Morgunblaðið - 05.01.1957, Page 1

Morgunblaðið - 05.01.1957, Page 1
44. árgangur 3. tbl. — Laugardagur 5. janúar 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins l)m 160 þús. ungverskir flóttamenn komnir til Austurríkis Kommúnistar skjóta óspart á flóttafólkið Vínarborg, 4. jan. 1USTURRÍSKA blaðið Die Presse segir í dag, að nú séu 158,183 ungverskir flóttamenn komnir til Austur- ríkis frá því uppreisnin hófst. 89 þús. þessara flóttamanna hafa verið fluttir til nýrra heimkynna. HERT Á ' LANDAMÆRAGÆZLU Blaðið segir ennfremur, að færri flóttamenn hafi komið yfir landamærin s.l. sólarhring en áður og sé ástæðan sú, að hert hefur verið á landamæragafezlu, herlið verið sent til landamær- anna og þau lýst upp á mörgum stoðum. ÞEIR SKUTU HANA Þá segir blaðið, að skot hafi oft heyrzt yfir landamærin undanfarnar nætur. í nótt komu nokkrir flóttamenu yfir landamærin með konulík. Hin látna var skotin af landamæra vörðum, en félagar hennar tóku líkið með sér yfir landa- mærin. 440 í NÓTT í nótt komu 440 flóttamenn til Austurríkis. Flugvélar fyrir 1 milljarð KANADÍSKA flugfélagið TCA undirritaði í dag samninga við brezku flugvélaverksmiðjuna Vickers um kaup á 20 farþega þotum af gerðinni Vickers Vangu ard. Flugvélar þessar verða 4 hreyfla og geta borið 100 farþega með 670 km hraða á klst. Verða þær tilbúnar til afhendingar ár- ið 1960. Kaupsamningurinn um allar flugvélarnar nemur 24 milljónum sterlingspunda eða rúmlega 1 milljarð króna. — Reuter. 46 sátu hjn LUNDÚNUM, 4. jan.: — Þær fregnir berast frá Sýrlandi, að hin nýja stjórn E1 Assali hafi í dag fengið traust þingsins. 69 þingmenn greiddu atkvæði með stjórninni, en 4 á móti. 46 þing- menn sátu hjá. — Reuter. Nú er hreinsun Súez-skurðar hafin og sýnir myndin hollenzkan kafara og aðstoðarmenn við egypzku herskipin Abukír og Hercules, sem sökkt var í suðurhluta skurðarins. Krusjeff lýsir yfir aðdáun sinni á Stalin * E nýársboðskap Krusjeffs voru brigzlyrði og hótanir Lundúnum. IÐALRIT ARI rússneska kommúnistaflokksins, Krúsjeff, átti viðtal við réttamann frá tékkneska kommúnistablaðinu Rude Pravo um áramótin. Krúsjeff var mjög hvassyrtur, eins og vandi hans er, þegar illa stendur í bólið hans, og réðist heiftarlega á alla andkommúnista sem hann nefndi heimsveldissinna. f viðtalinu segir Krúsjeff m. a.: „Allar tilraunir heimsveldissinna til að eyðileggja þann árangur, sem hin sósíalísku lönd hafa náð, verða miskunnarlaust barðar nið- ur“. Og aðalritarinn hélt áfram: „Eitt af því sem liðið ár hefur kennt oss er það, að nauðsynlegt er að vera vel á verði til þess að heimsveldissinnarnir geti ekki aukið áhrif sín.“ Körner, forseti Auslurríkis, lézl í gær THEODOR KORNER, forseti Austurríkis, lézt í dag, 83 ára að aldri. Hann hefir vcrið forscti Austurríkis síðan 1951. Körner var göfugra ætta, gekk ungur í herinn og . ar orðinn höf uðsmaður í herforingjaráðinu að eins 26 ára gamall. í fyrri heims styrjöldinni var hann yfirmaður herforingjaróðs landhers Austur- ríkis og vann síðar að skipulagn- ingu austurriska lýðveidishcrs- ins 1920 sagði Körnes skilið við hermennskuna og sneri sér að stjórnmálum. Hann varð þing- máður jafnaðarmanna 1925. Hann varð borgarstjóri Vínarborgar 1945 og þangað til að hann var kjcrinn forseti lands síns. Sú kosning varð allsöguleg, því að enginn sex frambjóðenda hlaut tilskilinn meirihluta. Því varð að kjósa aftur milli Körners og Cleissners, fulltrúa Þjóðflokksins, og bar Körner sigur úr býtum, fékk um 170 þús. atkv. fram yfir keppinaut sinn. Körner var vinsæll maður, enda hógvær aog lítillátur, en þó fastur fyrir, ef með þurfti. Krúsjeff nilnntist lítillega á Ungverjaland og sagði a3 at- burðirnir þar hefðu sýnt, „að Vesturveldin ala enga von í brjósti um það, að kalda stríð- inu linni“. Og hann bætti við: „Atburðimir í Ungverjalandi sýna að stríðssinnaðar klíkur á Vesturlöndum reyna að koma í veg fyrir friðsamlega lausn mála.“ ALLIR STALÍNISTAR"! Krúsjeff hélt ræðu á nýársdag í veizlu, sem haldin var til heið- urs æðstu mönnum Kreml og voru þar viðstaddir fulltrúar er- lendra ríkja í Moskvu. í ræðu sinni var aðalritarinn einnig mjög hvassyrtur og sagði að af- staða Stalíns til heimsveldissinn- Lýðræðislegri kosning- ar í Póllandi en áður VARSJÁ. — Tilkynnt hefir verið hér í borg, að mjög fáir af gömlu kommúnistaleiðtog- um verði í kjöri í þingkosn- ingunum, sem fram eiga að fara í Póllandi 20. þ.m. Flest- ir frambjóðendurnir eru lítt þekktir kommúnistar, en þó eru allmargir Bændaflokks- menn í kjöri, svo og nokkrir úr Lýðræðisflokknum og 15% frambjóðendanna eru óflokks bundin, að því er pólska fréttastofan hermir. — Frétta- stofan segir ennfremur að með al frambjóðendanna séu all- margir stjórnmálamenn sem getið hafa í fangabúðum kommúnista vegna falskra á- kærana. anna hefði verið hin eina rétta. Og hann bætti við: „Eg er stoltur af því, að við erum allir Stalínistar að þessu leyti. í andstöðu okkar við heimsveldissinnana erum við allir Stalínistar“. — Þegar Krúsjeff sagði þetta, ráku Sovétleiðtogarnir upp fagn- aðaróp. Sambandsríki Búlgarskir stúdenlar handteknir hópum saman VARSJÁ, 4. jan. — Pólska blaðið Sztambar Mlodych skýr ir frá því, að fjölmargir stúd- entar í Sofíu, höfuðborg Búlg aríu, hafi verið handteknir undanfarna daga. Blaðið hef- ir það eftir fréttaritara sínum í Sofíu, að mikil ólga sé nú um alla Búlgaríu og óánægjan með stjórnina vaxi með hverj- um degi sem líður. — Reuter. Egypta og Sýrlands? DAMASKUS, 3. jan. — Forsæt- isráðherra Sýrlands flutti þing- inu í dag stefnuyfirlýsingu hinn- ar nýju þjóðstjórnar sem komið hefur verið á með samstarfi allra flokka. Hann sagði eitt meg inverkefni stjórnarinnar vera að stofna Sambandsríki Sýrlands og Egyptalands. Ein meginkrafa stjórnarinnar í utanríkismálum væri að ísraelsmenn hlýddu á- lyktun S. Þ. um brottflutning alls herliðs af egypzku landssvæði og þá einnig af Gaza-lengjunni. — NTB. Pólverjar sýna Rússum fjandskap LUNDÚNUM, 4. jan. — Málgagn Gómulkastjórnarinnar kvartar yfir því í dag, að margir Pólverj- ar sýni rússneska herliðinu í land inu ókurteisi og fjandskap. Segir blaðið, að siík framkoma komi engum að gagni og skorar á Pól- verja að sýna stillingu og góða hegður.. Góð sambúð við Rússa sé nauðsynleg. B’aðið nefnir nokk- ur dæmi um fjandskap við Rússa, einkum rússneskar her- mannafjölskyldur. — NTB Banna innflutning á pólskum blodum BERLÍN, 4. jan. — Kommún- istvstjórnin í Austur-Þýzkalandi hefir lagt _ blátt bann við því, að pólsk blöð og tímarit séu flutt iil landsins, segir blaðið Ðie Welt. Blaðið segir ennfremur, að stjórnarvöldin óttist nú mjög, að atburðirnir í Póllandi geti haft mikil áhrif á innanríkismál Aust ur-Þýzkalands og einkum þykir þeim hætta á því, að frekari vit- neskja um viðbrögð pólskrar al- þýðu undanfarið, geti haft í för með sér opinbera andstöðu við austur-þýzku kommúnistastjórn- ina. Einkum sé hætta á, að stúd- entar og verkamenn hefji róttæk- ar aðgerðir í því skyni að fella stjórnina. Ráðherrar vígja flugleið OSLO, 3. jan. — Halvard Lange, utanríkisráðherra Norðmanna og Osten Undén, sem gegnir sömu stöðu í Svíþjóð, hafa þegið boð Skandinaviska flugfélagsins SAS um að fá far með fyrstu flugvél félagsins, sem flýgur yfir Norð- urpólinn til Tokyo. Svar H. C. Hansen í Danmörku er ókomið, en þess vænzt að hann sláist í förina. Flugleið þessi verður vígð 24. febrúar n.k. og komið til Tokyo daginn eftir. — NTB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.