skipsskjöl höfðu verið tekin úr skipinu, er það kom til hafnar í Skála- firði í Færeyjum, en þar var það Fiskimannafélagið, sem lét leggja hald á skipsskjölin vegna stórskuldar útgerðar- innar á Seyðisfirði, Bjólfs h.f., sem á skipið. Togarinn kom til Skálafjarðar á gamlárskvöld. Var hann á leið til Þýzkalands með ísfiskfarm, en ketilbilun varð svo að togarinn varð að leita þar haínar. FISKIMANNAFÉL. KEMUR TIL SKJALANNA Fiskimannafélag Færeyja, sem Á þvælingi allan daginn í GÆRKVÖLDI var lýst í út- varpið eftir tveim drengjum, 7 og 8 ára. Þeir höfðu farið að heiman frá sér um hádegisbil í gær, en voru ekki komnir heim um kl. 8 í gærkvöldi og var þá lögreglan beðin um aðstoð. Klukkan að ganga 10, komu þeir í leitirnar heilir á húfi. Þeir höfðu þá sögu að segja á lögreglustöðinni, að þeir hefðu verið á þvælingi í Miðbænum og niður við höfn allan daginn. Þeir höfðu farið í bíó klukkan 7, en kona hefði gef- ið þeim á bíóið. Þeir voru niðri á Lækjartorgi er maður nokkur, sem kannaðist við þá, sá til ferða þeirra og gerði hann lögreglunni viðvart. Lögreglan flutti dreng- ina heim til þeirra. togarasjómenn þeir, sem verið hafa á íslenzku togurunum, eiga aðild að, kom brátt til skjalanna. Það fékk yfirvöldin í Þórshöfn til þess að kyrrsetja skipið á þeim forsendum að eigendur þess skulduðu færeyskum sjómönnum er á togaranum höfðu verið um 200.000 krónur, sem væru ógoldin laun til Færeyinganna. SKIPSSKJÖLIN TEKIN í beinu framhaldi af þessu fóru yfirvöldin um borð í skipið og lögðu þar hald á skipsskjölin. — Með slíkum aðgerðum var skipið ekki lengur ferðafært, því skip án skipsskjala er sama og ferða- maður í útlöndum án nokkurra skilríkja. BRÝZT ÚT í fregnum frá Þórshöfn í gær var svo skýrt frá því, að togarinn Bílar yfir Skeiðarársand KIRKJUBÆJARKLATJSTRI, 2. jan.: — Tíðarfar hefir verið mjög gott síðustu vikurnar, stiilur og hlýindi, cn töluvert um úrKomu. Alautt er upp á efstu fjallabrún- ir og klaki lítill sem enginn í jörðu. Færð á vegum er ágæt, og geta má þess, að í dag komu tveir bílar austan úr öræfum út yfir Skeiðarársand, en hann er nú mjög sjaldan farinn nema á vor- in. Er talið, að vötnin á söndunum séu nú eins greið yfirferðar og þau geta frekast verið. Goðanes strandaði við Færeyjar í gærkvöldi ITM ÞAÐ leyti sem Mbl. var að fara í prentun bár- ust því þau hörmulegu tíðindi, að togarinn Goða- nes frá Neskaupstað, hefði strandað í gærkvöldi í Skálafirði, sem er á austurströnd Sandeyjar í Fær- eyjum. Þá var ekki vitað um mannbjörg. VAR AÐ SÆKJA SJÓMENN Það mun hafa verið um klukkan 9 í gærkvöldi, sem togarinn Goðanes strandaði. Hann mun hafa átt það erindi til Skálafjarðar að sækja þangað færeyska sjómenn. Var ekki vitað hvort skipið var á innleið eða útleið, en þarna í Skálafirði eru sker eða grynn- ingar, sem nefnast Flesjar, en þar strandaði Goðanesið. Þegar Mbl. hafði fregnir af atburði þessum, var þess og getið að hjá togaranum væru tveir íslenzkir togar- ar, Austfirðingur og Isólfur, og einnig væru þar fær- eyskir bátar. STINNINGSKALDI Á STRANDSTAÐ Ekki var vitað með vissu hvernig veðrið var á strandstaðnum, en Veðurstofan skýrði svo frá að samkvæmt veðurlýsingu í Þórshöfn í gærkvöldi klukkan sex, mætti ætla að þar væri stinnings- kaldi af suð-austri, 4—6 vindstig og hiti yfir frost- marki. I fregninni sem hlaðinu harst var eins og fyrr segir ekkert nefnt um mannbjörg, né heldur aðsíæður til björgunarstarfa. Isólfur heföi þrátt fyrir skips- skjalaleysið, látið úr höfn í Skálafirði í gær. í gærkvöldi var hér í Reykjavík ekki vitað hvert togarinn hafði farið, en sennilegt þótti að hann hefði snúið heim, því gagnsiaust er fyrir skipstjór- ann að ætla sér að ieita erlendrar hafnar án þess að hafa skipsskjöl- in meðferðis. ALVARLEGT MÁL Hér er um mjög vítavert og hættulegt atferli að ræða og hreint utanríkismál, en ekkert einkamál Bjólfs-útgerðar á Seyðisfirði og Fiskimanna- félagsins. Þessi háskalega framkoma kann að verða „Þrándur í Götu“ fyrir oss íslendinga, sem nú leitum fyrir okkur í Færeyjum um að ráða hingað að minnsta kosti 800 sjómenn. Er þess vissulega að vænta að hið op- inbera skerist í Ieikinn áður en frekara tjón hiýzt af þessu frumhlaupi. Maðnr linnst örendnr í bíl í FYRRINÓTT fannst maður ör- endur í bíl sínum og var það Guðmundur Laxdal Friðriksson, til heimilis í Blesugróf. Um miðnætti hafði Guðmund- ur Laxdal farið út í bílskúr sinn til þess að laga þar bíl sinn, sem hann var vanur að fara á til vinnu sinnar. Hafði Guðmundur fyrr um kvöldið athugað bílinn og þá talið sig þurfa að skipta um geymi í honum. Þegar hann fór út í bílskúrinn um miðnæturskeið ætlaði hann að setja annan geymi við bílinn. Hann kom ekki aftur. Kona hans fór út í skúrinn um klukkan 2 um nóttina og fann hún hann örend- an undir stýri bílsins. Er ekki vitað hvort lofteitrun, sem myndazt hefur er hann ræsti vél- ina, hefur orðið honum að bana, eða hvort hann hafi orðið bráðkvaddur þarna inni í bíln- um. Af verksummerkjum mátti sjá, að Guðmundur heitinn hefur hugsað sér að gera lokatilraun til að ræsa vélina, áður en hann skipti um geymi. Guðmundur Laxdal Friðriks- son var 69 ára að aldri. Það var mikið un; dýrðir á gamlárskvöld, eins og myndin sýnir. Ól. K. M. hafði ljósmyndavél sína opna í nokkrar mínútur um miðnættið — og það stóð ekki á henni að framleiða þetta „abstrakt“- málverk. Hörgull á mönnum á bátaflotann Enn fleiri erl. sjómenn þarf nú Illviðri er Hekla var í Færeyjum og hún kom með aðeins um 170 ÚTGERÐARMENN og sjómenn hafa á undanförnum vikum verið vongóðir um það, að ver'tíð gæti hafizt þegar í byrjun janúarmán- aðar, en því miður munu margir bátar ekki geta hafið róðra vegra skorts á sjómönnum. Á undan- förnum árum hafa íslendingar notað erlent vinnuafl í vaxandi mæli við fiskveiðarnar, sem kunn ugt er. Á s.l. ári störfuðu hér um 800 færeyskir sjómenn og svo virðist sem enn fleiri erlendra sjómanna verði þörf á þessu ári, ef fullnýta á allan þann fiskiskipa flota, sm vér höfum yfir að ráða. Brennuvargur kveikir í húsi Ránnsóknarlögreglan er nú að reyna að komast til botns í brunamáli, er eldur kom upp í þrílyftu steinhúsi Guðsteins Eyjólfssonar kaupmanns að Laugavegi 34, laust fyrir klukkan 4 á sunnudagsmorguninn. Það fer ekki milli mála, að þar hefur verið um að ræða hreina íkveikjutilraun. Nærri því sam- tímis kom eldur upp í húsinu á tveim stöðum. Menn sem áttu leið fram hjá húsinu um kl. 3.45 um nóttina, urðu þess varir að eldur var í forstofu hússins, sem opin var. Var farið að loga þar í dálitlu af greni sem lá þar í hrúgu. Nærri því samtímis, sem búið var að slökkva þennan eld, sem ekki olli teljandi skemmdum, tók all- mikinn reyk að legg.ia upp úr kjallara hússins. Þegar komið var niður í geymsluherbergi, kolageymslu, þar sem gamall legubekkur hafði verið geymdur, var farið að loga í honum. Var eldurinn fljótt slökktur. Af þessum íkveikjum mun íbú- um í húsinu ekki hafa staíað sér- stök hætta. Það er augljóst mál, að þarna er um að ræða elds- upptök af mannavöldum, brennu- vargur að verki. Rannsóknarlög- reglan taldi sig ekki geta gefið nánari uppl. varðandi mál þetta á þessu stigi rannsóknarinnar. Landssamb. ísl. útvegsmanna heíir haft milligöngu um ráðn- ingar færeyskra sjómanna fyrir fiskiskipin, en erfitt hefir verið að koma þeim til landsins vegna slæmra samgargna við Færeyj- ar. _Til að bæta úr þesSu leigði LÍÚ strandferðaskipið Heklu og fór hún til Færeyja þann 29. des. sem kunnugt er, *og kom í gær- morgun úr þeirri ferð. Með skip- inu komu 170 færeyskir sjómenn í stað um 300, sem vonazt hafði verið eftir. Ástæðan til þess, hve fáir fengust með skipinu, mun aðallega vera sú, að vont veður var í Færeyjum er Hekla kom þangað og erfitt fyrir sjómenn utan Þórshafnar að komast þang- að. Nokkrir togarar hafa einnig sótt sjómenn tii Færeyja. Næsta skipsferð þaðan er með Dr. Alexandrine, sem kemur um miðj an mánuðinn frá Færeyjum. Einnig hefir verið óskað eftir því við Eimskipafélag íslands, að Gullfoss kæmi við í Færeyjum á leið til Islands um miðjan mánuð- inn. Ef ekki rætist úr um ráðn- ingu íslenzkra sjómanna munu margir bátar verða að biða bundn ir í höfn, þar til hinir færeysku sjómenn koma. Þetta er áhyggjuefni þeirra, er að útgerð starfa og væri rétt að almenningur íhugaði einnig þess- ar ískyggilegu horfur, því sam- dráttur sjávarútvegsframlciðsl- unnar getur haft slæmar afleið- ingar, ekki aðeins fyrir útgerðar- menn, heldu einnig fyrir þjóðar- heildina, segir Sigurður H. Egils- son framkvæmdastjóri L.Í.Ú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.